Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 59
seinna daglegur akstur heiman og heim. Í byrjun var ég eini kennarinn, en síðustu árin sem skóli var starf- ræktur þarna vorum við allt að þrír kennarar.“ Árið 1993 var svo kennsla færð yfir á Djúpavog eftir sameiningu hreppanna á svæðinu. Þátttaka í margskonar félagsstarfi hefur jafnan fylgt Ólafi, bæði á náms- árunum og síðar. Þar má nefna sveit- arstjórn, Búnaðarfélag og Búnaðar- samband, Stéttarsamband bænda og málefni þjóðkirkjunnar í héraði auk átta ára setu á kirkjuþingi. „Ásamt með kennslu og almennum bústörfum hófum við hjónin að veita ferðafólki gistiþjónustu árið 1973 sem þróast hefur og vaxið allt til þessa. Höfum við starfað undir merkjum Farfugla- hreyfingarinnar allt frá 1976 og hlotið þar viðurkenningar fyrir góðan árang- ur, m.a. sem annað besta farfugla- heimili í heimi 2008. Þá sáu Ferða- málasamtök Austurlands ástæðu til að heiðra Berunes árið 2010 fyrir farsæl- an starfsferil.“ Tónlist, kórstarf og sitthvað því tengt hefur alla tíð leikið stórt hlut- verk hjá Ólafi. „Ég fór þrisvar utan með austfirskum kórum og hef starfað lengi í kirkjukór og samkór ásamt því að taka öðru hverju að mér einsöng og tvísöng. Smíðar hafa legið vel fyrir mér, sem komið hefur sér vel við allra handa ný- smíði og viðhald, og eftir 1992 lagði ég rækt við útskurð, sem orðið hefur til ánægjuauka og sem hlutastarf um nokkurra ára skeið við kennslu á nám- skeiðum. Við hjónin höfum notið þess að ferðast saman um önnur lönd, en minna hér innanlands. Þar ráða sum- arstörfin við ferðaþjónustuna að frí- stundirnar verða helst utan okkar annars góða sumars. Þá hefur leiðin gjarna legið til suðurs og fengin ein- hver framlenging á sumrinu. Ég hef semsagt fengist við ýmislegt eins og segir í vísunni: Löngum var ég læknir minn lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Anna Anton- íusdóttir frá Berunesi, f. 2.9. 1943. Foreldrar hennar voru Sigríður Sig- urðardóttir og Antoníus Ólafsson sem þar bjuggu við blandað bú, símvörslu og fleira. Börn Ólafs og Önnu eru Sigríður, f. 21.4. 1969, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík; Eggert Antoníus, f. 8.10. 1971, rekur Sendibíla Íslands; Róbert, f. 19.10. 1972, rekur Forréttabarinn; og Þórir, f. 30.1. 1979, deildarstjóri hjá Íslandsbanka. Barnabörnin eru orðin 12. Systkini Ólafs eru Bragi, f. 1931, húsgagnasmiður í Reykjavík; Petra Sigríður, f. 1941, húsmóðir og síma- mær á Vopnafirði; Stefán, f. 1945, bóndi í Laxárdal; Marinó Pétur, f. 1946, húsasmiður á Kópaskeri; Guð- rún Guðmunda, f. 1947, hjúkrunar- fræðingur og fv. yfirljósmóðir í Kópa- vogi; Þórarinn, f. 1948, húsasmiður og kennari við Tækniskólann, bús. í Reykjavík; og Garðar, f. 1954, húsa- smiður og fv. framkvæmdastjóri Fjallalambs, bús. í Kópavogi. Foreldrar Ólafs voru hjónin Eggert Ólafsson, bóndi í Laxárdal, f. 28.10. 1909, d. 3.2. 1998, og Elín Margrét Pétursdóttir, húsfreyja í Laxárdal, f. 28.11. 1909, d. 28.11. 