Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 49
Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með hátt í 6000 starfsmenn. Spítalinn hefur víðtæku hlutverki að gegna
sem aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús, og veitir bæði almenna og sérhæfða þjónustu, auk þess að vera miðstöð
menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Gildandi skipurit spítalans byggist á sjö klínískum sviðum og fjórum
stoðsviðum. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur.
LANDSPÍTALI FRAMTÍÐARINNAR
Landspítali auglýsir eftir fimm framkvæmdastjórum klínískra sviða til að leiða
öfluga uppbyggingu og sókn næstu ára
Framkvæmdastjórarnir heyra beint undir forstjóra og mynda, ásamt stjórnendum annarra klínískra sviða og stoðsviða,
framkvæmdastjórn spítalans.
Leitað er að kraftmiklum og reyndum stjórnendum sem hafa brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því
að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans. Leitast er
við að mynda samhentan hóp með fjölbreytta reynslu og bakgrunn.
Framkvæmdastjórastöður eftirfarandi
fimm sviða eru lausar til umsóknar
1. Flæðisvið: Á flæðisviði eru rekin móttaka bráðveikra
og slasaðra, endurhæfing, þjónusta við aldraða sjúklinga,
sjúkrahótel og flæðisdeild. Velta sviðsins er 9,3
milljarður og stöðugildi eru 634.
2. Geðsvið: Á geðsviði er miðstöð sér hæfðrar
geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, allt frá bráðaþjónustu
og yfir í endurhæfingu, göngudeildir og samfélags geð
þjónustu. Velta sviðsins er 5,5 milljarðar og stöðugildi
eru 450.
3. Lyflækningasvið: Á lyflækningasviði er veitt almenn
og sérhæfð læknis og hjúkrunarþjónusta á sviði
lyf lækninga, á legu dag, og göngudeildum, auk
heimaþjónustu. Velta sviðsins er 13,5 milljarðar
og stöðugildi eru 778.
4. Rannsóknarsvið: Rannsóknarsvið sinnir almennum
og sérhæfðum þjónusturannsóknum fyrir Landspítala,
aðrar heilbrigðisstofnanir og læknastofur, auk þess að
reka Blóðbankann og heilbrigðis og upplýsinga tækni
deild. Velta sviðsins er 8,5 milljarðar og stöðugildi
eru 454.
5. Skurðlækningasvið: Á skurðlækningasviði
er veitt almenn og sérhæfð meðferð á legu, dag
og göngudeildum, auk þess að reka miðstöð um
sjúkraskrárritun og næringarstofu. Velta sviðsins
er 6,8 milljarðar og stöðugildi eru 445.
Almennt starfssvið framkvæmdastjóra
• Fagleg forysta um þjónustu við sjúklinga.
• Forysta um uppbyggingu öryggismenningar
og umbótastarfs.
• Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð.
• Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð
á starfsmannamálum.
• Ábyrgð á fjármálum, fjárhagsáætlun og rekstri.
• Efling kennslu og vísindastarfs á spítalanum.
• Samhæfing á starfsemi sviðs við önnur svið
og stoðeiningar.
Mögulegt er að sinna klínískri eða akademískri vinnu
(10%) meðfram framkvæmdastjórastarfi.
Almennar menntunar- og hæfniskröfur
• Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og inn leið
ingu stefnu spítalans.
• Reynsla af umbótastarfi, teymisvinnu og breytinga stjórn
un í heilbrigðisþjónustu.
• Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga
og sam skipta hæfileikar.
• Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku.
• Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
• Háskólapróf á heilbrigðissviði auk viðbótarmenntunar
sem nýtist í starfinu er skilyrði.
• Farsæl stjórnunar og rekstrarreynsla.
Gert er ráð fyrir að ráðningatímabil framkvæmdastjóra hefjist 1. september 2019 og er ráðning til fimm ára,
í samræmi við stefnu Landspítala um ráðningar stjórnenda. Mat á umsóknum verður í höndum valnefnda þar sem
forstjóri Landspítala tekur virkan þátt, en forstjóri tekur ákvörðun um ráðningar í störfin. Áætlað er að fyrstu viðtöl
vegna ofangreindra starfa verði haldin á tímabilinu 29. apríl 17. maí og lokaviðtöl ásamt kynningum á framtíðarsýn
fari fram 20.24. maí.
Frekari upplýsingar um störfin og ráðningarferlið veita Páll Matthíasson (pallmatt@landspitali.is) og Ásta Bjarnadóttir
(astabj@landspitali.is). Nánari upplýsingar ásamt leiðbeiningum til umsækjenda um hvert starf er að finna á starfasíðu
Landspítala, www.landspitali.is/mannaudur.
Umsóknafrestur er til og með 1. april 2019.
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
8
-4
E
4
8
2
2
7
8
-4
D
0
C
2
2
7
8
-4
B
D
0
2
2
7
8
-4
A
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K