Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 50

Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 50
Höfðaskóli á Skagaströnd Staða skólastjóra laus til umsóknar Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið og gott starf hefur verið unnið í skólanum síðustu ár og þarf nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun þessara tækja í skólastarfi. Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst n.k. Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10.b. og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Kennarar og annað starfsfólk skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Húsnæði skólans og allur aðbúnaður er góður. Stutt er í íþróttahús og tónlistarskóla og er gott samstarf þar á milli. Hlutverk og ábyrgð • Veita faglega forystu og móta framtíðarsýní samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög umgrunnskóla. • Stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun. • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfnikröfur • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða farsæl stjórnunarreynsla æskileg. • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi. • Vilji og áhugi á nýtingu upplýsingtækni í skólastarfi, þ.m.t. snjalltækja. • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og metnaður. • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun sem og í fjármála- stjórnun og áætlanagerð er kostur. Umsókn Umsóknarfrestur er til og með 24. mars n.k. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is Með umsókn skal skila starfsferilsskrá, nöfnum tveggja umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Frekari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 4522800 eða netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju. Loftorka Reykjavík ehf. Miðhrauni 10 210 Garðabæ. Jarðvinnuverkstjóri Loftorka Reykjavík ehf óskar eftir að ráða jarðvinnuverkstjóra til starfa. Starfsvið: • Stjórnun á jarðvinnuframkvæmdum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla og menntun sem nýtist í starfi. • Bílpróf og vinnuvélaréttindi. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu. • Frumkvæði og faglegur metnaður. • Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi. • Stundvísi. Loftorka Reykjavík ehf. er jarðvinnu og malbikunarverktaki sem starfar á höfuðborgarsvæðinu í framkvæmdum fyrir byggingar og opinbera aðila. Umsóknir berist Loftorku Reykjavík ehf, á netfangið loftorka@loftorka.com Upplýsingar veitir Andrés Sigurðsson í síma 893227 Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. LÆKNASTÖÐUR Á HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS SÉRFRÆÐINGAR Í HEIMILISLÆKNINGUM Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar að ráða tvo lækna til starfa í heilsugæslu HSA með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð. Önnur staðan er 80-100% og hin 50-100% og báðar veitast frá 01.06. 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Austurland er stórt og dreifbýlt með um 11 þúsund íbúa, þar sem HSA sinnir heilsugæslu á 11 starfsstöðvum, rekur Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og þrjár hjúkrunardeildir. HSA kemur að kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema í heimilislækningum. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu lækna með öðru fagfólki, með metnað og framsækni að leiðarljósi til þróunar heilbrigðisþjónustu. HSA fagnar um þessar mundir tuttugu ára starfsafmæli. Helstu verkefni og ábyrgð - Almenn læknisstörf. - Heilsuvernd. - Vaktþjónusta. - Kennsla nema. - Þátttaka í vísindastarfi, gæða- og umbótaverkefnum. Hæfnikröfur - Sérfræðimenntun í heimilislækningum. - Sjálfstæði í starfi, skipuleg og öguð vinnubrögð og faglegur metnaður. - Reynsla af og vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu). - Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, jákvæðni og sveigjanleiki. - Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði. - Íslenskukunnátta áskilin. Umsóknarfrestur er til 10.04.2019. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um nám, starfsreynslu, kennslu og vísindastörf, ásamt afriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat HSA byggist á innsendum umsóknargögnum. Notkun tóbaks og rafretta er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. Nánari upplýsingar veita: Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3052 og 860-6830, netf. petur@hsa.is, Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, s. 470-3053 og 895-2488, netf. emil@hsa.is og Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, s. 470-3051, 470-1437 og 774-5030, netf. gudjonh@hsa.is. Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Leikskólaráðgjafi hjá skólaþjónustu Sveitarfélagið Árborg auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólaráðgjafa. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á skólaþróun. Skólaþjónusta og skólar í sveitarfélaginu vinna að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, öflug tengsl skóla og skólastiga og fjölbreytileg skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssam- félagsins. Í Sveitarfélaginu Árborg eru um 9.500 íbúar, fimm leikskólar og þrír grunnskólar með um 2000 börn. Helstu verkefni • Ráðgjöf til starfsfólks leikskóla varðandi starfshætti og starfsþróun • Þátttaka í fag- og nemendateymum skóla og skólaþjónustu • Þróun úrræða fyrir börn í samstarfi skóla, skólaþjónustu o.fl. • Ráðgjöf og stuðningur við skólastjórnendur í starfsmannamálum o.fl. • Ráðgjöf og fræðsla til foreldra leikskólabarna • Stuðningur við áætlanagerð leikskóla, skimanir og þróunarstarf • Aðstoð við mat á sérkennsluþörf leikskóla • Aðstoð við fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun skimana • Verkefni á sviði daggæslumála • Ýmis önnur verkefni á skrifstofu skólaþjónustu Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfisbréf leikskólakennara og reynsla af starfi í leikskóla er skilyrði • Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og kennslufræða er æskileg • Góðir skipulagshæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking og reynsla af ráðgjafarstörfum og rekstri leikskóla er æskileg • Færni í að tjá sig í ræðu og riti Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslust- jóri, sími 480-1900, 852-3918. Sótt er um starfið á vef Árborgar: www.arborg.is. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2019. Ráðning frá 1. maí 2019 eða eftir samkomulagi. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Laun fara eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -5 3 3 8 2 2 7 8 -5 1 F C 2 2 7 8 -5 0 C 0 2 2 7 8 -4 F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.