Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Framleitt úr vistvænum virkum efnum sem brotna hratt niður í náttúrunni. UNDRAVÖRUR fyrir bílinn þinn Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bankar verða við lýði lengi enn, að mati Chris Skinner, ráðgjafa, blogg- ara og sérfræð- ings í fjártækni- lausnum, sem hélt erindi á ráðstefnu Meniga í Hörpu á dögunum, undir yfirskriftinni Fin 42. Meginástæð- an er sú að hans sögn að bankar veita öryggi. Skinner, sem sagðist í byrjun erindis síns nánast búa í ferðatösku þessi misserin, þar sem hann ferðast heimshorna á milli til að halda fyrirlestra og veita ráð- gjöf um fjártæknilausnir, sagði að það væru unglingar, eins og hann orðaði það, sem væru að breyta bankaheiminum með því að skrifa tölvukóða. Hann bætti því við að fjár- tækni væri sameiningarafl, þar sem unga fólkið og hið eldra kemur sam- an. „Bankar eru farnir að þykja gamlir og krumpaðir, en þeir vilja passa að allt sé öruggt og gott. Svo kemur unglingurinn og vill breyta hlutunum, og hrista upp í þeim. Þannig er samband fjártækni og hefðbundinna banka í dag,“ sagði Skinner í erindi sínu. Tæknifólk ekki í stjórnum Hann benti á máli sínu til stuðn- ings að í dag væru 94% banka ekki með neina stjórnarmenn með reynslu eða menntun úr tæknistörfum. Skinner nefndi ýmis dæmi í erindi sínu til að undirstrika þá tæknibylt- ingu sem er að eiga sér stað í atvinnu- lífinu. Hann sagði til dæmis að 60 terabætum af gögnum væri deilt á netinu á hverri sekúndu, og að net- fyrirtækin, eins og Apple, Alphabet og Microsfot, væru nú orðin verð- mætari en gömlu olíufyrirtækin. „Iðnfyrirtæki eru að breytast í staf- ræn fyrirtæki.“ Skinner sagði að samhliða því að gömlu bankarnir yrðu meira og meira stafrænir fækkaði störfum en markaðsvirðið hækkaði á móti. „Bankar sem ná að aðlagast breyt- ingum munu lifa af. Ef þeim tekst það ekki, þá kemur einhver annar og yf- irtekur þá.“ Fram kom í erindi Skinners að risabankinn JP Morgan eyði tíu milljörðum bandaríkjadala í tækni á ári, og hafi fækkað starfsfólki um þriðjung á undanförnum árum. „JP Morgan-hugbúnaður gerir í dag á nokkrum sekúndum það sem áður tók 360 þúsund klukkutíma hjá lög- fræðingum.“ Vélar ekki með tilfinningar Skinner sagði að tæknin kæmi þó aldrei í staðinn fyrir allt sem gert er í bönkum, og nefndi þar sem dæmi að gervigreind gæti aldrei komið í stað samruna og yfirtöku. „Það er ekki hægt að sjálfvirknivæða tilfinningar. Vélarnar geta ekki lært samlíðun, sköpunarmátt og verið listrænar t.d. Þær hafa ekki sál eins og við.“ Bankarnir verða áfram við lýði  Ráðgjafi segir fjártæknina sameina hið gamla og hið nýja Fjártækni Yfir 200 bankastarfsmenn frá yfir 20 löndum, til að mynda frá Santander, Swedbank, Unicredit, Nordea, BPCE, Intesa, Tangerine, Monzo og íslensku bönkunum, voru meðal gesta á Fin 42 ráðstefnu Meniga á dögunum. Morgunblaðið/Hari Bankar » Gervigreind og vélmenni geta ekki komið í stað mannanna að öllu leyti. » JP Morgan eyðir milljörðum dala á ári í tækni. » Byrjað er að græða örflögur í fólk, sem hægt er að nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu. 192.800 einstaklingar fengu greidd laun á Íslandi á 12 mán- aða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018. Á sama tímabili voru launagreiðendur 18.127 tals- ins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Þannig hefur launþegum fjölg- að um 6.900, eða 3,7%, miðað við 12 mánaða tímabil ári fyrr, og launagreiðendum um 645, eða 3,7%, frá síðustu 12 mánuðum þar á undan Heildarfjöldi starfandi var 213.295 í júlí 2018, sem er 2,3% aukning frá sama mánuði ári áð- ur. Þá eru taldir með launþegar, eigin atvinnurekendur sem reikna sér endurgjald og fólk í fæðingarorlofi, eins og útskýrt er á vef Hagstofunnar. tobj@mbl.is Launþeg- um fjölgað um 3,7%  Launagreiðendur í ágúst voru 18.127 13. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.65 122.23 121.94 Sterlingspund 158.24 159.0 158.62 Kanadadalur 92.12 92.66 92.39 Dönsk króna 18.485 18.593 18.539 Norsk króna 14.394 14.478 14.436 Sænsk króna 13.405 13.483 13.444 Svissn. franki 120.74 121.42 121.08 Japanskt jen 1.068 1.0742 1.0711 SDR 168.25 169.25 168.75 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0878 Hrávöruverð Gull 1219.05 ($/únsa) Ál 1963.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.87 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu um 4,8% í viðskiptum gærdagsins og námu viðskipti með þau 165 milljónum króna. Líkt og síðustu daga voru langmest við- skipti með bréf Icelandair Group og námu þau 470 milljónum króna. Hækkuðu bréf félagsins um 0,9% í við- skiptunum. Bréf Heimavalla lækkuðu mest í við- skiptum gærdagsins og nam lækkunin 1,8%. Hafa bréf félagsins nú lækkað um tæp 22% frá því að það var skráð á markað í lok maí síðastliðins. Er mark- aðsvirði þess nú 12,3 milljarðar króna og er það aðeins 1,7 milljörðum verð- mætara en minnsta félagið á aðallista Kauphallarinnar, Origo. Eigið fé Heima- valla í lok september síðastliðins nam 18,7 milljörðum króna. Eimskipafélagið tók stökk í Kauphöllinni Hagnaður fasteignafélagsins Reita nam 1,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi ársins en var 1,6 milljarðar yfir sama tímabil í fyrra. Hreinar leigutekjur jukust um 29 milljónir frá því sem var á sama ársfjórðungi í fyrra og námu nú 1.998 milljónum króna. Matsbreytingar fjárfestingar- eigna voru jákvæðar sem námu 1.192 milljónum og hækkuðu um 164 milljónir króna á þriðja árs- fjórðungi 2017. Ástæða minnkandi hagnaðar er hins vegar mikil hækkun fjármagnsgjalda. þau námu 1.478 milljónum á fjórðungn- um en höfðu staðið í 945 milljónum yfir sama tímabil í fyrra. Nemur hækkunin 533 milljónum króna. Hagnaður Reita á fyrstu níu mán- uðum ársins nemur ríflega 1,5 milljörðum og dregst saman um tæpa 2,8 milljarða króna. Þar munar langmest um minni hækkun á virði fjárfestingareigna. Nemur hækkunin það sem af er ári 731 milljón króna en á sama tíma í fyrra hafi matsbreytingarnar verið jákvæðar um 2,9 milljarða króna. Hins vegar hafa fjármagnsgjöldin einnig hækkað mikið eða um rétt rúman milljarð. Nema þau tæpum 4,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Eignir Reita í lok september síðastliðins voru 142 milljarðar króna og höfðu þær aukist um ríflega 7 milljarða frá áramótum. Eigið fé félagsins stóð í 48,3 milljörðum í lok þriðja árs- fjórðungs, samanborið við 49,3 milljarða í árslok í fyrra. Eigin- fjárhlutfallið er 33,5%. Skuldir félagins standa nú í tæp- um 79 milljörðum króna og hafa á árinu aukist um ríflega 3,5 millj- arða. Hagnaður Reita dregst saman  Matsbreytingar 1,2 milljarðar króna Morgunblaðið/Eggert Fermetrar Verslunarmiðstöðin Kringlan er meðal stærstu Reita. STUTT Chris Skinner

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.