Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 13.11.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA Flamenca Village, Playa Flamenca Arenales del Sol, Los Arenales Mare Nostrum, Guardamar Gala, Villamartin Muna, Los DolsesAllegra, Dona Pepa Ein sagan fjallar um konusem vildi að líf sitt yrðiharmleikur í kvikmynda-tímariti, önnur um konu sem liggur á strönd og mælir eigin líkamshita mjög vandlega. Þá fjallar saga um pósthús í Austur- Oregon og að Marilyn Monroe sé dáin, ein um vin sögumanns sem fékk vélrit- ara Ernests Hemingways til að vélrita fyrir sig og stysta smásagan í bókinni er mjög stutt, og jafnframt þekkt, en hún nefnist „Scarlatti-burtreiðarnar“ og er svona: „Það er mjög erfitt að búa í stúdíó- íbúð í San Jose með manni sem er að læra á fiðlu.“ Þetta sagði hún lög- regluþjónunum þegar hún rétti þeim tóma sexhleypuna.“ Það er ánægjulegt að sjá tvær til af bókum bandaríska rithöfundarins Richards Brautigans (1935-1984) koma út á íslensku þetta haustið. Gyrðir Elíasson hafði áður þýtt lista- vel fjórar af tíu skáldsögum hans (einhverjir íslenskir lesendur kynnt- ust sagnaheimi Brautigans á sjöunda og áttunda áratugnum en Gyrðir færði hann meistaralega inn í ís- lenskar bókmenntir), Hörður Krist- jánsson þýddi eina og nú eru komnar út tvær þýðingar Þórðar Sævars Jónssonar, á skáldsögunni Hawkline- skrímslið – Gotneskur vestri og svo þetta kunna og stórskemmtilega smá- sagnasafn, annað af tveimur sem Brautigan sendi frá sér, Hefnd grasflatarinnar: Sögur 1962-1970. Brautigan varð einn vin- sælasti rithöfundur blóma- byltingarinnar vestanhafs; fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1964 og þremur árum síðar hans langþekktasta saga, Silungs- veiði í Ameríku. Vinsældir Brautig- ans dvínuðu heima fyrir þegar kom fram á áttunda áratuginn en eins og þýðandinn bendir á í ágætum eftir- Valhoppað í ein- stökum söguheimi Skáldsaga Hefnd grasflatarinnar bbbbn Eftir Richard Brautigan. Þórður Sævar Jónsson þýddi og ritar eftirmála. Partus, 2018. Kilja, 203 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR AF AIRWAVES Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is Fyrirtækjarekstur, tónlist og tón- leikahald er kokteill sem getur verið erfitt að hrista saman svo að útkom- an verði góð. Taprekstur síðustu Airwaves-hátíða þýddi að í ár þurfti að rétta skútuna við. Tónleikastað- irnir voru minni og erlendu böndin sem voru bókuð á hátíðina voru minna þekkt en oft áður. Það eitt og sér ætti ekki að þurfa að koma niður á hátíðinni. Hinsvegar hjálpaði það ekki að Fever Ray, eitt þekktasta númerið sem átti að koma fram á há- tíðinni, heltist úr lestinni með of skömmum fyrirvara til þess að tón- leikahaldarar gætu brugðist við með því að fá annan listamann af svipuðu kaliberi til að hlaupa í skarðið. Hvort þetta hafi gert það að verk- um að Íslendingar hafi setið heima er þó ómögulegt að segja til um. Það var allavega umtalað og á nokkrum stöð- um mjög áberandi hversu fáir Ís- lendingar voru á meðal áhorfenda. Miðasala virðist hafa gengið held- ur brösuglega og það var stundum vandræðalega tómlegt á sumum af bestu tónleikastöðunum á besta tíma. Það var allavega staðan í Gamla bíói á laugardagskvöldi þegar