Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
✝ Jóhanna Guð-rún Valdimars-
dóttir fæddist að
Gularáshjáleigu í
Austur-Landeyjum
14. nóvember 1925.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli, Reykjavík,
30. október 2018.
Jóhanna, eða
Hanna eins og hún
var yfirleitt kölluð,
var dóttir hjónanna Elínar Jóns-
dóttur, f. 10.10. 1886, d. 13.1.
1974, og Valdimars Þorvarð-
arsonar, f. 14.5. 1893, d. 1.3.
1967. Þau fluttu að Þórðarkoti
árið 1934 og árið 1937 fluttu þau
í Kirkjuhús á Eyrarbakka.
Systkini Hönnu voru, Anna
dóttir. Hann á tvo syni. b) Anna
Steinunn Villalobos, c) Þorsteinn
Þór Villalobos. 2) Sigurður, f.
31.5. 1948. Eiginkona er Lilja
Dóra Michelsen, börn þeirra: a)
Elín Hanna, gift Kára Konráðs-
syni og eiga þau tvær dætur. b)
Þorsteinn Birkir, sambýliskona
er Guðný Björg Sigurðardóttir,
þau eiga tvo syni. c) Hlynur Örn,
sambýliskona hans er Elín Sól-
veig Grímsdóttir, þau eiga fjögur
börn. 3) Ingunn Þorsteinsdóttir,
f. 9.5. 1953, gift Guðjóni Valdi-
marssyni, dóttir þeirra er Sigríð-
ur Björk Guðjónsdóttir, gift
Skúla S. Ólafssyni og eiga þau
þrjú börn og eitt barnabarn.
Hanna byrjaði ung að vinna,
var m.a. kaupakona hjá systur
sinni í Stekkum og síðan starfaði
hún nokkur ár í bakaríinu á
Eyrarbakka. Hún stundaði
hreingerningar í skólum og á
Skattstofunni.
Útför hennar fer fram frá
Neskirkju í dag, 8. nóvember
2018, klukkan 13.
Kristín, f. 11.4.
1917, d. 13.10. 2005,
Jón Guðmann, f.
5.10. 1918, d. 28.9.
1997, og Ásdís Katr-
ín, f. 6.2. 1932, d.
6.1. 2012.
Árið 1947 giftist
Hanna Þorsteini
Sigurðssyni, f. 3.12.
1926, d. 30.5. 1999.
Þau hófu búskap í
Reykjavík og
bjuggu þar alla tíð síðan, lengst
af í Gnoðarvogi 28.
Börn þeirra eru: 1) Elín Val-
borg, f. 8.2. 1947, d. 6.6. 2011,
hún var gift Ricardo Eloy Villa-
lobos, þau skildu. Börn þeirra: a)
Ricardo Mario Villalobos, sam-
býliskona hans er Anna Helga-
Hún amma var svona ekta
amma. Hún átti alltaf nóg af hlýju
og einhverju sætu handa okkur
barnabörnunum, ef ekki Cocoa
Puffs þá kökur og kandís og alltaf
átti hún kók úti á svölum, sem í þá
daga var ekki alveg hversdags.
Móðuramma okkar kallaði hana
alltaf ömmu góðu og það lýsir
henni vel. Ristaða brauðið hennar
var best í heimi og Steini borðaði
ekki ost nema hjá ömmu því hann
var bestur þó svo það væri sami
osturinn og heima. Við systkinin
vorum svo heppin að búa ekki
langt frá þeim ömmu og afa og
komum gjarnan við hjá þeim.
Amma var mjög flink í höndun-
um, heklaði, prjónaði og saumaði
ýmislegt handa okkur og nú á
seinni árum bættist við málað
postulín. Öll eigum við fallega
hluti sem minna okkur á hana.
Amma hafi sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og var mjög
gaman að rökræða við hana þó svo
henni yrði ekkert haggað í afstöðu
sinni. Hún var mjög sjálfstæð,
hress og kát alveg fram á síðasta
árið sitt þegar heilsan fór að gefa
sig en hún hefði orðið 93 ára núna
14. nóvember.
