Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Vörurnar frá tetesept fást á eftirfarandi stöðum: Akureyrarapótek, Austurbæjar apótek, Heilsuver, Íslandsapótek og Reykjanesapótek. EKKI láta haustið ná þér fundur í Súðavík um aðalskipulag sveitarfélagsins til 2030 og mættu 30-40 manns á fundinn. Að sögn Péturs sveitarstjóra hefur upp- bygging við Langeyri verið rædd ítrekað í sveitarfélaginu síðan 2014 og málið því vel kynnt íbúum í Súðavíkurhrepppi. Áhugi á Álftafjarðargöngum „Flestir þætti Langeyrarverkefn- isins liggja fyrir og á fundinum var ýmislegt annað ofar í hugum fólks. Meira var til dæmis rætt um hvar heppilegt væri að hafa ganga- munnann á væntanlegum Álfta- fjarðargöngum. Í hugum manna er ekki spurning hvort þau komi held- ur hvar þau eigi að vera. Í þeim efnum var einkum rætt um að fara upp Sauradalinn upp af þorpinu eða við Dvergastein þrjá kílómetra fyrir utan þorpið,“ segir Pétur. vegna kalkþörungaverksmiðjunnar verði í krika Langeyrar, skammt innan þorpsins við Álftafjörð. Þar er fyrirhuguð vinnsla þörunga úr Ísafjarðardjúpi á vegum Íslenska kalkþörungafélagsins, sem vinnur kalkþörunga á Bíldudal og áformar einnig slíka vinnslu í Stykkishólmi. Pétur segir að verkefnið sé stærsta einstaka atvinnurþróunarverkefni á norðanverðum Vestfjörðum, að lax- eldi undanskildu, og mun skapa 40 bein og óbein störf samkvæmt skýrslu KPMG um verkefnið. Fjórir kostir voru til skoðunar og greindi Vegagerðin valkostina og kostnaðarmat með tilliti til hafnar- gerðar. Í fundargerð bæjarstjórnar Súðavíkurhrepps kemur fram að samkvæmt könnun á kostum og göllum staðsetninga sé krikinn við Langeyri talinn hagkvæmastur. Á laugardag var haldinn íbúa- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kostnaður við hafnarkant, landfyll- ingu og grjótvarnargarð í Súðavík svo svæðið verði tilbúið til að hefja þar byggingu kalkþörunga- verksmiðju er áætlaður hátt í 500 milljónir króna. Að sögn Péturs G. Mark- an, sveitarstjóra í Súðavíkur- hreppi, má áætla að 280 milljónir færu í hafnar- kant sem yrði styrkhæfur af hálfu ríkisins. Það sem eftir stendur kæmi í hlut sveitarfélagsins og seg- ist Pétur reikna með að kostnaður hreppsins gæti orðið 250-300 millj- ónir króna. Sterk fjárhagsleg staða „Í svona stóru verkefni kemur alltaf eitthvað upp á og því finnst mér eðlilegt að miða við hærri töl- una til að hafa borð fyrir báru,“ segir Pétur. „Þetta er stórt verk- efni, sem hefur ákveðna breytingu í för með sér á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en myndi tryggja stöðu þorpsins. Við tókum meðvit- aða ákvörðun 2014 þegar glitti í góðæri að safna fé og fara ekki í framkvæmdir meðan unnið væri að nýjum verkefnum. Það hefur leitt til þess að fjárhagsleg staða okkar er sterk.“ Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur mælt með að framkvæmdir Morgunblaðið/Golli Súðavík Mörg störf myndu skapast með starfsemi kalkþörungaverksmiðju á staðnum. Ný verksmiðja breytir atvinnuháttum í Súðavík  Undirbúningsframkvæmdir gætu kostað hálfan milljarð Pétur G. Markan Gert er ráð fyrir byggingu fjölnota íþróttahúss við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi, samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sem lögð var fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu á fundi fyrir helgi. Gert er ráð fyrir 450 milljóna króna fjárveit- ingu í verkefnið á árunum 2021 til 2022. Mikið var rætt um þetta verk- efni fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar og er sveitarstjórnarfólk að bregðast við því. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um þessa fram- kvæmd og óvíst hvort húsið lítur dagsins ljós á þessum árum. Þrjú stór verkefni eru á dagskrá sveitarfélagsins, áður en kemur að fjölnota íþróttahúsi. Það eru viðbygg- ing við grunnskólann í Borgarnesi og lagfæringar á húsnæði skólans sem nú er unnið að, bygging nýs leikskóla á Kleppjárnsreykjum og lagfæringar á húsi skólans og lagning ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins. Athuga með flýtingu Viðbygging grunnskólans í Borg- arnesi er fjárfrekasta verkefnið. Framkvæmdir hófust á síðasta ári og standa til ársins 2021. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri segir að verið sé að athuga möguleika á því að stytta framkvæmdatímann til að draga úr umróti og hafa samfellu í verkinu. Gert er ráð fyrir byggingu leikskólans Hnoðrabóls á Klepp- járnsreykjum á næsta ári og ljúka endurbótum á húsnæði skólans í framhaldinu. Borgarbyggð hefur sótt um styrk úr verkefninu Ísland ljóstengt til að leggja ljósleiðara í dreifbýlið á næstu þremur árum. Þá hefur tilboði í lagn- ingu ljósleiðarans verið tekið. Lagt verður á hámarksútsvar á næsta ári, eins og verið hefur. Hins vegar verður álagningarhlutfall fast- eignaskatts lækkað, bæði á íbúðar- húsnæði og atvinnuhúsnæði. helgi@mbl.is Nýtt íþrótta- hús á dagskrá  Miklar framkvæmdir í Borgarbyggð  Fjárfest í skólahúsnæði og ljósleiðara Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Fjárhagsáætlun næsta árs er til umræðu í bæjarstjórn. Pólverjar búsettir á sunnanverðum Vestfjörðum efndu til mikillar há- tíðar í samkomuhúsinu á Patreks- firði sl. sunnudag til að minnast þjóðhátíðardags Póllands og að 100 ár eru liðin frá því að Pólverjar fengu sjálfstæði. Pólland varð sjálfstætt ríki í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, raunar á sjálfan friðardaginn 11. nóv- ember 1918. Á samkomunni á Pat- reksfirði var saga dagsins sögð í stuttu máli og sungin ættjarðarlög frá Póllandi. Mætti fólk víðsvegar að af sunn- anverðum Vestfjörðum og voru Pólverjar ánægðir með hversu margir Íslendingar tóku þátt í há- tíðarhöldunum með Pólverjum sem búsettir eru á svæðinu. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Þjóðhátíð Sungnir voru pólskir ættjarðarsöngvar í samkomuhúsinu. Fögnuðu sjálfstæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.