Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Hitatækni Skynjarar í miklu úrvali Hitanemar | rakanemar | þrýstinemar | C02 nemar | hitastillar www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ráðuneytið hefur ekki átt frum- kvæði að neinum fundum með fyr- irtækinu og hefur hvorki lýst af- stöðu sinni til sæstrengs né til tiltekinna verkefna eða hugmynda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra, við Morgunblaðið og vísar þar til fyrirtækisins Atlantic SuperConnection sem hefur verið að skoða möguleika á lagningu sæ- strengs, Ice-Link, á milli Bretlands og Íslands. Fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag að fyrirhugaður sæ- strengur til Íslands væri á verk- efnalista Evrópusambandsins í orkumálum. Haft var eftir Friðriki Daníels- syni verkfræðingi, sem ritstýrir vef- síðunni Frjálst land, að fyrst sæ- strengurinn væri á þessum lista ESB hlytu íslensk stjórnvöld að hafa samþykkt þetta. Var listinn gefinn út í apríl síðastliðnum. Engar skuldbindingar Þórdís Kolbrún segir Ísland ekki hafa á neinn hátt skuldbundið sig til að taka þátt í hugmyndum Atlantic SuperConnection og ráðuneytið ætti ekki í neinum viðræðum við fyrir- tækið. „Fulltrúar þess hafa kynnt ráðu- neytinu hugmyndir sínar á fundum undanfarin ár, ávallt að þeirra frum- kvæði,“ segir Þórdís Kolbrún enn- fremur. Hún bendir á að það hafi verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samþykkti 13. janúar 2015 tillögu þáverandi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra um að stjórnvöld heimiluðu „að hugsanlegt verkefni um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands yrði tekið til skoðunar sem verkefni sem fallið gæti undir PCI-lista yfir verkefni um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki,“ segir Þór- dís og bætir við að tekið hafi verið fram að sú heimild stjórnvalda væri með þeim fyrirvara að í henni fælist hvorki á neinn hátt stuðningur stjórnvalda við viðkomandi verkefni né önnur efnisleg afstaða. Tilefni þessarar umfjöllunar í rík- isstjórn var fyrirspurn sem ráðu- neytinu hafði borist í tengslum við umsókn Landsnets til ENTSO-E, samtaka evrópskra raforkuflutn- ingsfyrirtækja, frá 14. nóvember 2014 (þ.e.a.s. umsóknin var dagsett þá), um skráningu hugsanlegs sæ- strengsverkefnis á milli Íslands og Bretlands á framangreindan lista. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar veitti ráðuneytið umrædda heimild með þeim fyrirvörum sem lýst er hér að framan,“ segir í skriflegu svari Þórdísar Kolbrúnar til Morg- unblaðsins. Segir ráðuneytið ekki hafa tekið afstöðu  Þórdís Kolbrún segir ráðuneytið ekki í viðræðum um sæstreng til Bretlands  Frumkvæði hafi verið annarra Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Niðurstöður umfangsmikillar rann- sóknar á áhrifum mikillar rafseg- ulgeislunar, eins og notuð er í 2G og 3G farsímum, á rottur og mýs sýna aukna tíðni krabbameins í hjarta hjá karlrottum. Einnig þóttu sjást vís- bendingar um að krabbamein í heila og nýrnahettum tengdust geisl- uninni. Rannsóknin var framkvæmd af National Toxicology Program í Bandaríkjunum, kostaði um 30 millj- ónir dollara og stóð í meira en 10 ár. Er þetta umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á heilsufars- áhrifum rafsegulgeislunar á 2G og 3G fjarskiptatíðni á dýr. Varast að lesa of mikið í niðurstöður ransóknarinnar Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir að skoða verði niðurstöðurnar í samhengi við niðurstöður annarra rannsókna en þær breyta ekki miklu einar og sér. „Þarna er verið að geisla mörg dýr og í langan tíma. Dýrin eru geisluð nær allan sinn líftíma og þau verða fyrir geislun á allan líkamann. Þessi geislun er mun meiri en um er að ræða í farsímum. Það er ekki hægt að yfirfæra þessa niðurstöðu á fólk,“ segir Sigurður en rafsegulsvið af þessari tíðni er flokkuð sem hugs- anlega krabbameinsvaldandi. Samkvæmt fréttatilkynningu á vef Geislavarna ríkisins um rann- sóknina segir að dýrin hafi verið í sérhönnuðum búrum og geislunin á rottum hófst þegar á fósturstigi en á músum þegar þær voru 5-6 vikna gamlar og stóð í allt að 2 ár. Dýrin voru geisluð í 9 klukku- stundir á dag. Hver geislun stóð í 10 mínútur og síðan var 10 mínútna hlé áður en næsta geislun hófst. Rann- sóknin beindist ekki að rafseg- ulgeislun af þeirri tíðni sem notuð er við þráðlaus net eða 5G farsímakerfi. Minnsta geislun í rannsókninni er sambærileg við viðmiðunarmörk sem sett hafa verið við far- símanotkun. Yfirleitt er geislunin sem fólk verður fyrir mun