Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 22

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 10. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.62 121.2 120.91 Sterlingspund 158.16 158.92 158.54 Kanadadalur 92.07 92.61 92.34 Dönsk króna 18.458 18.566 18.512 Norsk króna 14.457 14.543 14.5 Sænsk króna 13.419 13.497 13.458 Svissn. franki 120.26 120.94 120.6 Japanskt jen 1.0602 1.0664 1.0633 SDR 167.36 168.36 167.86 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.873 Hrávöruverð Gull 1223.45 ($/únsa) Ál 1950.5 ($/tonn) LME Hráolía 72.1 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Velta með bréf félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands reyndist tæpir 16,4 milljarðar króna í liðinni viku. Mest var veltan með bréf á mánudag eða 5.400 milljónir króna en þann dag voru kaup Icelandair Group á WOW air til- kynnt. Í gær, föstudag, nam veltan 2.650 milljónum króna. Þar af námu viðskipti með bréf Icelandair 1.239 milljónum króna. Voru viðskiptin gerð í kjölfar þess að upplýst var að félagið hygðist sækja sér tæpa sjö milljarða króna í aukið fjár- magn í formi hlutafjáraukningar. Í vikunni stóðu viðskipti með bréf félagsins undir 26% veltunnar á hlutabréfamarkaði. Mestu viðskiptin urðu með félagið í gær. Á þriðjudag skiptu bréf um hendur fyrir 1.046 milljónir króna og á mánudag var veltan með bréf Icelandair 948 milljónir. Langminnst var veltan á fimmtudag, 247 milljónir. Í viðskiptum gærdagsins hækk- uðu bréf Icelandair um 4,68%. Þannig höfðu bréf félagsins hækkað um 44,3% frá því að Kauphöllin opnaði fyrir viðskipti á mánudagsmorgun og fram að lokun markaða í gær. Áfram voru mikil við- skipti í Kauphöll Íslands STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjórðungur þeirra fyrirtækjastjórn- enda sem tóku þátt í könnun SA telja að uppsagnir starfsfólks séu mun fleiri um þessar mundir en í fyrra. Tíundi hluti þeirra greinir færri uppsagnir en 65% hópsins telur að staðan sé svipuð og hún var fyrir ári. Í könnun sem Maskína vann fyrir SA kemur fram að þau 600 fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni hafi sagt upp 900 manns síðustu 30 daga og 1.100 manns síðustu 90 daga. Sömu fyrir- tæki gera ráð fyrir að segja upp 360 starfsmönnum næsta mánuðinn og um 1.000 manns á næstu þremur mánuðum. Séu tölurnar yfir- færðar á öll aðildarfyrirtæki SA má gera ráð fyrir að uppsagnir síðustu 3 mánaða hafi kostað 3.100 manns vinn- una og að enn muni 2.800 manns missa starf sitt á komandi 90 dögum. Könnunin, sem send var á ríflega 1.700 forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda SA var gerð til að kanna hvort uppsagnir starfsmanna fari vax- andi um þessar mundir og hvort breyting hafi orðið þar á frá síðasta ári. Niðurstöður hennar eru settar fram með fyrirvara um að ekki er spurt um nýráðningar síðustu mánuði né áform fyrirtækja um ráðningar næstu mán- uði. Því gefur hún ekki yfirsýn yfir það hversu mikil fækkun starfa standi fyr- ir dyrum á vinnumarkaði, horft þrjá mánuði fram í tímann og þrjá mánuði aftur. Útflutningurinn í vörn Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að niður- stöður könnunarinnar sýni að fyrir- tæki sem flokkist í hóp útflutningsfyr- irtækja, þ.e. fyrirtæki sem flytja vörur og þjónustu til útlanda og fyrirtæki í ferðaþjónustu, séu mun líklegri til að fækka starfsfólki á næstu 30 dögum en þau fyrirtæki sem starfa einvörðungu á heimamarkaði. Hins vegar eru áformin svipuð í báðum flokkum fyr- irtækja þegar litið er lengra yfir sviðið eða til næstu 90 daga. Fylgjast náið með þróuninni Halldór segir mikilvægt að allir hagsmunaaðilar vandi sig í um- ræðunni um stöðuna á vinnumarkaði um þessar mundir. „Það er enn gert ráð fyrir hóflegum hagvexti á næstunni þó að hann sé nokkuð minni en síðustu ár. Ef við drögum of miklar ályktanir of snemma þá gæti það jafnvel skapað ákveðna hræðslu og ýkt viðbrögð markaðarins. Það er enn útlit fyrir mjúka lendingu að mati greiningar- aðila.