Morgunblaðið - 13.11.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.11.2018, Qupperneq 27
formaður 1991-92, var fulltrúi Krabbameinsfélags Íslands í stjórn rannsóknarsjóðs Norrænu krabba- meinssamtakanna 1990-92, sat í stjórn Rannsóknaþjónustu HÍ og for- maður hugverkanefndar HÍ og LSH 2002-2009, fyrsti formaður dokt- orsnámsnefndar heilbrigðisvís- indasviðs HÍ 2014-2017, sat í kæru- nefnd í málefnum nemenda við HÍ, fulltrúi HÍ í stefnunefnd í sameig- inlegum málefnum HÍ og LSH auk formennsku í afreks- og hvatning- arsjóði HÍ. Þórdís var varaformaður Félags háskólakennara 1986-88 og ásamt Sigríði Snævarr, fyrst kvenna til að ganga í Rótarí Reykjavík. Þórdísi voru veitt Nýsköp- unarverðlaun Tækniþróunar hf. (ásamt W. Peter Hoolbrok og Skúla Skúlasyni) 1998; og Verðlaun Int- ernational Association for Dental Research (IADR) og GlaxoSmit- hKline (GSK) fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við munnholssjúkdómum 2005 (ásamt W. Peter Hoolbrok, Halldóri Þormar og Skúla Skúlasyni). Þegar Þórdís er ekki önnum kafin við kennslu, rannsóknir, félags- eða trúnaðarstörf, tekur hún sér bók í hönd, fer í leikhús, eða sinnir útivist og heilsurækt, að ógleymdum barna- börnunum. Fjölskylda Eiginmaður Þórdísar er Eiríkur Örn Arnarson, f. 19.7. 1949, prófessor í sálfræði við læknadeild HÍ og sér- fræðingur í klínískri sálfræði á LSH. Dætur Þórdísar og Eiríks eru 1) Hildur Eiríksdóttir, f. 13.4. 1978, við- skiptafræðingur, gift Guðmundi Birni Árnasyni viðskiptafræðingi og eru barnabörnin Brynjar Örn Guð- mundsson, f. 2004, Björn Ingi Guð- mundsson, f. 2009, og Birta Dís Guð- mundsdóttir, f. 2015; 2) Kristín Björk Eiríksdóttir, f. 19.3. 1984, lyfjafræð- ingur, gift Þresti Þór Guðmundssyni lögfræðingi og eru barnabörnin Tóm- as Þór Þrastarson, f. 2009, og Bjarki Þór Þrastarson, f. 2013. Systkini Þórdísar: Auður Krist- mundsdóttir, f. 26.5. 1951, d. 12.1. 2009, kennari í Mosfellsbæ; Kristín Kristmundsdóttir, f. 22.5. 1954, fé- lagsráðgjafi í Garðabæ, og Hannes Kristmundsson, f. 25.4. 1961, d. 11.10. 1980, nemi, Reykjavík Foreldrar Þórdísar voru Krist- mundur Jakobsson, f. 4.7. 1923, d. 9.8. 2014, loftskeytamaður og símvirki í Reykjavík og k.h., Ástdís Gísladóttir, f. 24.4. 1926, d. 30.9. 1999, húsfreyja í Reykjavík. Kristín Einarsdóttir var í Melbæ í S-Múl. og síðar í Rvík Helgi Hannesson b. á Hjallakoti og á Eyvindarstöðum Kristbjörg Herdís Helgadóttir húsfr. í Rvík Gísli H. Gíslason trésmiður í Rvík Halldóra Eyjólfsdóttir húsfr. og yfirsetukona á Krossi og á Reykjum Gísli Eyjólfsson b. á Krossi, síðar á Reykjum í Mjóafirði Hafliði Ragnarsson konfektmeistari Hafliði Ottósson akarameistari á Patreksfirði b Ragnar Hafliðason bakarameistari í Mosfellsbakaríi Ottó Guðjónsson bakarameistari á Patreksfirði Unnur akobs- dóttir húsfr. í Rvík J Anna Þórdís Bjarna- dóttir A.,fram­ halds- skóla­ kennari og fv. flugfreyja í Rvík MJónÞorgrímur Stefánsson forstj. NetApp Jakob Lofts- son sjóm., dó ungur Helga akobs- dóttir úsfr. á safirði J h Í