Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Í dag, 8. nóvember,
er hinn árlegi eineltis-
dagur. Af mörgu er að
taka þegar kemur að
þessum málum en í
þessari grein langar
mig að ræða um skil-
greiningar, for-
dómalaust úr-
vinnsluferli og
verklag.
Sú breyting var
gerð í síðustu reglugerð um einelti
að það er nú ófrávíkjanlegt skilyrði
að hin ótilhlýðilega hegðun sé sí-
endurtekin. Í fyrri reglugerð var
skilgreining á einelti „ámælisverð
eða síendurtekin ótilhlýðileg hátt-
semi“. Þannig hefur skilgreiningin
þrengst og við vinnslu sumra mála
hefur oft heilmikið púður farið í að
túlka þessa skilgreiningu. Enda
þótt við öll skiljum hvað orðið „sí-
endurtekin“ þýðir þá hefur þetta
flækst fyrir fólki við vinnslu mála.
Það á t.d. við í þeim tilfellum þar
sem rof eða hlé verður á meintri
ótilhlýðilegri háttsemi. Þá vilja
sumir meina að ekki sé um síend-
urtekna hegðun að
ræða og þar af leið-
andi flokkist hátt-
semin ekki undir ein-
elti. Þessi rök hafa
verið notuð í málum
þar sem háttsemin
hefur verið síend-
urtekin, en með ein-
hverjum hléum.
Þröngar skilgrein-
ingar hafa fæling-
armátt. Þeim sem
hafa mátt þola einelti
af sama aðila með
hléum finnst mörgum þýðing-
arlaust að tilkynna málið enda mun
skilgreiningin vinna gegn þeim og
vera beitt gegn þeim. En hvert er
markmiðið með svo þröngri skil-
greiningu? Til eru þeir sem halda
því fram að markmiðið sé fátt ann-
að en að reyna að sporna við því að
eineltistilkynning verði tekin gild
og fái þá umfjöllun sem henni ber.
Í þessu sambandi má spyrja hvort
verið sé að berjast gegn einelti af
einurð og heiðarleika?
Fyrirfram ákveðnir dómar
Það er mjög mikilvægt ef við
ætlum að vinna að heiðarleika í
þessum málum að skilgreiningar
séu í samræmi við raunveruleikann
og feli í sér ákveðið svigrúm fyrir
þann fjölbreytileika sem finnst í
þessum málum. Taka verður á móti
öllum kvörtunum og tilkynningum
með opnum huga og hlutlausu við-
móti. Teymin sem rannsaka einelt-
ismál verða að gæta þess að draga
ekki ótímabundnar ályktanir eða
vera með fyrirfram gefna dóma.
Mál liggur ekki ljóst fyrir fyrr
en könnun er lokið. Borið hefur á
því að þeir sem tilkynna hafi upp-
lifað að efni tilkynningar sé strax
gert ótrúverðugt og sá sem kvart-
ar þar með líka. Þeir sem lýsa
þessari upplifun hafa jafnvel látið
að því liggja að þeim finnist eins
og búið sé að ákveða fyrirfram nið-
urstöðuna um að þetta hafi ekki
verið einelti. Tilkynnendur eineltis
eru jafnvel spurðir leiðandi spurn-
inga áður en könnun máls hefst,
spurninga á borð við hvort þeir
sjálfir eigi ekki einhvern þátt í
þessu vandamáli eða hvort hér sé
ekki bara um að ræða sam-
skiptavanda eða skoðanaágreining?
Enginn getur ákveðið upplifun
annarra. Mælikvarði á hvar mörkin
í samskiptum liggja er huglægt
mat einstaklings. Hvernig svo sem
mál kann að líta út í byrjun á að
taka allar kvartanir til skoðunar
með opnum huga og af hlutleysi. Í
vinnslunni felst að kanna hvort
kvartanirnar eigi við rök að styðj-
ast. Þegar könnun máls er lokið
liggur langoftast fyrir skýr nið-
urstaða.
Vinnsluferlið
Úrvinnsla máls af þessu tagi tek-
ur mið af fjölmörgum þáttum,
þ.m.t. alvarleika kvörtunarinnar og
hvort um sé að ræða nýtt mál eða
endurtekna hegðun. Við úrvinnslu
eineltismála skiptir jafnræði, and-
mælaréttur og gegnsæi máli. Ef
hefja á formlega könnun þarf skýr
kvörtun/tilkynning að liggja fyrir.
Meintur gerandi á rétt á að vita
hvað hann á að hafa gert á hlut til-
kynnandans. Ásakanir sem eru
loðnar og óljósar geta aldrei leitt
til faglegrar vinnslu máls. Tilkynn-
ing um einelti eða annað ofbeldi er
mál tilkynnandans og er nauðsyn-
legt að hann sé upplýstur um
framgang málsins, t.d. hvenær við-
töl við meintan geranda og aðra
aðila eru áætluð.
