Morgunblaðið - 10.11.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.11.2018, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Laugardagur 10.11. kl. 14. Prjónahefð í íslenskum búningaarfi og endurgerð á kvenpeysum frá 18. og 19. öld Sunnudagur 11.11. kl. 14. Frú Eliza Reid, forsetafrú: Fullveldisleiðsögn Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 11.11. kl. 14. Sjónarhorn í skjölum. Leiðsögn Njarðar Sigurðssonar, Þjóðskjalasafni Íslands Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal Sunnudagsleiðsögn safnstjóra um sýninguna Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár, 11. nóvember kl. 14. VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Heilög Sunnefa og Þula frá Týli er yfirskrift tónleika í Breiðholts- kirkju í dag kl. 17 þar sem þess er minnst að 20 ár eru liðin frá vígslu orgelsins sem Björgvin Tómasson orgelsmiður hannaði og smíðaði. Það er Kór Breiðholtskirkju sem stendur fyrir tónleikunum en þar verða frumflutt tvö ný tónverk sem samin voru sérstaklega af þessu til- efni fyrir orgelið og kórinn auk ein- söngvara og annarra hljóðfæraleik- ara sem koma úr röðum kórfélaga. Verkin tvö eru eftir tónskáldin Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Birgit Djupedal. Verkið Sunnefa - migrant eftir Birgit er skrifað fyrir kór, orgel, einsöngvara, sögumann og átta les- ara auk klukkuspils Breiðholts- kirkju. Einsöngvarar eru Júlía Traustadóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Í verkinu Þula frá Týli eftir Ingi- björgu Ýri koma fram tveir lesarar af erlendum uppruna sem lesa bibl- íutexta á sínu móðurmáli. Verkið er samið fyrir átta radda kór og orgel, þrjá einsöngvara, tvo lesara, orgel- harmóníum og píanó og að auki klukkuspil kirkjunnar. Einsöng- varar eru Júlía Traustadóttir, Sæ- rún Harðardóttir og Þór Heiðar Ás- geirsson. Tónskáldið leikur sjálft á harmóníum og píanó og Guðný Ein- arsdóttir leikur á orgel og klukku- spil í báðum verkum. Stjórnandi er Örn Magnússon. Miðar eru seldir við innganginn, en enginn posi er á staðnum. Morgunblaðið/Eggert Skapandi Örn Magnússon, stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju, ásamt tónskáldunum Ingi- björgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Birgit Djupedal sem sömdu verkin sem flutt eru í dag. Ný verk flutt til að minnast orgelvígslu AF AIRWAVES Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Airwaves-hátíðin er tvítug ogmun úrvalið aldrei hafa ver-ið meira. Hátíðin er haldin á fjölda tónleikastaða í miðborg Reykjavíkur og þeir eru æði mis- jafnir að gæðum og eiginleikum. Allt frá Húrra og Gauknum með sínu þunga lofti og þrengslum yfir í hið glæsilega Gamla bíó. Einn stað- ur er þó á mörkum hins boðlega, Silfursalir, teppalagt kjallararými við Hallveigarstíg sem hentar ágætlega árshátíðum mennta- skólanema en verður seint talinn gott tónleikarými. Flakkið í fyrradag, á öðrum hátíðardegi, hófst í Hafnarhúsinu með hinni spriklandi hressu og bleikklæddu Tierru Whack, 23 ára hipphopp-tónlistarkonu frá Norð- ur-Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Mun hún hafa heillað menn á borð við A$AP Rocky og Meek Mill og skal engan undra. Whack skoppaði um sviðið og vafði gestum um fingur sér, lét þá hrópa eitt og annað mis- gáfulegt og ítrekað eftirnafn henn- ar sem er reyndar mjög hentugt til upphrópana. Var Whack dyggilega studd af taktmeistara sínum, Zack og tengdu þau glettilega saman lögin með léttu spjalli og spaugi. Lögin