Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Leiklistarverkefnið Þjóðleikur, sem Þjóðleikhúsið hleypti af stokk- unum fyrir tíu árum, hefur vaxið og dafnað ár frá ári. Markmiðið var frá upphafi skýrt og hefur ekkert breyst: Að tengja Þjóðleik- húsið á lifandi hátt við ungt fólk, 13-20 ára, á landsbyggðinni og efla þannig bæði áhuga þess og þekk- ingu á listforminu. „Verkefnið, sem er tvíæringur, hófst á Austurlandi, en hefur síðan breiðst út til sex annarra lands- hluta; Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norður- lands eystra og Norðurlands vestra. Með leikhópa Þjóðleiks í öllum landshlutum er hringnum nú lokað,“ segir Björn Ingi Hilmars- son, leikari, leikstjóri og deildar- stjóri barna- og fræðslustarfs Þjóðleikhússins, og heldur áfram: „Fyrirkomulagið er með þeim hætti að annað hvert ár eru þrjú eða fjögur þekkt, íslensk leikskáld fengin til að skrifa krefjandi og spennandi leikrit fyrir ungt fólk. Í samráði við leiðbeinanda leikhóps- ins, sem verður að vera eldri en tvítugur, velja ungmennin síðan eitt verkanna til að setja upp í sinni heimabyggð og njóta til þess stuðnings fagfólks frá Þjóðleikhús- inu. Á vorin er svo alltaf mikið um dýrðir þegar blásið er til leiklist- arhátíðar þar sem leikhópar, sem oft eru nokkrir í hverjum lands- hluta, koma saman og hver og einn sýnir sína uppfærslu. Hátíðin er vettvangur fyrir leikhópana að sýna sig og sjá aðra og ræða sam- an um leiklist og leikrit. Á hátíð- inni sjá leikarar og áhorfendur glögglega hversu ólíkar leiðir hægt er að fara að einum og sama text- anum.“ Verkefnisstjóri frá Dalvík Björn Ingi er verkefnisstjóri Þjóðleiks og tók hann við starf- anum af Vigdísi Jakobsdóttur, sem að hans sögn á bæði heiðurinn af hugmyndinni og framtakinu. „Þjóðleikur á sér fyrirmynd í Þjóð- leikhúsinu í London, en er á allan hátt lagaður að íslenskum að- stæður. Mér er bæði ljúft og skylt að leggja mitt af mörkum sem starfsmaður Þjóðleikhússins til að efla leiklistarstarf meðal ungs fólks í dreifbýlinu. Sjálfur er ég frá Dalvík, þar sem ég tók þátt í leiklist þegar ég var unglingur, og hefði gjarnan viljað vera með í svona verkefni,“ segir Björn Ingi og bætir við að oftast tengist Þjóð- leikur leiklistarstarfi skólanna. Á tíu árum hafa nokkur leik- skáld þjóðarinnar samið samtals fjórtán leikrit sérstaklega fyrir Þjóðleik og mörg hundruð ung- menni hafa verið virkjuð til þátt- töku í uppsetningu þeirra. „Í til- efni af tíu ára afmælinu ætlum við að líta yfir farinn veg og bjóða unga fólkinu upp á „brot af því besta“ ef svo má að orði komast,“ segir Björn Ingi og á við að leik- ritin fjögur sem valið stendur um að þessu sinni séu ekki splunkuný af nálinni. Enda hafi þau verið skrifuð á mismunandi tímum og verið sett upp af leikhópum Þjóð- leiks á árum áður. Leikritin sem urðu fyrir valinu og leikhóparnir setja upp á lokahá- tíðinni næsta vor eru Tjaldið eftir Hallgrím Helgason, Eftir lífið eftir Sigtrygg Magnason, Dúkkulísa eft- ir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Íris eftir þau Brynhildi Guðjóns- dóttur og Ólaf Egil Egilsson. Ólík viðfangsefni Spurður af hverju einmitt þessi verk hafi verið valin og hvort þau eigi eitthvað sammerkt svarar Björn Ingi að þau hafi öll ákveðna skírskotun til samtímans, feli í sér áskorun í uppfærslu og séu ein- faldlega bæði skemmtileg og áhugaverð. „Viðfangsefnin eru ólík, en leikritin eiga það sameiginlegt að hverfast um ungt fólk og ýmis málefni sem á því brenna. Undir- tónninn er á stundum alvarlegur. Til dæmis skrifaði Hallgrímur Tjaldið í kjölfar nokkurra nauðg- unarmála sem upp komu á útihá- tíðum og leggur út af hinu svokall- aða Gillzenegger -máli, þar sem stúlka kærði nauðgun, en málið var látið niður falla. Svo notuð séu orð leikskáldsins þá speglar leik- ritið þann miskunnarlausa „lög- fræðilega“ veruleika, sem stundum getur staðið í hróplegri andstöðu við það sem í raun og veru gerð- ist,“ segir Björn Ingi og stiklar á stóru um hin þrjú verkin: „Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu fjallar um unga stúlku sem verður ólétt eftir skólabróður sinn. Íris þeirra Brynhildar og Ólafs Egils á sér margar, ólíkar hliðar, stundum er hún glaða stelpan, stundum ag- ressíva stelpan eða stelpan í rugl- inu svo dæmi séu tekin. Í leikriti Sigtryggs, Eftir lífið, er sögusviðið samnefndur staður þar sem gamalt fólk sem deyr endurholdgast í fimmtán ára unglingum og mögu- lega af gagnstæðu kyni en það var í lifanda lífi.