Elsku amma, takk fyrir allt og
við biðjum kærlega að heilsa hon-
um afa sem hefur beðið lengi eftir
að hitta ástina sína aftur.
Elín Hanna, Steini Birkir
og Hlynur Örn.
Hjartans Hanna amma er látin.
Hún var alþýðustúlka frá Eyrar-
bakka, Hanna hans Steina, Jó-
hanna sem fór að skúra á skattstof-
unni þegar afi veiktist, mamma
Ellu, Sigga og Ingu og heimsins
besta amma okkar barna-
barnanna.
Minningarnar eru svo margar
og hlýjar. Ég gisti oft á milli þeirra
afa og ömmu og aldrei brást að afi
teygði sig og klappaði spúsu sinni
og kallaði hana ástina sína með
sinni blíðustu röddu. Hjónaband
þeirra var farsælt og ástríkt en afi
veiktist því miður og lést alltof ung-
ur fyrir tæpum tveimur áratugum.
Í Gnoðarvoginum, þar sem þau
bjuggu lengst af, ríkti hlýja og virð-
ing. Þangað vildu allir koma.
Amma var ásinn sem fjölskyldan
snerist um og hún hélt glæsilegar
veislur í litlu íbúðinni, þar sem
borðið svignaði undan veigunum.
Hún bakaði níu sortir af smákök-
um fyrir jólin, tók slátur og steikti
fiskibollur fram á nætur. Hún
prjónaði hundruð peysa, teppa og
trefla, skírnarkjóla, barnafata og
lengi mætti telja. Hún málaði á
postulín í kílóavís og var einstak-
lega myndarleg til munns og handa.
Amma las kynstrin öll og við fór-
um saman á bókasafnið í hverri viku
og svo lá ég á maganum fyrir fram-
an plötuspilarann og úðaði í mig
góðgæti og las og hlustaði og amma
sat fyrir aftan mig og prjónaði. Við
þurftum ekki alltaf að tala saman
því það var nóg að vera saman.
Amma átti skemmtilegar vin-
konur, reykti í laumi, bruggaði bjór
með afa í baðherberginu og elskaði
að vera í litsterkum flíkum með
glingur og dansa. Drykkurinn
hennar ömmu var kók – stundum
með rommi út í og þá var sko talað
um pólitík og háu herrana sem voru
við stjórnvölinn. Hún var ekki kven-
réttindakona í þeirri merkingu sem
kynslóðir nútímans leggja í það
hugtak, taldi að konur í dag hefðu
rangar áherslur, væru að vanrækja
börnin sín og elta hégóma og væru í
raun og veru þrælar, því þær hefðu
engan tíma til að sitja og spjalla.
Svona sá hún hlutina og var ekkert
að fela skoðanir sínar. Hún var þó
sjálf fyrirmyndin að því að hafa
góða afstöðu til lífsins. Hún tók því
sem að höndum bar hverju sinni
með æðruleysi og styrk og féll
sjaldan verk úr hendi.
Hún átti alltaf hlýjan faðm og
stuðning þegar á þurfti að halda og
það var endurnærandi að leggjast í
sófann á fullorðinsárum og upplifa
friðinn og hlýjuna sem ömmu fylgdi
alla tíð.
Eftir að afi lést kom hún oft til
okkar Skúla og var hjá okkur vikum
saman. Henni fannst best að koma
til Ísafjarðar þar sem hún bakaði
rjómapönnukökur ofan í krakkana
en þó aðallega hundinn á heimilinu
sem var sennilega mesti aðdáandi
ömmu og er þá mikið sagt.
Ég kveð Hönnu ömmu mína.
Orð fá ekki lýst hversu þakklát ég
og mínir erum fyrir veganestið og
kærleikann sem hún sýndi okkur.
Minningarnar um Hönnu ömmu
munu ylja og styrkja alla tíð.
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir.
