Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is
seimeiisland • seimei.is
Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR
götva þessa frábæru aðstöðu til að
vinna afurðir sínar í vinnslusal Vöru-
smiðjunnar. Hér er um að ræða vott-
aða vinnuaðstöðu þannig að bændur
mega selja það sem þeir vinna þar
beint frá býli. Einnig hafa þarna ver-
ið haldin námskeið á vegum Farskól-
ans á Sauðárkróki í ýmsu sem lýtur
að úrvinnslu á kjöti og öðrum mat-
vælum.
Á haustdögum hélt dvalar- og
hjúkrunarheimilið Sæborg upp á 30
ára afmæli sitt. Þar búa nú átta ein-
staklingar og þar af ein 102 ára kona
sem flutti inn um leið og heimilið var
opnað.
Einnig hefur sama konan verðið
matráðskona á heimilinu frá
stofnun.
Mikið var malbikað í þorpinu í
sumar. Plön og bílastæði, auk þess
sem lagt var ofan á gamalt slitlag á
nokkrum götum og nokkuð var um
nýlagnir.
Samtals voru því malbikaðir
tæplega 16.500 fermetrar. Þetta
malbikunarátak helgast af því að
malbikunarstöð var tímabundið sett
upp á milli Skagastrandar og
Blönduóss, sem sparaði mikinn
kostnað því áður hefur malbikinu
yfirleitt verið ekið um 170 km leið
frá Akureyri.
„Lausnamið“ er ný bókhalds-
og rekstrarráðgjafastofa sem verður
opnuð hér um áramótin. Eftir að
KPMG lokaði bókhaldsstofu sinni á
Skagaströnd og beindi viðskipta-
vinum sínum á stofu sína á Sauð-
árkróki hefur engin bókhaldsstofa
verið hér. Erla Jónsdóttir rekstrar-
fræðingur er eigandi þessa nýja fyr-
irtækis en hún hefur á undanförnum
árum verið fjármálastjóri hjá Skag-
strendingi hf. og nú síðast hjá Fisk
Seafood ehf. á Sauðárkróki. Erla
hefur þegar tryggt sér verkefni frá
nokkrum fyrirtækjum hér á Skaga-
strönd en í „Lausnamið“ verða tvö
stöðugildi til að byrja með.
Nýtt aðalskipulag fyrir
sveitarfélagið er nú í vinnslu. Um
ráðgjafarvinnu í sambandi við það
sér fyrirtækið Landmótun sem
starfar í samvinnu við heimamenn.
Fjölmenni mætti á fyrsta kynn-
ingarfund Landmótunar á hug-
myndum sínum um skipulagið og
komu fram margar tillögur frá fólki
um málið. Þær hugmyndir tóku
fulltrúar fyrirtækisins með sér í far-
teskinu til frekari úrvinnslu. Stefnt
er að því að nýtt aðalskipulag taki
gildi haustið 2019.
Fyrir tilviljun sást í sumar móta
fyrir hringlaga mannvirki ekki langt
frá þeim stað sem landnámsbærinn
á Spákonufelli stóð. Ekki sjást
merki um þetta mannvirki á yfir-
borðinu en með sérstakri leitar-
tækni sást hringurinn greinilega.
Nú í haust var svo tekinn borkjarni á
svæðinu til að kanna hvað þarna
leyndist undir og bráðabirgðaniður-
stöður úr boruninni segja að þarna
sé um fornan kirkjugarð að ræða.
Rannsóknasetur HÍ á Norður-
landi vestra hlaut nýverið níu millj-
óna króna styrk frá samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytinu til að
vinna gagnagrunn sáttanefndabóka.
Rannsóknasetrinu stýrir dr. Vilhelm
Vilhelmsson, sem hefur einmitt
skrifað um sáttanefndir og störf
þeirra. Styrkurinn gerir setrinu
kleift að ráða starfsmann til að vinna
að gagnagrunninum, sem gerður
verður aðgengilegur á vefnum fyrir
fræðimenn og aðra áhugasama.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Veiðar Aflabrögð hjá línubátnum Kristni SH 812 hafa verið mjög góð í
vetur. Hér er verið að landa úr honum 14 tonnum sem fengust á 60 bala.
Aflabrögð verið mjög góð í vetur
Sólarlag Þó að jólaljósin séu falleg nú í skammdeginu jafnast þau þó ekki á
við það sem náttúran sjálf býður upp á í ljósaskreytingum.
ÚR BÆJARLÍFINU
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Sex af tíu aflahæstu strand-
veiðibátunum á B-svæðinu í sumar
voru gerðir út frá Skagaströnd.
Verður það að teljast mjög gott því
tíðarfar á Húnaflóasvæðinu var
frekar leiðininlegt meðan veiðarnar
stóðu yfir. Milli 20 og 30 bátar
stunduðu veiðarnar héðan og á tæp-
ur helmingur þeirra heimahöfn á
Skagaströnd, aðrir voru aðkomu-
bátar.
