Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Heiti sýningarinnar Öldur aldanna
er vísun í verk Einars Jónssonar
myndhöggvara, „Alda aldanna“, sem
er mikilfenglegt verk og lýsir við-
fangefnum mínum á sýningunni
ágætlega,“ segir Árni Már Erlings-
son myndlistarmaður þegar hann er
spurður út í sýninguna sem hann
opnar á laugardaginn kemur, klukk-
an 16, hjá Listamönnum á Skúlagötu
32. Árni kveðst vera að túlka í verk-
unum á sýningunni þá þráhyggju
sem hann hefur nú í nokkur ár haft
gagnvart hafinu. „Það hófst fyrir
nokkrum árum þegar ég var búsett-
ur í Þýskalandi en þegar ég flutti
aftur heim, um 2015, fór ég að prófa
mig áfram við sjósund og hef verið
fastur í því síðan!“
Á sýningunni verða fjölbreytileg
verk: málverk og prentverk, verk-
færi sem Árni hefur sett saman og
sýnir sem skúlptúra, sem og ídýfing-
arkassi sem hann notar við eftir-
vinnslu á silkiþrykktum prentum og
kökukefli sem hann hefur útbúið
sem aðferð við að gera dúkristur.
Allt sýnir eða hjálpar honum að tak-
ast á við hafið á einn eða annan hátt.
Við opnunina tekur Högni Egils-
son tónlistarmaður nokkur lög.
Mikilfenglegt fyrirbæri
„Hafið er svo mikilfenglegt fyrir-
bæri og á svo marga vegu,“ segir
Árni Már og telur upp að úr því komi
matvæli og það sé notað á heilsu-
samlegan hátt. Er hann haldinn þrá-
hyggju hvað hafið varðar?
Hann hlær. „Að einhverju leyti,
já,“ svarar hann svo.
„Á málverkunum á sýningunni
vísa ég í sjóinn með ýmsum efnum
sem ég bý til öldur úr, og líka á
óræðan hátt. Ég vildi ekki bara vera
að sýna sjóinn með nákvæmum
hætti. En það eru útfærslur mínar á
hafinu bæði á strigum og flekum, svo
er ég með prent þar sem ég setti
mikið af þanefni út í litinn og bý með
því til öldur, og þegar þanefnið er
sett inn í ofn eftir á þá líkist það líka
fjörusandi. Með þessu sýni ég verk-
færi sem ég hef útbúið til að gera
verkin en stilli upp eftir á sem lista-
verkum. Ég hef til dæmis tekið flísa-
lagninga-límsköfur, raðað þeim sam-
an og notað sem einskonar pensil, og
svo er ég með viðarlista sem ég festi
pensla á öðrum megin og krítar-
blýanta hinum megin. Þá er þarna
ídýfingarkassi sem ég mun fylla af
málningu í sýningarsalnum og dýfa
silkiþrykksprentunum þar í. Ég var
búinn að prenta á þessi fimm mis-
munandi prent en þetta er loka-
skrefið við gerð þeirra verka,“ segir
hann. „Þetta verður ansi mikið fjör,
að vinna í rýminu áður en ég opna
sýninguna,“ segir Árni Már – og
ekki er allt upp talið: „Um daginn lét
ég húðflúra á mig þrjár öldur sem
eru líka á verki á þremur flekum á
sýningunni sem sýna hækkun sjáv-
armáls.“
– Svo málverk á sýningunni kall-
ast á við málverk flúrað á þig?
„Já, einmitt …“
Festisvall og Gallery Port
Það má teljast afar eðlilegt að ís-
lenskir listamenn takist á við hafið,
eins og svo margir hafa gert gegnum
árin. „Það fylgir því einhver ró að
hafa fjöll og sjó í kringum sig. Ég
finn það á stöðum eins og Ísafirði og
Seyðisfirði og ég saknaði þess þegar
ég bjó í Þýskalandi,“ segir Árni.
Hann lærði ljósmyndun á sínum
tíma. „Áhugi minn kviknaði upp-
haflega á götulist og nokkrum árum
seinna fór ég í ljósmyndanám og tók
það af svo miklum krafti að ég varð
hálfsaddur á miðlinum. Það er ekki
fyrr en núna að ég ætla að fara að
vinna aftur með ljósmyndun.“
Árni vinnur í ýmsa miðla, eins og
silkiþrykkið, og segir að besta leiðin
til að læra sé að framkvæma.
„Undir lok námsins í Ljósmynda-
skólanum gerði ég í samstarfi við
krakka í LHÍ sýningu í Hjartagarð-
inum, það kollektíf kölluðum við
Festisvall. Það varð að árlegum við-
burði og teygði sig svo til Leipzig í
Þýskalandi. Þegar við fluttum þang-
að fengum við styrk frá Evrópusam-
bandinu og gátum farið með hóp
listamanna héðan til Þýskalands og
komið með aðra hingað.“ Evrópu-
ævintýrið teygði anga sína víða, með
ýmsum sýningum og uppákomum,
og lauk fyrir þremur árum en þá
flutti Árni Már aftur heim. Hann var
síðan 2016 einn stofnenda sýninga-
staðarins Gallerys Ports á Lauga-
vegi 23b þar sem sýningar ungra
listamanna hafa síðan verið áber-
andi. „Við opnuðum það eiginlega
óvart,“ segir hann. „Og síðan hef ég
fengist við það, auk þess að taka þátt
í ýmsum samsýningum en þetta er
önnur einkasýning mín á árinu.“
Morgunblaðið/Eggert
Listamaðurinn „Á málverkunum á sýningunni vísa ég í sjóinn með ýmsum efnum sem ég bý til öldur úr, og líka á
óræðan hátt,“ segir Árni Már Erlingsson um sýninguna Öldur aldanna sem hann opnar á laugardag.