2000. Ólafur Eggertsson Oddný Benediktsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum Friðrik Gissur Benónýsson skipstjóri og sjómaður í Vestmannaeyjum Sigríður Friðriksdóttir húsmóðir á Hallgilsstöðum Elín Margrét Pétursdóttir húsmóðir í Laxárdal Pétur Albert Metúsalemsson organisti og bóndi á Hallgilsstöðum á Langanesi Steinunn Guðbjörg Eiríksdóttir húsmóðir á Hallgilsstöðum Metúsalem Pétursson organisti og bóndi á Hallgilstöðum Ófeigur Ólafsson húsgagnasmiður og listamaður á útskurð og málverk Binni í Gröf aflamaður í Eyjum Hólmfríður Pétursdóttir húsfreyja í Garði Þorákur Einarsson bóndi í Garði í Þistilfirði Guðrún Guðmunda Þorláksdóttir húsmóðir í Laxárdal Ólafur Þórarinsson smiður og bóndi í Laxárdal Vilborg Sigurðardóttir húsmóðir á Efri-Hólum Þórarinn Benjamínsson smiður og bóndi á Efri-Hólum í Núpasveit Úr frændgarði Ólafs Eggertssonar Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði Hagleiksmaður Ólafur með fram- hlið á ræðupúlti í Þistilfirði. ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Örn fæddist í Reykjavík 8.11.1928. Foreldrar hans voruhjónin Arreboe Clausen, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, og Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen húsfreyja. Tvíburabróðir Arnar var Haukur, tannlæknir og frjálsíþróttamaður, en hálfbróðir þeirra var söngvarinn Alfreð Clausen. Arreboe Clausen var bróðir Ósk- ars rithöfundar og Axels Clausen kaupmanns, afa Andra heitins Clau- sen, leikara og sálfræðings, og Michaels Clausen barnalæknis. Arreboe var sonur Holgeirs Pet- ers Clausen, gullgrafara, kaup- manns og alþm. Hanssonar. Móðir Arreboe var Guðrún, systir Einars, afa Lúðvíks Kristjánssonar rithöf- undar. Guðrún var dóttir Þorkels, prófasts á Staðastað Eyjólfssonar. Móðir Sesselju Þorsteinsdóttur var Arnheiður, systir Böðvars á Laugarvatni, langafa Guðmundar Steingrímssonar vþm. Arnheiður var einnig systir Ragnhildar, móður Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Synir Arnar með fyrri konu sinni, Önnu Þóru Thoroddsen: Haukur Skúli, Árni, Örn og Ingvi Þór, og börn Arnar með seinni konu sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur, fyrrv. hæstaréttardómara, eru Ólafur, Guðrún Sesselja og Jóhanna Vigdís. Örn lauk stúdentsprófi frá MR 1948, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1953 og öðlaðist hrl.-réttindi 1963. Hann starfrækti eigin lög- fræðiskrifstofu frá 1958 og ásamt Guðrúnu Erlendsdóttur 1961-78. Hann sat í kjaranefnd Lögmanna- félags Íslands og var formaður hennar um skeið. Örn var í hópi fremstu íþrótta- manna Íslendinga á síðustu öld. Hann setti samtals tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut, sigraði í tugþraut á Norðurlandamóti í Stokkhólmi 1949, setti Norður- landamet í tugþraut 1951, vann silf- urverðlaun í tugþraut á Evrópu- meistaramótinu í Brussel 1950 og náði næstbesta árangri í heimi í tug- þraut 1951. Örn Clausen lést 11.12. 