Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
✝ Ragnar Þor-steinsson fædd-
ist 4. nóvember
1934 á Akranesi.
Hann lést á Land-
spítala við Hring-
braut 31. október
2018.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Kristján Sigurðs-
son, f. 2. ágúst
1904, d. 1. mars
1987, og Guðmundína Kristjáns-
dóttir, f. 14. september 1907, d.
8. maí 1995. Ragnar var þriðji í
röð fjögurra bræðra. Elstur er
Sigurður, f. 1931, annar í röð-
inni var Kristján, f. 1932, d.
2017, og yngstur er Hallgrímur,
f. 1941. Ragnar kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Steinvöru
Bjarnadóttur, þann 28. mars
1959. Börn þeirra voru fimm. 1)
Bjarni, f. 27. nóv. 1950, d. 25.
þeirra eru a) Ragnar, f. 1977,
faðir hans er Þórður Einarsson,
b) Bragi, f. 1981, c) Rakel Dögg,
f. 1986. 4) Ragnheiður, f. 10. jan.
1967. Dóttir hennar er Giovanna
Steinvör, f. 1996. Faðir hennar
er Arcangelo Mario Cuda. 5)
Þorsteinn Kristján, f. 19. júní
1971. Kona hans er Paula A.
Sánches. Börn þeirra eru a)
Snæfríður Adda, f. 1992, móðir
hennar er Kristín Gunnars-
dóttir, b) Angéles Steinvör.
Barnabarnabörnin eru 19 tals-
ins og að auki er eitt barna-
barnabarnabarn.
Ragnar og Steinvör hófu bú-
skap í Reykjavík en fluttu til
Hafnarfjarðar árið 1970 þar
sem þau bjuggu æ síðan og
lengst af á Miðvangi 89. Síðustu
æviár hans bjuggu þau á Berja-
völlum 2.
Ragnar tók meistarapróf í
vélvirkjun og starfaði alla tíð við
iðn sína. Lengst af hjá Íslenska
álfélaginu eða frá 1969 og þar til
hann fór á eftirlaun 2001.
Útför Ragnars fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 8. nóvember 2018, klukkan
11.
nóv. 2010. Kona
hans er Sigurveig
Helga Hafsteins-
dóttir og eiga þau
tvö börn a) Maríu, f.
1975, b) Steinar, f.
1980. Fyrir átti
Bjarni Anettu Rós,
f. 1971, móðir henn-
ar er Hulda Björg
Sædal Lúðvíks-
dóttir. 2) Guðmund-
ína, f. 28. okt. 1958.
Maður hennar er Viggó Valde-
mar Sigurðsson. Börn Guð-
mundínu eru a) Margrét Elín, f.
1977, faðir hennar er Sigurður
Grettir Erlendsson, b) Þórður
Eric, f. 1984, c) Bjarni Aron, f.
1988, faðir þeirra er Þórður Er-
ic Hilmarsson, d) Uni Marinó, f.
1999, faðir hans er Karl
Marinósson. 3) Guðbjörg Elín, f.
6. júní 1960. Maður hennar er
Bragi Þorsteinn Bragason. Börn
Fallegi, yndislegi pabbi minn
er dáinn. Ég er orðin harðfull-
orðin en mér líður eins og litlu
stelpunni hans pabba nú þegar
minningarnar streyma fram í
hugann, hver á eftir annarri. Ég
er skælandi lítil stelpa af því að
pabbi er að fara út á sjó eftir allt
of stutt stopp í landi. Ég er 11
ára að keppa í hlaupi og pabbi er
á hliðarlínunni að hvetja mig
áfram. Ég er ung móðir og ekk-
ert nafn kom til greina á dreng-
inn nema nafnið hans pabba. Ég
er ung kona að ganga inn kirkju-
gólfið í Garðakirkju og pabbi
leiðir mig svo styrkur, svo stolt-
ur. Ég er ferðafélagi, söngsystir,
vinur, dóttir.
Ég átti yndislegan föður.