Hún talaði um góðar minningar
frá uppvaxtarárum sínum í
Gularáshjáleigu í Landeyjum við
mig og þá helst um hesta. Nú í
seinni tíð þegar við hittumst þá
sagði hún mér margar sögur af
hestum sem hún umgekkst og voru
ekki allra, en sem hún hafði sér-
stakt lag á og tengdist. Það var
greinilegt að hún hafði fengið
þessa náðargáfu í vöggugjöf því
ekki var þetta kennt – heldur með-
fætt og áunnið af ungri stúlku fullri
af áhuga og dýraást. Margar heim-
sóknir áttum við í minni fjölskyldu
inn í Gnoðarvog og deildum oft jól-
um og páskum saman. Hanna er í
minningunni örlítið stríðin, hlátur-
mild, réttsýn og gjafmild. Hún
hafði sínar skoðanir og fylgdi þeim
eftir ef því var að skipta, gerði það
skilmerkilega og hafði rök á
reiðum höndum. Samt alltaf stutt í
hláturinn og lífsgleðina sem ein-
kenndi hana.
Steini og Hanna voru einstak-
lega samhent og samstiga í öllu
sem þau gerðu. Þegar ég var ellefu
ára gamall norður í Skagafirði í
sveit þá komu þau þar í heimsókn
til að vitja mín og er sá dagur mér
kær í minningunni. Fóru með
strákinn í bíltúr og gaukuðu í lokin
sætindum í vasann. Í ágústmánuði
síðastliðnum á björtum heitum
degi náði ég því sem hafði verið
draumur minn, að fara í ferð með
frænku og Ingu austur í Landeyjar
og heyra Hönnu fræða okkur um
æskustöðvarnar, bæina, fólkið og
lífið í þá daga. Gamli tíminn lifnaði
allur við frásögn hennar. Eins var
þegar við fórum í gegnum Eyrar-
bakka, þar skorti ekkert á minnið
áratugi aftur. Allt kom þetta flæð-
andi til hennar fyrirhafnarlaust,
húsanöfn, fólk og tíðarandi. Það
var auðvitað staldrað við Kirkju-
hús og gengið í einn hring í kring-
um húsið, og farið yfir sögu þess,
foreldra hennar og annarra ætt-
ingja, sem og minningar okkar
Ingu þaðan frá æskuárunum í
Kirkjuhúsi. Eins var líka minnst á
Manna bróður hennar og Stebbu
sem voru einnig ábúendur í Kirkju-
húsi. Þær systur Ása, Hanna og
Stebba mágkona þeirra fóru marg-
ar ferðir austur í Landeyjar á
sumrin sem var mikið tilhlökk-
unarefni hjá þeim. Ása var bílstjór-
inn og sáu þær mágkonur Stebba
og Hanna um skemmtilegheitin
sem þær áttu auðvelt með. Gekk á
ýmsu í þessum ferðum því ekki
voru þær alltaf sammála um nöfn
og annað sem upp kom. Var það
bara til að krydda ökutúrinn og til-
veruna. Bæir ættingja voru vísiter-
aðir og aldrei gleymdist að koma
við á Glæsistöðum og hitta á bræð-
urna. Höfðu þær miklar mætur á
þeim og þeirra störfum.
Steina sinn missti frænka alltof
snemma og eldri dótturina, Ellu,
sem var henni mikill harmur. Hún
gaf þeim mikinn styrk í þeirra
veikindum sem og öðrum í fjöl-
skyldunni. Hanna var alla tíð sem
sterkur klettur, fátt kom henni úr
jafnvægi.
Gnoðarvogur þar sem þau
Hanna og Steini ólu upp sín börn
var blómatíminn í þeirra lífi. Þar
hugsa ég líka oft til þeirra þegar ég
er þar í nágrenninu og mun gera.
Mér er þakklæti fyrst og fremst í
huga fyrir að hafa fengið að kynn-
ast og eiga aðeins í jafn frábærri
manneskju og Hönnu frænku. Að-
standendum votta ég samúð mína.
Þormar Ingimarsson.
