Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Sjóðheit steypujárnssending
Lodge járnpanna, 26 cm
Verð 9.500 kr.
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í vikunni kom út ljóðabókin Fræ
sem frjóvga myrkrið eftir ljóð-
skáldið og sviðslistakonuna Evu
Rún Snorradóttur. Þetta er þriðja
ljóðabók hennar, en áður eru
komnar bækurnar Heimsendir
fylgir þér alla ævi og Tappi á
himninum. Eva er menntaður
sviðshöfundur frá Listaháskól-
anum, ritstýrði kynjaritinu Kjaft-
for, starfar með sviðslistahópnum
16 elskendur og er ein af þremur
konum sem mynda Framand-
verkaflokkinn Kviss búmm bang.
Eva skiptir ljóðabókinni í tvo
hluta. Í fyrri hlutanum, „Far til að
sýna öllum heima – Föst flétta ofin
úr gömlum skuggum“, birtast
raddir fullorðinna kvenna í partíi
sem er löngu liðið, ungrar konu
með trúðsandlit, embættisbúnings,
„sem er líklega bara sloppur: al-
menningsálitið, feðraveldið, sam-
viskan, eitthvert annarlegt tilbrigði
af sjálfinu sem skömm og sekt hef-
ur frjóvgað í myrkri og þögn“ og
ungrar konu á yfirgefnu diskóteki.
Helst heyrast raddir kvennanna í
partíinu liðna sem klæðast bolum
með reistu typpi framan á og áletr-
uninni: Halló Bless.
— Þó raddirnar séu fleiri en ein
eru þær að tala um það sama,
sólarlandaferðir kvenna. Nokkuð
sem fjölmiðlar sýna gjarnan í
skoplegu og afkáralegu ljósi og oft-
ar en ekki með óviðkunnanlegum
undirtón.
„Þær eru líka sjálfar að hlæja að
sjálfum sér. Og gera upp gamalt
myrkur.“
Safnaði saman fræjum
„Efniviðurinn er sólstrandaferð-
ir ungra kvenna. Ég fór sjálf í
svona ferð þegar ég var átján ára
og talaði ekki um þá ferð í fimm-
tán ár, hún lá í þögninni. Það á að
vera svo rosalega gaman í svona
ferðum og svo kemurðu á staðinn
og þessir staðir eru oft hræðilega
viðbjóðslegir og menningin ferleg.
Ég tók viðtöl við fullt af konum
sem hafa farið í svona ferðir og
mér fannst það sameiginleg upp-
lifun hjá flestum konunum sem ég
talaði við.
Ég safnaði saman fræjum og svo
bjó ég til þetta sem er unnið bæði
úr minni reynslu og allskonar öðr-
um fræjum. Ég er meðal annars að
fjalla um þvinguð skemmtilegheit.
Hvernig er hægt að hafa gaman í
samfélagi þar sem er svona rosa-
lega mikil skekkja og hvað þá á
svona stað þar sem hún verður svo
rosalega skýr, eimast öll niður og
verður svo tær.“
— Það finnst mörgum skemmti-
legt að fara í sólarlandaferð.
„Já, ég fer í dag á sólarströnd
með konu og barni og ég veit að
þessi frásögn er auðvitað lituð af
minni persónulegu upplifun, ég var
lesbía í skáp, en það er mjög mikið
um það að stelpur á mínum aldri
hafi upplifað margt mjög óþægi-
legt í svona ferðum. Þetta eru oft
staðir þar sem er svo mikið marka-
leysi, hlutgerving og viðbjóður.“
Þetta er ekkert að breytast
„Mér fannst mjög merkilegt,
þegar ég var að gera þetta, að tala
við konur sem voru að fara í sína
ferð snemma á níunda áratugnum
en treystu sér ekki almennilega til
að ræða þetta við mig í dag, það
var ennþá svo erfitt. Svo er svipuð
stemning í útskriftarferðum
menntaskólanna í dag, þetta er
ekkert að breytast, það er að
versna ef eitthvað er.“
— Þetta breytist ekki, segir þú,
og stundum finnst manni eins og
það eigi að vera einskonar vígslu-
athöfn að ungmenni fari út í heim
til að láta niðurlægja sig svo þau
komist í hóp fullorðinna.
„Að fara á einhvern stað og það
sem gerist þar fer ekki með þér
heim, en, eins og ég er að fjalla
um, þá fer það sem gerist kannski
ekki með þér heim, er þaggað nið-
ur í áratugi, en það étur þig upp.“
— Var erfitt að skrifa þetta?
„Já, það var erfitt, mjög erfitt.
Ég er búin að fara marga snúninga
á þessu, þetta er svo hlaðið og erf-
itt efni og ég prófaði ýmsa miðla.
Viðtölin voru leiðin inn í þetta, þá
náði ég einhverjum tón.“
Ójafnvægi og röskun
— Bókin skiptist í tvo hluta, en
áður en að þeirri skiptingu kemur
er stuttur texti um grísku gyðjuna
Baubó: „Hún kom á sorglegustu
augnablikunum í helgiathöfnum og
harmleikjum og sýndi á sér píkuna
til að létta stemninguna.“ Í Grikk-
landi til forna voru konur þó al-
mennt ekki til, þær tilheyrðu varla
almannarýminu, áttu að halda sig
heima og eignast og ala upp börn.