Jóhanna H. Svein- jarnar- dóttir versl- unar- ona og ritari í Rvík b k Tryggvi Þor- valdsson lyfjafr. og fram- leiðslustj. hjá Cori- pharm Hannes Gíslason trésmíður í Rvík Rann- veig Sandra Sig- urðar- dóttir að- stoðar- seðla- banka- stjóri Auður Ingvars- dóttir tann- smiður í Rvík Þor- björg Friðrika Sig- urðar- dóttir ljósm. í Nes- kaup- stað og húsfr. í Rvík Sól­ veig Gísla­ dóttir húsfr. á Krossi og síðar í Nes- kaup- stað Úr frændgarði Þórdísar Kristmundsdóttur Sigríður Halldórsdóttir húsfr. á Ísafirði Guðjón Magnússon múrari á Ísafirði Þórdís Guðjónsdóttir húsfr. á Ísafirði og í Rvík Jakob Kristmundsson sjóm. á Ísafirði Anna Jónsdóttir húsfr. á Höfða Kristmundur Loftsson b. á Höfða í Skutulsfirði Þórdís Kristmundsdóttir uður Krist­ undsdóttir kennari í Mosfellsbæ A m Kristmundur Magnússon rafvirki á Egilsstöðum Kristín Krist­ mundsdóttir félagsráð- gjafi í Rvík Pétur Örn Eyjólfsson arkitekt og ljósmyndari í Rvík Kristmundur Jakobsson loftskeytam. og símritari í Rvík Ástdís Gísladóttir húsfr. í Rvík Magnús Skaftason Guðjónsson sjóm. á Patreksfirði og í Rvík agna Jóna Magnúsdóttir skrifstofum. í Rvík Sigríður Magnúsdóttir verslunarm. í Rvík Laufey Jóhannsdóttir fv. forseti bæjarstjórnar í Garðabæ og leiðsögum Árni Jóhannsson fyrrv. form. Útivistar Kristján Jóhannsson framkvstj. LS Retail RGuðjón Birgisson skurðlæknir og yfirlæknir við LSH ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Helga Egilson fæddist í NewYork 13.11. 1918. Foreldrarhennar voru Gunnar Eg- ilson, erindreki Íslands á Spáni og víðar, og k.h., Guðrún Pétursdóttir Thorsteinsson húsfreyja. Gunnar var sonur Þorsteins Sveinbjörnssonar Egilson, guðfræð- ings og kaupamanns í Hafnarfirði, bróður Benedikts Gröndal, skálds og menntaskólakennara. Þeir voru syn- ir Sveinbjarnar Egilssonar, rektors og skálds á Eyvindarstöðum á Álfta- nesi og í Reykjavík, og Helgu dóttur Benedikts, yfirdómara og skálds Gröndal. Guðrún var systir Muggs og Katr- ínar Thorsteinsson, húsfreyju í Við- ey, móður Péturs Thorsteinsson sendiherra. Þau voru börn Péturs Jens Thorsteinsson, útgerðarmanns og stórkaupmanns, og k.h. Ástríðar Jóhönnu Guðmundsdóttur, systur Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Þær voru dætur Guðmundar, pró- fasts á Kvennabrekku, móðurbróður Matthíasar Jochumssonar skálds. Eiginmaður Helgu var Rögnvald- ur K. Sigurjónsson píanóleikari sem lést 2004. Þau bjuggu í New York, Vínarborg og í Reykjavík.. Synir Helgu og Rögnvaldar: Þór, heimspekingur og kennari, og Geir, leiklistarfræðingur og kennari, Helga ólst upp í Reykjavík, Genúa og Barselóna, stundaði nám við MR um hríð og sótti námskeið í teikn- ingu. Hún starfaði hjá KRON, SÍS í New York, versluninni Markaðinum í Reykjavík, Búnaðarbankanum, Ís- lenskri tónverkamiðstöð og víðar. Helga fékk að gjöf ævintýrið um Dimmalimm frá Muggi, móð- urbróður sínum. Að tilhlutan hennar kom ævintýrið út á bók og síðar starfrækti hún samnefnda listmuna- verslun, ásamt Þórunni, systur sinni, og Sigrúnu Gunnlaugsdóttur. Hún samdi leikrit upp úr ævintýrinu sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og víðar. Helga vann að listmunagerð og endurskapaði m.a., ásamt Þórunni, systur sinni, gömlu íslensku jóla- sveinafjölskylduna. Helga lést 1.9. 