Jóhanna Guðrún
Valdimarsdóttir
sannur vinur
er sá
sem krefst einskis
heldur auðgar
andann
ræðir málin
óttalaus
geturðu
verið
þú sjálfur
(LG)
Við vorum ekki há í loftinu, við
Pálmi Pálma, þegar við kynnt-
umst og vissum að við yrðum vin-
ir út lífið. Það rigndi og ég var að
ná mér í vatn í fötu úr „drullu-
polli“ þegar allt í einu stendur við
hlið mér piltur á sama reki með
brosandi andlit. Það fyrsta sem
ég tók eftir voru augun, þessi dill-
andi skemmtilegu augu full
glettni og gamans, og dökkt hárið
sem féll svo vel. Við urðum strax
vinir. Samstiga í sama bekk fór-
um við í gegnum skólagöngu
Barnaskóla Akraness og áfram í
sama bekk í Gagnfræðaskóla
Akraness eða allt þar til ég flutti
ásamt fjölskyldu minni í Kópa-
voginn. Margt var brallað á þess-
um barns- og unglingsárum. Við
lékum okkur saman við að finna
út úr galdrinum við að ná góðum
ljósmyndum. Stundum lærðum
við saman og þá ræddum við oft
ýmislegt sem við gátum ekki bor-
ið undir hvern sem var. Það að ég
væri stelpa og hann strákur
skipti okkur engu máli, á milli
okkar ríkti vinátta, jafnræði,
traust og styrkur. Skömmu eftir
að ég flutti frá Akranesi komumst
við að því að við þurftum ekkert
að vera í stöðugu sambandi, vin-
áttan var byggð á traustum
Pálmi Pálmason
✝ Pálmi Pálma-son fæddist 23.
apríl 1951. Hann
lést 25. október
2018.
Úförin fór fram
7. nóvember 2018.
grunni, okkur nægði
að heyrast eða hitt-
ast á nokkurra ára
fresti. Þegar það
gerðist voru þau
samtöl eins og við
hefðum talast við
síðast í gær. Þótt haf
og fjöll skildu okkur
að þá einhvern veg-
inn vissum við alltaf
hvort af öðru. Fund-
um ef eitthvað stórt
var að gerast hjá hinu eða ef eitt-
hvað bjátaði á og þá kom símtal
eins og eftir pöntun.
Það var gæfa Pálma að hitta
Helgu sína, þau eignuðust Oliver
ung, síðan kom Pálmi Sveinn og
svo Matthildur Vala yngst. Allt
fyrirmyndarfólk eins og við er að
búast, foreldrum sínum stolt og
sómi. Pálmi talaði um þau öll og
þeirra fjölskyldur af miklum kær-
leika, hlýju og virðingu.
Svo kom reiðarslag, Pálmi
veikur og er gefið eitt ár, þá stóð
hann á sextugu. Hann barðist
eins og sönn hetja og ég hélt að
hann myndi hafa betur, baráttu-
viljinn var það sterkur.
Ég er þakklát fyrir vináttu og
tryggð góðs félaga sem var alltaf
til staðar þótt hann væri ekki og
svo verður áfram. Þar til síðar,
vinur minn.
Lísbet Grímsdóttir.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Sönn vinátta er gersemi lífsins.
Hún yfirskyggir fjársjóði og eyk-
ur stöðugt vægi í tilverunni. Lán
okkar var að eiga vináttu Pálma
Pálmasonar sem kvaddur er í
dag. Dagur var að kvöldi kominn
hjá honum fimmtudaginn 25.
október og elskulegur vinur okk-
ar sveif inn í sumarlandið eftir
margra ára baráttu við krabba-
mein.
Leiðir okkar lágu saman í at-
vinnu, félagsstörfum og vinahópi.
Fjölskyldur okkar beggja féllu
þétt saman í leik og starfi. Minn-
isstæðar eru margar útilegur sem
yngri kynslóðin kunni vel að
meta. Kveikt var á hlóðum eða
safnað í varðeldog ánægjulegt
var að fylgjast með börnunum í
efnisöflun eða liggja við eldinn,
bæta við sprekum á milli þess
sem leikið var og sungið.
Við minnumst stofnunar
Skagaleikflokksins, en Pálmi var
fyrsti formaður hans og þar
fylgdumst við að í mörg ár. Við
fórum í margar leikferðir með
uppsetningar um Vesturland, á
höfuðborgarsvæðinu og erlendis.
