Morgunblaðið - 13.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 13.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Viðskiptablaðið ræddi í síðustuviku við Drífu Snædal, nýjan forseta Alþýðusambands Íslands. Þar var meðal annars komið inn á húsnæðismálin, sem Drífa telur einn lykilþáttinn í kjarasamningagerð næstu mánaða.    Hún segir vanda-málið á hús- næðismarkaði fyrst og fremst felast í framboðsskorti: „Þetta er rosalegt vandamál sem við þurfum að leysa, og sveitarfélögin bera mikla ábyrgð, vegna skorts á lóðafram- boði.“    Drífa segir vandann mjög brýn-an og að hugsa verði „í ein- hvers konar bráðabirgðalausnum. Þar getum við litið til nágranna- landanna, þar sem bráðabirgða- húsnæði – sem samt uppfyllir alla gæðastaðla – hefur verið komið upp á lóðum sem eru ekki endilega ætlaðar sem íbúðalóðir til fram- tíðar. Lóðir sem bíða deiliskipulags og svo framvegis. Þetta á að vera hægt að gera án þess að slá af gæð- um húsnæðis“.    Þetta eru umhugsunarverð sjón-armið. Getur verið að svo sé komið hér á landi að grípa þurfi til örþrifaráða? Höfum við verið að ganga í gegnum náttúruhamfarir? Lagði eldgos heilt byggðarlag í eyði?    Nei, ekkert slíkt gerðist. Enlandsmenn hafa búið við það árum saman að í höfuðborginni hef- ur þeirri stefnu verið fylgt af trúar- hita að byggja á „þéttingarsvæð- um“ en ekki þar sem ódýrt og fljótlegt er að byggja.    Það er ástæðan fyrir þessum al-varlega framboðsvanda. Drífa Snædal Náttúruhamfarir af manna völdum STAKSTEINAR Sérstök dómnefnd hefur valið stól- inn Kollhrif sem fulltrúa Íslands á sýningu í norræna skálanum á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Katowice í Póllandi í desember. Í byrjun september var hleypt af stokkunum samkeppni með áherslu á hönnun sjálfbærra stóla. Óskað var eftir tillögum frá öllum löndum á Norðurlöndunum en hægt var að senda inn tillögu að nýrri hönnun eða hönnun sem er nú þegar til. Tíu íslenskir stólar voru upphaflega valdir í fyrri hluta keppninnar og hefur dómnefnd nú valið einn stól frá hverju landi á Norðurlöndum sem sigurvegara og fulltrúa sinnar þjóðar á sýningunni. Endurunnin sprittkerti Sölvi Kristjánsson hannaði Koll- hrif fyrir Portland. Úr umsögn dóm- nefndar kemur meðal annars fram að kollurinn sé í senn bæði nýsköpun og umhverfisvænn og sé gott dæmi um sjálfbæra hönnun. Kollurinn er úr 14.400 endur- unnum ál sprittkertum og korki sem eru bæði mjög umhverfisvæn efni. Fram kemur í tilkynningu frá Hönn- unarmiðstöð Íslands að hönnun kollsins snúi ekki aðeins að útliti hans heldur taki hún einnig mið af umhverfisáhrifum, endurvinnslu- möguleikum og margnota gildi hans. Kollurinn Kollhrif fer á sýningu SÞ  Búinn til úr 14.400 endurunnum sprittkertum úr áli og korki Kollhrif Stóllinn er úr áli og korki. Ekki er lagt til að veiðar verði stundaðar á úthafskarfa næstu þrjú árin, samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, ICES. Ekki er samkomulag um veiðar á karfa á Reykjaneshrygg eða í Grænlands- hafi. Um neðri stofn úthafskarfa segir að hrygningarstofninn hafi minnkað verulega frá því að veiðar úr stofn- inum hófust í byrjun tíunda áratug- ar síðustu aldar. Frá sama tíma hafi veiðidánartala hækkað mikið og hafi verið mjög há allt frá aldarmótum. Leiðangrar til að meta stærð stofnsins hafa verið farnir annað hvert ár frá árinu 1999, síðast í ár. Niðurstöður þessara leiðangra sýna að stofninn hefur minnkað jafnt og þétt allt frá því um 1995 og er nú langt undir varúðarmörkum. Jafn- framt sýna framreikningar að þótt engar veiðar verði stundaðar næstu þrjú árin muni stofninn áfram verða undir varúðarmörkum í lok þess tímabils, segir á heimasíðu Haf- rannsóknastofnunar. Þá hefur ICES á undanförnum árum lagt til að engar veiðar yrðu stundaðar úr efri stofni úthafskarfa, veiðist á minna en 400 metra dýpi, þar sem ástand þess stofns versnaði mikið undir lok síðustu aldar og hef- ur stofninn mælst mjög lítill í leið- öngrum undanfarna tvo áratugi. Í samræmi við varúðarsjónarmið ráð- leggur ICES nú að ekki skuli stunda beinar veiðar úr efri stofni úthafskarfa árin 2019, 2020 og 2021. Afli umtalsvert meiri en ráðgjöf Í upplýsingum með ráðgjöf næsta árs segir meðal annars: ICES lagði til að engar veiðar yrðu stundaðar úr neðri stofni úthafskarfa árin 2017 og 2018 vegna mjög neikvæðrar þróunar á stofnstærð á undanförn- um árum. Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndin (NEAFC), sem fer með stjórnun veiðanna, samþykkti að afli úr neðri stofni úthafskarfa yrði 7.500 tonn fyrir árið 2017 og 6.500 tonn árið 2018. Rússar mótmæltu samkomulag- inu og settu sér einhliða aflamark sem nær til beggja stofna úthafs- karfa. Nær aflamarkið bæði til efri og neðri stofns úthafskarfa þar sem þeir telja að um einn stofn sé að ræða. Afli hefur því verið umtals- vert meiri en ráðgjöf. aij@mbl.is Engar veiðar á úthafskarfa næstu þrjú ár Meira til skiptanna Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.