Öldur í ýmsum verkum og húðflúri
Árni Már Erlingsson opnar sýningu hjá Listamönnum á laugardag Kveðst haldinn þráhyggju
gagnvart hafinu Vísar í sjóinn með ýmsum hætti Nýtt húðflúr með öldum og málverk kallast á
Skáldsaga
Sextíu kíló af sólskini bbbbm
Eftir Hallgrím Helgason.
JPV útgáfa, 2018. Innb.,461 bls.
HILDIGUNNUR
ÞRÁINSDÓTTIR
BÆKUR
Sextíu kíló af sólskini eftirHallgrím Helgason er stórog mikil aldamótasagabyggð á sögulegum
grunni. Skáldskaparleyfinu eru þó
strax í upphafi gerð listileg skil
þegar Eilífur Guðmundsson gengur
inn á autt svið og horfir yfir Segul-
fjörð, eina endalausa snjóbreiðu
líkt og auða blaðsíðu sem skapar
höfundi vettvang
og vísar um leið í
sköpunarsöguna.
Ekki einungis
eru aldamót í
vændum heldur
einnig huglæg
þúsaldamót, 999
ár eru frá því að
fjörðurinn var
numinn – um-
breytingar eru í
nánd. Í lok bókar er aftur litið yfir
sama svið sem þá skartar nýjum
tilkomumiklum leiktjöldum. Sögu-
efni Hallgríms er það sem gerist í
millitíðinni, á fimmtán árum eða
svo.
Segulfjörður er vitanlega Siglu-
fjörður, líkt og Fagureyri er Akur-
eyri og sumar persónurnar eiga sér
raunverulegar fyrirmyndir. Hér er
mikið söguefni; hákarlaveiðar, snjó-
flóð, útburður, þrælahald, síldveið-
ar, ást og auðvitað fátækt fólk og
eymdarlegt bjargarleysi þessi. Höf-
undur málar 19. aldar samfélagið
afar dökkum litum sem eru í senn
sárir og grátbroslegir. En hversu
raunsæ sú mynd kann að vera sem
Hallgrímur bregður upp þá þjónar
hún skáldskapnum vel og undirbýr
sviðið fyrir komu Norðmanna sem
moka upp síldinni og fólkið brýst út
úr myrkum moldarkofum til að
salta í tunnur og sér í fyrsta sinn
beinharða peninga. Hús þjóta upp,
fjörðurinn fyllist af bátum, þorpið
af fólki, lífi og ást og jafnvel morð
er framið í öllum hamaganginum.
Drengurinn Gestur Eilífsson er
nokkurs konar aðalpersóna, þráð-
urinn sem heldur efninu saman
þótt hann komi og fari af sviðinu.
Hann er barn tveggja heima.
Grimm örlög senda hann ungan í
fóstur hjá kaupmanni á Fagureyri
þar sem hann elst upp á timb-
urgólfi við bakstur, ást og fínerí,
svoleiðis að þegar hann snýr aftur
allslaus í Segulfjörð svíður eymdin
í moldarkotunum enn sárar og
hann trúir – ólíkt öðrum – að hægt
sé að skapa sér annars konar líf og
hrófla við stöðnuðu samfélagi þótt
hann viti ekki hvernig. Um per-
sónusköpun Hallgríms þarf ekki að
hafa mörg orð, fjölmargar lifandi
og eftirminnilegar persónur koma
við sögu og hverri er gefið sitt orð-
færi, ein setning sem persóna læt-
ur falla getur varpað upp mynd af
heilu lífi. Að öðrum ólöstuðum situr
óhræsiskerlingin Steinka einna
fastast í huga þeirrar sem hér
skrifar, enda dregur höfundur ekk-
ert af sér í miskunnarlausum lýs-
ingum á henni.
Hallgrímur er orðmargur sem
fyrr en hér nýtur það höfundar-
einkenni sín betur en stundum áð-
ur. Textinn er einfaldlega frábær á
köflum, þrunginn myndum, óvænt-
um og nýstárlegum, svo hægt er að
dunda sér lengi á síðunum og
óhætt að mæla með að lesendur
gefi sér dágóðan tíma til lestrarins.
Höfundur fyrnir mál sitt í takt við
sögutímann, hér úir og grúir af
sterku og skemmtilegu orðfæri,
einstaklega vel gert. Þá finnur höf-
undur ýmsu í þjóðarsálinni rætur í
lífinu sem hann lýsir, misdjúpt er á
slíkum tengingum, sumar einfald-
lega til gamans gerðar, aðrar
snjallar, einhverjar drepfyndnar.
Nú eru ritverk óðum að finna sér
birtingarmynd í stafrænum miðlum
og glata e.t.v á næstu áratugum
efnislegu formi sínu og því ekki úr
vegi að nefna til sögu kápuna sem
Arnar Freyr Guðmundsson og
Birna Geirfinnsdóttir hanna. Um
leið og lesandi fær bókina í hendur
er tónninn sleginn. Bókarkápunni
fylgir andblær liðins tíma: let-
urgerð, greinarmerki og mikill
texti á baksíðu þar sem öllu ægir
saman minna á gamla prentgripi;
búningur sem hæfir vel þessari
kraftmiklu og eftirminnilegu skáld-
sögu.
Kraftmikil og eftirminnileg skáldsaga
Morgunblaðið/RAX
Myndrænn „Textinn er einfaldlega frábær á köflum, þrunginn myndum, óvæntum og nýstárlegum, svo hægt er að
dunda sér lengi á síðunum,“ segir m.a. í gagnrýni um nýútkomna skáldsögu Hallgríms Helgasonar.