Fréttablaðið - 02.03.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 02.03.2019, Síða 10
DÓMSMÁL Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar mikið milli ára án þess að innkomnum ákæru- málum eða sakamálum í rannsókn hafi fjölgað. Kveðnir voru upp 489 gæsluvarð- haldsúrskurðir hjá héraðsdóm- stólum í fyrra. Það er metfjöldi á tíu ára tímabili. Árið 2017 voru 449 úrskurðir kveðnir upp sem einnig var met, sé horft yfir tíu ára tímabil. Þegar skýringa var leitað á þessari fjölgun hjá lögreglu og ákæruvaldi komu ýmsar mögulegar skýringar fram en í öllum tilvikum var um get- gátur að ræða. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við bar saman um að óvenjumörg þung mál hefðu verið til rannsóknar á liðnu ári sem skýrt gæti fjölgun gæsluvarðhaldsúrskurða að ein- hverju leyti. Vísað var meðal annars til manndrápsmála, alvarlegra lík- amsárása og einnig umfangsmikilla rannsókna sem lúti meðal annars að skipulagðri brotastarfsemi. Þá var vísað til fjölgunar útlendra burðardýra samanborið við Íslend- inga en Fréttablaðið greindi fyrir skömmu frá þeirri þróun. Þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé um svoköll- uð játningarmál að ræða, hvort sem Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut, er sá munur á meðferð þeirra að Íslendingar sem játa greiðlega eru, á grundvelli dómafordæma, yfirleitt úrskurðaðir í farbann en útlendingar sem eins er komið fyrir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þeim grundvelli að þeir hafi lítil eða engin tengsl við landið og því talin hætta á að þeir reyni að koma sér úr 250 200 150 100 50 ✿ Farbannsúrskurðum fjölgar gríðarlega milli ára Flestir farbannsúrskurðir stafa frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Fréttablaðið aflaði upplýsingana hjá dómstólasýslunni. 2015 2016 2017 2018 69 137 85 214 500 400 300 200 ✿ Gæsluvarðhaldsúrskurðir ekki fleiri í áratug Upplýsingarnar eru fengnar af vef héraðsdómstólanna og sýna fjölda gæsluvarðhaldsúrskurða á tíu ára tímabili, frá 2009 til 2018. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 257 489 423 Mun fleiri sæta farbanni og varðhaldi Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar gríðarlega milli ára. Embættismenn gefa ýmsar skýringar. Hvorki er unnt að afla upplýsinga um grundvöll úrskurðanna, þjóðerni þeirra sem sviptir eru frelsi né tegund brots sem til rannsóknar er. SKILYRÐI: • Vörulýsing á ensku • Upprunaland komi skýrt fram • Varan merkt samkvæmt íslenskri reglugerð Er varan þín góð gjöf? Pure Food Hall er verslun sem staðsett er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem sérhæfir sig í íslenskum sælkeravörum. Verslunin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem vilja taka með sér íslenskt ljúfmeti út fyrir landsteinana. VIÐ ÓSKUM EFTIR ÍSLENSKRI SÆLKERAVÖRU Nánari upplýsingar veitir Ágúst Guðbjartsson, Vöru- og innkaupastjóri í gegnum tölvupóst: a.gudbjartsson@lagardere-tr.is Móttaka tillagna er til 31. mars 2019 landi og undan refsingu meðan mál þeirra eru í rannsókn. Margföldun farbannsúrskurða Á sama tíma margfölduðust einnig uppkveðnir farbannsúrskurðir og fóru úr 85 árið 2017 í 214 úrskurði 2018. Langflestir voru kveðnir upp í héraðsdómstólum Reykjavíkur og Reykjaness. Athygli vekur, þegar skýringa er leitað á aukningunni, að einnig er vísað til fíkniefnabrota útlendinga líkt og í svörum við fyrir- spurnum um fjölgun gæsluvarð- haldsúrskurða. Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari segir skýringu á fjölgun farbannsúrskurða ekki einhlíta heldur líklegast að um nokkra sam- verkandi þætti sé að ræða. Ein skýringin sé aukin áhersla á beitingu meðalhófs og frekar sé farið fram á farbann sem er vægara úrræði en gæsluvarðhald. Einnig kunni aukningin að skýrast af aukn- um fjölda útlendinga sem koma til landsins. Stærsti hópurinn sem sæti farbanni sé eflaust útlendingar með litla eða enga tengingu við landið og hætta er talin á að hverfi úr landi meðan mál þeirra eru til meðferðar, gangi þeir lausir. Þá sé gripið til far- banns til að tryggja viðveru þeirra. Í f lestum tilvikum sé þarna um að ræða fíkniefnabrot og komu til landsins á fölsuðum skilríkjum. Þá hafi farbanni einnig verið beitt til að tryggja viðverðu ferðamanna sem lent hafi í mjög alvarlegum slysum í umferðinni og kunni mögu- lega koma til með að verða sakaðir um gáleysisbrot í umferðinni. Einnig hefur verið bent á stór mál þar sem margir sakborningar sem ítrekað sæta endurnýjuðu farbanni meðan mál þeirra eru til meðferðar. Dæmi um þetta er Bitcoinmálið. Skortur á gegnsæi Umræddir úrskurðir eru aldrei birtir á vef héraðsdómstólanna. Þeir birtast þó á vef Landsréttar hafi úrskurður verið kærður þangað. Það gerist hins vegar ekki í öllum tilvik- um og síður ef um er að ræða útlend- inga sem koma hingað á fölsuðum skilríkjum eða sem burðardýr. Þrátt fyrir ítrekaðar upplýsinga- beiðnir til embætta refsivörslu- kerfisins hefur Fréttablaðið ekki fengið upplýsingar um þjóðerni þeirra sem sætt hafa gæsluvarðhaldi og farbanni; um tegundir brota sem grunur beinist að, eða sundur- liðun eftir þeim grundvelli sem úrskurðirnir byggja á, það er hvort gæslan grundvallast á rannsóknar- hagsmunum lögreglu, hættu á að viðkomandi hverfi af landi brott, hættu á áframhaldandi af brotum eða á grundvelli almannahagsmuna. Samskipti Fréttablaðsins við emb- ætti refsivörslukerfisins eru rakin á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. adalheidur@frettabladid.is Ólafur Þór Hauksson héraðs­ saksóknari. 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -1 C E 8 2 2 7 8 -1 B A C 2 2 7 8 -1 A 7 0 2 2 7 8 -1 9 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.