Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 45

Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gerir jafnan þitt besta og það er ekki hægt að fara fram á meira. Nú er ekki rétti tíminn til þess að feta ótroðnar slóðir. 20. apríl - 20. maí  Naut Dagurinn í dag er kjörinn til að takast á við gamalt vandamál sem þér hefur ekki tek- ist að leysa. Það er kannski erfitt við fyrstu sýn, en með áreynslu kemstu vel áleiðis. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er vandi á höndum varðandi viðkvæmt mál sem er komið upp í fjölskyld- unni. Ekki láta reka á reiðanum, heldur taktu þig saman í andlitinu og láttu verkin tala. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Mundu að það er stundum í lagi að vera eig- ingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum. Þú kemst ekkert áfram á frekjunni, hún spillir bara fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú kemstu ekki lengur hjá því að setj- ast niður og velta fyrir þér framtíð þinni. Vin- ur segir eða gerir eitthvað sem kemur þér verulega á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu ekkert að berja höfðinu við stein- inn. Oft er það svo að lausn erfiðra mála er sáraeinföld og eftir á finnst manni hún liggja í augum uppi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að láta fjölskyldumál til þín taka en þú þarft einnig að sinna þér. Ein- hver sem er of háður þér lærir að redda sér um leið og þú sleppir takinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur einbeitt þér að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn. Hugsaðu um það hvernig þú getur látið eitt- hvað gott af þér leiða til þess að bæta heim- inn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert að ljúka við verkefni sem hefur átt hug þinn allan undanfarnar vikur. Gefðu þér nú tíma til þess að hvílast eftir vel unnið verk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt bregðast við því sem er að gerast í heiminum þínum, en eitthvað skapar óöryggi hjá þér. Þú ert í þeirri aðstöðu að geta veitt öðrum huggun 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur sterka þörf fyrir að koma skoðunum þínum á framfæri í dag. Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Mikið bannsett bull er þetta. Birtist þegar rakt er á. Klessu sá frá kúnni detta. Klæðnaður er blautur sá. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Að drekka full er della, já, og della strýkur rakan maur, sem kúadellu detta sá. Úr dellu baslar votur gaur. Sigmar Ingason svarar: Endemis della eru þær gáturnar sumar um þær þennan dóm ég verð að fella, þar fullyrt er að hestar hafi tær – ég held ég hafi lesið það í gær –. En hér er lausnin held ég bara della. Helgi Seljan á þessa lausn: Þetta sýnist vísast della vera, vætu á grasi dellu köllum hér. Áburð kýrnar víst á völlinn bera, vosklæðnaður dellukenndur er. Harpa á Hjarðarfelli leysir gát- una þannig: Dæmalaus er della. Dellublautt er á. Datt frá kúnni della. Dellu forðast má. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Della merkir dauðans blaður. Della á grasi eftir skúr. Við kúadellu kannast maður. Klæðstu dellu þegar úr. Þá er limra: Með röddina háa og hvella heyra má spóann vella í mýri og mó, en mörgum finnst þó sá kveðskapur dæmalaus della. Og síðan kemur ný gáta eftir Guðmund: Dagur ljómar austri í, öll nú hverfa næturský, sólin brosir björt og hlý, birtist hérna gáta ný: Þjóðskáldið bjó þarna lengi. Þetta er ótiltekið mengi. Öskufok, sem eyddi löndum. Ótalmörg á sjávarströndum Þorgerður postilla orti: Hattinn Móra hef ég minn hvar sem slóra nenni hann er mjór og hávaxinn, hylur bjór á enni. Og að lokum „Undir ræðu Stein- gríms J.“: Fagurlega fuglinn kvað, fáir höfðu í ‘ann roð. Ég er næstum orðinn að aðdáanda Steingríms J. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er mörg dellan Í klípu „HANN BER VIÐ DIPLÓMATÍSKRI FRIÐHELG.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LÁTTU MIG VITA EF ÞIG VANTAR EINHVERN TÍMANN GÓÐAN VERJANDA.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dreyma um hana dagdrauma. GETA KETTIR LÖGLEGA GIFT SIG? GRETTIR? ER ALLT Í LAGI? ÉG FINN EKKI FYRIR HEILANUM! KOMUM OKKUR HÉÐAN, LÁRUS! ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ … GÆTUÐ ÞIÐ NOKKUÐ TEKIÐ KRUKKUNA MEÐ ÓUNNU VERKUNUM LÍKA? ÓUNNIÐ IFAB nefnist apparat, sem semurfótboltareglur. Ætla mætti að reglur í fótbolta væru í nokkuð föst- um skorðum og ekki þyrfti mikið að eiga við þær, en það er öðru nær. Nú liggja fyrir IFAB 50 nýjar reglur, sem farið verður yfir í samráði við Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA. Þær sem komast í gegnum nálaraugað taka þá væntanlega gildi í vor. Sindri Sverrisson hefur á síð- um Morgunblaðsins fjallað um þá hugmynd að skiptingar verði bann- aðar í uppbótartíma og eins að leik- menn yfirgefi völlinn við skiptingar með því að fara stystu leið út af til að draga úr töfum á leiknum. Í fótbolta er klukkan ekki stoppuð þegar bolt- inn er ekki í leik líkt og í körfubolta og tafir geta verið yfirgengilegar. x x x Fleiri hugmyndir um breytingar áreglum vekja athygli. Ein er sú að dæmt verði víti taki markmaður boltann með höndum þegar sam- herji gefur á hann. Rökin eru þau að þá sé hann eins og hver annar leik- maður og það eigi einfaldlega að dæma hönd á hann. Einnig er lagt til að einfaldlega verði undantekning- arlaust dæmd hönd ef höndin er yfir axlarhæð. Alltaf eigi að dæma hönd ef um óeðlilega handarhreyfingu sé að ræða og sú sé alltaf raunin þegar leikmaður sé með höndina yfir axl- arhæð. x x x Ekki verði lengur hægt að skora úrfrákasti þegar boltinn kemur aftur inn á völlinn eftir misheppnað víti. Þessi tillaga er til komin út af þeim hvimleiða sið leikmanna að hlaupa inn í vítateiginn þvert á regl- ur þegar víti er tekið. x x x Þá vilja reglusmiðirnir koma á þvífyrirkomulagi í vítaspyrnu- keppni, sem kennt er við ABBA. Það felst í því að fyrsta víti taki leik- maður liðs A, leikmenn liðs B næstu tvö, svo leikmenn liðs A þarnæstu tvö. Með þessu er ætlunin að sjá til þess að lið eigi jafnari möguleika í vítaspyrnukeppni. Eins og málum er nú háttað sigrar liðið, sem tekur fyrstu spyrnuna í 60% tilvika. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að ei- lífu. (Sálmarnir 86.12)  AFSLATTARKOEll:           FRA MIDNJETTI TIL MIDNJETTIS!  J<ringlan 7 I Laugavegur 11 I Reykjavikurvegur 64 I S: 510 9505 I fjallakofinn.is IJ@

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.