Pabbi ólst upp í hópi fjögurra
bræðra og ástríkra foreldra á
Langholtsvegi 31. Í litlu húsi
sem þó gat rúmað alla stórfjöl-
skylduna á jóladag. Garðurinn
yndislegur, gróðursæll og falleg-
ur. Pabbi var strax mikill orku-
bolti sem barn. Stór og sterkur
og fjallmyndarlegur. Brún, stór
augun svo mild og við fjölskyld-
an stríddum honum á „rúllu-
gardínunum“ – stóru augnlok-
unum sem sigu þegar þreytan
sagði til sín. Pabbi hafði alla tíð
mikinn áhuga á íþróttum og æfði
handbolta með Val sem strákur
og unglingur. Hann munaði ekki
um að hlaupa með þunga kola-
poka á öxlunum langar vega-
lengdir áður en hann skokkaði á
æfingu. Hann fylgdist með
íþróttaferli afkomenda sinna af
miklum áhuga. Pabbi kunni allt
og gat allt. Þannig var það bara.
Alltaf fyrstur á vettvang þegar
við börnin hans þurftum aðstoð.
Pabbi var mikið hreystimenni og
þegar ég var nokkurra ára
stelpuskott og Ómar Ragnars-
son söng um „pabba sinn sem
var sterkari en pabbi þinn“
fannst mér hann vera að syngja
um pabba minn. Pabbi bauð í
„krók“ og notaði litla fingur á
móti báðum höndum keppi-
nautarins og auðvitað vann hann
samt. Þegar pabbi var unglingur
greindist hann með berkla og
tóku þeir sinn toll og sinn tíma.
Hann var fjarri ástvinum í nokk-
ur ár á þessu viðkvæma aldurs-
skeiði, fyrst á Vífilsstaðahæli og
svo á Kristneshæli í Eyjafirði
þar sem hann var hogginn til
þess að vinna á meininu og það
tókst. Skömmu eftir veikindin
kynntist pabbi mömmu, Stein-
vöru Bjarnadóttur, og til þess að
tryggja að hún yrði hans bætti
hann nokkrum árum við aldur
sinn. Hún var nefnilega fjórum
árum eldri og það var nú þó
nokkuð á þessum tíma. Hann
var með fallega söngrödd og
söng hann til mömmu þegar
hann bað hennar. Hversu róm-
antískt er það?
Pabbi var hvers manns hug-
ljúfi. Hann var orðvar, ljúfur og
þægilegur en alls ekki skaplaus.
Hann var mikill dugnaðarforkur
rétt eins og mamma. Þau
byggðu sér fallegan bústað í
gróðursnauðri hlíð og þau voru
ófá handtökin sem þau lögðu til
við að gera staðinn að dásam-
legum lystigarði með skjólgóð-
um lundum. Það er af mörgu að
taka þegar minningar síðustu
rúmlega hálfrar aldar leita á
hugann. Lokaorð til ástvina
verða eitthvað svo tómleg í
samanburðinum. Minningarnar
lifa áfram og munu ylja mér um
hjartarætur um ókomna tíð.
Takk elsku pabbi fyrir að
vera stoðin og styrkurinn í lífi
okkar allra. Hvíl í friði. Þín
dóttir,
Guðbjörg Elín.
Í dag er dagurinn sem ég
mun kveðja hann pabba minn.
Hann skipaði stóran sess í
hjarta mínu og minningin hans
mun lifa áfram með mér og mín-
um. Pabbi minn var hin týpíska
hvunndagshetja, þó það hafi far-
ið lítið fyrir honum. Hann var
einstakur maður, traustur,
tryggur og hlýr og ég er ein-
staklega lánsöm að hafa átt
hann að.
Pabbi minn, þú varst hetjan
mín. Fyrsta minningin mín um
þig er hlýi faðmurinn þinn sem
var alltaf opinn og ég sat í öllum
stundum sem lítil stúlka. Ég
man hvernig ég hljóp á móti þér
þegar þú komst úr vinnunni og
hoppaði beint upp í hann og þú
greipst mig. Ég man hvernig
mér fannst þú langbesti pabbinn
af öllum. Þú varst hávaxinn og
óvenju myndarlegur maður, með
svarta hárið þitt og dökkbrúnu
augun. Þú varst sterkastur af
öllum í heiminum og mér fannst
þú geta allt. Við sátum og spil-
uðum, þú stríddir mér og þóttist
fara í krók og ég fékk stundum
að hjálpa til þegar þú varst að
dudda í bílskúrnum. Alltaf var
pláss fyrir litlu stelpuna þína,
elsku pabbi.
