Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.03.2019, Qupperneq 2
Veður Dregur úr úrkomu. Norðaustan 5-13 síðdegis með éljum fyrir norðan og austan, en léttir til sunnan heiða. Kólnandi veður. SJÁ SÍÐU 52 Allt á floti alls staðar Fyrir þrjátíu árum opnuðust nýjar f lóðgáttir í næturlífi Reykvíkinga með af léttingu banns á sölu áfengs bjórs. Haldið var upp á tímamótin víða í miðborginni í gærkvöld og ölið kneyfað á knæpum. Úti fyrir buldi úrhellisrigning sem skolaðist niður í ræsi sem við gátu tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON What is the basis for happiness? On Saturday, March 23, David Hanna, member of the Family Federation for World Peace and Unification from the United Kingdom, and well-known speaker to religious and political leaders will be in Reykjavik at the Hotel Örkin, introducing some key ideas that will inspire us to re-evaluate marriage and family. He will ask the question: What is the basis for happiness and how can we build successful and loving relationships and make the most of our life? We will look at what religious and cultural traditions have been contributing toward life’s journey and how in appreciating this we can achieve what’s most precious in life through realizing our true humanity. David's hope is that we can explore these things together... and all emerge richer and wiser. This will lead naturally into the high point of the day—an opportunity to participate in a beautiful universal ceremony that is reviving hope for couples, individuals and families around the world - the Interreligious and Intercultural Peace Blessing. A simple lunch will be served. There is no charge for the program or the meal. If you have a special diet, please bring your own food. Please let us know that you are coming by Friday, March 8th. Room for 100 people. Email address: goodhealth@simnet.is Phone (6 pm - 9 pm Mon- day-Friday, anytime on Saturday) 692-0777. We look forward to seeing you, Paul and Sayu SKIPULAGSMÁL Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haralds- dóttir, formaður skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corp oration, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Mið- bakka við Gömlu höfnina í Reykja- vík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipu- lag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með til- lögu sem sýnir fyrirhugaða upp- byggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undan- förnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvos- ina ásamt því að halda hafnarstarf- seminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í til- löguna þar sem um of mikið bygg- ingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mann- lífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein af leiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihús- næðis í miðborginni.“ arib@frettabladid.is Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. Húsið á Geirsgötu 11 hefur staðið nær ónotað síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög tak- markað hvað er hægt að gera. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- ráðs Reykjavíkur- borgar DÓMSMÁL  Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum 6,5 milljónir króna. Hann vildi bætur sem námu laun- um og launatengdum greiðslum aðstoðarskólameistara út fimm ára ráðningartíma, skaðabætur vegna uppsagnar úr kennarastarfi og miskabætur. – smj Uppsögn kostar ríkið milljónir SJÁVARÚTVEGUR Bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur falið fjármála- stjóra bæjarins að meta hvort loðnu- brestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. „Loðnuveiðar og vinnsla skipta samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli, þriðjungur loðnukvótans er á höndum fyrirtækja í Vestmanna- eyjum. Það er alvarlegt mál ef enginn kvóti er gefinn út og ljóst að það mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins,“ segir bæjarstjórnin. – gar Meta áhrifin af loðnubresti K J A R A M Á L St jór na r for maðu r Íslandsbanka, Friðrik Sophus- son, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig um  harðort bréf Bjarna Bene- diktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins á fimmtudag.  Fréttablaðið fékk ekki viðbrögð frá bankaráði Landsbankans í gær.. Bankaráð Landsbankans og stjórn Íslandsbanka voru bæði tekin á beinið af ráðherra í bréfinu sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Bjarni telur að fyrirmæli ráðuneytisins um hófsemi í launa- hækkunum bankastjóranna hafi verið hunsuð, laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja hafi verið ákveðin úr hófi og þau séu leiðandi og við það verði ekki unað. Vill ráðherra að brugðist verði við með tafarlausri endurskoðun launa og undirbúningi að breytingum á starfskjarastefnu bankanna fyrir komandi aðalfundi þeirra. – smj Tjá sig ekki um bréf ráðherrans Á loðnu. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Friðrik Sophus- son, stjórnarfor- maður Íslands- banka. 52 °C 91 °C 42 °C 2-1 °C8-1°C 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 7 -E 6 9 8 2 2 7 7 -E 5 5 C 2 2 7 7 -E 4 2 0 2 2 7 7 -E 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.