Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 80
Plötusnúðahópurinn Hausar stendur fyrir drum & bass klúbbakvöldi í kvöld á Bravó,
Laugavegi 22 í Reykjavík, en
húsið hefur verið vagga raftón-
listarmenningar og drum & bass
senunnar hér á landi undanfarna
tvo áratugi. Öll helstu tímabil
raftónlistarmenningar hafa verið
viðloðandi Laugaveg 22, meðal
annars Skýjum Ofar, Elf 19 og
breakbeat.is, en húsið hýsti lengi
skemmtistaðinn 22 sællar minn-
ingar.
Hópurinn lofar brjáluðu fjöri
langt fram á nótt en þessi kvöld
hafa löngum verið afar vel sótt
og færri komist að en vilja. „Við
ætlum að bjóða upp á allar helstu
stefnur drum & bass frá upphafi,
þar með talið Jungle, Tech Step,
Liquid Funk og Neuro Funk ásamt
„klúbba-neglum“. Við hvetjum
alla til að mæta snemma á Bravó
en það verður frítt inn. Staðurinn
verður örugglega fljótur að fyllast
en við byrjum á slaginu kl. 22 og
hættum allavega ekki fyrr en 4.30
um nótt,“ segir Ólafur Jónsson sem
gengur undir nafninu Untitled í
hópnum. Aðrir meðlimir Hausa
eru Daniel Kristinn Gunnarsson
(Croax), Bjarni Benediktsson
(Bjarni Ben), Björgvin Loftur Jóns-
son (Nightshock) og Halldór Hrafn
Jónsson (Junglizt).
Byrjaði í heimapartíum
Plötusnúðahópurinn Hausar var
upphaflega stofnaður árið 2012
en meðlimir hans eiga það allir
sameiginlegt að hafa langa reynslu
bak við spilarana og hafa verið
viðloðandi plötusnúðamenn-
inguna hérlendis í lengri tíma.
„Eftir að liðsmenn breakbeat.is
höfðu að mestu lagt upp laupana
var fátt um viðburði þar sem var
hægt að koma saman og hlusta á
drum & bass. Við vildum bæta úr
því. Fyrst um sinn hittumst við í
heimapartíum og buðum vinum
og kunningjum ásamt því að senda
út beint á netinu. Á þeim tíma var
lítið um skipulagða spilunartíma
og hver sem vildi gat komið og
tekið í spilarana. Meðal annars
spiluðu plötusnúðar frá Skýjum
Ofar á þeim kvöldum sem okkur
þótti mikill heiður,“ segir Bjarni
Ben.
Núna erum við
með föst klúbba-
kvöld fyrsta fimmtudag í
hverjum mánuði sem
haldin eru á Paloma þar
sem alltaf er troðfullt út
úr dyrum.
Croax
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Brjálað fjör fram undir morgun
Í kvöld verður slegið upp svakalegri dansveislu á skemmtistaðnum Bravó í Reykjavík þar sem
plötusnúðahópurinn Hausar mun standa fyrir drum & bass klúbbakvöldi. Aðgangur er ókeypis.
Fjörið á Bravó mun standa yfir til a.m.k. 4.30 í nótt. MYND/SIGURGEIR S.
Meðlimir Hausa eiga allir langan og farsælan feril að baki. MYND/SIGURGEIR S.
Plötusnúðahópurinn Hausar, sem heldur uppi fjörinu í alla nótt, inniheldur
f.v. þá Croax, Bjarna Ben, Nightshock, Untitled og Junglizt. MYND/ERNIR
Alltaf troðfullt
Þegar búið var að reyna nógu
mikið á nágrannana og áhorfið á
streymið var miklu meira en búist
var við ákváðu þeir að standa
fyrir sínu fyrsta klúbbakvöldi
sem var haldið á Faktorý sumarið
2012. „Það gekk vonum framar og
næstu árin voru haldin fjöldamörg
Hausa-klúbbakvöld á skemmti-
stöðum borgarinnar. Núna erum
við með föst klúbbakvöld fyrsta
fimmtudag í hverjum mánuði
sem haldin eru á Paloma þar sem
alltaf er troðfullt út úr dyrum
ásamt öðrum kvöldum inn á milli.
Gegnum tíðina höfum við einnig
flutt inn nokkur stærstu nöfn
drum & bass senunnar, meðal ann-
ars Ivy Lab, The Upbeats, Emperor,
Culture Shock, Synth Ethics, erb N
dub og Chris.Su. Okkur hefur svo
hlotnast sá heiður að spila á hinni
heilögu þrenningu tónlistarhátíða
á Íslandi, sem eru Iceland Air-
waves, Sónar Reykjavík og Secret
Solstice,“ bætir Croax við.
Góðir gestir kíkt við
Hausar hafa einnig verið með
útvarpsþátt til fjölda ára á ýmsum
útvarpsstöðvum við þó nokkrar
vinsældir. „Þar hafa margir góðir
gestir kíkt við, meðal annars Aggi
Agzilla sem er goðsögn í íslenskri
drum & bass menningu og Bala-
tron. Auk þeirra hafa fjölmargir
erlendir gestir heimsótt okkur, t.d.
Bensley, Panacea, Evol Intent, John
Rolodex og Sinistarr sem aðdáend-
ur drum & bass ættu að kannast
við,“ bætir Night shock við.
Spennandi ár fram undan
Árið 2019 verður viðburðaríkt hjá
félögunum en utan þess að halda
mánaðarleg fastakvöld á Paloma
munu Hausar meðal annars spila
á Sónar Reykjavík í lok apríl. „Við
erum einnig í viðræðum við skipu-
leggjendur nokkurra tónlistar-
hátíða erlendis en getum því miður
ekki sagt nánar frá því að svo
stöddu. Við mælum eindregið með
því að fólk fylgi okkur á samfélags-
miðlum til að fá nýjustu fregnir.
Einnig viljum við benda á að við
höldum úti vikulegum mixum
á tónlistarveitunni SoundCloud
þar sem farið er yfir það nýjasta í
drum & bass í bland við eldra efni,“
segir Junglizt að lokum.
Dagskráin hefst kl. 22 í kvöld og
stendur yfir langt fram á nótt.
Nánari upplýsingar á Facebook
(Hausar).
BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Mest lesna bílablað landsins kemur næst út
þriðjudaginn 5. mars næstkomandi.
Ritstjóri blaðsins er Finnur Thorlacius sem er
bílaáhugamaður af lífi og sál.
Umsjón auglýsinga:
Atli Bergmann • atli@frettabladid.is • sími 512 5457
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
8
-7
0
D
8
2
2
7
8
-6
F
9
C
2
2
7
8
-6
E
6
0
2
2
7
8
-6
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K