Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðræðuhópur ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað til- lögum um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Þær voru ræddar á ríkisstjórnarfundi og á fundi sveitarfélaganna í gær. Samkvæmt tillögunum verður fyrsti áfangi Borgarlínu byggður upp á tveimur leggjum; annars vegar frá Hlemmi í Ártún og hins vegar frá Lækjartorgi til Hamraborgar. Á leiðinni í Ártún verður farið um Suðurlandsbraut og yfir fyrirhugaða brú yfir Elliðaá. Á leiðinni í Hamra- borg verður farið í gegnum Vatns- mýrina og yfir brú yfir Fossvog. Áætlað er að verja 8,2 milljörðum í Ártúnsleiðina 2019-23 og 8,1 milljarði í Hamraborgarleiðina sömu ár. Sam- tals eru þetta 16,3 milljarðar. Verja á 42 milljörðum til Borgarlínu til 2033. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir endanleg kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga. Hún segir tillögurnar miklar gleðifréttir. Verið sé að brjóta blað í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að fara af stað með öfl- uga uppbyggingu almenningssam- gangna sem á að fylgja fyrirhugaðri fólksfjölgun. Það er í fyrsta sinn sem við mætum aukinni fólksfjölgun með öðrum hætti en einkabílnum,“ segir Sigurborg Ósk. Undirbúningur verk- efnisins fari á fulla ferð á næsta ári. Við fjölmenna vinnustaði Hún rifjar upp að borgarstjórn hafi samþykkt áðurnefnda fyrstu tvo leggi Borgarlínu. Annars vegar muni leiðin í Hamraborg fara fram hjá mörgum fjölmennustu vinnustöðum landsins; Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Til þess þurfi leiðin að liggja yfir brúna yfir Tjörnina við Skothúsveg og eftir syðsta hluta Suðurgötu, eða sömu leið og Strætó aki um nú. Hins vegar muni leiðin í Ártún fara fram hjá fyrirhuguðum þéttingar- svæðum, þar með talið Heklureit á Laugavegi og fyrirhuguðu íbúðar- hverfi á Ártúnshöfða. Borgin hyggist innheimta innviðagjöld vegna sölu byggingarréttar meðfram þessum hluta Borgarlínunnar. Hversu miklu þau muni skila muni skýrast á síðari stigum. Þau geti numið milljörðum. Leiðin í Ártún gæti kallað á brúar- smíði yfir Sæbraut og svo áfram yfir Elliðavog. Sigurborg Ósk segir að- spurð ekki búið að ákveða hvort smíð- aðar verði ein eða fleiri brýr. Þá eigi eftir að ákveða tíðni ferða Borgarlínu á fyrstu leggjum. Áætla megi að árið 2022 verði upp- bygging fyrsta áfanga mögulega komin það langt að hægt verði að hefja akstur á hluta leggjanna. Afgreiða áætlunina fyrir jól Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir tillögurnar nú koma til kasta umhverfis- og sam- göngunefndar sem muni ljúka sam- gönguáætlun fyrir jól. Sú vinna verði unnin í samstarfi við ráðuneytið. Annað snúi að sveitarfélögunum. Meðal annars þurfi að gera breyting- ar á skipulagstexta varðandi fyrir- huguð sérrými undir Borgarlínu og uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Spurður hvort ekki verði aftur snú- ið varðandi fyrstu tvo leggi Borgar- línu segir ráðherrann þessi áform um almenningssamgöngur vera komin á samgönguáætlun. „Það yrði þá ætlun þingsins, sem við í framkvæmdavaldinu vinnum eftir, að fara í þessa vegferð,“ segir Sigurður Ingi, sem reiknar aðspurður með að framkvæmdir geti hafist árið 2020 og svo af fullum krafti 2021. Síðarnefnda árið verði stórt í upp- byggingu samgöngumannvirkja á svæðinu, sem og næstu ár þar á eftir. „Aðalmálið er að ná samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna um fjárhagslega aðkomu að verkefninu og binda lausa hnúta. Hluti af því er að heimila innheimtu gjalda til þess að fjármagna hluta af verkefninu, líkt og nefndin leggur til.“ Sigurður Ingi segir það næsta verkefni að ljúka umgjörðinni í kring- um fyrirhugaða Sundabraut. Spurður hvort Sundabraut verði sérverkefni byggt af einkaaðilum, og fjármagnað með veggjöldum, svarar Sigurður Ingi játandi. „Ég held að all- ir sjái það fyrir sér,“ segir hann. Hluti af verkefninu fram undan sé að ramma inn skipulagið og hvernig Sundabraut mun tengjast vegakerf- inu. Þar sé horft til þess hvar Borgar- línan liggi á leiðinni í Ártún. Þá eigi eftir að ákveða hvers konar mann- virki Sundabraut verði. Rætt hefur verið um göng og hengibrú. Spurður hvort kostnaður við Sundabraut verði yfir 10 milljörðum rifjar hann upp að rætt hafi verið um tugi milljarða. R EY K JAV Í K S E LTJA R N A R N ES H A F N A R FJ Ö R Ð U R GA R Ð A BÆ R K Ó PAVO GU R M OS F E L LS BÆ R Heimild: Samgönguráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Te ik ni ng / Yr ki a rk ite kt ar Te ik ni ng :/ AR KÍ S a rk ite kt ar Fyrsti áfangi Borgarlínu Krossmýrartorg í fyrirhugaðri Vogabyggð við Ártúnshöfða Te ik ni ng /A lta Fyrirhuguð brú yfir Fossvog yfir í Kársnes Te ik ni ng /A LA RK a rk ite kt ar Arnarhlíð í fyrirhugaðri Hlíðarendabyggð Fyrirhugaður Heklureitur við LaugavegÁætlað er að framkvæmdir verði komnar á fullt skrið árið 2021 Tillögur stýrihóps miða við að 1. áfangi verði kominn í gagnið árið 2030 Á fyrri stigum var rætt um að borgarlínan yrði jafnvel á teinum. Nú er horft til vagna á hjólum. 42 milljarðar króna er heildarfjárfesting 1. áfanga Borgarlínu Tímabil framkvæmda (milljónir króna) 1. tímabil 2019-2023 2. tímabil* 2024-2028 3. tímabil 2029-2033 ÁRTÚN–HLEMMUR um Voga, Suðurlandsbraut og Laugaveg 8.200 HAMRABORG–HLEMMUR um Fossvogsbrú, BSÍ og miðborg 8.100 MJÓDD–BSÍ um Voga og Miklubraut 5.800 2.200 FJÖRÐUR–MIKLABRAUT um Hamraborg og Kringlumýrarbraut 6.200 2.700 ÁRTÚN–SPÖNG 5.000 HAMRABORG–LINDIR um Smárann 3.400 Samtals um 42 milljarðar 16.300 15.400 9.900 1. tímabil framkvæmda: HAMRABORG–HLEMMUR og ÁRTÚN–HLEMMUR alls 13 km *Tímasetningar stokkaframkvæmda ráða mestu um atvikaröð á leiðum eftir Miklubraut og Hafnarfjarðarvegi Yfir 40 milljarðar í Borgarlínu  Formaður samgönguráðs Reykjavíkur segir mögulegt að fyrsti áfangi verði tilbúinn að hluta 2022  Samgönguráðherra boðar miklar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu frá og með árinu 2021 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.