Fréttablaðið - 02.03.2019, Qupperneq 20
Selfoss - FH 26-23
Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Hergeir
Grímsson 4, Elvar Örn Jónsson 4, Haukur
Þrastarson 3, Árni Steinn Steinþórsson 2,
Nökkvi Dan Elliðason 2, Alexander Már
Egan 2, Guðni Ingvarsson 1.
FH: Jóhann Birgir Ingvarsson 6, Ásbjörn
Friðriksson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 3,
Bjarni Ófeigur Valdimrasson 3, Ágúst Birgis-
son 2, Eyþór Örn Ólafsson 2, Leonharð
Harðarson 1, Davíð Stefán Reynisson 1.
Afturelding - Valur 26-26
Afturelding: Árni Bragi Eyjólfsson 10, Tumi
Steinn Rúnarsson 4, Elvar Ásgeirsson 4,
Finnur Ingi Stefánsson 3, Einar Ingi Hrafns-
son 3, Gunnar Malmqvist Þórsson 1, Emils
Kurzemenieks 1.
Valur: Magnús Óli Magnússon 13, Ýmir
Örn Gíslason 5, Stiven Tobar Valencia 2,
Ásgeir Snær Vignisson 2, Anton Rúnarsson
2, Sveinn Aron Sveinsson 1, Daníel Freyr
Andrésson 1.
Efri
Haukar 27
Selfoss 26
Valur 25
FH 24
Afturelding 18
ÍBV 15
Nýjast
Olís-deild karla
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson hefur
sett mark sitt á ensku úrvalsdeildina
síðan hann lék sinn fyrsta leik í
henni fyrir Swansea City árið 2012.
Eins og oft hefur komið fram er hann
orðinn markahæsti Íslendingurinn
í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en
hann tók fram úr Eiði Smára Guð-
johnsen með mörkunum tveimur
sem hann skoraði í 0-3 sigri Everton
á Cardiff City á þriðjudaginn.
Gylfi hefur nú skorað 57 mörk
í ensku úrvalsdeildinni; 15 fyrir
Everton, átta fyrir Tottenham og 34
fyrir Swansea. Það gerir hann ekki
bara að markahæsta Íslendingnum
í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
heldur einnig að næstmarkahæsta
Norðurlandabúanum. Sá eini
sem hefur skorað meira en Gylfi
er núverandi knattspyrnustjóri
Manchester United, Ole Gunnar
Solskjær. Norðmaðurinn skoraði 91
mark fyrir United á árunum 1996-
2007. Eiður Smári er í 3. sætinu yfir
markahæstu Norðurlandabúana í
sögu ensku úrvalsdeildarinnar með
55 mörk, Svíinn Fredrik Ljungberg
í því fjórða (48 mörk) og Daninn
Christian Eriksen í 5. sæti (46 mörk).
Gylfi er kominn með ellefu mörk
í ensku úrvalsdeildinni í vetur og
er þegar búinn að jafna sinn besta
árangur í markaskorun á einu tíma-
bili. Everton, sem er í 9. sæti, á tíu
deildarleiki eftir. Aðeins átta leik-
menn hafa skorað meira en Gylfi í
ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu
og þeir leika allir með efstu sex lið-
unum. Þetta eru Sergio Agüero (18),
Mohamed Salah (17), Pierre-Emerick
Aubameyang (16), Harry Kane (15),
Sadio Mané (14), Eden Hazard (12),
Alexandre Lacazette (12) og Raheem
Sterling (12).
Gylfi hefur gefið þrjár stoðsend-
ingar á tímabilinu og 39 alls síðan
hann byrjaði að leika í ensku úrvals-
deildinni, jafn margar og norski
kantmaðurinn Morten Gamst
Pedersen, sem lék með Blackburn
Rovers í hartnær áratug, gaf. Eriksen
er efstur á stoðsendingalista Norð-
urlandabúa í ensku úrvalsdeildinni
með 57 slíkar. Solskjær er með 37 í 4.
sæti og landi hans, John Arne Riise, í
því fimmta með 30.
Þegar litið er á þá Norðurlanda-
búa sem hafa leikið f lesta leiki í
ensku úrvalsdeildinni er Gylfi í 13.
sæti með 237 leiki og efstur af þeim
sem eru enn að spila í deildinni.
