Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar - tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd mennta- og menningar- málaráðuneytis, hefur óskað eftir tilboðum í verkið „Hús íslenskra fræða – hús og lóð“, Arngrímsgötu 5, Reykjavík. Hús íslenskra fræða mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningar- deildar Háskóla Íslands. Hið nýja hús verður á þremur hæðum auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan- og vestanmegin við húsið. Byggingin er sporöskjulaga og er formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp. Bygging- armagn ofanjarðar verður um 5.038 fermetrar og stærð bílakjall- ara um 2.230 fermetrar. Verkinu skal vera að fullu lokið í febrúar 2022. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum fimmtudaginn 24. janúar 2019. Skóflustunga að nýju húsi á Mel- unum var tekin í mars 2013. Þá at- höfn framkvæmdi þáverandi menntamálaráðherra, Katrín Jak- obsdóttir. Búið var að grafa grunn hússins þegar framkvæmdum var frestað og hefur hann staðið óhreyfður í fimm ár. Bygging húss- ins var boðin út árið 2013 og átti Já- verk ehf. á Selfossi lægsta tilboðið, 3.167 milljónir. Þar sem ekkert varð af framkvæmdum samþykkti ríkið að borga verktakanum 120 milljónir í skaðabætur. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Nýtt hús Katrín Jakobsdóttir tekur fyrstu skóflustunguna í mars 2013. Hús íslenskra fræða boðið út  Húsið á að vera tilbúið árið 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt leigu- samning um húsnæði fyrir starf- semi Hins hússins á Rafstöðvar- vegi 7-9 við Elliðaár. Hitt húsið hefur verið með starfsemi í mið- borginni um 20 ára skeið, síðast í Pósthússtræti 3-5, Pósthúsinu og gömlu lögreglustöðinni, frá árinu 2002. Eigandi húsanna við Rafstöðvar- veg er fyrirtækið Rafklettur ehf. Borgin gerir tvo leigusamninga. Annars vegar um tvö hús, samtals 2.240 fermetrar á tveimur hæðum með einnar hæðar tengibyggingar milli húsanna. Rafstöðvarvegur 7 er nýlega uppgerður að innan og er lítilla breytinga þörf svo hús- næðið henti Hinu húsinu. Reykja- víkurborg er nú þegar með stóran hluta Rafstöðvarvegar 9 á leigu fyrir starfsemi Hins hússins. Leigugjald verður 5,7 milljónir á mánuði. Ánægja með staðsetninguna Hins vegar er um að ræða leigu- samning um 400 fermetra geymsluhúsnæði í kjallara Raf- stöðvarvegar 9. Leigugjald er 400 þúsund krónur á mánuði. Báðir samningarnir eru til fimm ára með möguleika á framlengingu í fimm ár. Fram kemur í greinargerð skrif- stofu eignar og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að starfsemi Hins hússins á Rafstöðvarvegi 9 hafi gengið vel. Mikil ánægja sé með staðsetninguna því þarna ríki mikil kyrrð, stutt sé í fallega nátt- úru og húsnæðið sé tiltölulega mið- svæðis á höfðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í greinargerðinni að eigandi Pósthússtrætis 3-5, fasteignafélagið Reitir, hafi boðið stuttan áframhaldandi leigusamn- ing sem forsvarsmenn Hins húss- ins hafi talið óásættanlegt. Í bókun borgarráðs, þegar leigu- samningarnir voru samþykktir, er lögð áhersla á að samráð verði haft við notendur við útfærslu húsnæð- isins. Einnig verði rætt við Strætó um góðar almenningssamgöngur sem geti líka nýst til útivistar í El- liðaárdal og áhersla verði lögð á gott aðgengi og algilda hönnun. Hitt húsið er rekið af íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, ÍTR. Þetta er eina ungmennahús borgarinnar og starfsemi þess er ætluð aldurshópnum 16-25 ára. Hitt húsið er m.a. vettvangur fyrir hugmyndir og menningu ungs fólks og þar er einnig veitt marg- vísleg ráðgjöf og aðstoð. Þá er þar miðstöð fyrir ungt fólk í leit að sumarstarfi. Starfsmenn eru 65 talsins. Hluti starfseminnar, eins og t.d. Unglist, Músíktilraunir og Götu- leikhúsið, hefur farið fram víða um borgina. Hitt húsið flytur úr mið- bænum í Elliðaárdal  Borgin leigir Rafstöðvarveg 7-9 undir starfsemina Morgunblaðið/Eggert Rafstöðvarvegur 7-9 Hitt húsið mun fá þessi hús undir starfsemina til fram- tíðar. Staðsetningin er talin heppileg, m.a. vegna nálægðar við náttúruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.