2001. Merkir Íslendingar Helga Egilson 101 árs Helgi Magnússon 90 ára Baldur M. Stefánsson Lára Pálmarsdóttir Magdalena M. Kristjánsdóttir Vigdís Eiríksdóttir Þóra Guðríður Stefánsdóttir 80 ára Hermann Jónsson Hilmar Sigurðsson 75 ára Aðalsteinn Guðmundsson Gísli H. Friðgeirsson Guðmundur Jóhannsson Jón Hlífar Aðalsteinsson Kolbrún Björgvinsdóttir 70 ára Árni Sigurðsson Ásgeir Kjartansson Áslaug Helga Alfreðsdóttir Guðrún E. Magnúsdóttir Jón Þ. Guðmundsson Kristín Thorberg Margrét Kolka Haraldsdóttir Margrét Kristín Sölvadóttir Ólafur Sigurpálsson Sigríður Kristinsdóttir Sigrún Finnjónsdóttir Stefán Ómar Hermannsson Stefán Þór Jónsson Þorgerður Baldursdóttir Þórdís Kristmundsdóttir 60 ára Ari Björn Fossdal Ágúst Jörgensson Guðmundur Hjörleifur Antonsson Jón Viðar Gunnarsson Ólafur Þór Ævarsson Ragnhildur Guðjónsdóttir Stefán Stefánsson Steingerður Matthíasdóttir Sveinbjörn Rúnar Helgason 50 ára Álfheiður Gísladóttir Benedikt Már Brynjólfsson Dóróthea J. Siglaugsdóttir Hermann Hermannsson Jóna Petra Magnúsdóttir Reynir Þrastarson 40 ára Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir Conor Hugh White Elísabet Rakel Sigurðardóttir Ellen María Þórólfsdóttir Guðmundur Ólason Hafþór Hilmarsson ÓConnor Karl Ágúst Ipsen Kolbrún Kristín Kristinsdóttir Kristjana Dóra Guðnadóttir María Narfadóttir Rafal Ryszard Milewski Rafn Stefán Rafnsson Særún Gestsdóttir Víðir Hallgrímsson Zydrunas Juscius Þröstur Hrafnkelsson 30 ára Agnes Rut Magnúsdóttir Bartosz Lubomir Grzymajlo Ellen Bachmann Lúðvíksdóttir Elvar Smári Ingvason Guðjón Mikael Bollason Jón Axel Andrésson Ómar Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Ellen býr á Sel- fossi, lauk BS-prófi í við- skiptafræði frá HA og starfar hjá Landstólpa. Maki: Rúnar Hjálm- arsson, f. 1987, íþrótta- þjálfari í handbolta og frjálsum hjá Ungmenna- félagi Selfoss. Börn: Hjálmar Vilhelm, f. 2008, og Ingibjörg Lára, f. 2015. Foreldrar: Lára Kristín Jónsdóttir, f. 1964, og Lúðvík Karlsson, f. 1957. Ellen Bachmann Lúðvíksdóttir 40 ára Þröstur býr í Reykjavík, lauk MSc-prófi í byggingaverkfræði og er framhaldsskólakennari. Maki: Silja Valdimars- dóttir, f. 1983, sérfræð- ingur lánaumsýslu við Ar- ion banka. Börn: Kamilla Klara, f. 2008, og Valdemar Kató, f. 2011. Foreldrar: Hrafnkell Guð- mundsson, f. 1951, og Steinunn K. Kristinsdóttir, f. 1949. Þröstur Hrafnkelsson 40 ára Særún ólst upp á Akranesi, býr þar, lauk BA-prófi í ensku og ís- lensku og prófi í kennslu- réttindum og kennir við Brekkubæjarskóla. Maki: Márus Lúðvík Heið- arsson, f. 1982, sérfræð- ingur hjá Norðuráli. Sonur: Bjartur Snær Márusson, f. 1999. Foreldrar: Gestur Svein- björnsson, f. 1944, og Kristín Jónsdóttir, f. 1949, d. 2016. Særún Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.