“ Hann segir hins vegar að Ís- lendingar séu þeirrar gerðar að þeir vilji að allir sem vilji vinna eigi að geta unnið. Atvinnuleysi sé eitur í beinum þjóðarinnar. „Ég tel af þeim sökum að við þurf- um að fylgjast afar náið með þessari þróun. Ef uppsögnum heldur áfram að fjölga á næstu vikum og mánuðum þá er hugsanlegt að aðilar vinnumarkað- arins vilji bregðast við með einhverj- um hætti. Þá myndum við væntanlega setjast niður með ASÍ og fleirum og ræða hvað skuli gera.“ Mun fleiri uppsagnir um þessar mundir en í fyrra Morgunblaðið/Hari Atvinna Svo virðist sem fyrirtækjastjórnendur í útflutningsgreinum, m.a. flutningafyrirtæki, séu svartsýnni á framhaldið en aðrir stjórnendur.  Útflutningsfyrirtæki líklegri til að fækka fólki en fyrirtæki á heimamarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson Uppsagnir starfsfólks meðal aðildarfyrirtækja SA 3 2 1 0 .000 Síðustu 30 daga Síðustu 90 daga Áform næstu 30 daga Áform næstu 90 daga 2.800 1.000 3.100 2.600 Heimild: Könnun Maskínu fyrir SA í lok október 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagsmenn í Félagi íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA) sem starfa hjá Icelandair Group hafa forgang í flugi á flugvélum í eigu félagsins og dótturfélaga. Kveðið er á um þennan forgangsrétt í kjarasamningum. Ákvæðið nær til félaga þar sem Ice- landair Group á meirihluta. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum úr fluggeiranum. Bogi Nils Bogason, starfandi for- stjóri Icelandair Group, kveðst að- spurður ekki geta tjáð sig um kjara- mál. Flugmenn hjá WOW air eru nú með eigið stéttarfélag. Ákvæðið gildi ekki Samkvæmt heimildum blaðsins hafa fulltrúar Icelandair sett fram það sjónarmið að forgangsákvæðið eigi ekki að gilda hjá WOW air. Fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var að launakostnað- ur flugmanna er hærri hjá Icelanda- ir Group en hjá WOW air. Það er einkum vegna þess að nýtingin á flugmönnum er betri hjá WOW air. Sérfræðingur í rekstri Icelandair sagði ljóst að félagið væri ekki að fara að taka yfir WOW air ef flug- menn þess færu í Félag íslenskra at- vinnuflugmanna. Nýja dótturfélagið myndi ekki bera þann kostnað miðað við núverandi tekjuöflun. Kjarasamningur hjá FÍA gildir til 31. desember 2019. Skrifað var undir samninginn í febrúar sl. Samningar hjá flugfreyjum verða hins vegar lausir frá og með áramótum. Bogi Nils segir aðspurður að Sam- keppniseftirlitið sé enn að leggja mat á samruna félaganna. Greint var frá samrunanum sl. mánudag. „Við erum að vinna með Sam- keppniseftirlitinu og veita því upp- lýsingar,“ segir Bogi Nils. Fram kom í tilkynningu Iceland- air til Kauphallar Íslands að kaupin væru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftir- litsins og niðurstöðu áreiðanleika- könnunar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Boeing 767 Félagsmenn í FÍA hafa forgang á flugvélar Icelandair Group. Félagar í FÍA eiga forgang á vélar Icelandair Group  Forgangurinn gæti náð til flugs á vélum WOW air Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.