Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Fagurfræði hinna hversdagslegu hluta IkonsC Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 16 og 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line FF Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line hurðarhúnarnir eru sígild dæmi um glæsilega hönnunþar semhvergi er gefið eftir í útliti og efnisvali. Fagurfræði í fullkominni sáttviðnotagildi, óaðskiljanlegur hluti hversdagsins. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef einhver reynir að telja þér hughvarf í dag muntu verja afstöðu þína með kjafti og klóm. Láttu glósur þeirra sem vind um eyru þjóta. 20. apríl - 20. maí  Naut Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Vertu sáttur við sjálfan þig og gakktu glaður fram á veginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er lag að kaupa fallega hluti, til dæmis fyrir sjálfan sig eða ástvini sína. Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei komið á og gera eitthvað nýtt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þegar hamingja þín rokkar jafn mikið og gengið er hún líklega tengd einhverju utanaðkomandi. Reyndu að tryggja að þú get- ir átt stundir í einrúmi svo þú náir að hlaða batteríin á ný. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þegar mál geta farið á hvorn veginn sem er verður maður bara að taka sína ákvörðun og láta slag standa. Ekki slaka á í kynningu á þeim málum sem þú berð fyrir brjósti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að forðast þá aðstöðu að lenda úti í horni með þín verk. Um þessar mundir kanntu að lofa upp í ermina þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að fara ákaflega varlega í við- kvæmu einkamáli, sem hefur komið til þinna kasta. Á degi sem þessum er gott að staldra við og líta fram á veg. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þér finnist best að starfa einn eru nú þær blikur á lofti að þú ættir að leita samstarfs við félaga þína. Hlustaðu vel á aðra því betur sjá augu en auga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Spyrðu sjálfan þig hvað þú værir að gera ef þú værir ekki að leysa úr alls konar flækjum. Brjóttu upp gráma hversdagsins og settu lit á dag þinna nánustu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Það er óþarfi að byrgja allt inni þeg- ar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það vefst eitthvað fyrir þér að taka ákvörðun um framhaldið í erfiðu máli. Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Steinn G. Lundholm yrkir á Boðn-armiði: Ef kýrrassa tekurðu trú og takmarkalaus verður sú þá fattar þú það fljótlega að kálfarnir eru út úr kú. Þessi limra gefur tilefni til að rifja upp stöku Káins: Jakob mormóna- postuli var á ferð á Mountain og var vísað til Káins út í fjós, þar sem hann var að moka flórinn. Flutti trúboð- inn boðskap sinn af mikilli andagift. Káinn leit ekki upp en hélt áfram að moka. Trúboðinn krafðist þess þá að Káinn gerði grein fyrir trú sinni fyrst hann daufheyrðist við kenn- ingu sinni. Káinn kastaði þá fram vísu þessari: Kýrrassa tók ég trú, traust hefur reynst mér sú. Í flórnum því fæ ég að standa fyrir náð heilags anda. Sigurður Nordal hefur getið þess að Káinn hafi haft í huga nafnið á bæklingi einum, sem út kom á Ak- ureyri 1859 og hét „Leiðarvísir til þess að þekkja einkenni á mjólkur- kúm“ en gekk í daglegu tali undir nafninu „Kýrrassabókin“ vegna myndanna, sem í honum voru. Ein staka eftir Káinn kallar á aðra – og hér er hann „hvergi smeykur“: Engu kvíði ég eymdarkífi, illa þó að sæki messu, því heiðarlegu hundalífi hef ég lifað fram að þessu. Kannski þess vegna orti hann sér „til minnis“: Prestinn mig fýsir að finna, fara ég ætla til messu, mundu nú eftir að minna mig á að gleyma’ ekki þessu. Á Boðnarmiði brá Páll Krist- jánsson upp mynd af bragganum á Nauthólsvíkurvegi 100. Á gafl hans er letruð rauðu letri þessi staka Ing- ólfs Ómars Ármannssonar: Látið hefur frjáls og fús fé úr okkar sjóði. Glaður syngur braggablús borgarstjórinn góði. Sigurlín Hermannsdóttir getur þess, að á hagyrðingamótinu á fimmtudag var spurt: „Hvað er það besta sem guð hefur skapað?“ Mitt svar var þetta: Það besta sem Drottinn minn dundar sér við er dásemdarbörnin að smíða en foreldrar glaðir þó leggja ’onum lið því ljúft er þeim skyldunni að hlýða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kýrrassatrú og braggablús „HANNN ÆTTI AÐ BIRTAST FLJÓTLEGA. ÉG BAÐ HANN AÐ DETTA INN FYRIR DAGSLOK.” „MÁ NÁGRANNINN Á NEÐRI HÆÐINNI FÁ LÁNAÐAN MJÓLKURDREITIL? ” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að æfa sig fyrir stóru stundina. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VOFF ÞETTA ER VEGNA ÞESS AÐ EKKERT SEM ÞÚ SEGIR ER ÞESS VIRÐI AÐ ENDURTAKA ÉG VIRÐIST EKKI NÁ AÐ HNÝTA ÞENNAN HNÚT RÉTT! VERTU EKKI AÐ HENGJA ÞIG Í SMÁATRIÐIN! HVAÐ? KANNTU EKKI AÐ META GÁLGA- HÚMOR? VILTU GIFTAST MÉR? Á sjötta áratug síðustu aldar varað finna hér í blaðinu þáttinn „Með morgunkaffinu“, þar sem gjarnan var farið með gamanmál af ýmsu tagi. Hér getur að líta sýnis- horn: x x x Forstjórinn hafði auglýst eftir nýj-um skrifstofumanni. Ungur strý- hærður maður kom á fund hans. Haldið þér að þér séuð nógu þroskaður til að taka á yðar herðar mikla ábyrgð? Ég skal segja yður, forstjóri, að alltaf þegar eitthvað kom fyrir, þar sem ég hef áður unnið, sögðu þeir, að ég bæri ábyrgð á því. x x x Eiginmaðurinn hefur sýnt frábærahjálpfýsi og baslað möglunar- laust við að gera við ryksuguna. Eft- ir nokkurt þóf hefur honum tekizt að koma ryksugunni í gang. Hann rétt- ir úr sér, lítur sigri hrósandi á konu sína og segir: – Nú er allt í lagi. Þú getur haldið áfram að ryksuga, en þú mátt helzt ekki færa ryksuguna úr stað – þá getur sótt í sama horfið aftur. x x x Háttvísir menn þurfa engu aðkvíða, að því er brezki stjórn- málamaðurinn og hagfræðingurinn sir David Eccles segir: – Ef maður er háttprúður og kurteis þarf hann engu að kvíða. Hann kemst áreið- anlega áfram í heiminum – þó að hann skorti það lítilræði, sem nefn- ast gáfur! x x x Leikritagagnrýnandinn sat ösku-vondur í sæti sínu í leikhúsinu. Fyrir framan hann sátu ungur piltur og stúlka, sem voru mjög upptekin hvort af öðru og töluðu saman í sí- fellu, svo að gagnrýnandinn heyrði ekki vel það, sem leikurunum fór á milli á leiksviðinu. Loks var gagn- rýnandanum nóg boðið. Hann hall- aði sér áfram og sagði: – Má ég vekja athygli ykkar á því, að ég heyri ekki eitt orð. Pilturinn svaraði háðslega: – Hvað kemur yður það við, hvað við tvö segjum hvort við annað? vikverji@mbl.is Víkverji Ég er ljós í heiminn komið svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh: 12.46)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.