Bernskuminningarnar víkja
svo fyrir unglingaminningunum
sem er eina tímabil lífs míns sem
ég hef deilt við þig. Ég man þeg-
ar ég særði þig fyrst, þú sast
uppi í sjónvarpsherbergi og opn-
aðir faðminn sem ég hafði setið í
á hverju einasta kvöldi fram að
þessari stund en ég ákvað að ég
væri orðin of stór fyrir faðminn
og settist í stól við hliðina. Ég
man enn hvað mér leið illa því
ég sá að ég hafði sært þig, því ég
sá það í augunum þínum. En
sem betur fer varst þú nú yf-
irleitt sáttur við mig þó röddin
hafi hækkað þegar ég kom ekki
á réttum tíma heim eða litaði á
mér hárið.
Á fullorðinsárunum höfum við
átt einstaka vináttu. Við gátum
spjallað um daginn og veginn,
um allt og ekkert. Við gátum
líka þagað saman og látið nær-
veruna duga, eða bara hlegið
eins og bjánar að einhverri vit-
leysunni. Þú varst alltaf reiðubú-
inn að hjálpa, það var alveg
sama hvað ég tók mér fyrir
hendur, alltaf varstu mættur á
staðinn og gerðir allt sem þú
gast, hvort sem það var að mála,
bera, græja eitthvað, gera við
bíla eða bara hvað sem er. Þú
varst enn að hjálpa mér þegar
ég flutti í Eskihlíðina fyrir fjór-
um árum, alltaf mættur fyrstur
á staðinn og alltaf að gæta að
því að hlutirnir gengju rétt fyrir
sig fyrir litlu stúlkuna þína.
Pabbi minn, þú gladdist með
mér þegar vel gekk, hlustaðir á
mig þegar mér leið illa, ráðlagðir
mér þegar ég vissi ekki hvað ég
ætti að gera og huggaðir mig
þegar ég þurfti á stuðningi að
halda. Ég á alltaf eftir sakna
þín.
Ég elska þig, pabbi minn.
Litli unginn þinn,
Ragnheiður.
Elsku pabbi minn. Ferðalagi
þínu á þessari jörð er nú lokið,
lífsbókin þín fullskrifuð. Þótt
liggi fyrir öllum að yfirgefa
þessa jörð, þá kemur dauðinn
alltaf á óvart þegar hann hrifsar
ástvini í burtu. Enginn fær unn-
ið dauðastríðið en ég hélt þó í
vonina um að þú gætir það, al-
veg eins og þegar ég var lítil og
trúði því að pabbi gæti allt í
heiminum. Ég er harmi slegin
eins og allir sem elskuðu þig og
nutu þeirrar gæfu að þekkja þig
og að vera samferða þér í lífinu.
Það er sárt að horfa á eftir þér
en ég er þakklát fyrir að þú ert
laus við kvalir sem lagðar voru á
þig síðustu vikurnar. Þú sagðir
okkur systkinum skemmtilegar
sögur úr uppvexti þínu, sveip-
aðir þær ævintýrablæ. Snemma
fórstu að vinna, og hljópst með
níðþunga kolapoka á heimilin í
hverfinu, sundreiðst bikkjum yf-
ir Elliðaárnar, hljópst svo á
handboltaæfingar hjá Val. Þú
varst gæfusamur að eiga þrjá
samheldna bræður og yndislega
foreldra. Ungur fékkstu berkla
og varst fjarri fjölskyldunni í
einangrun, á Vífilsstöðum og í
Kristnesi fyrir norðan. Þú jafn-
aðir þig af berklunum og fljót-
lega þar á eftir kynntist þú
mömmu og börnin komu eitt af
öðru. Samhliða vélstjóranámi,
fasteignakaupum og síðar hús-
byggingum lögðuð þið bæði
mikið á ykkur fyrir heimilið. Þú
sigldir um heimsins höf, vannst í
Svíþjóð þegar atvinnuleysi var
hér. Ég man eftir öllu namminu
sem þú komst með frá útlönd-
um, T-bone steikum og TV-mat
á bökkum. Þú hafðir með ein-
dæmum ljúfa lund, hógvær og
þolinmóður. Þú lést okkur börn-
unum líða eins og við værum
hvert og eitt þitt uppáhalds-
barn. En lífið var ekki bara
vinna. Ótal minningar ylja. Úti-
legur, fyrst í litlu tjaldi, síðan
kom stærra og loks tjaldvagn.