voru fjölbreytt, byljandi dansvænn bassi í sumum en önnur á ljúfari nótum. Á Húrra tróð upp Tawiah nokkur frá Lundúnum og hélt gest- um föngnum með undurfögrum söng sínum og vönduðum raf- magnsgítarleik. Tawiah er mikil hæfileikakona, hlóð upp röddum og gítarlínum af mikilli list sem hún svo söng og lék yfir. Tónlistarkona sem vert er að kynna sér betur. Furðugjörningur Tónleikar hins eistneska Tommy Cash í Hafnarhúsi voru næst á dagskrá. Ekki hafði ég heyrt á manninn minnst áður en hátíðar- dagskráin var birt en tónleikar hans verða lengi í minnum hafðir. Kæmi mér ekki á óvart að gestum hafi annað hvort þótt þeir ömurleg- ir eða frábærir. Cash er skrítinn náungi á skemmtilegan hátt. Eftir góða upphitun aðstoðarmanns mætti hann á svið með sjal á höfði í stuttermabol með engu baki. „Pussy, money, weed“ söng hann af mikilli innlifun í fyrsta lagi sem fyr- ir mér virkaði sem grín á kostnað ungra karlrappara sem margir hverjir virðast vera með þessa þrenningu á heilanum. Þetta var furðuleg uppákoma í Hafnarhúsi og bráðskemmtileg. Á tjaldi fyrir ofan sviðið voru íburðar- Frábærar Gróu-konur eiga framtíðina fyrir sér og var þeim ákaft fagnað á smekkfullum Gauknum. Spriklandi furða Smekkleysa? Cash á tónleikum sínum í Hafnarhúsi. Fyrir ofan má sjá ljós- mynd af bandarískum hermanni sem afmyndaðist í sprengingu í Írak árið 2004 og brúði hans. Hver tenging hennar er við tónlistina er á huldu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er vel hægt að deila umfyrirkomulagið á IcelandAirwaves og rífa hár sitt yfir hinu og þessu. Það hefur verið gert frá upphafi vega reyndar, burtséð frá því hvernig henni er stillt upp frá ári til árs. Því verður þó seint hægt að neita að hátíðin er efalaust gjöf- ulasti tími ársins fyrir okkur tónlist- arunnendur. Og virkar hún að því leytinu til á mörgum stigum. Ís- lenskar sveitir fara unnvörpum í „spariklæðin“ og spila út um hvipp- inn og hvappinn, erlendar sveitir Bagdad Brothers sigra heiminn koma og bera oft með sér nýja strauma og hugmyndir. Þetta er þá uppskeruhátíð „bransans“ í víðum skilningi þess orðs, frábært tækifæri til að hittast, spjalla, treysta bönd og koma á tengingum. Eðlilega er hægur vandi að lenda í valkvíða gagnvart öllu fram- boðinu og ég hef undanfarin ár látið kylfu ráða kasti, bæði til að halda geðheilsunni og auk þess ber hið óvænta oft með sér safaríka ávexti. Á miðvikudaginn fór ég einmitt í slíka för. Tilkynning um tónleika með Bagdad Brothers á KEX hostel flaug í gegnum Fésbókarveituna mína, ég greip hana, tíminn hentaði og ég var mættur eftir erilsaman dag á skrifstofunni. Klukkan var sjö, ætli ég hafi ekki verið kominn svona tíu mínútur yfir en kofinn var alger- lega smekkfullur. Útvarpsstöðin KEXP, sem hef- ur gert ótrúlega hluti fyrir íslenskt tónlistarlíf, var að vanda á staðnum, tók upp tónleikana og sendi út. Þeir eru nú á YouTube, yður til handar- og heyrnargagns. Sveitin hefur að stofni til verið þeir Bjarni Daníel Þorvaldsson (gítar, söngur) og Sigurpáll Viggó Snorrason (gítar) en í hópinn hafa nú bæst þau Þóra Birgit Bernódus- dóttir (bassi, söngur), Steinunn Sig- þrúðardóttir Jónsdóttir (hljómborð, tölva) og Ægir Sindri Bjarnason (trommur). Ægir trommar einnig með „grindcore“ og öfgarokkssveit- Iceland Airwaves-hátíðin, sem nú er í fullum gangi, fór vel af stað síðasta miðvikudag en hljómsveitin Bagdad Brothers hélt þá vel heppnaða tónleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.