Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 67
Þórður telur hlutverk mannanna vera að gera jörðina góða og hann gefur lítið fyrir reiði Guðs sem hamr- að er á við auma alþýðuna: „Þessar ídeur um hinn reiða Guð og hinn reiða Krist eru ekkert annað en eftirköst af þýsku fylleríi.“ Þórður gerir sér manna best grein fyrir þeim hverfulleika sem reyndar einkennir enn samfélag okkar mann- ann, hversu stutt getur verið á milli velgengni og útskúfunar: „Allt hold er hey þótt það hossi hátt nú slektið. ... Stundum spilar ver- öldin því svo að það sem eitt árið er ekki annað en skítlegt hyski verður það næsta að guðumlíkum hávelbor- inheitum.“ Ólánsfuglinn Þórður er góðmenni, bráðgáfaður og víðsýnn maður sem gerir sér vel grein fyrir að í honum rétt eins og öðrum búa margar mann- eskjur sem ævinlega takast á: „Eng- inn maður endist til að vera einasta djöfull, ekki frekar en að nokkur geti verið engill alla daga.“ Bjarna tekst í sögu sinni úr Gull- hreppum listilega vel að skrifa inn í veruleika átjándu aldar, hann opnar okkur gátt inn í heim þess fólks sem þá var uppi, um lífskjör, tíðaranda og mannanna örlög. Hann dregur upp bráðlifandi myndir af samskiptum fólks, bæði átakanlegar og skondnar. Það er mikill kostur við bók sem segir frá svo erfiðum tímum sem raun ber vitni, að þar hefur ekki gleymst skemmtanagildið, ég hló oft upphátt við lestur þessarar bókar. Eitt ágætt dæmi er óborganleg sena þar sem Þórður lendir í því að draga sauð- drukkinn ferðafélaga upp úr mýrar- keldu í Flóanum. Ferðalag þeirra í framhaldinu og samræður er veisla fyrir lesanda. Á þá er sigað hundum og peningum og dönskum skó kastað í ársprænu. Í orðfærinu í bókinni allri liggur líka heilmikil skemmtan, auk þess sem það er unun að lesa ríkan texta sem er öðruvísi samansettur en sá sem við eigum að venjast. Það er krefjandi og um leið hressandi, og gaman að rekst sífellt á fágæt og fal- leg gömul orð. Bjarni hefur mjög góð tök á tungutaki þess tíma sem bókin segir frá, það er ríkt af orðaforða og flæðandi fornum hætti. Ljóst má vera að hann hefur legið mikið og lengi í gömlum skræðum og skjölum til að geta tileinkað sér það. Þó þessi saga segi frá miklum sögulegum umbrotum og fallandi veldi Skálholts, þá er það mann- eskjan Þórður sem stendur upp úr, þessi boðberi nýrra tíma sem fær þó engan hljómgrunn. Persónusköpun hans fær eðli málsins samkvæmt mesta rýmið en Bjarni dregur upp myndina af Þórði næmum dráttum, við sjáum í hans innstu sálarkima, þessa margslungna manns sem í kraumar ólga. Mannsins sem fær ekki frelsi til að vera hann sjálfur. Einhver gæti spurt hvaða erindi þessi saga eigi við nútímann og því er til að svara að margt má læra af því gamla. Nú er uppgangur trúaröfga og vert að minna okkur á að standa gegn því valdatæki, því sem ævinlega fylgir mannleg niðurlæging og eymd. Eins er gott að vera minnt á að veldi falla. Allt er í heiminum hverfult. Morgunblaðið/Hari MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Vala Hafstað valahafstad@msn.com „Ég hef alltaf verið mjög sannleiks- elskandi. Þegar ég byrjaði að skrifa þessa bók, þá hugsaði ég: þessi saga má ekki glatast, börnin mín verða að þekkja þessa sögu,“ segir Anna Ragna Fossberg um nýút- komna bók sína, Auðnu, sem er fyrsta skáldverk hennar. Bókin er skáldsaga, byggð á sögu móðurfólks Önnu í nokkra ættliði. Þótt um skáldverk sé að ræða er sagan byggð á raunverulegum atburðum og sviptir jafnframt hulunni af ýmsu sem aldrei mátti nefna, svo sem blóðböndum, fíkn, foreldrum sem brugðust og ofbeldi. Aðal- persónur sögunnar eru systurnar Stella, Auðna og Adda, auk uppeld- issystkina þeirra, Walters og Stellu yngri. Anna lýsir því hvernig hug- myndin að bókinni varð til: „Ég ákvað að heimsækja móður- systur mína, sem var orðin mjög gömul, tvisvar í viku. [Í bókinni ber hún nafnið Auðna.] Hún bjó á æskuheimili mínu og þá var hún svo málglöð, talaði og talaði og sagði endalausar sögur. Sem gömul kona var hún allt í einu orðin þögul. Ég hafði fá umræðuefni og þetta var dálítið erfitt … svo fann ég þennan flöt að fara að spyrja hana út í for- tíðina, fá hana til að segja mér aftur allar sögurnar. Það var svo gaman að heyra þær aftur. Ég fór að skanna ljósmyndir sem hún átti og biðja hana að segja mér hverjir væru á myndunum og skrá það nið- ur. Smám saman fór mér að finnast þetta svo dýrmætt. Hún er svo gömul og þarna er hún að segja mér frá langafa og þeim þegar þær systur voru stelpur. Ég skrifaði þetta niður og smám saman áttaði ég mig á því að þetta var farið að tengjast saman og verða heildstæð saga.“ Heimildirnar voru fleiri Anna fékk lánaðan háan stafla af sendibréfum sem elsta móðursyst- irin, kölluð Stella í bókinni, hafði sent til Íslands. „Og móðurbróðir minn, sem heitir Walter í bókinni, lánaði mér bréf blóðmóður sinnar. Sumt er beint tekið upp úr bréf- unum og margt, þótt það sé með mínu orðalagi, er upp úr heimild- unum.“ Auk þess studdist Anna við dagbók sem „Stella“ og vinkonur hennar héldu í ferð sinni um Suður- land. „Ég breyti sáralitlu, en ég þarf að skálda heilmikið í eyðurnar. Ég kynntist til dæmis aldrei afa mínum. Hann var dáinn áður en ég fæddist. Ég þekkti ömmu bara sem gamla konu. Auðvitað var margt sem ég þurfti að skálda og ímynda mér.“ Þrátt fyrir væga þroskahömlun er gæfa Auðnu meiri og líf hennar lengra en systra hennar. Nafngift hennar í bókinni er því engin til- viljun. „Auðna þýðir hamingja, en auðn er eyðimörk. Hún var líklega sú hamingjusamasta af systrunum, en hún hafði ekkert með sér þegar hún fæddist og í uppvextinum. En hún var svo sterk manneskja, heilbrigð og hraust. Hún hugsaði betur um sig en mamma mín, sem í bókinni heitir Adda, og þessi andlegi styrk- ur gaf henni svo mikið að hún hafði þessa lífsgleði og hamingju sem mamma hafði aldrei og amma ekki heldur. Amma var beygð eftir and- lát elstu dótturinnar.“ Auðna er sú persóna í sögunni sem Önnu fannst mestu máli skipta að segja frá. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að segja frá blóðforeldrum Walters, sérstaklega móður hans, af því mér finnst það svo harmræn saga.“ Wal- ter er tekinn í fóstur af foreldrum Auðnu á stríðsárunum. – Hvaða hluta sögunnar var erf- iðast að skrifa? „Það var klárlega erfiðast að skrifa um mína reynslu af föður mínum … Ég er bara sögumaður í bókinni. Kaflinn átti upphaflega ekki að vera með, en var nauðsyn- legur til þess að varpa ljósi á það í hvaða stöðu móðir mín var og hvernig fór fyrir henni.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Styrkur Anna Ragna Fossberg byggir skáldsögu á sögu móðurfólks síns. Af Auðnu og ógæfu  Anna Ragna Fossberg vildi skrásetja sögu sem henni fannst að mætti ekki glatast  Byggir á sönnum atburðum tækni, skörun menningarheima, loftslagsbreytingum. Þessi þemu sækja mikið á mig; ég hef búið svo lengi úti en er alltaf með annan fót- inn hér og skrifa á þessu litla – og yndislega – tungumáli okkar,“ segir Sverrir brosandi og bætir við að það að dvelja svo lengi í öðrum löndum geri að verkum að hann sé útlend- ingur alstaðar, en líka heima hjá sér alstaðar. — Hefur þú spáð í að skrifa á öðru tungumáli en íslensku? „Þegar ég var að læra úti í London skrifaði ég skáldsögu og fleira á ensku, en ég er íslenskur og hlýjan sem ég finn þegar ég skrifa kemur þegar ég vinn með íslenskuna. Ég er búinn að skrifa frá því ég var fimm ára og þetta er sá sem ég er: þarna á ég heima, í þessu tungumáli sem við erum að nota núna.“ Bókaknippið er fáanlegt í öllum helstu bókaverslunum. Eins má panta það á vefsetri forlagsins, am- forlag.is, og fá sent heim að dyrum. Morgunblaðið/Eggert etrarfatnaður yrir börnin icewear.is V f KEILIR | Snjógalli f. börnKr. 14.990.- KEILIR | VetrarúlpaKr. 11.990.- KEILIR | SnjóbuxurKr. 8.990.- BREKKA | HúfaKr. 1.690.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.