Svaðilfarir í bílum yfir lækjar-
sprænur og ár sem þú hafðir
svo gaman af. Bústaðurinn í
Grafningnum, þar sem fjöl-
skyldan átti ótal gæðastundir
saman. Þú varst ákaflega söng-
elskur, með sterka og fagra
tenórrödd og sungum við saman
uppáhaldslögin þín og mömmu.
Þú gerðir aldrei mannamun og
komst fram við alla eins og jafn-
ingja. Yfirvegaður, umhyggju-
samur og ákaflega hjálpsamur
okkur börnunum sem og öðrum.
Þú varst „alt mulig mand“ með
mikið verksvit. Ég er ótrúlega
þakklát fyrir að hafa getað verið
hjá þér síðustu dagana, þar sem
þú varst umvafinn ást og um-
hyggju fjölskyldunnar. Eftir
andlát þitt rakst ég á eftirfar-
andi orð, sem rituð voru fyrir af-
mælisdaginn þinn:
„Þið eigið að gleðjast yfir lífinu á
hverjum degi, ekki slá því á frest, þar
til hann er orðinn að fortíð, að upp-
götva að þetta voru yndislegar stund-
ir! Treystið ekki á hamingju ókominna
daga. Því eldri sem maður verður
þeim mun betur finnur maður að það
að njóta andartaksins er náð, gjöf
gulli betri.“
(Gullkorn: María Curie)
Þetta er svo satt, pabbi minn.
Þú lifir að eilífu í hjarta mínu.
Við hittumst á ný og syngjum
saman Hrísluna og Denna
Martin. Þangað til get ég glaðst
yfir öllum minningunum um þig.
Ég bið góðan guð að vaka yfir
og gefa mömmu og fjölskyld-
unni styrk á þessum erfiðu
tímum.
Þín dóttir,
Guðmundína (Dína).
Hvernig minnist maður gulls
af manni sem var alltaf til stað-
ar? Ekki hitta oftar, ekki finna,
ekki heyra?
Ágúst 1980. Stelpuskottið
sem ég var að kynnast þurfti að
komast úr Þjórsárdalnum í
Grafninginn og mæta í afmæli
mömmu. Ég og félagar buðumst
til að skutla. Sólríkur dagur,
skemmtilegt ferðalag og um
miðjan dag mættum við í
sumarbústaðinn í Grafningi,
hvar ég síðar átti eftir að upplifa
afskaplega skemmtilega tíma í
faðmi alltumlykjandi væntum-
þykju tengdaforeldra. Fjölda
fólks dreif að, Steinka á fullu
upp í bústað að taka á móti og
bjóða veitingar. Ragnar stóð
niður við veg og tók á móti
ferðalöngum og vísaði til bíla-
stæða og gistingar. Við galvösk
og glöð og svo augljóst á öllu hjá
Ragnari að hann var mjög glað-
ur að sjá einn af gimsteinunum
sínum mæta. Tók þétt utan um
dóttur sína og kyssti, brosti og
klappaði henni á kollinn og benti
henni upp slóðann til veislu. Ég
hélt að hann væri glaður að sjá
okkur strákana en næst sneri
hann sér að mér, hallaði sér að
bílnum, horfði hvössum augum
inn með brosi á vör, hallaði und-
ir flatt eins og töffarar gera og
tenórröddin sagði: Jæja strákar
mínir. Það er akkúrat hérna sem
þið snúið við, hægt og hljótt svo
lítið beri á og látið ykkur hverfa.
Á eftir kom glottið með
ákveðnum svip og hann meinti
þetta fullkomlega. Við hlýddum
án þess að mögla.
