Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 2

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Nú eru öll smáatriðin varðandi sameiningu eftir, en þau eru reyndar engin smá atriði,“ segir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, STRV. Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttar- félags samþykktu sameiningu félag- anna í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. 57% þeirra sem greiddu atvæði hjá SFR sögðu já en 37% sögðu nei. Hjá STRV féllu at- kvæði þannig að 77% sögðu já en 18% nei. Mun betri þátttaka var í at- kvæðagreiðslunni hjá SFR, um 41% félagsmanna, en aðeins um 27% hjá STRV. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, kveðst í samtali við Morgun- blaðið vera sáttur við útkomuna. „Við vorum hrædd við það hve marg- ir myndu taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni og hjá okkur gekk nú betur en við áttum von á. Útkoman var bara ansi góð, um 60-40,“ segir hann. Spurður um næstu skref við sam- eininguna segir Árni að spár og von- ir geri ráð fyrir því að það klárist í byrjun janúar. „Það er ekkert víst að okkur takist það. En við horfum til þess að nýtt félag verði klárt inn í kjaraviðræðurnar. Samningar flestra félagsmanna eru lausir í mars og við ætlum að vera tilbúin þá,“ seg- ir Árni Stefán. Hvorugur vill segja mikið um það hvernig sameinaðri skútu verði stýrt eða af hverjum. „Stjórnir félaganna bera ábyrgð á því að renna þeim saman, þær sigla þessu áfram. Hvernig menn skipta með sér verk- um er ekki stóra atriðið,“ segir Garð- ar Hilmarsson. Sameinað félag klárt í kjaravetur  Tvö stéttarfélög renna saman í eitt Helgi Bjarnason Erla María Markúsdóttir Formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samherja gegn bankanum og stað- festing Hæstaréttar sé mjög alvar- legur áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankinn hljóti að draga lærdóm af dómnum. Óli Björn Kárason, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að þótt hann telji dóminn mjög alvarlegan áfellisdóm yfir stjórn- sýslu Seðlabankans sé rétt og skyn- samlegt að gefa stjórnendum bank- ans tækifæri til að bregðast við niðurstöðunni og skýra sína hlið málsins, áður en lengra er haldið, og gefa bankaráðinu kost á að fjalla um málið. Bankaráðið ræðir niðurstöðuna Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir að full ástæða sé til að fara yfir nið- urstöðu Hæstaréttar. Bankaráðið kemur næst saman 21. nóvember og gerir Gylfi fastlega ráð fyrir því að þá verði farið yfir niðurstöðu dóms- ins. „[É]g get ekki sagt neitt um það hver lærdómurinn kann að verða þar sem ekki er búið að ræða þetta á fundi bankaráðs,“ segir Gylfi. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, krafðist þess í gær þegar dómur Hæstaréttar lá fyrir að nú yrði að láta bankaráðið axla ábyrgð sína og láta Má Guðmunds- son fara úr stóli seðlabankastjóra enda væri framferði hans gagnvart Samherja og mörgum öðrum glæp- samlegt. Óli Björn og Gylfi vildu ekkert segja um það, á þessari stundu, hvort til greina kæmi að endurskoða stöðu seðlabankastjóra í ljósi niður- stöðu dómsins. Málarekstur Seðlabankans gegn Samherja og stjórnendum fyrirtæk- isins stóð í hátt í sjö ár. Þegar sak- sóknari ákvað að höfða ekki sakamál á hendur stjórnendum fyrirtækisins lagði Seðlabankinn 15 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Það dæmdi héraðsdómur óheimilt og Hæstiréttur staðfesti þann dóm í fyrradag. Alvarlegur áfellisdómur  Formaður efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir stjórnsýslu Seðlabankans Söfnunin Jól í skókassa gengur vel að vanda. Í gær voru um 3.500 pakk- ar komnir og búist var við mörgum í dag. Stefnan er að geta glatt fátæk og veik börn í borginni Kirovograd og nágrenni í Úkraínu