Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Reykjavíkurborg leggst gegn tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vík- urgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðborg Reykjavíkur. Þetta kom fram á fundi borgarráðs sl. fimmtu- dag þar sem kynnt var svar borgar- lögmanns við tillögunni. Í umsögn borgarlögmanns kemur fram að Minjastofnun færir þrjár röksemdir fyrir tillögu sinni um frið- lýsinguna. Í fyrsta lagi að sam- kvæmt gildandi aðaluppdráttum sé gert ráð fyrir að aðkoma slökkviliðs að nýju hóteli verði innan lóðar- marka Víkurgarðs. Í öðru lagi að annar af tveimur aðalinngöngum hótelsins snúi út í Víkurgarð sem hafi það í för með sér að aðkomuleið hótelgesta muni liggja um garðinn. Í þriðja lagi að Reykjavíkurborg hafi gefið út afnotaleyfi til framkvæmda- aðila án heimildar Minjastofnunar. Borgarlögmaður segist draga í efa að tillaga Minjastofnunar um friðlýsingu sé besta leiðin til að ná fram því sameiginlega markmiði að frágangur Víkurgarðs sé til sóma, og einnig að hún sé nauðsynleg eða byggð á nægilega traustum laga- grunni. Varðandi fyrsta atriðið sé nú ákveðið að fundin verði ný aðkomu- leið slökkviliðs innan lóðarmarka hótelbyggingarinnar og gefi því um- rætt atriði ekki tilefni til friðlýsing- ar. Um annað atriðið sem Minja- stofnun nefnir segist borgarlög- maður ekki sjá hvaða rask eða spilling á minjum fylgi innganginum enda sé hann innan lóðarmarka hót- elsins. Sú ráðstöfun að hafa einn af inngöngum hótelsins frá Víkurgarði hafi komið til sögu að kröfu Alþingis sem vildi ekki að inngangur yrði frá Kirkjustræti. Þá segir borgarlög- maður að leyfið sem veitt hafi verið framkvæmdaaðila til að nota hluta Víkurgarðs sem athafnasvæði sé tímabundið og feli ekki í sér jarð- rask. Ennfremur segir borgarlög- maður að friðlýsing sé viðurhluta- mikið inngrip í þinglýst eignar- réttindi borgarinnar sem takmarki verulega afnot og umráð yfir þeim. Borgin telji að hvorki séu til staðar málefnaleg sjónarmið né lögmætur grundvöllur til þess að heimilt sé að friðlýsa Víkurgarð. Bréf heiðursborgara kynnt Á borgarráðsfundinum var einnig kynnt bréf heiðursborgara Reykja- víkur þar sem því er mótmælt að reist verði hótel í Víkurgarði, „ein- um elsta kirkjugarði og helgistað í höfuðborginni,“ eins og komist er að orði. Við umræðurnar létu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins bóka að lítil virðing hefði verið borin fyrir hinum forna Víkurkirkjugarði í miðborg Reykjavíkur í gegnum tíð- ina. „Garðurinn var áður til prýði en hefur horfið undir bílastæði, stein- hellur, lagnir og söluvagna. Nú liggja fyrir áform um friðlýsingu og það ferli ber að virða. Mikilvægt er að raska ekki garðinum meira en nú er og stefna á að umgjörð Víkur- kirkjugarðs verði með þeim hætti að hæfi þessum merka og forna reit,“ segir í bókun þeirra. Borgin leggst gegn friðun Víkurgarðs  Borgarlögmaður hafnar rökum Minjastofnunar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Friðlýsing Það var í október sem Minjastofnun hóf undirbúning að friðun Víkurgarðs (Fógetagarðs). Albert Kemp Fáskrúðsfirði Haldið var upp á 140 ára afmæli kirkjunnar á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði um helgina. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur leiddi messuna en pró- fastur Austurlandsumdæmis, sr. Davíð Baldursson, hélt hátíðarræðu þar sem hann fjallaði meðal annars um þann vanda sem steðjar að ung- mennum á Íslandi og hvað kirkjan gæti látið gott af sér leiða í þeim mál- um. Sagði hann að það væri nú svo, að oftar en ekki hefði guðsorð hjálpað í mörgum erfiðum málum hér á landi. Varð Davíð tíðrætt um ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, í hruninu þegar hann bað guð að hjálpa Íslendingum í þeim voða sem þá var framundan. Hafði hann orð á því að þau orð hefðu verið túlk- uð á annan veg. Við athöfnina las Berglind Agnars- dóttir m.a. upp samantekt Ingigerðar Jónsdóttur um sögu presta staðarins frá upphafi, en prestar hafa margir setið staðinn mjög lengi. Kirkjunni hefur verið sýndur sómi í gegnum tíð- ina og einnig nú í seinni tíð. Er hún nokkurskonar stofustáss sem vel er farið með. Morgunblaðið/Albert Kemp Vel með farin Kirkjan á Kolfreyjustað er 140 ára gömul um þessar mundir. Haldið upp á 140 ára kirkjuafmæli  Vel farið með kirkjuna á Kolfreyjustað Prestarnir Davíð Baldursson og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. SMÁRALIND www.skornirthinir.is VATNSHELDIR SKÓR Lytos Cosmic Run er léttur alhliða útivistarskór Verð 22.995 Stærðir 36 - 47 Innsóli: Anatomico Ortholite Sóli: Vibram Skyrunning Advanced Þyngd: 361 gr (í stærð 42) Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Dömubuxur Kr. 5.900 Str. 38-56 • Litur: Svartur Fjöldi undirskrifta undir Ákall til stjórnvalda vegna málefna sjúkra- húss SÁÁ á Vogi var að nálgast 18 þúsunda markið í gærkvöldi. Í undirskriftunum felst stuðningur við þá ósk að stjórnvöld auki þegar í stað framlög til sjúkrahússins á Vogi um 200 milljónir kr. til að út- rýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð. Bent er á að fíknsjúkdómar eru ein alvarlegasta heilbrigðisvá sem samfélagið stendur frammi fyrir. Enginn sjúkdómur leggi jafn margt ungt fólk að velli. Fram kemur að framlög til SÁÁ hafi verið skorin niður. Að jafnaði séu 600 manns á biðlista eftir meðferð á Vogi. Taka þurfi við 8 einstaklingum á dag í stað 6 til að útrýma þessum biðlista. Undirskriftirnar eru á akall.is og hófst átakið með tónleikum í Há- skólabíói sl. fimmtudagskvöld. Morgunblaðið/Hari Ákall Bubbi var meðal þeirra listamanna sem fram komu á tónleikum SÁÁ. Nærri 18 þúsund kalla stjórnvöld til aðstoðar Vogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.