En ég sneri aftur, ágengur og
bað um hönd dótturinnar. Vann
mér sess í hjarta tengdó og átti
einstakt og fallegt samband við
þau það sem eftir lifði. En svona
var Ragnar. Gleðin yfir lífinu,
gleðskapur í faðmi fjölskyldu,
kurteisi við alla, hlýja í sam-
skiptum, aldrei orði hallað á
ókunna eða nánustu, stoltið og
elskan með börnin, væntum-
þykja og faðmurinn til að passa
og halda utan um sína. Þegar
systkinin síðar dæla inn barna-
börnum stækkaði hjartað og
faðmurinn og alltaf hægt að taka
á móti og hjálpa afkomendum.
Ragnar var af gamla skólan-
um. Hann gat allt, hann hjálpaði
okkur öllum með að smíða,
múra, pípuleggja, mála, gera við
bíla, já bara allt sem maður bað
um. Bóngóður með eindæmum
og ég held að hann hafi aldrei
sagt nei. Ég held að hann hafi
aldrei sagt nei við nokkurn þann
sem leitaði eftir aðstoð hans.
Kannski hlustaði hann ekki á
allt sem Steinka sagði en hann
gerði allt sem hún bað um. Síð-
ustu árin hélt hann utan um
Steinvöru sína af æðruleysi
manns sem veit það að í blíðu og
stríðu gerir maður allt fyrir ást-
ina sína.
Eitt kláraði Ragnar ekki við
mig. Tveimur dögum áður en ég
kvæntist dóttur hans stóðu
samningaviðræður yfir um
heimanmund. Söngvatn var
brúkað og Ragnar bauð fimm
kíló af kartöflum, sem mér
fannst slakt boð, en hann vissi
sem var að fjársjóðurinn sem ég
fékk þurfti ekki heimanmund.
Mér tókst að semja um 10 kíló af
skræluðum og skornum.
Á lífsgöngunni með Ragnari
þáði ég hlýju og traust og þetta
óútskýranlega í nánu sambandi
sem kannski er vellíðan og ham-
ingja. Kartöflurnar fékk ég
aldrei.
Í dag kveð ég besta tengda-
pabbann sem ég þekki. Það eru
forréttindi og lærdómur að
ganga lífsleiðina með manni eins
og Ragnari. Hvíl í friði.
Bragi Bragason.
Mig langar til að minnast
Ragnars Þorsteinssonar, góðs
vinar og ferðafélaga gegnum
árin.
Ragga og Steinku, konunni
hans, kynntist ég gegnum mann-
inn minn, en þeir Raggi unnu á
sama vinnustað. Við áttum sam-
eiginlegt áhugamál sem var að
ferðast og ásamt fernum öðrum
hjónum stofnuðum við ferða-
klúbb og ferðuðumst víða, bæði
innanlands og utan. Ég á marg-
ar góðar minningar úr þessum
ferðum. Raggi var góður félagi
og hrókur alls fagnaðar.
Þannig hittist á að við urðum
nágrannar þegar við fluttum á
Vellina í Hafnarfirði. Þá varð
samgangurinn meiri og reyndust
Raggi og Steinka mér vel eftir
að ég missti manninn minn.
Síðustu árin hefur félögum í
ferðaklúbbnum fækkað og ferða-
lögin lagst af. Eftir að ég flutti í
Hveragerði höfum við aðallega
haldið sambandi í síma til að
fylgjast hvert með öðru.
Ég vil að lokum þakka Ragga
fyrir samfylgdina og senda
Steinku og fjölskyldunni allri
samúðarkveðjur.
Sigrún Helga (Rúrý).
Ragnar
Þorsteinsson
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ástkær faðir okkar og sambýlismaður,
ÞORSTEINN SVEINSSON,
fv. kaupfélagsstjóri,
Hamrahlíð 1, Egilsstöðum,
lést föstudaginn 2. nóvember á
hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 10. nóvember
klukkan 11.
Hólmfríður, Sveinn, Guðríður, Þorbjörg, Magnús
Guðlaug Guttormsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA S. SVEINSDÓTTIR,
lést mánudaginn 29. október á Hrafnistu,
Reykjavík, (Mánateigi). Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 9. nóvember
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast
bent á Alzheimersamtökin.
Sveinn Heiðar Gunnarsson Sigríður Jakobsdóttir
Pálmar Smári Gunnarsson Norisa Suana Gunnarsson
Kristján Ragnar Gunnarsson Gréta Ebba Bjargmundsdóttir
Heimir Örn Gunnarsson Helena Vignisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn