Morgunblaðið - 13.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 13.11.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ung kona sem er með geðhvörf 2 hefur leitað árangurslaust til geð- lækna til þess að fá geðlyfjaskammt sinn endurnýjaðan. Geðlæknir henn- ar hætti að veita meðferð á stofu sinni fyrir nokkru, biðlisti eftir að komast að hjá nýjum lækni er allt að eitt ár og hún fær þær upplýsingar í heilbrigðiskerfinu að geðlæknir þurfi að ávísa lyfjum af þessu tagi. Hún á núna lyfjaskammt sem dugar henni fram að jólum en eftir það er óvíst hvað tekur við. „Ég veit satt best að segja ekki hvað gæti þá gerst. Hvernig sjúk- dómurinn muni þróast áfram ef hún fær ekki lyfin sín,“ segir móðir ungu konunnar sem ekki vill koma fram undir nafni. Geðhvörf 2 einkennast m.a. af tals- verðum sveiflum í hegðun. Sjúk- dómnum er lýst á vefsíðunni Per- sona.is og þar segir m.a. að hann lýsi sér með langvarandi þunglyndi. Inni á milli upplifa einstaklingar með sjúkdóminn oflætistímabil sem vara 3-15 daga, segir á vefsíðunni. Gott líf með aðstoð lyfjanna „Þegar hún er í uppsveiflu, þá pantar hún allt mögulegt af netinu. Hún fær brjálæðislegar hugmyndir og finnst hún geta allt. Hún tekur þá kannski allt úr skápunum en svo hættir hún í maníu, heimilið er þá al- gerlega í rúst og þá fallast henni hendur því hún nær ekki að klára það sem hún byrjaði á,“ segir móð- irin. „Þegar hún fer niður verður hún þunglynd, sinnulaus og sefur gjarn- an í þrjá sólarhringa. Lyfin veita henni stöðugleika og stilla hegðunina af. Þegar hún er ekki á lyfjum er þetta hálfgert spennuástand. Þá er ekkert hægt að vita hvenær eða hvernig þessar sveiflur koma.“ Unga konan er einstæð móðir með tvö börn og hefur með aðstoð lyfjanna tekist vel að halda heimili, sjá um börnin sín og vera á vinnu- markaði. „Hún hefur ekki sýnt sjálfsskaðandi hegðun og gerir í rauninni allt það sem flest fólk gerir og hefur tekist að lifa með sjúk- dómnum vegna þess að hún fær þessi lyf,“ segir móðirin. Hún segir að dóttir sín hafi greinst með sjúkdóminn upp úr tvítugsaldri. Þá hafi áðurnefndur geðlæknir verið nýkominn til landsins og auðvelt hafi verið að komast að hjá honum. Nú sé staðan talsvert önnur og engin leið er að komast að hjá geðlækni fyrr en eftir 6-12 mánuði. „Enginn þeirra er tilbúinn til að skrifa upp á lyfin fyrir hana, enda þyrftu þeir að hitta hana fyrst og fá skýrslurnar um hana. En þeir geta ekki hitt hana vegna þess að hún fær ekki tíma hjá þeim.“ Móðirin segir að þetta óvissu- ástand skapi vanlíðan og kvíða hjá dóttur sinni. „Það hefur áhrif á börnin hennar og á allt líf hennar. Hún hefur sjálf lýst veikindum sín- um þannig að þetta sé eins og að vera á árabát á spegilsléttum sjó, en ef hún taki ekki lyfin þá komi hvirf- ilvindur og hún viti ekki hvort henni takist að halda sér um borð í bátnum eða ekki.“ Meðal þeirra úrræða sem mæðg- urnar hafa kannað er hvort unga konan geti fengið endurnýjun á lyfjaskammti sínum á geðdeild Landspítalans. „Þau sögðust ekki geta hjálpað okkur. Að þau gætu ekki ávísað lyfjum til fólks sem er ekki sjúklingar á deildinni og að við yrðum bara að halda áfram að reyna að fá tíma hjá geðlækni. Sem betur fer er hún ekki nógu veik til að leggj- ast inn á geðdeild, en það þyrfti að vera eitthvert úrræði þar sem fólk í hennar stöðu getur fengið endurnýj- un á geðlyfjum sínum án þess að vera með fastan geðlækni.“ Mismunað eftir sjúkdómum - Kom það ykkur á óvart hversu erfitt er að komast að hjá geðlækni? „Já, heldur betur. Þar sem fyrrver- andi geðlæknirinn hennar kom henni ekki að hjá öðrum lækni, þá datt henni ekki annað í hug en að þetta væri lítið mál.