Axel Fló- vent var að fara á svið. Enn vand- ræðalegra var þó VIP-svæðið í hús- inu sem búið var að stúka af með tilkomumiklum Airwaves-girðingum. Airwaves-vörumerkið er sterkt eins og talað var um í aðdraganda há- tíðarinnar en galdurinn við hana hef- ur í gegnum tíðina falist í afslöppuðu andrúmslofti og stemningu. VIP- svæði með fólki úr viðskiptalífinu eru meira í takt við það sem er að finna á hátíðum sem alþjóðleg stórfyrirtæki koma að erlendis og eru í raun algjör andstaða við grasrótar-fílósófíuna gerðu það sjálfur sem hefur gert Airwaves að því sem það er. Appið sem lóðsaði mann um hátíðina bar líka keim af þessum áherslum hjá Senu, sem nú sér um að reka hátíð- ina, þar sem neyslan er greind og færð í excel-skjal. Upplýsingarnar eru svo væntanlega nýttar til að gera rekstur hátíðarinnar betri, excel- betri. Auðvitað er skiljanlegt að reksturinn eigi að vera réttum megin við núllið en þessi kokteill er við- kvæmur og of mikil áhersla á tölur getur gert hann bragðvondan. Tónleikarnir voru þó margir góðir. Eistneski júrótrass-rapparinn Tommy Cash, sem var í Hafnarhús- inu á fimmtudag, fetar ótroðnar slóð- ir í sinni sköpun. Ég var fljótur að slökkva á „Pussy, money, weed“ möntrunni hans þegar ég var að fletta honum upp fyrir hátíðina. Það er hinsvegar bit í tónlistinni og ímyndinni sem hann er að vinna með sem ég skynjaði betur á tónleikun- um. Warmland-bræður fluttu sitt fág- aða popp á frábærum tónleikum þar sem mikið var lagt upp úr sjónrænni upplifun, vonandi verða fleiri tón- leikar hjá þeim á næstunni. Stereo Honey er klassískt breskt gítarband með öllum kostum þess og göllum. Þeir hljómuðu frábærlega en hálf- tómlegt var í húsinu og því erfitt að ná upp mikilli stemningu. Super- organism er sveit sem hefur náð að kynda upp í bresku pressunni. margt fólk var á sviðinu í Hafnarhúsinu og mikil spilagleði í gangi. Hvort sveitin nái að fylgja þeim hita eftir verður bara að koma í ljós. Þegar partíið er búið hjá svona böndum er oft lítið sem stendur eftir. Það var þó ekki tómlegt á Húrra á laugardeginum. Það var svitalykt í loftinu þegar Daði Freyr var að klára og Berndsen var að fara á svið. Sú lykt magnaðist bara eftir því sem á leið. Það var eins og Jim Morrison færi með aðalhlutverkið sem slæmi strákurinn í einhverri stórfurðulegri eitís B-mynd. Herðapúðar, skræp- óttir leðurjakkar (þeir voru nokkrir), berar bumbur og karatetaktar. Dav- íð Berndsen stökk út í salinn til að gefa fimmur og fólk söng hástöfum með smellunum. Þarna var hin sanna kófsveitta Airwaves-stemning sem hefur gert hátíðina að því sem hún er. Ekkert VIP kjaftæði. Eftir þessa bombu var kanadíska bandinu MorMor eiginlega vorkunn af því að eiga að stíga næst á sviðið, Lágstemmt gítarpoppið hljómaði þó ágætlega. Harpa þykir víst of dýr til að það borgi sig að vera með hátíðina þar en þó var sett upp svið í Flóa sem er eiginlega bara á ganginum og þar komust margir að. Gallinn var þó að sviðið var frekar lágt. Vonandi verð- Vörumerkið Airwaves er sterkt … Morgunblaðið/Eggert Mannfjöldi Tónleikar Reykjavíkurdætra í Hafnarhúsi voru vel sóttir en það sama verður ekki sagt um alla tónleika Iceland Airwaves í ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.