með 5.000 jólapökkum um jólin. Tekið er á móti pökkum í dag, kl. 11 til 16, í hús- næði KFUM og KFUK við Holtaveg. Þar var Fanney Bára Ingadóttir að koma með pakka frá börnunum í frístundaheimilunum Brosbæ og Kast- ala í Grafarvogi. Skólahópar, fjölskyldur og ýmsir hópar taka sig saman, ná sér í skókassa og pakka litlum gjöfum af ýmsu tagi. Mælst er til þess að 500-1.000 krónur séu látnar fylgja í peningum til þess að greiða kostnað. Morgunblaðið/Eggert Gleðja fátæk og veik börn með gjöf í skókassa Karlmaður, sem situr í gæslu- varðhaldi vegna eldsvoðans á Sel- fossi í lok síðasta mánaðar, er sagður hafa kveikt eldinn með því að bera eld að pizzakössum og gluggatjöld- um í húsinu. Kemur þetta fram í dómi Héraðsdóms Suðurlands þar sem kona, sem einnig var í húsinu, var úrskurðuð í gæsluvarðhald en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi síðastliðinn þriðjudag. Úrskurð- ur Landsréttar var birtur í gær. Karl og kona sem einnig voru í húsinu létust í brunanum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Fram kemur í dómi héraðsdóms að karlmaðurinn, sem er húsráðandi, 53 ára að aldri, og konan sem er 45 ára gömul hafi verið handtekin á vettvangi eftir að þau hafi bæði haft á orði við lögreglumenn að maðurinn hefði kveikt í húsinu. Voru þau bæði í annarlegu ástandi. Fólkið var í kjöl- farið fært á lögreglustöð og vistað í fangaklefa vegna ástands þess þar til hægt yrði að taka af því skýrslu. Karlinn og konan hafi síðan í fram- haldinu verið yfirheyrð vegna máls- ins. Fram kemur að konan hafi við yf- irheyrslur greint frá því að maðurinn hafi verið að kveikja í pizzakössum á stofugólfi á neðri hæð einbýlishúss- ins við Kirkjuveg, þegar hún kom í húsið. Hún hafi skammað hann og hellt bjór yfir eldinn til þess að slökkva. Þá hafi annað þeirra sem lést í eldsvoðanum komið niður af efri hæðinni og átt í einhverjum orða- skiptum eða rifrildi við manninn en farið síðan aftur upp. Man óljóst eftir atvikum Maðurinn hefði í framhaldinu bor- ið eld með kveikjara að gluggatjöld- um aftan við sófa í stofunni. Konan sagðist hafa farið í svokallað „black- out“ í kjölfarið og ekki munað eftir því sem gerðist fyrr en hún hafi verið komin út úr húsinu með manninum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt í pappa- kassa í stofunni. Hann myndi óljóst eftir því sem gerðist en skyndilega hafi verið kominn eldur um allt. Húsráðandi sagður vera valdur að brunanum  Á að hafa borið eld að pizzakössum Dráttarbátar drógu sementsflutn- ingaskipið Fjordvik af strandstað í Helguvík í gærkvöldi og til hafnar í Keflavík. Þar stendur til að gera við skipið til bráðabirgða og draga það síðan til Hafnarfjarðar þar sem það verður sett upp í þurrkví til viðgerð- ar. Fjordvik sigldi upp í brimvarnar- garðinn við Helguvíkukurhöfn um helgina. Áhöfninni og hafnsögu- manni var bjargað upp í þyrlu Land- helgisgæslunnar. Skipið hefur verið þar síðan. Búið var að dæla mestallri olíu úr skipinu til að draga úr hættu á mengun. Á flot á háflóðinu Björgunarfélagið sem stjórnar að- gerðum fyrir hönd útgerðarinnar, SMT Shipping, notaði háflóðið í gær- kvöldi til að ná skipinu á flot. Byrjað var á því að létta skipið, meðal ann- ars með því að dæla sjó úr því með öflugum dælum, og síðan tóku tveir dráttarbátar Faxaflóahafna við og drógu skipið og inn í Keflavíkurhöfn. Gekk það eins og í sögu, að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjar- stjóra Reykjanesbæjar, sem fylgdist með aðgerðinni. Ekki er vitað hve- nær skipið verður dregið til Hafn- arfjarðar. hjortur@mbl.is Sementsflutningaskipið komið í Keflavíkurhöfn  Fer síðar til viðgerðar í þurrkví í Hafnarfirði Ljósmynd/Páll Ketilsson Keflavík Fjordvik komin að bryggju í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.