“ - Hver væri óskastaðan í þessum aðstæðum? „Auðvitað ætti dóttir mín að hafa greiðan aðgang að sérfræðilækni eins og fólk með aðra sjúkdóma. Fólk með krabbamein fer til krabba- meinslæknis og hjartveikt fólk til hjartalæknis. Það ætti ekkert annað að gilda um fólk með geðsjúkdóma. Fólk sem hefur fengið greiningu á sjúkdómi sínum á að geta fengið nauðsynleg lyf án þess að þurfa að hringja út um allan bæ og leita sér að lækni. Við vitum að þessir sjúk- dómar eru lífshættulegir, það hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu. En það er ekki nóg að ræða málin, þjónustan verður að vera til staðar.“ Embætti landlæknis tók síðast saman upplýsingar um biðlista hjá geðlæknum fyrir tveimur árum. Í skriflegu svari frá embættinu kem- ur fram að nýrri upplýsingar liggi ekki fyrir, en það sé þekkt að biðlist- arnir séu langir. Þar kom líka fram að meginreglan sé sú að lyfjaendurnýjun geti farið fram á heilsugæslu. Lyfjaávísanir frá sérfræðingum séu skráðar í lyfjagátt og allir læknar geti þannig séð hvaða lyf fólk hafi tekið. Á þessu geti þó verið undantekningar. Fær hvorki lækni né lyf  Kona með geðhvörf fær ekki lyf sín endurnýjuð eftir að læknir hennar hætti með stofu sína  Um árs bið eftir öðrum geðlækni  Óvissuástand veldur kvíða Thinkstock.com Geðsjúkdómar Móðir konu með geðhvörf 2 gagnrýnir lélegt aðgengi að geðlæknum. „Fólk sem hefur fengið grein- ingu á sjúkdómi sínum á að geta fengið nauðsynleg lyf án þess að þurfa að hringja út um allan bæ,“ segir hún. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar í Kópavogi á næsta ári, sjöunda árið í röð. Hlut- fallið fer úr 0,23% í 0,22%. Þá lækkar álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði úr 1,6 í 1,5%. Kemur þetta fram í frumvarpi að fjárhags- áætlun Kópavogsbæjar sem lögð verður fram til fyrri umræðu í bæj- arstjórn í dag, þriðjudag. Fjárhagsáætlunin er unnin í sam- starfi allra flokka í bæjarstjórn. Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verður rúmlega 600 milljónir kr. á næst ári, samkvæmt áætluninni. Skuldahlutfall heldur áfram að lækka og verður 119% við lok árs 2019 en það var 175% á árinu 2014. Niðurgreiðsla lána heldur áfram og lýkur greiðslum af óhag- stæðum lánum sem tekin voru í hruninu. Þjónusta verður aukin, meðal ann- ars með áherslu á fyrirbyggjandi starfsemi. Börn og foreldrar fá fræðslu og sjónum er sérstaklega beint að snemmtækri íhlutun og stuðningi, til dæmis vegna kvíða barna. Framlög til málefna fatlaðra verða aukin. Ráðist verður í byggingu húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs við Álfhólsskóla og hafist handa við bygg- ingu sambyggðs grunn- og leikskóla við Skólagerði á Kársnesi. Vegna þéttingar byggðar á Kársnesi og í Smáranum verður ráðist í umtals- verðar gatnagerðarframkvæmdir. Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Skuldir halda áfram að minnka og rekstrarafgangur eykst. Létta skött- um af at- vinnuhúsum  Skuldir Kópavogs lækka á komandi ári Ísland skorar hæst allra landa á ný- legum listum yfir öruggustu lönd í heiminum. Samkvæmt úttekt vefsíð- unnar Which? er Ísland öruggasta land í heimi í margvíslegum skiln- ingi. Vefmiðillinn tekur mið af fjórum þáttum: glæpatíðni, líkum á náttúru- hamförum, sjúkdómahættu og hryðjuverkaógn. Þegar tillit er tekið til alls þessa skarar Ísland fram úr. Athygli vekur að Ísland er í öðru sæti allra landa þegar mæld er áhættan vegna náttúruhamfara. Öruggari en Ísland í þessu tilliti er aðeins eyjan Barbados. Annars er fólk skv. þessu hvergi óhultara fyrir náttúruhamförum en á Íslandi. Þá er Ísland í fyrsta sæti hvað varðar litla tíðni alvarlegra ofbeld- isglæpa. Þar á eftir koma Sameinuðu arabísku furstadæmin, með sína vin- sælu ferðamannastaði fyrir Evrópu- búa, eins og Dubai og Abu Dhabi. Sameinuðu arabísku furstadæmin skora einnig hátt í öðrum þáttum og eru almennt talin öruggur staður til að ferðast. Meðal landa sem fengu mjög lága einkunn í öryggismati voru Suður-Afríka og Tyrkland. Þessi ríki vermdu neðstu sætin á list- unum sem Which? tók saman. Ísland öruggasta land í heimi  Í öðru sæti við mat á náttúruhamförum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.