Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
prinsessur, meðan þær hefðu
kannski frekar áhuga á að vera ill-
mennið,“ segir Blær. „Svo blandast
klámið inn í þetta því margir karlar
gera kröfu um að konur séu hvort
tveggja í senn Disney-prinsessa og
klámstjarna,“ segir Haraldur.
„Í verkinu erum við bæði að leika
ýktar ofurhetjur og förum líka í öfg-
arnar á kynjahlutverkum,“ segir
Blær. „Við komumst að því að þessi
leikur væri það sem persónur verks-
ins héldu að þær ættu að vera í til að
geta funkerað,“ segir Haraldur. „Og
líka hvernig þeim líður þegar þau eru
á einhverjum efnum, því þá líður
þeim eins og ofurhetjum. Í augum
hvort annars líður þeim líka eins og
ofurhetjum. Þegar maður er í sinni
fyrstu ástarvímu verður hin mann-
eskjan svo ógeðslega æðisleg,“ segir
Blær. „Ástarvíman kallast líka á við
vímuna sem fíkniefni framkalla. Þeg-
ar kemur að sterkum efnum eru
neytendur alltaf að reyna að endur-
lifa fyrstu vímuna. Persónur verks-
ins eru með sama hætti alltaf að
reyna að endurheimta spennuna sem
ríkti þegar þau kynntust fyrst,“ segir
Haraldur.
Mér skilst að verkið sé að hluta
sjálfsævisögulegt en höfundur þekk-
ir af eigin raun heim fíknarinnar og
byggir atburðarás á minningum og
tilfinningum úr eigin lífi og fortíð.
Var það eitthvað sem þið rædduð á
æfingatímabilinu?
„Hann var ótrúlega opinskár um
sína reynslu og var ekkert að skafa
utan af hlutunum. Stundum efuð-
umst við um sannleiksgildi hluta þar
sem þeir virkuðu svo fjarstæðu-
kenndir en þá gat hann upplýst okk-
ur um að svona væri þetta í raun,“
segir Haraldur og tekur fram að
vissulega taki höfundur sér líka
skáldaleyfi til að þjóna verkinu. „Eft-
ir því sem á æfingaferlið hefur liðið
höfum við síðan auðvitað gert efnið
að okkar,“ segir Haraldur.
Vinir frá fimm ára aldri
Höfundur leikur sér í líka mark-
visst með samspil veruleikans og
leikhússins. Hvernig upplifið þið
þann leik?
„Þessi leikur skapar óræðni og
óvissu í verkinu sem er mjög spenn-
andi. Við erum leikarar inni í leik-
rými með búninga og leikmuni sem
við kannski notum eða ekki. Stund-
um erum við sem Blær og Haraldur
á sviðinu bara að leika okkur – eins
og í leikskólanum í gamla daga,“ seg-
ir Blær og rifjar upp að þau
Haraldur hafi þekkst síðan þau voru
fimm ára, en þau kynntust á leikskól-
anum Grænuborg.
„Við ætluðum að gifta okkur,“ seg-
ir Haraldur kíminn og bendir á þá
skemmtilegu tilviljun að þau leiki
ekki aðeins par í Tvískinnungi heldur
einnig í leikritinu Kæru Jelenu sem
frumsýnt verður eftir áramót. „Við
vissum hvort af öðru á grunn-
skólaárunum og hittumst síðan aftur
í MH þar sem við stofnuðum saman
leikhópinn Maddý ásamt fleiri
krökkum sem eru að gera góða hluti í
leiklist í dag, þeirra á meðal eru
Tyrfingur Tyrfingsson og Kolfinna
Nikulásdóttir,“ segir Blær.
„Samband okkar byggist því á
trausti sem nýtist vel í allri sköp-
unarvinnunni,“ segir Haraldur.
„Þessi sýning byggist að stórum
hluta á því sem er á milli leikaranna
frekar en hvað leikarinn er að gera.
Ég held að sú orka sem er á milli
okkar sé mjög dýrmæt. Orkan sem
við færum inn í þetta verk byggist á
leikgleði og er að einhverju leyti
barnaleg orka sem hentar þessu
verki fullkomlega, af því að þetta er
verk um fólk sem á erfitt með að
þroskast og er að einhverju leyti
börn en á sama tíma laust við sak-
leysi. Þau algjörlega éta í sig sakleysi
hvort annars og skemma hvort ann-
að,“ segir Blær.
„Það er vel þekkt að fólk sem hef-
ur verið lengi í rugli og neyslu staðn-
ar í þroska,“ segir Haraldur. „Það
staðnar í þroska á einhverjum stöð-
um en er komið með allt of mikla
reynslu á öðrum sviðum. Þannig má
segja að það sé í raun orðið mis-
þroska,“ segir Blær.
Talandi um leikgleði og barnalega
orku þá vekur athygli að klifurgrind
á hvolfi leikur stórt hlutverk í leik-
myndinni sem Sigríður Sunna Reyn-
isdóttir hannaði.
„Já, þetta er eins og Hljómskála-
garðurinn frá helvíti,“ segir Blær
kímin og rifjar upp að bæði börn og
síðan ungt fólk á djamminu leiki sér
að því að klifra í klifurgrindinni í
Hljómskálagarðinum. „Þetta verður
því allt í senn leikvöllur, leiksvið og
leikvangur því þetta er líka bardagi,“
segir Blær.
Skemmandi hringekja
Hvernig hefur samstarfið við leik-
stjórann verið?Höfðuð þið unnið með
honum áður?
„Nei, bara verið aðdáandi úr fjar-
lægð,“ segir Haraldur. „Ég líka,
enda dáðst að honum sem listamanni
lengi, hvort heldur sem leikari, leik-
stjóri eða handritshöfundur. Ég var
því mjög spennt að fá að vinna með
honum,“ segir Blær og tekur fram að
Ólafur Egill hafi komið sér á óvart.
„Fyrirfram hélt ég að hann væri sem
leikstjóri algjör púki, svona í anda
Tyrfings. En svo reyndist hann vera
með stærsta hjarta í heimi og opnaði
sig algjörlega fyrir okkur frá fyrsta
degi. Eftir á að hyggja er það örugg-
lega lykillinn að því að hann hefur
einstakt lag á að fanga það sem er
spennandi, ögrandi og á köflum
ljótt,“ segir Blær.
Hvað haldið þið að áhorfendur fari
út með að sýningu lokinni?
„Ég vona að sýningin veki áhorf-
endur til umhugsunar um sjálfa sig
og aðra í kring sem eru í vanda,“ seg-
ir Haraldur. „Mér líður eins og við
séum óvart að hitta á einhverja öldu í
samfélaginu þar sem fíkn er til skoð-
unar, enda er þetta aðkallandi mál-
efni sem vert er að skoða,“ segir
Blær og nefnir í því samhengi kvik-
myndina Lof mér að falla og sjón-
varpsþættina Lof mér að lifa.
„Styrkur Tvískinnungs felst í því
að sýna gráa svæðið, hvað hlutirnir
eru alltaf mismunandi gráir í stað
þess að vera svart/hvítir. Áhorfendur
geta horft á sömu senuna og hugsað
með sér að Haraldur sé fáviti eða
Blær tussa og sveiflast milli þess að
finnast þetta geðveikt partí eða hálf-
ógeðslegt, því þannig er lífið,“ segir
Blær og bætir við: „Von mín er að
áhorfendur geti fengið kaþarsis eða
tilfinningalega útrás þegar þeir
verða vitni að þessu eitraða sam-
bandi við annað fólk og hluti.“
„Það væri líka óskandi að áhorf-
endur sem sjálfir eru í rugli eða of-
beldissambandi fái kjark til að
standa með sjálfum sér,“ segir Har-
aldur.
„Þetta er samt ekki forvarnar-
verkefni. Við erum ekki að predika
eða móralísera. Ég vona bara að fólk
tengi við aðstæður og lýsingar verks-
ins, hvort sem það þekkir ofbeldis-
samband af eigin raun eða afspurn.
Uppfærslan sýnir áhorfendum
hversu auðvelt er að detta í end-
urtekinn vítahring samskipta. Ef ég
á að tala fyrir sjálfa mig þá elska ég
að djamma og gæti gert miklu meira
af því en ég geri. En hvert og eitt
okkar verður að meta hvenær við er-
um hætt að fá eitthvað út úr hlut-
unum og dottin í skemmandi hring-
ekju,“ segir Blær. „Persónur
verksins geta ekki hætt saman af því
þær eru fastar í munstri og eru
hræddar við að fara út af sporinu,
sem er nokkuð sem allir tengja við,“
segir Haraldur að lokum.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Hlutverkaleikur Haraldur Ari Stefánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir sem Járnmaðurinn og Svarta ekkjan.
„Líður eins og ofurhetjum“
Borgarleikhúsið frumsýnir Tvískinnung eftir Jón Magnús Arnarsson í leikstjórn Ólafs Egils
Egilssonar Verk sem fjallar um fíkn, óra, ástríður, þráhyggju og öfgar á kynjahlutverkum
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tvískinnungur nefnist nýtt íslenskt
leikrit eftir Jón Magnús Arnarsson í
leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar
sem frumsýnt verður á Litla sviði
Borgarleikhússins annað kvöld.
Verkinu er lýst sem einvígi þar sem
tveir leikarar takast á við tvísaga for-
tíð. Undir krauma ólgandi fíknikvika,
tilfinningar og ástríður, þráhyggja,
órar og líka spurningin um sjálfs-
mynd og -vitund. Blaðamaður settist
niður með Haraldi Ara Stefánssyni
og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur sem
leika í uppfærslunni.
„Í grunninn fjallar verkið um það
að bera ábyrgð á eigin lífi, hvort
heldur það er innan sambands eða í
tengslum við misnotkun efna. Þegar
upp er staðið hvílir ábyrgðin á hverju
og einu okkar. Verkið spyr þeirrar
spurningar hvort persónurnar tvær
sem fjallað er um séu óhamingju-
samar hvor í sínu lagi eða geri hvor
aðra óhamingjusama saman. Þau eru
föst í sjálfmeðvituðum sjálfshat-
ursspeglasal, eins og skáldið sagði.
Þau gera í því að brjóta hvort annað
niður og beita til þess bæði líkamlegu
og andlegu ofbeldi. Þess vegna er við
hæfi að verkið sé krefjandi bæði and-
lega og líkamlega,“ segir Haraldur
og tekur fram að þau Blær séu bæði
lemstruð eftir átök síðustu vikna.
Vilja endurheimta spennuna
Járnmaðurinn og Svarta ekkjan úr
persónugalleríi Marvel eru meðal
hlutverka sem þið bregðið ykkur í í
sýningunni. Getið þið sagt mér meira
frá hlutverkaleikjunum sem persón-
ur verksins stunda?
„Á æfingatímanum ræddum við
talsvert um þau hlutverk sem fólk
bregður sér í og hefur væntingar um
í samskiptum við hitt kynið. Hvernig
stelpur dreymir um rómantíska
Disney-prinsinn á hvíta hestinum,“
segir Haraldur. „Mín upplifun er sú
að konum finnist að gerð sé krafa til
þeirra um að þær séu Disney-
MIÐNÆTURSPRENGJA
AFSLÁTTUR AFÖLLUM
VÖRUMALLANDAGINN
Í KRINGLUNNI
20%