Morgunblaðið - 13.11.2018, Page 9

Morgunblaðið - 13.11.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 4 8 2 BMW 225xe PLUG-IN HYBRID MEÐ FJÓRHJÓLADRIFI. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR BMW 225xe xDrive. Verð: 5.750.000 kr. með LUXURY LINE. Dakota leðuráklæði, vetrardekk, upphitað stýri, aðfellanlegir og birtutengdir speglar, lykillaust aðgengi, rafdrifinn afturhleri með snertilausri opnun, bakkmyndavél og nálgunarvarar framan og aftan, skyggðar afturrúður, 9 hátalara hljómkerfi, LED aðalljós og inniljós, rafdrifin framsæti með minni á ökumannssæti, leggja í stæði hjálp og þakbogar. Sheer Driving Pleasure Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það sem af er hefur allt gengið ótrú- lega vel. Það virkar allt,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum. Unnið er að gangsetningu næst- stærstu sjóvarmadælustöð í heimi í Vestmannaeyjum. Þar verður 6-11 gráða heitur sjór notaður sem varma- gjafi stöðvarinnar til húshitunar í Eyjum. „Þetta er í uppkeyrsluferli núna og er búið að vera í tíu daga. Starfsmenn þurfa að læra á tækin og það þarf að samkeyra allt enda er ekki eins veður alla daga og veitan þarf að framleiða mismunandi mikið af varmaafli. Þetta tekur allt sinn tíma en í næstu viku ætti allt að vera komið í gang,“ segir Ívar. Auðlind okkar liggur í sjónum Eins og kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins um dælustöðina þeg- ar verkefnið var kynnt eru notaðar fjórar borholur og upp úr þeim er dælt fimm til sex gráða heitum sjó á veturna en allt að 11 gráða heitum á sumrin. Sjórinn fer í umrædda dælu- stöð sem stendur við Hlíðarveg 4. Stöðin á að sjá um alla húshitun í Eyj- um. Gamla kyndistöðin verður vara- aflstöð. „Við eigum ekki vatn, læki eða heitt vatn í Eyjum en auðlind okkar liggur í sjónum, sagði Ívar sumarið 2017. Tvær vélar komnar á fullt „Við erum með fjórar vélar og er- um að keyra tvær þeirra á fullum af- köstum núna. Þær framleiða eins og þær eiga að gera, skila um fimm megavöttum. Þegar við verðum kom- in með alla sjódælingu í botn munum við nota í kringum 550 lítra á sek- úndu. Það gerir um tonn á sólarhring. Þetta er talsvert magn,“ segir Ívar í samtali við Morgunblaðið í gær. Ívar kveðst telja að verkefnið hafi gengið að óskum þó einhverjar tafir hafi orðið. „Samkvæmt fyrstu áætl- unum þá erum við aðeins eftir á. Það var byrjað að grafa í apríl í fyrra og það er allt komið í gang núna í októ- ber. Það tekur stundum tvö ár að byggja heimili fyrir fólk en þetta er heil virkjun. Þetta er næststærsta sjóvarmadælustöð í heimi og við get- um stækkað hana.“ Að sögn Ívars var byrjað að skoða möguleika á sjóvarmadælum árið 2006. „Tæknin var ekki nógu góð á þeim tíma en nú hafa öll bestu fyrir- tækin í framleiðslu á varmadælum náð betri tökum á tækninni,“ segir hann. Þróunarvinna, hönnun og út- reikningar stóðu yfir í heilt ár í þess- ari lotu áður en framkvæmdir hófust. Útkoman er næststærsta sjó- varmadælustöð í heimi, 10,4 mega- vött. Stærsta stöðin, í Drammen í Noregi, er 14 megavött. Lægri kostnaður fyrir íbúa Íbúar í Vestmannaeyjum njóta vitaskuld góðs af þessu. „Húshit- unarkostnaður kemur til með að lækka í Eyjum til lengri tíma litið. Fyrst þarf að borga upp fjárfest- inguna sem er áætluð 1,4 milljarðar,“ segir Ívar sem skýtur á að það taki um 7-8 ár að borga upp fjárfest- inguna. Dælustöðin brátt komin á fullt  Næststærsta sjóvarmadælustöð í heimi í Eyjum  550 lítrar á sekúndu Ljósmynd/Ívar Atlason Sjóvarmadælustöð Tvær vélar af fjórum voru í keyrslu í Eyjum í gær. Sjóvarmadælustöðin í Vestmannaeyjum fær ódýra orku úr hafinu Heimild: HS veitur hf. og Verkís Heimili og fyrirtæki Til dreifikerfis: 77ºC heitt vatn Bakrás: 34ºC heitt vatn Fiskvinnslustöðvar Fiskiskip Stjórnstöð sjókerf- isins er í kyndistöð- inni Þar er einnig rafskautaketill til framleiðslu á raf- magni og heitu vatni ásamt olíuknúinni vararaflstöð Heitt vatn til kyndi- stöðvar: 77ºC Sjór: 6–11ºC 6–700 lítrar á sek- úndu Bakrás: 1–3ºC Fjórar borholur Sjódælur Bakrás: 34ºC Sjóvarmadælustöð, 10,4 megavött Þrýsti- ventill Ammon- íakspressa Sjóvarmadælan vinnur eftir sömu lögmálum og kæliskápur þar sem háþrýstivökvi flytur varmaorku milli tveggja varma- skipta, eimi sem kælir niður og þétti sem hitar upp. Í sjóvarmadælustöðinni er sjór leiddur í gegnum varmaskipti sem háþrýst ammoníak kælir niður. Orkan sem fæst með kælingunni flyst yfir í seinni varmaskiptinn sem hitar upp hitaveituvatnið. Eimir Varmaskiptir Þéttir Varmaskiptir Notendur hita- veitunnar eru 1.428 en um 150 hús eru enn kynt með rafmagni. Fiskvinnsla og útgerð geta nýtt kaldan sjó til kælingar á fiski Áætluð rafmagnsnotkun hitaveitunnar án og með sjóvarmadælu, GWh/ári: Án Með Rafskautaketill. . . .78,6 . . . 5,3 Varmadælukerfi. . . . . 0 . . 21,9 Samtals rafmagnsnotkun: Án sjóvarmadælu . . . 78,6 GWh/ári Með sjóvarmadælu. . 27,2 GWh/ári 66% sparnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.