„Hvar byrjar maður að tala um
söguna? Það er hægt að fara miklu
lengra aftur og þá voru konur
miðjan í samfélaginu. Mér finnst
svo gaman að draga Baubó upp því
það hefur svo mikla þýðingu að
hún hafi gleymst. Mér finnst hún
súmmera upp fyrir mér þetta
ójafnvægi og þessa röskun sem við
lifum öll við en samt á skemmti-
legan hátt því hún er að sýna á sér
píkuna.
Þegar ég var í bókmenntafræði,
í áfanga um forngrískar bók-
menntir, sagði ég prófessornum að
mig langaði að skrifa um femín-
isma frá þessum tíma og hann hló
að mér. Núna hlæ ég að honum,
því hvað hann er takmarkaður.“
— Þú segir gleymdist, en í bók-
inni segir þú: „Baubó er grísk
gyðja sem var látin gleymast.“
„Það er lykilatriðið og það var
engin tilviljun. Við erum á svo
miklum umbrotatímum og þurfum
að fara að skoða allt þetta sem var
látið gleymast, sem var þaggað
niður. Líka hvernig það er búið að
segja okkur hvernig við erum og
hvernig við eigum að vera. Ég kem
líka aðeins inn á það í bókinni, og
ekkert á óvingjarnlegan hátt, að
við þurfum að minnka aðeins virð-
inguna fyrir ákveðnum hlutum,
það þarf að afkanónísera, hugsa
hlutina alveg upp á nýtt á öllum
stöðum.“
— Eins og sumir femínistar
segja: Við eigum ekki að berjast
fyrir réttindum kvenna, við eigum
að berjast gegn feðraveldinu. Það
breytist ekkert fyrr en það hefur
verið sigrað.
„Feðraveldið er inni í okkur öll-
um, því miður, og ég hef ekki trú á
því að nokkur einasta manneskja
njóti góðs af því. Það er enginn
feðraveldiskóngur hamingjusamur,
ég trúi því ekki.“
Konur og súpur
— Þú skýtur ljósmyndum inn í
seinni hluta bókarinnar.
„Þetta eru myndir úr mínu eigin
safni, ég hef áhuga á því að sjá
svona sérkennileg brot, mér fannst
þær eitthvað svo skemmtilegar.
Fáfengileikinn er svo fallegur.“
— Í bókinni er til að mynda
mynd af gullskreyttum postulíns-
Fáfengileikinn er svo fallegur
Í nýrri ljóðabók yrkir Eva Rún
Snorradóttir um sólarlandaferðir og
það sem látið er gleymast
Fyrsti hluti nýs þríleiksrithöfundarins PhilipsPullmans, Bækur dufts-ins, hefst með bókinni
Villimærin fagra og sú byrjun er
stórfiskur. Pullman, með sína ótal
aðdáendur að fyrri bókum sínum,
svo sem Gyllta áttvitanum,
Lúmska hnífnum og Skuggasjón-
aukanum, verður ekki í vandræð-
um með að laða
til sín nýja kyn-
slóð lesenda og
halda í þá gömlu
ef þetta er það
sem koma skal í
næstu bókum
þessa þríleiks.
Í Villimærinni
fögru er kunn-
uglegum per-
sónum teflt fram. Lýra, sem í
Gyllta áttavitanum var stálpuð
stúlka, er hér ungbarn og sögu-
sviðið forsaga hennar sem og þess
sem síðar verður.
Malcom Polstead, 11 ára gamall
drengur sem býr með foreldrum
sínum nærri Oxford, verður óvænt
verndari stúlkunnar en hættur
steðja að henni allt frá fæðingu og
er hún vistuð sér til verndar í
nunnuklaustri. Foreldrar Mal-
colms reka gamla krá sem fjöl-
skyldan býr jafnframt á og gegnt
kránni er nunnuklaustrið þar sem
Malcolm er tíður gestur, greiðvik-
inn við nunnurnar og hvers manns
hugljúfi. Með fylgju sinni, Ástu,
rær hann um á kanó sem titill
bókarinnar dregur nafn sitt af,
milli þess sem hann starfar á krá
foreldra sinna, sækir skóla, heim-
sækir klaustrið og fljótlega fer
hann einnig að eiga leynilega
fundi með vísindamanninum og
njósnaranum Hönnu Relf sem
flækir líf hans en bætir líka með
óvæntum fundi Malcolms á dul-
arfullum grip. Þeir fundir hjálpa
honum jafnframt að koma ung-
barninu til hjálpar á ögurstundu
þegar risaflóð gengur yfir og
hrifsar með sér byggingar og fólk.
Bókin er perla fyrir margra
hluta sakir. Sköpunarverk Pull-
Frábær byrjun á þríleik
Skáldsaga
bbbbm
Eftir Philip Pullman
Guðni Kolbeinsson þýddi.
Mál og menning 2018. Innbundin. 505
bls.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR