Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta er í annað sinn semvið fjölskyldan höldum ílangt ferðalag, fyrir ára-tug fórum við með þrjá
syni okkar, sem þá voru 5, 9 og 11
ára, í ferðalag í heilt ár. Það var
geggjuð ferð til Suður-Ameríku,
eitt það besta sem við höfum gert.
Svona ferð lifir svo lengi með okk-
ur og við erum enn að tala um
hana. Nú hefur fjórði sonurinn
bæst í hópinn og hann hefur heyrt
okkur tala svo mikið um þessa
ferð að okkur langaði að leyfa
honum líka að upplifa slíkt ævin-
týri,“ segir Guðjón Svansson, sem
heldur snemma í janúar í fimm
mánaða ferðalag út í heim ásamt
konu sinni, Völu Mörk, og tveimur
yngri drengjunum.
„Þeir eru 8 og 16 ára en eldri
synirnir tveir koma ekki með í
þessa ferð, enda orðnir fullorðnir.
En þeir ætla þó kannski að kíkja á
okkur eitthvað í ferðinni.“
Yngsti sonurinn er í grunn-
skóla og ætla foreldrarnir að sjá
um kennsluna í heimaskóla.
„Við gerðum það líka í fyrri
ferðinni og það gekk vel. Við fáum
námsefni frá skólanum með okkur
og svo eru líka rafræn verkefni
sem hann mun leysa. Við ætlum
að hafa kennslu fyrir hádegi alla
virka daga. Eldri strákurinn er á
fyrsta ári í Verzló og hann verður
í fjarnámi sem þar er boðið upp
á.“
Einn mánuð á hverjum stað
Tilgangur ferðalagsins er ekki
aðeins að fara á vit ævintýranna,
heldur ætla þau Guðjón og Vala
að heimsækja fimm staði í heim-
inum þar sem fólk lifir lengur en
aðrir jarðarbúar og er við óvenju
góða heilsu.
„Þessir staðir eru kallaðir
Blue Zones og ég heyrði fyrst af
þeim í vor á ráðstefnu hjá VIRK
þar sem hollensk kona sem er
læknir sagði frá þeim. Við hjónin
höfum mikinn áhuga á að kynna
okkur hvað liggur að baki þessu
langlífi og góðu heilsu, enda erum
við áhugasöm um jákvæða heilsu-
uppbyggingu og höfum unnið að
heilsutengdum málum undanfarin
ár, bæði hjá okkur sjálfum og
annars staðar, hún á Reykjalundi
sem iðjuþjálfi og ég vinn hjá Hag-
vangi sem ráðgjafi fyrir starfsfólk
sem vill ná sér í meiri orku og
skila betri verkum, en líða betur á
sama tíma.“
Fjölskyldan ætlar að dvelja í
mánuð á hverjum af þessum fimm
áfangastöðum. „Fyrst förum við til
lítils bæjar í Kaliforníu sem heitir
Loma Linda, en flestir sem búa
þar eru aðventistar og lifa tíu ár-
um lengur en aðrir Bandaríkja-
menn. Að því loknu er ferðinni
heitið til Kosta Ríka í Mið-
Ameríku, sem er eina landið á því
svæði sem ekki er með her. Þar
verðum við á ákveðnu svæði uppi í
fjöllunum en slagorð landsins er
„pura vida“, eða einfalt líf. Þriðji
staðurinn sem við förum á er Ok-
inawa, japönsk eyja, en fólk sem
býr þar nokkuð afskekkt í fjöll-
unum nær mjög háum aldri. Þarna
fer fólk ekki á eftirlaun, heldur
dregur hægt og rólega úr vinnu-
framlagi og heldur því áfram að
vera virkir samfélagsþegnar.
Fjórði staðurinn er gríska eyjan
Ikaría og fimmti staðurinn er
ítalska eyjan Sardinía.“
Haga þau sér öðruvísi?
„Allir þessir staðir virðast
eiga það sameiginlegt að fólkið
sem þar býr hefur tilgang í sam-
félaginu sem það býr í. Enda
snýst góð heilsa ekki aðeins um að
borða hollt og hugsa vel um líkam-
ann, hún snýst líka um félagslega
hluti, samskipti við annað fólk, að
eiga góða vini og tengslanet. Og
hafa tilgang.
Þetta eru líka allt frekar lítil
samfélög, ekki milljónaborgir og
flest staðsett í nálægð við fjöll,“
segir Guðjón og bætir við að þótt
þau hjónin séu búin að lesa sér
mikið til þá ætli þau að kafa dýpra
með því að taka viðtöl og kynnast
þessu af eigin raun, komast að því
hvernig lífi fólkið lifir. Hvort það
búi yfir einhverjum leyndarmálum
tengdum góðri heilsu og langlíf-
inu.
„Við ætlum að rannsaka hvort
þetta fólk hagi sér á einhvern hátt
ólíkt því sem við Íslendingar ger-
um. Við teljum okkur langt komin
í hamingju og heilbrigði, samt er-
um við stressuð þjóð, og streitu-
hormón lengir ekki lífið. Lágt
streituhlutfall einkennir einmitt líf
fólks á þessum fimm stöðum.“
Langar að vera heilbrigður,
sprækur og skemmtilegur afi
Guðjón segir að þau hjónin
séu með ferðalaginu að safna í
sarpinn til að taka með sér heim
og vinna frekar með efniviðinn.
„Við ætlum að gefa út bók
næsta haust að aflokinni ferð og
bera þar saman Ísland og þessa
fimm staði. Okkur langar til að
breiða út boðskapinn, fara í öll
sveitarfélög á landinu og halda er-
indi, segja frá þessum fimm stöð-
um og hvað við lærðum þar, miðla
vitneskjunni áfram svo hún nýtist
sem flestum. Með því að fara í
þetta ferðalag viljum við vera öðr-
um hvatning. Það er til dæmis
miklu auðveldara og skemmtilegra
að ferðast með börn í langan tíma
en fólk heldur. Strákarnir okkar
opnuðu okkur oft dyr með nær-
veru sinni einni í fyrri ferðinni
okkar. Þeir lærðu margt ómet-
anlegt á því ferðalagi, að bera
virðingu fyrir annarri og framandi
menningu, sjá að hægt er að gera
hlutina öðruvísi en þú ert vanur
og kynnast fólki með ólíkt litaraft.
Við ætlum í þessari ferð að tengja
strákana við samfélagið þar sem
við búum hverju sinni með því að
leyfa þeim að æfa fótbolta með
heimakrökkum. Við gerðum það í
síðustu ferð og það reyndist mjög
vel fyrir okkur öll, var aðgangs-
miði að heimafólki og mikil upp-
lifun fyrir strákana.“
Eins og fyrr segir hafa þau
hjónin bæði brennandi áhuga á
heilsutengdum málum og vinna við
að hjálpa öðrum að tileinka sér
heilsusamlegan lífsmáta.
„Við erum ekki hlynnt skyndi-
lausnum, eins og því að grenna sig
til þess eins að komast í kjól fyrir
jól, heldur viljum við að fólk horfi
til lengri tíma.
Ég tengi þetta við strákana
mína, ég vil hafa heilsu og styrk
til að geta leikið jafn mikið við
yngsta son minn og þann elsta,
tuskast til, klifra upp á fjöll og
vera í fótbolta. Mig langar til að
vera heilbrigður, sprækur og
skemmtilegur afi.“
Hvers vegna lifa sumir lengur en aðrir?
Þau ætla að leggjast í
heimshornaflakk með son-
um sínum strax í upphafi
nýs árs og kynna sér þá
fimm staði í heiminum
þar sem fólk lifir lengur
en aðrir jarðarbúar.
Fjörugir flakkarar Fjölskyldan leggur áherslu á heilsusamlegt líferni og hefur góða aðstöðu til þess heima fyrir.
Fjölskyldan safnar nú fyrir út-
gáfu bókarinnar á Karolinafund
undir heitinu Lifum lengi - betur.
Þeir sem vilja kaupa bókina fyrir-
fram geta farið inn á vefsíðuna
karolinafund.com.
Morgunblaðið/Hari
ventu, kl. 13-17 verður opið í Króki
fyrir gesti og gangandi, gamla
jólatréð í Króki verður til sýnis og
boðið verður upp á rjúkandi kaffi
og nýbakaða klatta. Rúna K.
Tetzschner safnvörður verður á
staðnum og býður leiðsögn fyrir
alla og ratleiki fyrir börn.
Allir velkomnir og ókeypis inn.
Gamli bærinn Krókur við Garða-
holt í Garðabæ er lítill bárujárns-
klæddur burstabær sem var end-
urbyggður úr torfbæ árið 1923. Í
Króki eru varðveitt gömul húsgögn
og munir sem voru í eigu hjón-
anna Þorbjargar Stefaníu Guðjóns-
dóttur og Vilmundar Gíslasonar.
Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934
og bjó þar til ársins 1985. Afkom-
endur Þorbjargar og Vilmundar
gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki
ásamt útihúsum og innbúi árið
1998. Bærinn er nú varðveittur
sem safn og er gott dæmi um
húsakost og lifnaðarhætti alþýðu-
fólks í þessum landshluta á fyrri
hluta 20. aldar.
Á morgun, fyrsta sunnudag í að-
Jól í Króki í Garðahverfi við Garðaholt í Garðabæ á morgun
Gamla jólatréð
dregið fram
og ratleikur
Fallegur Bærinn Krókur er vinalegur.
Kynntu
þér
jólatilb
oðin se
m
eru í U
rðarap
óteki
fram a
ð jólum
.
Úrval
tilbúin
na
gjafap
akka.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Jólin eru komin
hjá okkur