Þegar við fórum að hægja á okk-
ur í því starfi mörg hver stofn-
uðum við hóp sem vildi hittast
áfram okkur til gamans. Mörg
voru tilefnin og ef eitthvert okkar
átti stórafmæli var gott að gefa
lampa, því alltaf mátti bæta þeim
við. Hópurinn fékk því nafnið
Lampavinafélagið. Margs er að
minnast og við þökkum samfylgd-
ina, elsku Pálmi.
Við biðjum Helgu, Oliver,
Pálma Sveini og Völu og fjöl-
skyldum þeirra guðs blessunar.
Kristján og Sigrún.
Ég var um 11 ára aldurinn þeg-
ar fyrstu kynni okkar Pálma
urðu. Þá flutti ég til Akraness og
kynntist fjölskyldunni að Hjarð-
arholti 9.
Á þeim tíma óraði mig ekki fyr-
ir því að þau Helga og Pálmi ættu
eftir að verða bestu vinir mínir og
fjölskyldu minnar. Aldursmunur-
inn á okkur var talsverður, en það
lýsir þeim svo vel að aldrei fund-
um við fyrir neinum fordómum
eða yfirlæti frá þeim, heldur
þveröfugt. Við vorum algjörir
jafningjar og ótrúlega heppin að
njóta vinskapar og góðvildar
þeirra heiðurshjóna. Takk fyrir
það.
Það eru margar minningar
sem skjóta upp kollinum þessa
dagana. Þegar þau fluttu til
Reykjavíkur í Jóruselið var ég
hálfgerður heimalningur þar. Þá
var margt brallað. Við Pálmi
höfðum ómældan áhuga á fast-
eignaauglýsingunum, sem þá
bárust landsmönnum inn um
bréfalúguna þar sem ekkert int-
ernet var komið í gang. Þetta gát-
um við rætt og spáð í tímunum
saman, fengum okkur svo jafnvel
bíltúr og skoðuðum. Ómetanleg
reynsla fyrir mig, seinna meir.
Pálmi gat verið þrjóskur og
fylginn sér og voru þær ófáar rök-
ræðurnar sem við áttum. Þessar
rökræður enduðu hins vegar
flestar á glettnum svip frá okkur
báðum og stundum náðum við að
selja hvort öðru hugmyndir hins,
en stundum urðum við sammála
um að vera ósammála. Þvílík for-
réttindi að hafa átt svona góðan
vin.
Pálmi var hlýr, glettinn og
stríðinn en umfram allt upp-
byggilegur vinur. Hann var
óhræddur að fara ótroðnar slóðir
og prófa nýja hluti. Ég hugsa oft
til hans með þakklæti fyrir hvatn-
inguna þegar ég á gamals aldri,
var að spá í að sækja um mast-
ersnám í klínískri sálfræði og var
eitthvað að mikla það fyrir mér.
Þá kom frá honum óhikað:
„Glæsilegt, kýldu á þetta, ekki
spurning“. Svona var hann hvetj-
andi, þetta voru honum eðlislæg
viðbrögð frekar en að mikla hlut-
ina fyrir sér.
Ég kveð þig, elsku Pálmi, eftir
tæplega fjörutíu ára vináttu með
þakklæti fyrir allt, með sömu orð-
um og þú kvaddir mig með, rétt
fyrir andlát þitt, „sjáumst í næsta
stríði“.
Þín vinkona,
Soffía Dóra.
Vinátta sem verður til á ung-
lingsárunum og lifir og styrkist
fram á fullorðinsár er eitt það
dýrmætasta sem hver maður á.
Þannig var vinátta okkar við
Pálma Pálma sem nú hefur kvatt.
Vinátta sem hafði mikil áhrif á
okkur, bæði fyrr og síðar.
Pálmi var töffari, fór ævinlega
óhefðbundnar leiðir að markmið-
um sínum, hann var kvikur,
ákveðinn, jafnvel þrjóskur og
óborganlega stríðinn. Hann naut
þess að hitta vini sína og segja
sögur, henda fram hugmyndum
og skýringum sem kölluðu á
sterk viðbrögð. Hann var alltaf
hreyfiafl þar sem hann var stadd-
ur.
