Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Notkun á ættfræðivefnumÍslendingabók sló nýttmet fyrir síðustu helgi.Umferðin slagaði í að vera tvöfalt meiri en hún er venju- lega, að sögn Þórðar Kristjáns- sonar, kerfisfræðings hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Venjulega eru notendur um 3.000 á dag en á fimmtudag og föstudag voru þeir um 5.300 hvorn dag. Fleiri nýir not- endur skráðu sig en venja er og eins notuðu margir rafræn skilríki, sem er nýr möguleiki, en þeir koma ekki fram í talningum með sama hætti og þeir sem sækja um notandanafn og lykilorð. Notendur að Íslendingabók eru nú tæplega 231 þúsund talsins. Rúmlega 400 manns sóttu op- inn fræðslufund ÍE í höfuðstöðvum fyrirtækisins á laugardaginn var. Efni fundarins snerist um Íslend- ingabók og ættfræðiáhuga þjóð- arinnar. Tilefnið var nýtt útlit Ís- lendingabókar. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, var fundarstjóri og fjallaði einnig um Íslendingabók sem verkfæri við vísindarannsóknir. Ármann Jakobsson, prófessor og rithöfundur, flutti erindi sem hann kallaði „Ég em son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis“ og ræddi um hvers vegna allar þessar ættartölur væru í fornum sögum. Guðrún Nor- dal, forstöðumaður Árnastofnunar, flutti erindi sem hún nefndi „Með ættfræði á heilanum“. Í lok fund- arins svöruðu fyrirlesararnir spurn- ingum fundargesta. Margir nýir möguleikar Þórður kerfisfræðingur gerði grein fyrir breytingunum sem gerð- ar voru á Íslendingabók og opnaði hana formlega á fundinum. Hann sagði að flestir kæmu inn á Íslend- ingabók til að leita og því er leit- arglugginn það fyrsta sem mætir notandanum nú. Einnig eru upplýs- ingar um notandann komnar á for- síðuna, hlekkur á framætt hans þar sem hægt er að skoða ættartréð bæði lóðrétt og lárétt. Þá er þar að- gengileg tölfræði um ætt notandans og er byggt á upplýsingum um lang- afa og langömmur notanda og af- komendur þeirra. Hægt er að sjá al- geng nöfn í ættinni, skoða fjölda og aldur ættingja, hver er elstur núlif- andi ættingja eða yngstur, hvaða ættingjar hafa náð hæstum aldri og hver fjöldi karla og kvenna er í ætt- inni. Eins er hægt að skoða hvar ættingjar notandans eru fæddir. Allt þetta er hægt að skoða hvort heldur í báðum ættum eða móð- urætt eða föðurætt. Á meðal annarra nýjunga er að notendur geta nú skráð sig inn á Ís- lendingabók með rafrænum skilríkj- um. Gömlu notendanöfnin og lykil- orðin eru áfram í fullu gildi. Önnur nýjung er sú að notendur geta nú sett inn myndir af sjálfum sér og gengnum forfeðrum og fleiri myndir sem tengjast nánustu ættingjum. Í gær höfðu notendur þegar sett inn um 3.500 myndir af sér og ætt- ingjum sínum. Einnig geta notendur sett inn æviágrip sín og genginna forfeðra. Nýtt viðmót Íslendingabókar birtist notendum á mánudag í síð- ustu viku, að sögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa ÍE. Reglulegir notendur voru því margir búnir að sjá og prófa nýja viðmótið þegar fundurinn var haldinn á laugardag. Til að gerast notandi að Ís- lendingabók þarf að hafa ís- lenska kennitölu. Þórður sagði aðspurður að ekki hefði verið tekin nein ákvörð- un um að rýmka það skilyrði. Íslendingabók - bók allra landsmanna 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþjóðlegirviðburðireru oft brúkaðir til að slá pólitískar keilur. Það sást þegar aldarafmæli loka fyrri heimsstyrjaldar var fagn- að. Þær raddir heyrast í Bandaríkjunum að Macron for- seti hafi þá veitt Trump forseta óvænta fyrirsát. Macron hafði áður lagt til að stofnaður yrði evrópskur her sem yrði fær um að verja álf- una gegn Rússlandi, Kína og jafnvel Bandaríkjunum! Meld- ingin er mjög sérstök. Frakk- land er í hópi stærri aðildar- ríkja Nató sem verja ber Evrópu og Bandaríkin. Stundum er látið eins og Trump sé andsnúinn Nató og vísað til kröfu um að Natóríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart því. En sú hugmynd að stofna her til að verja Evr- ópu fyrir árás Bandaríkjanna er meira en furðuleg, og eins hitt að setja hana fram á þess- um tíma. Í því hlýtur að felast að leggja Nató niður því varla er stofnaður her við hlið Nató til að verjast Rússum, Kínverj- um og Bandaríkjamönnum. Það væri snúið verkefni þótt þessi ríki mættu ekki samtímis að galopnum landamærum ESB. Og ekki einfaldast verk- efnið við að Bretar, mesta her- veldi ESB, eru á leið út úr sam- bandinu, en Bretland og Bandaríkin eru ríkin sem björguðu Þjóðverjum, Ítölum og Frökkum út úr heimsstyrj- öldum. Þegar Trump var lentur í Frakklandi gat hann ekki leynt undrun sinni við franska for- setann út af orðum hans. Á fundi forsetanna var sléttað yfir þessi óþægindi og franski forsetinn sagði þau á misskiln- ingi byggð. Í undarlegri ræðu sem forsetinn flutti við hátíðar- höldin virtist hann enn leggja til Trumps þegar hann fann að þeim sem kölluðu sjálfa sig „nationalist“ en það hafði Trump gert fyrir fáeinum vik- um. Og menn spurðu enn við hvern annan en Trump gat Macron átt þegar hann sagði, í enskri þýðingu: „Patriotism is the exact opposite of nation- alism. Nationalism is a be- trayal of patriotism by saying „our interests first, who cares about the others.““ Þeir sem taka upp þykkjuna fyrir Trump vestra benda á að sé hinn vinstrisinnaði banda- ríski alþjóðarisi Google spurð- ur um hvað sé „nationalism“ svari hann „patriotic feeling, principles or efforts“. Nú vita allir sem flýja í sínu tímahraki á náðir Google að þar er ekki að finna altækt svar og ekki spyrja menn oft án þess að fá ólík svör. Enda er það ekki málið sem er áhugavert í þessu sambandi. Af leið- togum helstu stór- ríkja Evrópu þá hefur Macron verið sá sem hefur fram til þessa hallað sér hvað þéttast að Donald Trump. Trump er Bretavinur frá gamalli tíð. Móðir hans, Mary Anne Mac- Leod, var skosk og kom bláfá- tækur flóttamaður til Banda- ríkjanna og fann þar starf sem vinnukona og bjó við þröngan kost þar til Fred bankaði upp á. Á meðan Obama hótaði breskum almenningi í tengslum við kosningar um Brexit lofaði Trump því að skipa þeim viðskiptalega í fremstu röð. Hvenær sem tískubylgjur heimta að leiðtog- ar æsi sig upp gegn Trump hef- ur Theresa May hoppað á þann vagn og það var með naum- indum að hún treysti sér til að fá forsetann í opinbera heim- sókn. Macron bauð Trump að standa við hlið sér þegar hann fagnaði 14. júlí á Bastillutorg- inu, sem Trump mat mikils. Af hverju þá þetta núna? Fylgi Macrons hefur hrunið heima fyrir. Hann virðist veðja á að það geti hjálpað sér að standa uppi í rauðbleiku hári. Kannski, en þó er ekki víst að það dugi. Og árekstrarefnin eru umdeilanleg. Hann hnýtti beint og varla undir rós í ein- kunnarorð forsetans „America first“. Hvaða stjórnmálamaður treystir sér ekki til að segja í kosningabaráttu að hann setji land sitt og þjóð í fyrsta sæti? Macron virtist einnig skjóta á Ungverja, Pólverja og Ítali í sömu mund og hann lagði til Trumps. Og þess vegna er spurt: Hvað setur hann sjálfur í sitt fyrsta sæti? Alþjóðavæð- ingu? Evrópusambandið? Og kemur þá Frakkland númer þrjú. Og svo er hann spurður: Hvar liggja þínar skyldur og við hvern? Hverjir kusu þig? Hinir ofsaríku furstar stórfyr- irtækjanna? Voru það þeir í Brussel eða kjósendur í öðrum löndum ESB? Öll þín loforð voru gefin Frökkum. Þeirra at- kvæði réðu þínum frama. Frakklandsforseti er aðeins ábyrgur gagnvart þeim, þótt hann vilji eiga góð samskipti við aðra. Enginn efast um að Pútín gæti rússneskra hagsmuna og Xi gæti kínverskra hagsmuna. Þjóðverjar telja að hagsmunir ESB fylgi í meginatriðum þýskum hagsmunum, allt frá ryksugum og upp úr. Og nú hefur Macron skammað Trump fyrir að setja bandaríska hags- muni í öndvegið. Þýða yfirlýs- ingar Macrons að hann skilji Frakkland eftir munaðarlaust? Hrynur fylgið þess