Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
fyrir alla fagurkera...
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
HEIMILI & HUGMYNDIR
Verkefni Rauða krossins, Frú
Ragnheiður, fékk fólksbíl að gjöf í
vikunni frá Oddfellowreglunni á Ís-
landi. Verður bíllinn notaður til að
aðstoða skjólstæðinga verkefnisins
við að komast í sértækari heil-
brigðisþjónustu, félagsleg úrræði
og vímuefnameðferðir.
„Fólksbíllinn mun koma að góð-
um notum þar sem mikil þörf er á
þessari þjónustu fyrir skjólstæð-
inga Frú Ragnheiðar, sem eru
margir hverjir í sérstaklega við-
kvæmri stöðu. Þessir einstaklingar
þurfa m.a. aðstoð við að komast í
bráðaþjónustu geðsviðs, í vímuefna-
meðferðir, viðtöl við félagsráðgjafa,
meðferð hjá smitsjúkdómadeild eða
á bráðamóttökuna. Þá mun fólks-
bíllinn nýtast í að koma fólki í
öruggt skjól og vinna að því að
koma málum þess í öruggan far-
veg,“ segir í tilkynningu frá Rauða
krossinum.
Frú Ragnheiður fékk
bíl að gjöf frá Oddfellow
Kemur að góðum notum, segir RKÍ
Gjöf Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow,
afhendir Svövu Jóhannesdóttur verkefnisstjóra lyklana að nýja bílnum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
skrifstofu eigna og atvinnuþróunar
að auglýst verði eftir starfsemi til
bráðabirgða í húsnæði á Arnarbakka
2-6 og Völvufelli 11-21 í Breiðholti.
Reykjavíkurborg keypti þessar
eignir í júní síðastliðnum fyrir rúm-
lega 752 milljónir.
Í bókun fulltrúa meirihlutans
kemur fram að Reykjavíkurborg
hafi keypt umræddar eignir til þess
að styrkja hverfiskjarna Breiðholts
svo að íbúar hverfisins þurfi ekki að
leita langt eftir sjálfsagðri þjónustu.
Byggingamagn verður aukið
Borgin fær eignirnar ekki afhent-
ar fyrr en á næsta ári og þess vegna
sé nú verið að auglýsa eftir hug-
myndum að starfsemi til þess að
nýta byggingar til bráðabirgða.
Á meðan verði unnið að form-
legum deiliskipulagsbreytingum
með auknum byggingarheimildum.
Borgaryfirvöld kaupi eignirnar til
þess að ná þessum markmiðum og
hafi fullan hug á því að selja þær síð-
ar meir.
Sjálfstæðismenn í borgarráði vilja
að ferlinu verði flýtt og borgin selji
reitina með auknum byggingarheim-
ildum og nýti fjármagnið til að
lækka skuldir borgarinnar.
Í tillögu skrifstofu eigna og at-
vinnuþróunar segir að við val á
starfsemi verði sérstök áhersla lögð
á samfélagsleg verkefni sem eru op-
in almenningi og auki möguleika
íbúa til þátttöku í félagsstarfi, séu
uppbyggjandi og auki fjölbreytni.
Dæmi um slíkt væri frumkvöðlaset-
ur, heilsueflandi starfsemi og sýn-
ingar-, menningar- og fræðslu-
starfsemi.
Í Arnarbakka 2 er gert ráð fyrir
að matvöruverslunin Iceland og
Sveinsbakarí verði áfram, sem og
Hársnyrtistofan Arnarbakka í nr.
4-6. Í Völvufelli 13 eru og verða
áfram Nýlistasafn Reykjavíkur og
Listaháskóli Íslands með sýningar-
sali. Annað húsnæði mun losna á
næsta ári og skapist þar möguleikar
til bráðabirgða fyrir spennandi
starfsemi og getur því orðið um
tímabundna útleigu að ræða. Á
svæðinu er einnig að finna veitinga-
hús og verslanir.
Frestur til að skila hugmyndum
er til og með 19. desember næst-
komandi. Nánari upplýsingar, yfir-
litsmyndir og teikningar má finna á
vef Reykjavíkurborgar.
Breiðholtið Kjarnarnir tveir sem um ræðir. Arnarbakki er í neðra Breið-
holti og Völvufell í því efra. Borgin leitar nú eftir hugmyndum frá fólki.
Auglýsa eftir starf-
semi í Breiðholtið
Hverfiskjarnar Breiðholts styrktir
Færð var öll hin þyngsta á Akureyri
í gær og þurftu menn að hafa sig
alla við að moka snjó til að komast
leiðar sinnar. Blessunarlega urðu
engin umferðaróhöpp í öllum erl-
inum. Umferð gekk þó mjög hægt
fyrir sig fram eftir degi, að sögn Sig-
urðar Sigurðssonar, aðalvarðstjóra
lögreglunnar á Akureyri.
Um morguninn var með öllu ófært
innanbæjar en starfsmenn bæjarins
hófu mokstur snemma, með ágætum
árangri. Síðdegis í gær var þó enn
ófært sums staðar, til að mynda í
íbúðargötum.
Snjóa tók í fyrrakvöld og svo
bætti verulega í í nótt. Í dag kólnar
með éljagangi og heldur áfram að
snjóa þar til á morgun, samkvæmt
spám.
Mokað Misjöfn eru morgunverkin.
Festa Þessi skundaði út í daginn og lét óhagstætt tíðar-
far ekki aftra sér frá því að taka fák sinn til kostanna.
Morgunblaðið/Þorgeir
Aðlögunarferli Ögn meira þarf til en rétt að dusta af framrúðunum þegar
þungan vetur ber jafn skjótt að garði og hann gerði í fyrrinótt á Akureyri.
Skaflar Menn eru teknir að kljúfa skaflinn á Norðurlandi.
Áfram snjóar fram eftir deginum í dag og áfram er mokað.
Miðbærinn Menn lögðu ýmislegt á sig til að gangsetja bæjarlífið á ný.
Óhappalaust en í lamasessi