Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 63

Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Guðdómleikinn á þessumárstíma er nær en ella;utandyra halloween-vakameð „trick-or-treat“, dauðir heiðraðir með litríkum bún- ingum og ill öfl hrakin á brott. Inn- andyra, undir hvelfingum Hall- grímskirkju, lá hins vegar galdur í loftinu; Schola Cantorum bauð tón- leikagestum upp á tilkomumikinn söng á allraheilagramessu með kór- tónlist án undirleiks úr fortíð og nú- tíð. Endurreisnartónskáldið John Sheppard skrifaði mikið af fjölradda kirkjutónlist. Þekktasta verk hans, Media vita í sex radda tónsetningu, er byggt í kringum einraddaðan gregorsöng við Lofsöng Símeons, Nunc dimittis, Nú lætur þú, Drott- inn, þjón þinn í friði fara. Það sló mann hvað pólýfónían, fjölröddunin, var orðin háþróuð 100 árum fyrir fæðingu Bachs. Schola-kórinn söng verkið af andakt í hálfhring aftast í kór og framkallaði slíkan handan- heimsunað að maður komst við. Flutningurinn, sem varði í u.þ.b. 20 mínútur, var með öllu áreynslulaus þrátt fyrir stórbrotna dínamík sem hneig og féll líkt og sjávarföll. Karlaraddir voru sérlega hrífandi. Form verksins er tignarlegt; langar hendingar, einradda gregorsstef í bland við spennuþrungna hljóma á löngum köflum er leita loks lausnar í kyrrðardúrhljómum. Þrískipt sanctus-endurtekningin er annar áhrifaríkur þáttur í verkinu. Því miður vantaði í efnisskrá Salvator- sanctusinn (í endurtekningu); list- vinafélag kirkjunnar hefði mátt leggja meiri metnað í tónleikaskrá en hefðbundið skólaljósrit. Skotinn James MacMillan er án efa eitt helsta samtímatónskáld kirkjulegrar kórtónlistar í dag. Miserere frá árinu 2009 er fyrir fjögurra til átta radda kór án undir- leiks, uppbyggt að hluta við sama tónlag og Allegri notaði í einu feg- ursta verki allra tíma, Miserere frá um 1630. Texti verksins er 51. Dav- íðssálmur; Drottinn er ákallaður um miskunn. Kórinn söng frá grátum ýmist gregorstóna eða máttuga hljómstrúktúra sem minntu á hand- bragð Schnittkes; í senn nærgöngul en þrúgandi og kröftug sálar- hreinsun (kaþarsis). Líkt og í tilfelli Media vita hlýddu tónleikagestir að öllum líkindum á frumflutning verksins á Íslandi. Norska tónskáldið Kjell Mørk Karlsen skrifaði Sálumessu fyrir kór án undirleiks til minningar um eiginkonu sína. Hann var við- staddur flutninginn sl. sunnudag. Kaflar verksins eru nokkuð mis- jafnir að gæðum. Introitus kveikti ekki undir til hlítar og opnun verks- ins var því lítt áhrifarík, en Offer- torium bauð hins vegar upp á skap- hita og flókna ómstríða hljóma manns í vonleysi. Greinilegt er að Schola Cantor- um-liðar sluppu óskaddaðir undan höndum heiðingja í vor, ef svo má að orði komast, eftir meðferðina á flutningi Eddu II. Kórinn hefur sjaldan sungið af jafn stílhreinni fegurð og nú við flutning á Media vita. Og maður spyr sig hvað þessi mannkostakór gæti áorkað í fram- haldinu; er ekki kominn tími á Ís- landsfrumflutning á Vespers – Vespro della Beata Vergine – meist- ara Monteverdis? Hljómfegurð Greinilegt er að Schola Cantorum-liðar sluppu óskaddaðir undan höndum heiðingja í vor, segir gagnrýnandi. Hallgrímskirkja Kórtónleikar bbbbn Kórperlur í Hallgrímskirkju á allra heil- agra messu. Kammerkór Hallgríms- kirkju, Schola cantorum, söng Media vita eftir John Sheppard, Miserere eftir James MacMillan og Missa defunc- torum eftir Kjell Mørk Karlsen. Stjórn- andi: Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja sunnudaginn 4. nóvember 2018. INGVAR BATES TÓNLIST Úr höndum heiðingja „Þetta er eiginlega lítill kabarett,“ segir María Sigurð- ardóttir, leikstjóri sýningarinnar Fjallkonan fríð eða hef- ur hún hátt?, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúskjall- aranum um liðna helgi og verður aftur sýnd um helgina. „Þetta er í tali og tónum og það er fjallað um fjallkonuna samanborið við venjulegar konur í sögu Íslands. Við tökum þetta í stórum stökkum frá 1918 fram til dagsins í dag í smærri atriðum,“ útskýrir hún. Sýningin er hluti af opinberri dag- skrá aldarafmælis fullveldis Íslands og er hún ekki þung og dramatísk að sögn Maríu. Heldur er slegið á létta trengi á meðan reynt er að máta fjall- konuna við baráttu kvenna, með því að kynna til sögunnar peysufatakonur sem endurspegla hinar raunverulegu íslensku konur. „Við gerum þetta á ansi skemmtilegan og hlýjan hátt,“ staðhæfir hún. Puntudúkka „Það er mjög létt yfir þeim. Þetta skiptist á. Við heyr- um fjallkonuna flytja falleg ljóð eins og maður hefur gert í gegnum tíðina. Svo eru þær [peysufatahópurinn] að syngja og dansa og gera ýmislegt skemmtilegt, þær eru mjög fyndnar. Síðan hittir fjallkonan peysufatahópinn þegar líður á sýninguna, þær fara aðeins að vinna saman og það mætti hugsanlega hafa verið meira af því í sög- unni. Vegna þess að fjallkonunni og ímynd hennar hefur verið stjórnað af karlmönnum, hvaða ljóð hún las og svo framvegis,“ segir María. Spurð hvort fjallkonan hafi þá verið hálfgerð puntu- dúkka, svarar María: „Þær voru það svolítið. Þetta var ofsalega flott og fallegt tákn, en það sem við erum að benda á er að þær voru búnar til af körlum.“ Passlega löng Sýningin er frekar stutt að mati Maríu sem upplýsir að hún er aðeins klukkutími. „Það sagði nú einhver á frumsýningunni að hún vildi að sýningin væri lengri, henni fannst þetta svo gaman,“ segir hún og hlær. María bætir því þó við að klukkutími sé hugsanlega passlega langur tími fyrir kabarett. María segir góðan anda hafa verið í leikhópnum sem allur kemur úr félaginu Leikhúslistakonur 50+ og að vel hafi verið tekið á móti þeim í Þjóðleikhúsinu, en æfingar hafa staðið yfir á kvöldin. Hún bætir við að konurnar séu misjafnlega langt komnar fram yfir fimmtíu ára aldurinn og að ein hafi „rétt náð að vera með,“ enda einungis 51 árs. Meðlimir félagsins eru um 60 og samanstendur það af konum sem unnið hafa hin ýmsu störf í leikhúsi. „Verkið er skrifað af Helgu Thorberg og við höfum unnið þetta saman. Hún er reyndar að leika í þessu líka vegna þess að leiklistarkonur á þessum aldri eru svo uppteknar að ég setti bara Helgu í eitt hlutverkið,“ segir María. gso@mbl.is Máta ímynd fjallkonunnar  Kabarett um 100 ára baráttu kvenna á léttum nótum Peysufatahópurinn Sungið dátt á frumsýningu. María Sigurðardóttir Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Fly Me To The Moon (Kassinn) Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Insomnia (Kassinn) Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/12 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 9/11 kl. 22:00 Daður og dónó Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.