minni en viðmiðunarmörkin. Mesta geislunin í rannsókninni var um fjórum sinnum meiri en viðmiðunarmörkin. Styrkur rannsóknarinnar er að vitað er nákvæmlega hve mikilli geislun dýrin urðu fyrir. Það er ekki hægt við rannsóknir á hugsanlegum áhrifum farsímageislunar á fólk, sem oft byggjast á mati á far- símanotkun. Að sögn Sigurðar eru krabbameinsvaldandi efni í um- hverfinu flokkuð á skala þar sem lægsta svarið er nei, síðan kemur „hugsanlega“ þegar það eru ein- hverjar vísbendingar í rannsóknum um að geislun sé krabbameinsvald- andi. Þegar þær vísbendingar verða meiri þá er slík geislun sögð vera „líklega“ krabbameinsvaldandi. Þegar vísbendingar eru síðan meiri er sagt að efni séu krabbameinsvald- andi. „Margir hlutir eru á þessu hugsanlega bili, t.d kaffi,“ segir Sig- urður. Rafsegulgeislun skortir líkan Eitt af vandamálunum með að staðfesta tengsl rafsegulgeislunar við krabbamein er að það skortir lík- an til að sjá nákvæmlega áhrifin á líkamann. „Ef menn sjá einhver áhrif þá eru þau óljós en niðurstöður gefa til kynna að það séu einhverjar vís- bendingar og þá kannski tölfræðileg tengsl en við höfum ekkert líkan sem getur útskýrt með hvaða hætti þessi geislun væri skaðleg. Í sambandi við aðra geislun sem við þekkjum vel, eins og geislun frá geislavirkum efn- um, sem við vitum að er krabba- meinsvaldandi, erum við með líkan þar sem við skiljum hvað gerist þeg- ar geislun fer í mannslíkamann og hvaða breytingu hún veldur á frum- unum og erfðaefninu. Við erum ekki með nein slík líkön fyrir rafsegulsvið á fjarskiptatíðni. Það er hluti af vandanum og við erum heldur ekki með nein skýr orsakatengsl,“ segir Sigurður. Farsímageislun jók tíðni krabbameins í karlrottum  10 ára langri rannsókn lokið  Ekki hægt að yfirfæra niðurstöðurnar á menn Ljósmynd/Cmdragon Tilraunamýs Dýrin voru geisluð í 9 klukkustundir á dag. Hver geislun stóð í 10 mínútur og síðan var 10 mínútna hlé áður en næsta geislun hófst. Yfirskattanefnd fellst í úrskurði sínum á með tollstjóra að hörfræ- olía fellur undir tollskrárnúmer 1515.1100 í tollskrá sem línolía og þættir hennar. Í kæru sem nefnd- inni barst var þess krafist að nið- urstöðu tollstjóra verði breytt og umrædd hörfræolía talin falla und- ir tollskrárnúmer 1515.9001 í toll- skrá sem önnur jurtaolía til mat- vælaframleiðslu. Kröfu kæranda í málinu var hins vegar hafnað. Helstu málavextir eru þeir að kærandi óskaði eftir bindandi áliti tollstjóra á tollflokkun hörfræolíu. Í umsókninni kom fram að varan væri seld í 250 ml glerflöskum og að hægt væri að hella olíunni beint á mat eða nota í matreiðslu. Birgir kæranda gæfi upp tollskrárnúmer 1515.1100, en vörur í því númeri bæru 24% virðisaukaskatt. Var því velt upp hvort varan ætti ekki bet- ur heima í 1515.9009. Tollstjóri lét uppi bindandi álit 15. maí sl. í tilefni af umsókn kær- anda þar sem tollstjóri taldi olíuna falla undir tollskrárnúmer 1515.1100 og vísaði í því sambandi til skýringarbóka. Kærandi taldi niðurstöðu álits tollstjóra ranga, varan væri ætluð til matvælafram- leiðslu og inntöku og ætti því að bera 11% virðisaukaskatt. Skaut hann málinu því næst til yfir- skattanefndar. Með hliðsjón af framleiðsluaðferð olíunnar, sem unnin var úr fræjum plöntu án efnafræðilegrar umbreytingar, var fallist á álit tollstjóra. Hörfræolía í tollskrárnúmeri 1515.1100 „Orð eru til alls fyrst og það er kominn góður skriður á samtalið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Annar fundur samninganefnda SA og VR fór fram í gærmorgun. Þar var ákveðið að samninga- nefndir hittist hér eftir einu sinni í viku. „Við settum upp verkáætlun. Samtalið er auðvitað víðtækara en það. Hvor aðili um sig er að vinna í greiningum en svo þarf að finna sameiginlegan flöt þar á milli,“ seg- ir Halldór Benjamín. Hann kveðst telja að fasteigna- málin, stytting heildarvinnuvik- unnar og aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði verði ofarlega á blaði í viðræðunum. „Þessi atriði verða snar þáttur í lausn næstu kjaradeilu.“ Halldór segir að SA muni funda með viðræðunefnd Starfsgreina- sambandsins á föstudag. Hann ger- ir ráð fyrir að stillt verði upp áþekkri nálgun fyrir þær viðræður. hdm@mbl.is Sömdu um verk- áætlun  Samninganefndir SA og VR funduðu Morgunblaðið/Hari Viðræður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín. AFP Sæstrengur Breskt fyrirtæki hefur sýnt áhuga á lagningu sæstrengs hing- að frá Bretlandseyjum og átt viðræður við iðnaðarráðuneytið og fleiri aðila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.