Annar mikilvægur þáttur er
eftirfylgni. Liður í eftirfylgni er að
bjóða málsaðilum upp á faglega að-
stoð og stuðning eftir atvikum til
að kanna líðan og fá staðfestingu
um að einelti sé ekki lengur til
staðar. Upplýsingar/gögn sem
verða til í einstöku máli eiga að
vera aðgengileg aðilum málsins.
Allir þeir sem rætt er við í
tengslum við málið eiga að fá að
vita fyrirfram að um er að ræða
opið vinnsluferli. Þeir sem rætt er
við eiga að fá tækifæri til að lesa
yfir það sem hafa á eftir þeim í
endanlegri álitsgerð um málið og
þeim gefinn kostur á að breyta eða
lagfæra framburð sinn.
Þröng skilgreining á einelti vinnur gegn þolendum
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Sumir telja að mark-mið með þröngri
skilgreiningu á einelti
sé að sporna við því að
eineltiskvörtun verði
tekin gild og fái
athugun við hæfi.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi.
RÚV hefur tekið enn
eitt skrefið í átt til fjöl-
miðlunarlágkúru í
þættinum „Allir krakk-
ar,“ sem fluttur var fyr-
ir alþjóð 1. nóvember
s.l. Þátturinn var „unn-
inn í samvinnu við
Stígamót og tengist
fjáröflunarátaki þar
sem safnað er fyrir for-
varnarstarfi Stíga-
móta“, eins og segir á heimasíðu fjöl-
miðils „okkar allra“. Þátturinn minnir
óþægilega á sams konar fjölmiðlun í
samvinnu við sjónvarp Símans og
Kvennaathvarfið í september á síð-
asta ári. Aðferðin er sú sama. Leidd
eru fram fórnarlömb karla, konur,
sem lýsa þrautagöngu sinni og þján-
ingum. Öll koma vitnin fram undir
nafni (nema eitt), svo auðvelt ætti að
vera að auðkenna hinn meinta mis-
indismann.
Harmsögurnar hræra fólk til með-
aumkunar eins og gefur að skilja,
skapa tilfinningalegan grunn að múg-
sefjun RÚV. „Hjartað fer í klessu,“
sagði einn þáttarstjórnenda. Þegar
hjartað fer í klessu verður erfitt að
hugsa af skynsemi og spyrja gagn-
rýninna spurninga. Hvers vegna
velja stjórnmálamenn að fela kven-
frelsunaröfgasamtökum jafn mik-
ilvægan hluta heil-
brigðis- og félags-
þjónustunnar? Alþingi
og sveitarfélög fjár-
magna starf þeirra að
mestu leyti, án þess að
hafa neitt um starfsem-
ina að segja.
Hugmyndafræðin er
skýr. Starfsemin er
dulbúin sem jafnrétt-
isbarátta: „Jafnrétti og
femínismi eru tvö hug-
tök sem væru ekki til án
hvort annars.“ Hin eld-
gamla kvenfrelsaralumma um kúgun
kvenna er sígild: „Það sem telst karl-
lægt hlýtur virðingu og völd en það
sem er talið kvenlegt er álitið ómerki-
legra. Þetta gerir það að verkum að
konur og aðrir sem tilheyra minni-
hlutahópum eru skörinni lægra í
samfélaginu en karlar.“ Og frekar er
útskýrt: „Samfélagsgerðin okkar er
mjög kynjuð og gefur því sem gæti
talist karllægt meira vægi og virð-
ingu en því sem gæti talist kvenlegt.
Má [því] segja að kynjamisrétti sé
rótgróið og kerfisbundið. Á þessu
vekja femínistar athygli og leggja sig
fram um að breyta kynjuðum við-
horfum með ýmsum aðgerðum.“
Karlar eru undirrót alls ills. Þeir
komu sér upp kúgunartæki, hinu
margumrædda „feðraveldi“:„Kyn-
ferðisofbeldi er rótgróið í kynjakerf-
inu þar sem karlar eru í forrétt-
indastöðu gagnvart konum, fólki af
öðrum kynjum, unglingum og börn-
um.“ Það ætti því ekki að koma á
óvart, að „[n]auðgunarmenning er
allsráðandi í samfélaginu ...“ Undir
þetta tekur kynjafræðikennari úr
Borgarholtsskóla í umfjöllun sinni um
klám, sem fortakslaust er sagt ofbeldi:
„Konur eru kerfisbundið svívirtar og
beittar ofbeldi – [í menningu, sem er]
gegnsýrð af kvenfyrirlitningu.“ Þetta
eru sum sé fræðileg og persónuleg
grunnviðhorf þeirra, sem treyst er
fyrir mikilvægum hluta heilbrigð-
isþjónustu, félagsþjónustu og mennt-
un íslensku þjóðarinnar.