Talandi um aflabrögð, þá hefur
línubátum líka gengið mjög vel að
fiska í sumar og haust. Í september
og október voru 10-12 bátar gerðir
út á línu frá Skagaströnd. Þar á
meðal var Kristinn SH 812 sem varð
aflahæstur línubáta yfir landið í
október. Margir bátanna færðu sig
síðan yfir í Breiðafjörðinn upp úr
mánaðamótum október/nóvember af
ótta við norðanáttina en áfram er
mjög góður afli hjá þeim sem enn
róa héðan.
Unnið hefur verið að gerð smá-
bátahafnar í allt sumar og átti jarð-
vinnu og fleiru að vera lokið í byrjun
nóvember. Það hefur ekki gengið
eftir því dýpkunin reyndist mun
erfiðari en gert var ráð fyrir þar sem
undir sandlagi á botninum er hörð
móhella sem illa gengur að vinna á.
Dýpkunin er því í bið eins og stend-
ur meðan menn leggja höfuðið í
bleyti og reyna að finna lausn á þess-
um vanda.
Nýr sveitarstjóri fyrir Sveita-
félagið Skagaströnd tekur til starfa
15. desember. Það er Alexandra Jó-
hannesdóttir sem tekur við stjórn-
inni af Magnúsi B. Jónssyni sem á að
baki 28 ára farsælan feril í sveitar-
stjórastarfinu. Alexandra er þrítug-
ur lögfræðingur sem sinnt hefur
ýmsum verkefnum bæði í einkageir-
anum og hinum opinbera.
Mikil aðsókn hefur verið í Vöru-
smiðjuna á Skagaströnd að undan-
förnu. Bændur eru búnir að upp-
Jólamarkaður
Norræna hússins
verður haldinn á
morgun, sunnu-
dag, frá kl. 12 til
17. Hönnuðir,
listamenn og um-
hverfisvænar
netverslanir
koma saman og
bjóða upp á um-
hverfisvænar
vörur fyrir jólin og í jólapakkann.
Engar plastvörur verða sjáanlegar,
segja aðstandendur Norræna húss-
ins.
Barnabókasafn Norræna hússins
býður upp á föndur og leiksvæði
fyrir börnin og Skjóða leiðinda-
skjóða kemur í heimsókn, „tengi-
liður á milli Hulduheima og mann-
heima,“ segir í tilkynningu.
Jólamarkaður í Nor-
ræna húsinu
Jól Markaður í
Norræna húsinu.
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
23 dagar til jóla
Skautasvellið á Ingólfstorgi verður
opnað í dag kl. 12. Að því standa
Nova, Samsung og Reykjavíkur-
borg. Jólaveitingabásar verða í
kringum svellið þar sem hægt er að
kaupa mat og drykk frá Pablo Dis-
cobar, Burro og Kaffibrennslunni.
Yfir svellinu eru tvö ljósaþök
með alls 100 þúsund perum. Þetta
er í fjórða árið í röð sem Nova
ásamt samstarfsaðilum reisir
skautasvellið við Ingólfstorg.
Samkvæmt áætlunum frá borg-
inni komu um 140 þúsund manns á
Ingólfstorg í desember í fyrra en
leigð voru um það bil 20.000
skautapör. Svellið verður opið alla
daga í desember frá kl. 12-22.
Ljósmynd/Nova
Ingólfstorg Skautasvellið verður opnað í
dag kl. 12. Hægt verður að skauta til kl. 22.
Skautasvellið á Ing-
ólfstorgi opnað í dag
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í
Laugardal er kominn í jólabúning
og starfsfólk óðum að komast í jóla-
skap. Opið verður alla daga í des-
ember frá kl. 10 til 17 nema að-
fangadag, jóladag og gamlársdag,
þegar opið verður frá kl. 10 til 12.
Jólakötturinn mætir í dag og á
morgun kl. 13 verður hafist handa
við jólarúninginn á sauðfénu.
Jólarúningur í
húsdýragarðinum
Ljósin á Óslóar-
trénu á Austur-
velli verða tendr-
uð á morgun,
sunnudag, kl. 16.
Dagskáin hefst
með ávarpi Pet-
ers N. Myhre,
borgarfulltrúa í
Ósló, sem einnig
mun afhenda
Degi borgar-
stjóra bókagjöf til allra grunnskóla
Reykjavíkur. Norsk-íslensku syst-
urnar Hekla og Anna Tómasdætur
Albrigtsen munu aðstoða við að
kveikja á trénu. Síðan mæta jóla-
sveinar og tónlist verður flutt.
Kveikt á Óslóar-
trénu á morgun
Jólin Kveikt á Ósló-
artrénu á morgun.