Tveir aðrir Íslendingar hafa leikið
200 leiki eða meira í ensku úrvals-
deildinni. Eiður Smári lék 211 leiki
fyrir Chelsea, Tottenham, Stoke
City og Fulham. Hermann Hreiðars-
son lék svo 332 leiki fyrir Crystal
Palace, Wimbledon, Ipswich Town,
Charlton Athletic og Portsmouth.
Eyjamaðurinn er þriðji leikjahæsti
Norðurlandabúinn í sögu ensku
Gylfi með
næstflest
mörk og
stoðsendingar
úrvalsdeildarinnar og enginn úti-
spilari hefur leikið f leiri leiki en
hann. Finnski markvörðurinn Jussi
Jääskeläinen er leikjahæsti Norður-
landabúinn með 436 leiki. Danski
markvörðurinn Thomas Sörensen
kemur næstur með 364 leiki.
ingvithor@frettabladid.is
96
mörkum hefur Gylfi komið
að með beinum hætti í
ensku úrvalsdeildinni.
Markahæstu
Norðurlandabúarnir
1. Ole Gunnar Solskjær 91 MARK
Manchester United
2. Gylfi Þór Sigurðsson 57 MÖRK
Swansea, Tottenham, Everton
3. Eiður Smári Guðjohnsen 55 MÖRK
Chelsea, Tottenham, Stoke, Fulham
4. Fredrik Ljungberg 48 MÖRK
Arsenal, West Ham
5. Christian Eriksen 46 MÖRK
Tottenham
Stoðsendingahæstu
Norðurlandabúarnir
1. Christian Eriksen Tottenham 57
2.-3. Gylfi Þór Sigurðsson 39
Swansea, Tottenham, Everton
2.-3. Morten Gamst Pedersen 39
Blackburn
4. Ole Gunnar Solskjær Manchester United 37
5. John Arne Riise Liverpool 30
7. Eiður Smári Guðjohnsen 28
Chelsea, Tottenham, Stoke, Fulham
Ole Gunnar
Solskjær
Morten Gamst
Pedersen
John Arne Riise
Christian
Eriksen
Thomas
Sörensen
Fredrik
Ljungberg
Jussi
Jääskeläinen
Sami
Hyypiä
Eiður Smári
Guðjohnsen
Gylfi Þór
Sigurðsson
Hermann
Hreiðarsson
Eftir mörkin tvö gegn Cardiff City
er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn næst-
markahæsti Norðurlandabúinn í sögu
ensku úrvalsdeildarinnar með 57 mörk.
Hann er líka sá næststoðsendingahæsti
í deildinni af Norðurlandabúum.
Leikjahæstu
Norðurlandabúarnir
1. Jussi Jääskeläinen 436 LEIKIR
Bolton, West Ham
2. Thomas Sörensen 364 LEIKIR
Sunderland, Aston Villa, Stoke
3. Hermann Hreiðarsson 332 LEIKIR
Crystal Palace, Wimbledon,
Ipswich, Charlton, Portsmouth
4. John Arne Riise 321 LEIKIR
Liverpool, Fulham
5. Sami Hyypiä 318 LEIKIR
Liverpool
13. Gylfi Þór Sigurðsson
237 LEIKIR
Swansea, Tottenham, Everton
FÓTBOLTI Norska félagið Ála-
sund hefur þegar neitað tilboðum
í íslenska framherjann Hólmbert
Friðjónsson en þetta staðfesti
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður
Hólmberts, í samtali við Fotbolti.
net í gær.
Hólmbert sló í gegn með liði Ála-
sunds í norsku B-deildinni þar sem
hann skoraði tuttugu mörk í þrjátíu
leikjum en Álasundi tókst ekki að
komast upp. Þetta var fyrsta tíma-
bil hins 26 ára gamla Hólmberts
með Álasundi eftir að hafa áður
leikið með Stjörnunni, KR og Fram
á Íslandi og BrØndby í Danmörku.
Ólafur staðfesti í samtali við Fot-
bolti.net að Álasund hefði þegar
neitað nokkrum tilboðum, þar á
meðal frá liði í Suður-Kóreu. Þá
sagði Ólafur að það væri mikill
áhugi á Hólmberti, meðal annars frá
Hollandi og þykir honum líklegt að
skjólstæðingur sinn sé á förum frá
Álasundi. – kpt
Mikill áhugi á
Hólmberti
Neðri
ÍR 17
Stjarnan 13
KA 13
Fram 11
Akureyri 8
Grótta 8
2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-0
4
3
8
2
2
7
8
-0
2
F
C
2
2
7
8
-0
1
C
0
2
2
7
8
-0
0
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K