Fréttablaðið - 02.03.2019, Síða 86

Fréttablaðið - 02.03.2019, Síða 86
Ýmis verk úr smiðju StudioStudio síðustu misseri. Verk Rögnu Róbertsdóttur gerð skil í fallegu bókverki og bókarkápa skáldsögu Hallgríms Helgasonar þótti frumleg. MYNDIR/STUDIOSTUDIO Halda hvort öðru á tánum HönnunarMars er fram undan og verður haldinn í lok mars. Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Guðmunds- dóttir hjá StudioStudio hönnuðu nýtt útlit hátíðarinnar. Þau hafa vakið mikla eftirtekt undanfarið fyrir verk sín. Ar nar Frey r Guð-mundsson og Birna Guðmu nd sdót t i r hjá StudioStudio hafa hannað nýtt útlit fyrir Hönnun- arMars í ár. Þau hafa vakið mikla eftirtekt fyrir verk sín undan- farið. Þau sérhæfa sig í bókahönn- un, ímyndarvinnu, týpógrafíu, umbroti og ýmsu ritstjórnarefni og vinna þvert á geira, bæði fyrir listamenn og fyrirtæki. Arnar er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og kennir þar sem stundakennari. Birna er einnig grafískur hönnuður frá Listaháskólanum og er einnig með meistaragráðu í bókahönnun frá Reading-háskóla í Bretlandi. Birna er fagstjóri í grafískri hönnun í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Þau starfa saman í Gimli, fallegu turnhúsi á Bernhöfts torfunni við Lækjar- götu. „Við höfum unnið saman í fimm ár. Við kynntumst í gegnum fagið og sameiginlega vini,“ segir Birna. „Okkur finnst gott að vinna saman því við höfum svipaða sýn,“ segir hún. „Við höfum misjafna styrkleika og hífum hvort annað upp,“ segir Arnar. „Já, það mætti segja að við höldum hvort öðru á tánum,“ segir Birna. Eitt af nýlegum verkum Arnars og Birnu er bókarkápa, á Sextíu kíló af sólskini, eftir Hallgrím Helgason. Bókarkápan var af álits- gjöfum Fréttablaðsins valin sú besta í ár og vakti almenna eftir- tekt fyrir vandað útlit sem hæfði efni bókarinnar vel. Fundur í Hrísey Hugmyndavinnan hófst í Hrísey. „Það sem virkaði vel í þessu ferli er hvað samtalið við hann Hallgrím var gott,“ segir Arnar. „Við vorum í sumarfríi norður í landi þegar Hall- grímur hafði samband við okkur vegna bókarinnar og var þá sjálfur á leiðinni í frí norður, við hittumst í Hrísey og áttum þar samtal um bókina og innihald hennar,“ segir Arnar. „ H a n n v a r búinn að sanka að sér mynd- r æ n u m t i l - vísunum sem honum þótti viðeigandi. Til d æ m i s au g - lýsing um f rá þessum tíma, gömlum eld- spýtustokkum og slíku,“ segir Birna. Verk þeirra A r n a r s o g Birnu eru fjöl- breytt og ólík i n n b y r ð i s þót t ef lau st meg i g reina þráð. Veiga- mikil bók um verk Rög nu Róbertsdóttur er þar á meðal. „Það er allt öðruvísi verkefni með erlendum útgefanda. Það var stærra samtal í gangi, maður þurfti að gera sér ferð á meginlandið. Lengra en út í Hrísey,“ segir Birna og hlær. „En það var eins með hana. Við áttum gott samtal við hana og fengum aðgang að öllum hennar verkum,“ segir Arnar. Birna tekur undir og segir samtalið mikilvægt. „Já, það er vænlegast til vinn- ings. Í samtalinu finnur maður líka hvort maður er rétti aðilinn í verkið. Því þetta er alltaf per- sónulegt og maður gefur sig allan í þetta. Þegar maður er búinn að skila af sér verki þá er stundum allur vindur úr manni,“ segir Birna. Jákvæð þróun Þeim fannst áhugavert að takast á við að hanna nýtt útlit fyrir Hönn- unarMars. Í hönnuninni tóku þau tillit til þess að hátíðin er bæði fyrir fagfólk og áhugafólk um hönnun. „ Þ e t t a e r þannig verk- efni að það er eðlilegt að það s é r ó t e r i n g á þessu . Við höldum samt í ákveðna þræði sem er búið að leggja undan- f a r i n 10 á r. Þetta snýst ekki end i leg a u m að f inna upp hjólið heldu r byggja ofan á þá þekkingu sem er komin. „Já , það er mik ilvæg t að fólk finni fyrir því að þetta sé hát íð sem er alltaf í þróun. Og það þarf að tala bæði til hönn- uða og líka þeirra sem hafa áhuga á hönnun, eru forvitnir og áhuga- samir,“ segir Birna. Þau eru sammála um að hönnun hafi sífellt meira vægi í íslenskri menningu. „Það er mjög jákvæð þróun í gangi. Fólk sér mikilvægið og sér- stöðuna. Frá því að ég fór að velta hönnun fyrir mér finnst mér lands- lagið hafa breyst,“ segir Birna. „Margir eru að gera virkilega spennandi hluti,“ segir Arnar. „Það er til dæmis mikið af sjálf- sprottnum verkefnum og mikil f lóra. Mjög fjölbreytt stemming,“ segir Birna. Og hefur orðstírinn aukist? Út á við? „Þegar við erum að vinna erlend verkefni líður manni stundum eins og það sé verið að sækja vatnið yfir lækinn. En kannski höfum við eitthvað annað fram að færa sem skiptir máli. Einhverja aðra sýn,“ segir Arnar. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is sýna sjá segja spá 28. 29. 30. 31.03. 2019 Hönnunar Mars Design March H on nu na rM ar s. is D es ig nM ar ch .i s Re yk ja ví k Arnar Freyr og Birna hafa starfað saman í fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 8 -4 4 6 8 2 2 7 8 -4 3 2 C 2 2 7 8 -4 1 F 0 2 2 7 8 -4 0 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.