Fréttablaðið - 02.03.2019, Qupperneq 4
Þrjú í fréttum
Bankalaun,
verkföll og
aflandskrónur
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra
sendi Bankasýslu
ríkisins bréf þar
sem hann lýsti yfir
megnri óánægju
með launahækk-
anir bankastjóra
ríkisbankanna og boðar tafar-
lausar aðgerðir. Hækkanirnar séu
óásættanleg skilaboð inn í yfir-
standandi kjaraviðræður.
Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður Ef lingar
hefur staðið í
ströngu en félags-
menn samþykktu
verkfallsboðun hjá
hótelþernum með
miklum meirihluta
greiddra atkvæða. Næstu skref
ráðast hjá Félagsdómi.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
formaður Mið-
f lokksins
fór mikinn í
umræðum um
frumvarp um losun
aflandskróna. Hann steig rúmlega
80 sinnum í ræðustól í málinu.
Hann var afar ósáttur við að frum-
varpið hefði verið samþykkt.
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
4
er fjöldi
seðlabanka-
stjóra sem
gert er ráð
fyrir í drögum
að frumvarpi
um breytingar á lögum um
Seðlabankann sem nú liggja fyrir.
89%
félagsmanna
Eflingar samþykktu
verkfallsboðun
hreingern-
ingarfólks
á hótelum.
Verkfallið á að
hefjast 8. mars.
30
ár eru liðin frá því
að bjórbanninu var
aflétt.
4,1
milljarður var hagn-
aður HB Granda
á síðasta ári.
Afkoman var að
mati forstjórans
óásættanleg.
TÖLUR VIKUNNAR 24.02.2019 TIL 2.03.2019
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.isJEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
FÁANLEGIR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU
BÍLASÝNING Í DAG Á MILLI KL. 12 - 16
SAMKEPPNI Póst- og fjarskipta-
stofnun (PFS) víkur sér undan því
að taka afstöðu til mögulegra brota
Íslandspósts (ÍSP) á póstþjónustu-
lögum að sögn framkvæmdastjóra
Félags atvinnurekenda (FA).
PFS samþykkti í vikunni gjald-
skrárhækkun ÍSP innan einkarétt-
ar um 8-11 prósent en hafði hafnað
minni hækkun fyrir jól.
Undanfarin ár hefur ÍSP tapað
háum fjárhæðum vegna sendinga
hingað til lands frá Kína en áætla
má að Pósturinn hafi niðurgreitt
sendingar hingað til lands fyrir á
fjórða milljarð á árunum 2013-18.
Samhliða því hefur fyrirtækið fjár-
fest talsvert í samkeppnisrekstri.
Stærstur hluti tapsins hefur verið á
samkeppnishliðinni.
Samkvæmt lögum um póstþjón-
ustu er óheimilt að nýta tekjur af
einkarétti til að niðurgreiða sam-
keppnisrekstur. ÍSP telur að sér
hafi verið óheimilt í núverandi
lagaumhverfi að velta kostnaði af
erlendum sendingum yfir á neyt-
endur.
Í frumvarpi til nýrra póstþjón-
ustulaga er gert ráð fyrir að það sé
skylt en umrætt ákvæði
er að öðru leyti efnislega
samhljóða núgildandi
ákvæði. Fréttablaðið
beindi fyrir mánuði
fyrirspurn til sam-
göngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytis-
ins um hvort ÍSP hafi
verið heimilt sam-
kvæmt lögum að láta
neytendur greiða fyrir sendingarn-
ar. Svar við henni hefur ekki borist
þrátt fyrir ítrekanir.
Fyrir jól fór fyrirtækið fram á
neyðarlán frá ríkinu til að bregð-
ast við lausafjárþurrð ella blasi
gjaldþrot við. Ætla má að þessi
staða hefði komið fyrr upp ef ekki
hefði komið til óvænts hagnaðar
af einkaréttarbréfum árin 2016
og 2017 en þau ár skilaði einka-
rétturinn tæpum milljarði í
afgang. Þær tekjur voru nýttar
til að mæta tapi af samkeppnis-
hliðinni.
„Það verður ekki annað
séð af þessari gjaldskrár-
breytingu en að PFS sé að
koma sér undan því að
svara hvernig skuli mæta
því vandamáli að síðustu
ár oftók ÍSP gjöld í gegnum
einkaréttinn. Það liggur
fyrir að þeir fjármunir fóru
beint í samkeppnisrekst-
urinn. PFS hefur enn ekki svarað
hvernig taka eigi á því broti á póst-
þjónustulögunum,“ segir Ólafur
Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Árið 2016 fækkaði ÍSP dreifingar-
dögum og miðar nú við svokallað
D+3 kerfi, það er að bréfum sé dreift
innan þriggja daga frá móttöku. Í
ákvörðun PFS er vikið að því hvort
heppilegra gæti verið að miða við
D+2 dreifingu og koma bréfum til
skila degi fyrr og hvort draga megi
úr fækkun bréfa með því móti.
„Þegar þú dregur stórlega úr
þjónustu samhliða því að hækka
verð þá ætti ekki að koma á óvart
að samdráttur verði meiri en gert
var ráð fyrir,“ segir Ólafur.
Aðalfundi ÍSP, sem áætlaður var
í liðinni viku, var skyndilega frest-
að að beiðni eiganda. Heimildir
Fréttablaðsins herma að til umfjöll-
unar sé hvort rétt sé að leggja ÍSP til
aukið hlutafé úr ríkissjóði.
joli@frettabladid.is
Póst- og fjarskiptastofnun víki
sér undan meintum brotum
PFS samþykkir nú gjaldskrárhækkun Íslandspósts en hafnað minni hækkun fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þegar þú dregur
stórlega úr þjónustu
samhliða því að hækka verð
þá ætti ekki að koma á óvart
að samdráttur verði meiri
en gert var ráð fyrir.
Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda
Ólafur Stehensen, fram-
kvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda, telur
Póst- og fjarskiptastofn-
un sýna af sér linkind
gagnvart Íslandspósti.
Magnminnkun einka-
réttar megi að hluta
rekja til samdráttar í
þjónustu. PSF víki sér
undan að svara hvernig
taki eiga á vanda sem
stafi af því að Íslands-
póstur hafi oftekið gjöld.
2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
7
-F
A
5
8
2
2
7
7
-F
9
1
C
2
2
7
7
-F
7
E
0
2
2
7
7
-F
6
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K