2008. Merkir Íslendingar Örn Clausen 90 ára Harriet M. Otterstedt 85 ára Eyjólfur Þorsteinsson Inga Erna Þórarinsdóttir Þórunn Héðinsdóttir 80 ára Ásta Marteinsdóttir Birgir Guðjónsson Reynir Þorsteinsson 75 ára Elísabet Kolbrún Hansd. Kristján Björnsson Rútur Jónsson 70 ára Anna Stefanía Einarsdóttir Gunnar Guðjónsson Jóhanna S. H. Pétursdóttir Jónatan Sigtryggsson Jón Þorleifur Jónsson Kolbrún Matthíasdóttir Leifur Halldórsson Rannveig Jónasdóttir Sigrún Lind Egilsdóttir Valgeir Guðmundsson Vilbergur Stefánsson 60 ára Anna Kristín Ásgeirsdóttir Eggert J. Ísdal Gísli Guðmundsson Guðbjörg A. Guðfinnsdóttir Hafsteinn Halldórsson Herdís Jónasdóttir Toshiki Toma Viðar Guðmundsson Vilborg Anna Árnadóttir 50 ára Eiður Sigurðarson Einar Óli Rúnarsson Geir Magnússon Guðbjörg María Árnadóttir Guðmundur Ásgeirsson Hafdís Rósa Jónasdóttir Hörður Árnason Kristinn V. Valdimarsson Rósmary Ósk Óskarsdóttir Sigríður Guðnadóttir Sigurður Már Bang Tanya Marie Ólafsdóttir Thelma Hermannsdóttir Þórunn Ólafsdóttir 40 ára Agnes Jónsdóttir Ásgerður H. Guðmundsd. Ásmundur Ásmundsson Berglind Magnúsdóttir Brynjar Skúlason Elfa Dögg Ómarsdóttir Fjólmundur K. Traustason Guðjón S. Stefánsson Ingólfur Vignir Ævarsson Íris Dögg Jónsdóttir Jóhanna Laufdal Friðriksd. Jóhannes Á. Kolbeinsson Ólafía Helga Arnardóttir Sheba Wanjiku Sigurður Árni Dagbjartsson Stefanía Eiríka Kristjánsd. Sváfnir Gíslason Valdimar S. B. Traustason 30 ára Ásgeir Helgi Þrastarson Benedikt Freyr Einarsson Birna Hólm Björnsdóttir Brynja Rún Brynjólfsdóttir Elín Inga Guðmundsdóttir Erla Karlsdóttir Guðjón Björn Ásgeirsson Helena Sif Halldórsdóttir Herdís Hulda Guðmannsd. Herdís Pétursdóttir Júlíana Kristín Jóhannsd. Lýður Valgeir Jóhannesson María Ben Erlingsdóttir Nemanja St. Kristófersson Valgerður Jóhannsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ágúst er frá Ólafs- vík en býr í Kópavogi. Hann er matreiðslumaður á Old Iceland Restaurant. Maki: Magnea Hildur Jónsdóttir, f. 1990, stuðn- ingsfulltrúi í Álfhólsskóla. Dóttir: Talía Líf, f. 2016. Foreldrar: Jóhannes Ragnarsson, f. 1954, rannsóknamaður hjá Haf- rannsóknastofnun, og Anna Margrét Valves- dóttir, f. 1955, verkakona í Ólafsvík. Ágúst Valves Jóhannesson 40 ára Ómar er Siglfirð- ingur og pípulagninga- maður og rekur eigið fyrirtæki. Börn: Jóhann Örn, f. 2001, Óskar Máni, f. 2007, og Salka Rakel, f. 2016. Foreldrar: Óskar Líndal Jakobsson, f. 1944, járn- smiður, bús. á Siglufirði, og Kolbrún Daníelsdóttir, f. 1948, vann síðast hjá Öss- uri, bús. í Reykjavík. Stjúp- faðir er Guðleifur Svan- bergsson. Ómar Óskarsson 30 ára Jóhanna er Reyk- víkingur og er uppeldis- og meðferðarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Hún er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og er í meistaranámi. Dóttir: Þórdís Katla, f. 2008. Foreldrar: Sigurður Þórð- ur Karel Þorsteinsson, f. 1957, rafvirki, og Margrét Jónína Gísladóttir, f. 1959, viðskiptafræðingur. Þau eru bús. í Reykjavík. Jónína Margrét Sigurðardóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Hönnun og vellíðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.