Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 58
58 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Ingigerður Guð-mundsdóttir, fram-kvæmdastjóri Chip
& PIN Solutions, dótt-
urfélags Valitor, á 40 ára
afmæli í dag. Chip & PIN
þjónustar posa og býður
upp á greiðsluþjónustu
fyrir millistór og lítil
fyrirtæki á Bretlandi.
Ingigerður hóf störf
hjá Valitor 2011 en flutti
út vorið 2017 og varð þá
rekstrarstjóri Chip &
PIN. Hún var síðan skip-
uð framkvæmdastjóri
núna í september en tæp-
lega 80 manns vinna hjá
fyrirtækinu.
„Þetta hefur gengið
mjög vel og starfið er
fullt af skemmtilegum
áskorunum. Það er sér-
stakt að vera Íslendingur
í bresku fyrirtæki og
áhugavert að sjá muninn
milli Íslands og Bret-
lands þegar kemur að
vinnustaðamenningu.“
Fyrirtækið er með skrifstofu í Leeds en höfuðstöðvarnar eru í bæn-
um Bishop’s Stortford sem er rétt utan við London. Bærinn er í ná-
munda við Stansted-flugvöll, og í þeim bæ býr Ingigerður ásamt eig-
inmanni og sonum.
„Þetta er búinn að vera mjög góður tími. Hér er gott íþróttastarf
fyrir strákana og sérstaklega góðir skólar sem hefur orðið til þess að
börnin aðlagast vel.“
Ingigerður segist ekki hafa mikinn tíma fyrir áhugamálin þessa
stundina og hreyfing hafi setið á hakanum. „Ég hef mjög gaman af
skíðamennsku og við ætlum að skella okkur á skíði um jólin í Austur-
ríki. Það er því miður lítið hægt að stunda það sport í Bretlandi.“
Eiginmaður Ingigerðar er Haraldur Eiríksson ferðamarkaðs-
ráðgjafi og synir þeirra eru Goði tíu ára og Kári átta ára. Stjúpdóttir
Ingigerðar er Halla Karen og á hún tvö börn.
Í tilefni afmælisins fór fjölskyldan til Marokkó í síðustu viku og
Ingigerður ætlar að taka sér frí í vinnunni í dag. „Ætli það verði ekki
kósíheit með fjölskyldunni.“
Framkvæmdastjórinn Ingigerður.
Íslenskur stjóri í
bresku fyrirtæki
Ingigerður Guðmundsdóttir er fertug í dag
Ó
lafur Eggertsson fæddist
8. nóvember 1943 í Lax-
árdal í Þistilfirði. Hann
ólst þar upp á stóru
heimili allt til unglings-
ára að við tók framhaldsskóli á Laug-
um og sumarvinna í brúargerð og
vegavinnu. „Á Laxárdalsheimilinu
vorum við þrjár kynslóðir, amma Guð-
rún Guðmunda, afi Ólafur, mamma og
pabbi og svo við átta systkinin.“
Tvö sumur vann Ólafur í Mjólkur-
stöð KEA og í framhaldi af því eitt
sumar sem mjólkurstöðvarstjóri á
Þórshöfn.
Veturna 1964 til 1968 sat Ólafur
Kennaraskóla Íslands en hafði þrjá
vetur þar á undan kennt á Langanesi
og í Þistilfirði. Með kennaraprófið upp
á vasann kenndi hann einn vetur á
Hallormsstað, næsta á Djúpavogi, en
frá hausti 1970 var hann skólastjóri
við Hamraborg í gamla Berunes-
hreppi. „Fyrst var þar heimavist, en
Ólafur Eggertsson, ferðaþjónustub. og fv. skólastjóri – 75 ára
Fjölskyldan Stödd í Berunesi fyrir fimm árum. Á myndina vantar Sigríði, börnin hennar og þrjú yngstu barnabörnin.
Smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur
Hjónin Stödd á Tenerife á 50 ára brúðkaupsafmæli sínu 26.12. 2017.
Hafnarfjörður Kári
Þór Helgason
fæddist 3. janúar
2018 kl. 21.43 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hann vó
3.732 g og var 51
cm langur. Foreldrar
eru Helgi Þór Ara-
son og Elísabet
Heiðarsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hágæða kristalglös
frá Þýskalandi
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki
Ekki bara glas heldur upplifun
Allt fyrir eldhúsið
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is