Í nýsýndum þætti náði dómgreind-
arleysi og siðleysi hámarki, þegar
ólánsamri stúlku var att á forað sviðs-
ljóssins. Mér varð hreinlega ómótt af
sviðssetningunni og þeirri faglegu og
siðferðilegu misnotkun, sem átti sér
stað. Samkvæmt frásögn starfsmanns
Stígamóta sátu ráðgjafar þeirra í
mörg ár við að fræða stúlkuna. Speki
samtakanna „tók langan tíma að síast
inn“. En það hefur greinilega tekist
bærilega, því í framburði stúlkunnar,
stjórnað með staðfestandi spurn-
ingum ráðgjafa, birtist hug-
myndafræði Stígamóta greinilega
ásamt nokkrum sjúkdómsgrein-
ingum; ofsakvíða, átröskun, áfalla-
streituröskun og „flash back“ (skyndi-
legum ógnarendurminningum).
Stígamót hafa sjúkdómsgreint kær-
astann einnig. Hann er haldinn
„sjúkri karlmennsku“. Þáttarstjórn-
andi telur að samband ungmennanna
hafi verið „ein samfelld nauðung og
nauðgun“ af hálfu unnustans. Ætli
RÚV og Stígamót hafi leitt hugann að
líðan hinna meintu ofbeldismanna við
umfjöllunina eða hvernig örvað sé til
frekara ábyrgðarleysis í umfjöllun í
netheimum? Ætli RÚV muni segja
þeirra sögu? RÚV og Stígamót kynda
undir kynjastríðinu. Ég minni á orð
skynsamasta þátttakandans í sýning-
unni, Gests Pálmasonar, sem hvetur
til „að kynin taki sig saman á sam-
félagslegum nótum og reyni að laga
þetta [þ.e. kynjamisklíðina]“.
Lágkúra RÚV og Stígamóta
Eftir Arnar
Sverrisson »RÚV tekur í vaxandi
mæli þátt í lágkúru-
fjölmiðlun, sem m.a.
birtist í „jafnréttis-
skakkri“ og ógagnrýn-
inni fjölmiðlun, tengdri
samskiptum kynjanna.
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Í dag, 8. nóvember,
opnar Haraldur Bilson
málverkasýningu í
Gallerí Fold við Rauð-
arárstíg.
Bilson er af íslensku
bergi brotinn, fæddur
í Reykjavík 1948 af ís-
lenskri móður, Krist-
jönu Jónsdóttur frá
Hnífsdal. Faðir hans,
James Bilson, var
Englendingur. Þegar Kristjana
giftist varð hún að afsala sér ís-
lenskum ríkisborgararétti sam-
kvæmt þágildandi lögum.
Haraldur var skírður eftir látn-
um manni sem vitjaði nafns til
móður hans, í draumi, mörgum ár-
um áður en hann fæddist. Ís-
lenskara getur það ekki verið.
Fyrir nokkrum árum fékk
Harry og móðir hans aftur ís-
lenskan ríkisborgararétt og notar
hann nafnið Haraldur hérlendis.
Hann hefur verið ástríðufullur
listamaður og málari frá unga
aldri. Hann er íslenskur listamað-
ur sem þekktur er um allan heim
af verkum sínum, sem hann hefur
selt í þúsundatali í öllum heims-
álfum.
Bilson hefur unnið
að list sinni í fjölda
landa þar sem hann
hefur dvalið, m.a.
Ástralíu, Kína,
Bandaríkjunum,
Kanada, Írlandi, Ís-
landi og víðar.
Hann hefur haldið
sýningar vítt og
breitt um heiminn, í
Norður- og Suður-
Ameríku, Japan,
Hong Kong, Úrúgvæ
og víðsvegar um Evrópu. Hann
var ekki uppgötvaður af löndum
sínum fyrr en árið 1997 er hann
hélt sína fyrstu sýningu í Gallerí
Fold.
List hans er óður til lífsins og
gleðinnar.
Haraldur Bilson
– óður til lífsins
og gleðinnar
Eftir Jóhann J.
Ólafsson
Jóhann J. Ólafsson
»Hann er íslenskur
listamaður sem
þekktur er um allan
heim af verkum sínum,
sem hann hefur selt í
þúsundatali í öllum
heimsálfum.
Höfundur er kaupmaður.
Málverk List Haraldar Bilson er óður til lífsins og gleðinnar.
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti