Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 75

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Halloween, mynd JohnsCarpenter frá 1978, erbrautryðjandaverk.Myndin hratt af stað gullöld slægjunnar (e. slasher) sem einkenndi áttunda og níunda áratug- inn í bandarískri kvikmyndagerð. Í slægjumyndum er hópur ungmenna eltur á röndum af sturluðum og gjarnan grímuklæddum morðingja sem murkar úr þeim lífið með fallísku eggvopni. Nú 40 árum síðar er komin (enn önnur) ný Halloween-mynd. Hallo- ween hefur þvælst í gegnum ótal framhaldsmyndir og endurgerðir þar sem gæðin eru rýr. Þessi mynd tekur ekki tillit til þessara endurgerða, er bara framhald af fyrstu myndinni frá 1978 og Jamie Lee Curtis snýr aftur í hlutverki Laurie, sem varð fyrir barðinu á hinum skelfilega morðingja Michael Myers í frummyndinni. Myndin hefst á því að blaðamenn sem eru að vinna að hlaðvarpi taka hús á Michael og geðlækni hans á geðspítalanum þar sem hann hefur dvalið síðustu 40 ár. Þau vilja endi- lega fá hann í viðtal, sem er að sjálf- sögðu borin von, því eins og allir kunnugir seríunni vita þá segir Mich- ael ekki eitt aukatekið orð í einni ein- ustu mynd. Geðlæknirinn tjáir þeim að það séu flutningar framundan hjá Michael, það á flytja hann á nýja stofnun. Líkt og búast má við ganga flutningarnir ekki sem skyldi og Michael kemst aftur á kreik. Við kynnumst Laurie og fjölskyldu hennar. Líf hennar er ein rjúkandi rúst eftir hrekkjavökunóttina skelfi- legu, hún hefur brennt allar brýr að baki sér og Karen dóttir hennar vill ekkert með hana hafa. Karen reynir eftir fremsta megni að hlífa dóttur sinni, Allyson, við samskiptum við ömmu sína. Allyson er ákveðin ung menntaskólastúlka sem eyðir tíma sínum í hefðbundna unglingaiðju, að hanga með kæró og vinum. Í gegnum myndina fylgjumst við með þessum þremur kynslóðum kvenna og spenn- an magnast eftir því sem Michael nálgast. Illskan þegir Hver er Michael Myers? Michael er þögull grímuklæddur morðingi sem drepur fórnarlömb sín með hníf, með tilheyrandi blóðbaði. Fyrsta morðið framdi hann einungis sex ára gamall, þegar hann stakk systur sína til bana. Michael er sem sagt fæddur morð- ingi, það er hans eina köllun, það er tilgangur hans í lífinu. Hann birtist og hverfur líkt og fyrir töfra og nær alltaf að koma fórnarlömbum sínum í opna skjöldu. Sama þótt þú hlaupir burt eins og þú eigir lífið að leysa þá mun hann ná þér þó svo hann hlaupi lítið sjálfur. Michael er meira en mað- ur, meira en morðingi, hann er allt- umlykjandi gjöreyðingarafl. Hann er ekki bara djöfull í mannsmynd, hann er djöfullinn sjálfur. Síðasta stúlkan Í bókinni Men, Women and Chain- saws (1992) skoðar kvikmyndafræð- ingurinn Carol Clover hryllings- myndir í femínísku ljósi. Hún varpar því fram að iðulega hafa slægjumynd- ir verið túlkaðar sem kvenfjandsam- legt kvikmyndaform. Í þeim eru kon- ur sem eru kynferðislega virkar strá- felldar af bandóðum karlkyns morð- ingja. Yfirleitt lifir af ein ung kona, „síðasta stúlkan“ (e. final girl) og sigrast á morðingjanum eftir að hafa horft upp á alla í kringum sig myrta og situr svo uppi með ömurlega lífs- reynslu. Sölutölur sýna að meirihluti þeirra sem sækja svona myndir eru ungir karlmenn og því ekki undarlegt að álykta að þessar myndir höfði til duldra sadískra kennda í karlmönn- um. Clover heldur því hins vegar fram að þessu sé öfugt farið, þessar myndir höfði frekar til masókískra kennda, að áhorfendur finni frekar til samkenndar með þeim sem verður fyrir ofbeldi (síðustu stúlkunni) held- ur en þeim sem fremur ofbeldið. Þótt slægjumyndin sé ekki femínískt form í sjálfu sér þá var hún á sínum tíma, þegar kvikmyndaformið var afar karlmiðað, einn af fáum vettvöngum þar sem kvenkyns sjónarhorn var í brennidepli. Í ljósi þessa er viðeigandi að nýja Halloween-myndin hafi femíníska slagsíðu. 40 ár eru liðin frá því Laurie upplifði hið hræðilega hrekkjavöku- kvöld árið 1978. Hún hefur eytt æv- inni í að vígbúast gegn illsku heimsins og heimili hennar er líkt og virki. Hún klúðraði uppeldinu á dóttur sinni með því að þjálfa hana í meðferð skot- vopna og bardagalistum svo hún væri við öllu búin. Allir telja hana vera snaróða og fjölskylda hennar biðlar til hennar að gleyma þessu bara, til að halda áfram með líf sitt. Vegferð Lau- rie er líkt við vegferð þolenda kyn- ferðisofbeldis, sem eru fastir í við- stöðulausri áfallastreituröskun. Í myndinni birtast sjónarhorn þriggja kynslóða kvenna, ömmu, mömmu og dótturdóttur. Þegar í harðbakkann slær eru það svo þrjár konur sem taka höndum saman til að sigrast á morðingjanum, þær einar geta boðið illskunni birginn. Úrvinnsla endurvinnslu Ég beið eftir þessari mynd með nokk- urri eftirvæntingu enda með veikan blett fyrir Jamie Lee Curtis og hroll- vekjum af öllu tagi, sér í lagi slægju- myndum. Hins vegar hef ég ekki ver- ið sérstaklega gefin fyrir endurgerðir í gegnum tíðina og er ekki alltaf reiðubúin að gefa þeim séns. Hér hef- ur þó tekist glettilega vel til og þessi kvikmynd skarar í það minnsta fram úr öllum hinum framhaldsmyndunum og endurgerðunum í seríunni. Hér er haldið tryggð við þá B- myndastemningu sem ríkir í slægju- myndum yfirleitt, gríni og hallæris- leika er gefið ákveðið pláss, sem er ánægjulegt. Morðin eru skrautleg og kvikmyndatökuvinnan í kringum þau oft mjög lífleg og óvænt. Kvikmyndin er afar spennandi og þar spilar tónlist John Carpenter stóra rullu. Carpenter hefur oftar en ekki samið tónlistina í myndum sín- um og hefur einstakt lag á að skapa hryllilegan og spennuþrunginn hljóð- heim. Tónlistin í upprunalegu Hallo- ween-myndinni er fyrir löngu orðin klassík og hér birtist hún að nýju, endurmögnuð og löguð að nútíman- um. Handritið er ekki gallalaust, þar er nokkuð um lausa enda og svolítið pirrandi að þeir séu aldrei hnýttir. Halloween er engu að síður hin besta skemmtun og afar viðeigandi hrekkjavökuáhorf. Djöfullinn sjálfur Endurkoma Jamie Lee Curtis snýr aftur í hinni nýju Halloween og sést hér glíma við raðmorðingjann Myers. Smárabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó og Sambíó Álfabakka. Halloween bbbbn Leikstjóri: David Gordon Green. Handrit: David Gordon Green, Danny McBride, Jeff Fradley. Kvikmyndataka: Michael Simmonds. Klipping: Timothy Alverson. Aðalhlutverk: Jamie Lee Curt- is, Judy Greer, Andi Matichak, Haluk Bilginer. 106 mín. Bandaríkin, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Haustsýning Grósku verður opnuð í kvöld kl. 20 í sýningarsal Grósku á 2. hæð á Garðatorgi í Garðabæ. „Um þessar mundir hvílir mikil leynd yfir listsköpun myndlistar- manna Grósku sem keppast við að undirbúa hina árlegu haustsýningu samtakanna. Þema sýningarinnar er algert leyndarmál og vafalaust leynist því ýmislegt óvænt í lista- verkunum,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Tækifæri muni því gef- ast til að hitta leyndardómsfulla listamenn Grósku og þiggja veit- ingar. Sýningin verður opin 9.-11. nóvember kl. 12-18. Gróska er félag myndlistar- manna í Garðabæ sem var stofnað í þeim tilgangi að gera listsköpun sýnilegri í bæjarfélaginu. Félagið heldur árstíðabundnar sýningar og stendur einnig fyrir fleiri sýningum sem eru breytilegar milli ára. Um- fangsmest er Jónsmessugleðin sem haldin er við Strandstíginn við Sjá- landshverfið í Garðabæ en þangað streyma þúsundir gesta á hverju ári, að því er segir í tilkynningu. Gróska stendur einnig fyrir opnum fyrirlestrum um myndlist og menn- ingu og námskeið eru einnig haldin fyrir félagsmenn. Landslag Hluti verks eftir Birgi Rafn á haustsýningu Grósku. Haustsýning Grósku opnuð Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.