“ Augljós ávinningur Varðandi leikritið Íris bendir Björn Ingi á að þótt verkið fjalli um eina stelpu bjóði það upp á að margar leikkonur fari með hlut- verkið. „Eða strákar, ef því væri að skipta, enda höfundarnir æv- inlega opnir fyrir samtali. Leikrit Þjóðleiks bjóða alla jafna upp á mörg hlutverk, enda mikilvægt að fá sem flesta til þátttöku. Kristín Gestsdóttir, kennari og leiðbein- andi frá upphafi Þjóðleiks, skrifaði MA-ritgerð um verkefnið og kemst að sömu niðurstöðu og fjöldi rann- sókna að þátttaka ungmenna í ferli af þessu tagi sé valdeflandi og hjálpi þeim að setja sig í spor ann- arra.“ Annars segir Björn Ingi að ávinningur Þjóðleiks sé afar fjöl- þættur. Áhrifin blasi við í auknum áhuga ungs fólks á leikhúsi og af- stöðu til þess á þeim landsvæðum sem verkefnið hefur náð til. Þar hafi skólar líka í auknum mæli boðið upp á valáfanga í leiklist og orðið hafi til frjór vettvangur sam- vinnu kennarra og annarra sem áhuga hafa á að vinna að leiklist með ungu fólki. „Svo má ekki gleyma því að oft vantar mótvægi við möguleikana sem standa til boða í íþróttum. Leiklistin er góður kostur og ábyggilega betri fyrir marga,“ seg- ir Björn Ingi. Þjóðleikur í öllum landshlutum Morgunblaðið/Eggert Í Þjóðleikhúsinu Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri Þjóðleiks, fremst á mynd, Ólafur Egill Egilsson í fremstu röð til vinstri og leiðbeinendur leikhópa.  Þekkt leikskáld skrifa krefjandi og spennandi leikrit fyrir ungt fólk í leiklistarverkefninu Þjóðleik  Annað hvert ár blásið til leiklistarhátíðar  Tíu ár síðan Þjóðleikhúsið setti verkefnið á laggirnar Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Gestir gjörningahátíðarinnar A! á Akureyri geta búist við mjög fjöl- breyttri dagskrá með fjölskrúðugum listamönnum, segir Guðrún Þórs- dóttir, verk- efnastýra hátíð- arinnar, spurð um dagskrána. A! hefst í dag á Ak- ureyri með gjörn- ingi Heklu Bjart- ar Helgadóttur Hvað er klukkan Ophelia? klukkan sex á kaffihúsi Listasafnsins, en dagskránni lýkur á sunnudag. Jafn- framt mun vídeólistahátíðin Heim fara fram þessa helgi. Meðan á A! hátíðinni stendur verða framkvæmdir 13 gjörningar af ís- lensku og erlendu myndlistar- og sviðslistafólki víðsvegar um Akureyri bæði innandyra og utan. Meðal ann- ars í Listasafni Akueryrar, Hofi, kaffihúsinu Gili, í Kristnesskógi og Vanabyggð 3. Breið skírskotun „Það sem gerir A! að þægilegri há- tíð er að hver gjörningur rekur ann- an, það eru aldrei tveir gjörningar á sama tíma,“ segir Guðrún og bætir við að stutt sé að fara milli sýning- arstaða þannig að mögulegt er að ná fleiri dagskrárliðum án þess að missa af neinu. „Listamennirnir eru vel þekktir listamenn, en líka ungir og upprenn- andi listamenn,“ segir hún og vísar til þess að Birgitta Karen Sveinsdóttir mun vera með gjörning á morgun og er hún átján ára gömul. Guðrún nefn- ir einnig Kristján Guðmundsson, 77 ára, sem mun endurflytja verk frá 1972. „Við reynum að hafa spekt- rúmið breitt, erlenda sem innlenda, akureyrska sem sunnlenskra, mennt- aða og ómenntaða, fagmenn og leik- menn ásamt breiðri aldursdreifingu. Við viljum snerta alla þessa fleti og snerta alla fleti listveganna,“ segir hún. Spurð hvort eitthvert sérstakt þema sé á hátíðinni svarar Guðrún því neitandi. „Það eru engin þemu, heldur bara gjörningar. Stundum er einhver tíðarandi í gangi. Það eru til dæmis núna svolítið margar konur,“ segir hún og nefnir meðal annars hópinn Kviss búmm bang sem mun taka fyrir samfélagslegt málefni í sín- um gjörningi. Góð aðsókn „Það sem er einna merkilegast við A! hátíðina er hversu móttækilegir Akureyringar eru fyrir gjörningum,“ staðhæfir Guðrún. Að hennar sögn hefur gjörningarlist verið kynnt Ak- ureyringum í langan tíma allt frá tím- um Rauða hússins þar sem fóru fram meðal annars gjörningar. Þá bendir hún á dæmi um að að- sókn á gjörninga A! hátíðarinnar hafi verið mun meiri heldur en hún hefur orðið vör við á sambærilegum hátíð- um erlendis. „Á Akureyri hefur það gerst að það koma kannski hundrað manns á einhvern gjörning óþekkts listamanns. Það er alveg fáránlegt hversu góð aðsókn er á Akureyri.“ Listasafnið á Akureyri, LÓKAL al- þjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Ak- ureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar standa að hátíðinni sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2015. A! gjörningahátíð í fjórða sinn á Akureyri  Fjölbreyttur hópur listamanna  „Fáránlegt hversu góð aðsókn er á Akureyri“  Þægileg hátíð Gjörningalistamaðurinn Paola Daniele frá Frakklandi mun koma fram á hátíðinni A! á Akureyri. Mun hún halda altarisgöngu í Hofi. Guðrún Þórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.