Við vorum í vinahópi sem varð
til fyrir margt löngu í Skagaleik-
flokknum, í þeim góða hópi voru
Pálmi og Helga. Samverustundir
hópsins einkennast af sterkri vin-
áttu, mikilli gleði og uppátækjum
sem reglulega eru rifjuð upp með
tilheyrandi hlátri og upphrópun-
um.
Í áranna rás fékk hópurinn
nafnið Lampavinafélagið, sem
segir mikið um húmorinn og
kaldhæðnina sem einkenndi vin-
áttuna og samverustundirnar.
Við tvö, sem fyrir hönd hópsins
þökkum Pálma fyrir samfylgd-
ina, fengum að njóta vináttunnar
við Pálma og Helgu á margvís-
legan hátt, t.d. stefndi eitt sinn í
að við yrðum húsnæðislaus á milli
sölu og kaupa á nýrri íbúð. Þá
gerðu þau ráðstafanir í húsi sínu í
Jóruselinu og buðu okkur fjöl-
skyldunni að vera á einni hæðinni
í þrjá mánuði. Það boð er ómet-
anlegt og var sambýlið mikill
sælutími. Kvöldstundirnar voru
magnaðar, langar sögustundir og
mikið hlegið og talað um þjóð-
félagsmál og pólitík langt fram á
nótt, þannig að svefntíminn stytt-
ist óheyrilega.
Pálmi var á margan hátt ein-
stakur maður sem hafði sterka
nærveru og fór oft ótroðnar slóð-
ir í lífinu. Hann hafði gríðarlegan
áhuga á samfélagsmálum og tók
virkan þátt í pólitísku starfi.
Nú þegar við kveðjum Pálma
fyrir hönd Lampavinafélagsins
þökkum við fyrir trausta vináttu
sem hafði sterk áhrif á okkur öll.
Elsku Helga, Oliver, Pálmi
Sveinn og Vala og fjölskyldur,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Við njótum minninganna um
góðan vin.
Valgerður og Jakob Þór.
Það kom ekki á óvart þegar
hringt var og mér sagt að vinur
minn og fyrrum samstarfsmaður,
Pálmi Pálmason, hefði þurft að
lúta í lægra haldi fyrir sláttu-
manninum mikla.
Pálmi hafði barist hetjulega í
rúm sjö ár við krabbamein af
ótrúlegri þrautseigju og vilja-
styrk. Við vinir hans höfum fylgst
með honum þennan tíma og undr-
uðumst æðruleysi hans.
Við hittumst einmitt fyrir
stuttu en þá var Pálmi orðinn
mjög máttfarinn en nógu hress til
að rifja upp ýmis spaugileg atvik,
sem við upplifðum í leik og starfi,
það var mikið hlegið og gott að sjá
að skopskyn Pálma var óbreytt.
Það var meðvituð ákvörðun hjá
okkur á þessum fundum að ræða
ekki mikið um veikindi heldur
einbeita okkur að því jákvæða og
gamansama.
Pálmi var um langt árabil sölu-
og markaðsstjóri hjá Íslensk Am-
eríska, þar áttum við farsælt sam-
starf. Pálmi var einstaklega sam-
viskusamur, nákvæmur og
hugmyndaríkur starfsmaður.
Í mörg ár fórum við Pálmi ár-
lega saman hringinn um landið og
heimsóttum viðskiptavini fyrir-
tækisins og kynntum nýjungar og
leituðum leiða til að koma vörum
okkar betur á framfæri. Þessar
heimsóknir voru skemmtilegar
og árangursríkar og voru liður í
því að halda góðum tengslum við
landsbyggðina. Í þessum ferðum
kynntumst við Pálmi vel þar sem
nógur tími var til að spjalla með-
an við keyrðum á milli staða.
Við Pálmi höfum verið í góðu
sambandi allar götur síðan hann
hætti hjá Íslensk Ameríska og
höfum við Maggi Andrésar hitt
Pálma nokkrum sinnum á ári og
það hefur alltaf verið jafn
ánægjulegt.
Það er því sárt að sjá á bak
góðum félaga, sem fór allt of
fljótt.
Hildur kona mín og ég vottum
Helgu, Oliver og Pálma Sveini
okkar dýpstu samúð.
Minningin lifir um góðan
dreng.
Egill Ágústsson.