Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 43

Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Fagur fugl Á Reykjabúinu í Mosfellsbæ ganga allar stofnhænur og -hanar frjáls á gólfi og hænurnar verpa í varphreiður.Til þess að fá frjó egg þarf hani að vera með hænunum í búinu. Eggert Frammi fyrir næstu eld- gosum í jökulþöktu eldfjöll- unum okkar eru flóðavarnir mikilvægar. Vatnsflóð verða líka vegna mikillar skyndi- úrkomu, leysinga, jökulhlaupa úr lónum og jarðhitakerfum undir ís og fleiri orsaka. Þessu til viðbótar er það eðli jökul- fljóta að flæmast undan upp- hleðslu eigin framburðar og þá geta þau valdið landbroti. Landgræðsla ríkisins hefur það hlutverk skv. lögum að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi eða mannvirkjum af völdum fallvatna, með fyrirhleðslum, varnargörðum eða bakkavörnum. Með bakkavörnum er átt við að grjót- og/eða malarfylling er sett við ár- bakka til þess að stöðva landbrot. Flóða- varnir við stórfljót landsins eru fyrirferðar- mestu framkvæmdir við varnir gegn land- broti. Við Markarfljót eru t.d. 40 varnar- garðar sem eru samanlagt um 40 km langir. Landgræðslan á samstarf við Vegagerðina um varnir gegn niðurbroti gróðurlendis og til varnar samgöngumannvirkjum, svo sem vega og brúa, og geta stofnanirnar skipt með sér kostnaði. Allar stærri framkvæmdir eru unnar eftir útboð. Landgræðslunni er heim- ilt að styrkja minni framkvæmdir sem ætl- aðar eru til að vernda mannvirki eða land í einkaeign. Mörg verkefni Á hverju ári hafa slíkar umsóknir verið á bilinu 40 til 60. Undanfarin tíu ár hefur fjár- veiting til landbrots af völdum fallvatna haldist óbreytt, um 70 milljónir króna á ári. Aðkallandi verkefni eru við vatnsföll víða um land auk þess sem brýnu viðhaldi eldri varn- argarða verður að sinna en á það hefur skort undanfarin ár. Ekki er unnt að verða við nema hluta þeirra beiðna sem berast um margvíslegar aðgerðir. Við forgangsröðun verkefna er lögð áhersla á varnaraðgerðir þar sem ræktuðu landi, byggingum eða öðr- um mannvirkjum stafar hætta af ágangi straumvatna. Meðal stærstu og þýðingar- mestu verkefna eru viðhald og viðbætur við flóðavarnir við Markarfljót, Héraðsvötn, Skaftá, Kúðafljót og vatnsföll í Öræfum og á Mýrum eystra, auk þess í Hornafirði, Jök- ulsá á Fjöllum og Jökulsá í Lóni. Þegar kem- ur að mati á mikilvægi verkefna í flóðavörn- um er unnt að hafa hliðsjón af áhættumati vatnsflóða sem unnið er á Veðurstofu Íslands. Jökulhlaup og loftslagsbreytingar Jökulhlaup geta verið lítil og meðalstór, með rennsli líkt og þrjár til 15 Ölfusár í meðal- rennsli. Þau geta orðið stór eða mjög stór, 15- til 70-falt rennsli Ölfusár. Nú sýna stórar eld- stöðvar á borð við Kötlu, Bárð- arbungu og Öræfajökul merki þess að kvika safnist til þeirra. Grímsvötn, virkasta megineldstöð landsins, er kunn að jökulhlaupum, þó ekki í hvert sinn sem þar gýs. Katla er með hættulegri eldstöðvum landsins. Nú er t.d. brýnt að hækka og styrkja varnargarð austan við Höfðabrekku vegna hættu af hlaupi undan Kötlujökli. Nokkrar byggðir landsins eru í sérstakri hættu vegna ágangs árkvísla og flóða í stórám. Má þar t.d. nefna Landeyjar, Álftaver, land við Hvítá í Árnessýslu og í Kelduhverfi, allt byggðir við jökulár. Einnig þurfa land og byggðir við dragár á borð við Stóru-Laxá á flóðavörnum að halda. Verk að vinna Loftslagsbreytingar undanfarinna ára og reynsla af skyndilegum vatnavöxtum vegna aukinnar skammtímaúrkomu og í kjölfar aukins rennslis frá minnkandi jöklum valda áhyggjum samhliða skorti á fé til viðhalds og endurnýjunar flóðavarna allvíða um land. Bættar varnir gegn náttúruvá eru ákaflega mikilvægur samfélagsþáttur á Íslandi vegna náttúrufarsins. Því er nauðsynlegt að vinna greiningu á stöðu í málaflokknum með fullri samvinnu við Landgræðsluna. Útbúa verður aðgerðaáætlun þar sem koma fram tillögur um forgangsröðun verkefna og upplýsingar um áætlaðan kostnað við þau. Um það fjallar þingsályktun sem ég hyggst leggja fram. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Brýnt er að vinna grein- ingu á stöðu flóðavarna með fullri samvinnu við Landgræðsluna og útbúa aðgerðaáætlun með forgangsröðun þeirra. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. Brýna flóðavarnir Á Íslandi höfum við verið svo lán- söm að búa við þær aðstæður að ís- lenskar landbúnaðarafurðir eru með því heilnæmasta sem finnst í heim- inum. Búfjársjúkdómar eru sjald- gæfir vegna legu landsins og vegna þess hvernig bændur hafa staðið að búskap sínum. Við erum því í ein- stakri og eftirsóknarverðri stöðu þegar kemur að því að kaupa í mat- inn. Við getum valið íslenskt og ver- ið örugg um það að sú vara er með því öruggasta og besta sem fyrir- finnst í matvöruverslunum í heiminum. Uppgjör dagsins Einhver myndi halda að slík sérstaða væri eitt- hvað sem vert væri að halda í. Það eru þó ekki all- ir á því máli eins og kemur fram í vilja einstakra kaupmanna og heildsala sem hafa lengi barist fyr- ir því að opna landið fyrir erlendum matvælum, nú síðast hráu kjöti. Eftir langvinn málaferli hafa þeir nú unnið sigur og ættu að geta flutt inn hrátt kjöt óheft frá aðildarríkjum EES-samningsins. Þeir gleðjast um stund yfir því að geta fengið meira í kassann því álagningin á verksmiðju- framleitt innflutt kjöt gefur líklega meira í kass- ann. Alveg eins og léttvínið og bjórinn sem þeim er svo mikið í mun að fá í rekkana í verslunum sínum. Unnið gegn lýðheilsu Þetta er kallað viðskiptafrelsi og grundvallast á samningum við ESB. Við getum selt fisk án tak- markana og á sama tíma er ætlast til að hingað sé flutt inn hrátt kjöt án takmarkana. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Það sem við látum ofan í okkur getur ekki aðeins snúist um krónur og aura eða evrur ef því er að skipta. Ég tel ekki eðlilegt að Evrópusambandið geti skyldað Íslendinga til að taka upp löggjöf sem vinnur gegn heilbrigði þjóðarinnar. Ónæmi gegn sýklalyfjum er alvarlegt mál Heilbrigði dýra og heilnæmi matar er grund- vallaratriði þegar kemur að innflutningi á hráum kjötvörum. Þar standa þær Evrópuþjóðir sem mest framleiða af kjöti einfaldlega ekki á sama plani og Íslendingar. Sú matvara sem við erum svo lánsöm að hafa notið hér í boði íslenskra bænda er einfaldlega heilnæmari og betri en mik- ið af því kjöti sem boðið er upp á í Evrópu. Þetta er staðreynd þegar litið er til þess hversu algengt salmonellu- og kamfýlóbaktersmit er í kjöti í ríkj- um ESB; þetta er staðreynd þegar litið er til þess magns af sýklalyfjum sem notað er í landbúnaði á meginlandinu og er far- ið að gera það að verkum að fólk myndar með sér sýklalyfjaónæmi. Þetta er ekki hræðsluáróður. Þetta er ekki pólitík. Þetta eru stað- reyndir. Sveitir landsins eru ekki menn- ingartengd ferðaþjónusta Áhrifin af innflutningi á hráu kjöti hafa einnig áhrif á lifandi dýr en þess eru dæmi að sýkt hrátt kjöt hafi smitað búpening með skelfilegum af- leiðingum. Áhrifin eru einnig efna- hagsleg, því hvernig eiga íslenskir bændur að keppa við risastór verksmiðjubú meginlandsins í verði? Viljum við þakka íslenskum bændum fyrir að byggja hér upp heilbrigðan bústofn og fram- leiða heilnæmar vörur með því að leyfa versl- uninni að flytja inn hrátt kjöt og stefna lýðheilsu í hættu? Viljum við knýja þá til að stíga niður á sama plan og mörg lönd Evrópu eru að glíma við að komast út úr? Framsókn segir nei. Íslenskar sveitir eru ekki menningartengd ferðaþjónusta til sýnis í vorferð Viðreisnar. Herða frekar en hitt? Nýverið sýndi rannsókn að bakteríur, ónæmar fyrir sýklalyfjum, hefðu fundist í 13 sýnum af inn- fluttu grænmeti en ekkert fannst í íslensku græn- meti. Kannski ættum við í ljósi rannsókna að herða frekar löggjöfina þegar kemur að innflutn- ingi á matvælum heldur en að gefa eftir. Fram- sókn mun leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir skammtímahagsmuni. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Viljum við þakka íslenskum bændum fyrir að byggja hér upp heilbrigðan bústofn og fram- leiða heilnæmar vörur með því að leyfa versluninni að flytja inn hrátt kjöt og stefna lýðheilsu í hættu? Viljum við knýja þá til að stíga nið- ur á sama plan og mörg lönd Evr- ópu eru að glíma við að komast út úr? Framsókn segir nei. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra og dýralæknir. Hugsum út fyrir búðarkassann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.