vegna? Sérkennilegar yfir- lýsingar Macrons forseta valda heila- brotum} Vinir upp á kant? Í nýlegum leiðara Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur í Stundinni sem bar titilinn „Réttur reiðra karla“ er farið yfir mörg dæmi þess sem þolendur of- beldis þurfa að ganga í gegnum. Neðst í leiðaranum er stutt útskýring sem mig langar til þess að fjalla um. Útskýringin er þessi: „Hér er talað um konur, en átt við alla þá sem hafa þurft að berjast við úrsérgengnar og afdankaðar hugmyndir um ofbeldi og kúgun, hvort sem það eru konur, karlar eða lítil börn. Talað er um karla sem gerendur, jafnvel þótt konur geti líka verið gerendur, af því að lang- oftast eru þeir karlar. Með því er ekki sagt að allir karlar komi fram með þessum hætti.“ Það hafa ekki allir upplifað ógn sem hluta af daglegu lífi sínu. Þeir sem hafa gert það ættu að geta sett sig í þau spor sem leiðarinn bendir á. Þeir sem hafa ekki gert það ættu að staldra við og rifja upp einstök dæmi þess að hafa upplifað ógn og ímynda sér þá tilfinningu dag eftir dag. Ef einhver þarf hjálp til þess að finna þá tilfinningu þá hafa örugglega allir upplifað þá vanmáttartilfinningu sem barn finnur gagnvart eldri og stærri krökkum sem geta gert hvað sem er, hvenær sem er. Það er sama tilfinning og maður upplifir í einelti og er örugglega mjög lík þeirri tilfinningu sem fólkið í leiðara Ingibjargar upplifir þegar því finnst það þurfa að flýja land. Maður upplifir ekki bara ógn frá þeim sem maður þekkir sem gerendur heldur er vantraustið al- mennt. Tilfinningin er að hver sem er gæti tekið upp á því að beita ofbeldi, hvenær sem er. Auðvitað veit maður að það er ekki rétt en mann grunar það því að enginn hjálpar. Allir eru meðvirkir með gerendunum. Málið er ekki að ofbeldið sé öllum að kenna heldur að allir eru mögulegir gerendur í augum þol- enda, annaðhvort sem gerendur eða stuðn- ingsmenn. Traustið er ekki fyrir hendi af því að það er ómögulegt að greina á milli þeirra sem beita ofbeldi og þeirra sem gera það ekki. Þess vegna er það fáránlegt að þegar þeir sem beita ofbeldi eru opinberaðir þá sé þeim hjálp- að; þá virki varnarbandalagið. Slíkur öfug- snúningur ýfir bara enn frekar upp ógnina. Staðfestir að ofbeldið er allra. Að grunurinn að allir séu mögulegir gerendur sé réttur. Þess vegna hljóma orð þolenda oft eins og þeim sé beint gegn öllum, af því að tilfinningin er réttilega þannig. Þetta er menningin sem #metoo og önnur vitund- arvakning berst gegn. Varnarmúr ofbeldis sem rís á fæt- ur í krafti hræðslunnar um tilefnislausar ásakanir. Um aftöku án dóms og laga. Varnarmúr sem sendir þolendur burt og býr til sigur fyrir gerendur. Enginn vill tilefn- islausar ásakanir. Enginn vill varnarmúr fyrir gerendur. Stóra vandamálið er ekki ásakanirnar, stóra vandamálið er varnarmúrinn. Við verðum að brjóta hann niður. Björn Leví Gunnarsson Pistill Varnarmúr reiðu karlanna Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Íslendingabók er samvinnuverk- efni Íslenskrar erfðagreiningar ehf. og Friðriks Skúlasonar ehf. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra opnaði Íslend- ingabók í janúar 2003 og var aðgangur ókeypis þá sem nú. Þegar Íslendingabók var opnuð geymdi hún upplýsingar um 700 þúsund einstaklinga, sem sennilega var meirihluti þeirra sem búið höfðu á Íslandi frá landnámi. Nú eru í henni 887.000 einstaklingar bæði hérlendir og fólk af íslensk- um ættum erlendis, m.a. Vestur- Íslendingar. Þegar vefurinn var opnaður 2003 geymdi hann upplýs- ingar um meira en 95% allra Íslendinga sem höfðu verið uppi frá því fyrsta mann- talið var gert árið 1703. 887.000 einstaklingar ÆTTFRÆÐIGRUNNUR Þórður Kristjánsson Ljósmynd/ÍE Ættfræðiáhugi Fundarsalur Íslenskrar erfðagreiningar og önnur fund- arrými voru fullsetin þegar nýtt viðmót Íslendingabókar var kynnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.