Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Hjartasjúkdómar eru algengir á Vesturlöndum og eðli málsins samkvæmt hefur þjónusta við hjartasjúklinga verið mjög umfangsmikil á Landspítala (LSH), stærsta sjúkrahúsi landsins. Í dag, 1. desember, verða hins vegar talsverðar breytingar á þeirri starfsemi á LSH. Bráðaþjónusta hjartasjúkl- inga mun færast á Bráðamót- tökuna í Fossvogi og mun hjarta- deildin styðja vel við þessar breytingar og jafnframt nota tæki- færið til efla ýmsa þætti þjónust- unnar við þennan stóra sjúklinga- hóp. Allri bráðaþjónustu við hjarta- sjúklinga hefur undanfarin átta ár verið sinnt á Hjartagáttinni við Hringbraut þó meginbráðamót- taka sjúkrahússins hafi á þeim tíma verið starfrækt í Fossvogi. Helstu rökin á bak við þetta hafa verið þau að það sé mikill kostur að hafa bráðamóttöku hjartasjúkl- inga á sama stað og lykilþjónusta sérgreinarinnar er, ekki síst hjartaþræðingastofurnar. Þunga- miðja bráðameðferðar við krans- æðastíflu er hjartaþræðing til greiningar á vandanum og síðan opnun á lokaðri kransæð með kransæðavíkkun og stoðnetsísetn- ingu í sömu aðgerð. Það skiptir sköpum fyrir árangurinn að tími milli fyrstu einkenna kransæða- stíflu, sem er yfirleitt brjóst- verkur, og kransæðaopnunar sé sem allra stystur og því hefur það þótt ótvíræður kostur að fyrsta greining og meðferð geti farið fram á sama stað. Árangur við meðferð bráðrar kransæðastíflu hefur verið góður hérlendis og mun betri eftir að hafin var bráð hjartaþræðingaþjónusta allan sólarhringinn, alla daga ársins. Auk bráðaþjónustu hefur Hjarta- gátt sinnt dagdeildarþjónustu og göngudeildarþjónustu við hjarta- sjúklinga. Hjartagáttin mun áfram verða starfrækt en með tals- verðum áherslubreytingum eins og við komum nánar að síðar. Meginástæðan fyrir þessum breytingum núna er skortur á hjúkrunarfræðingum á Hjarta- gáttinni. Talsverð undirmönnun hefur verið hjá hjúkrunarfræð- ingum þar um allnokkurt skeið og nú er svo komið að við getum ekki lengur haldið úti fullri bráðaþjón- ustu við þennan sjúklingahóp. Öll bráðaþjónusta við hjartveika flyst því að á Bráðamóttökuna í Foss- vogi. Hjartadeildin mun auðvitað styðja mjög vel við Bráðamót- tökuna í þessu verkefni og tryggja að aðgengi að margþættri þjón- ustu hjartalækninga verði áfram gott. Það er okkur kappsmál að halda þeim góða árangri sem hefur náðst í meðferð bráðrar krans- æðastíflu. Til að reyna að halda tímanum frá greiningu bráðrar kransæðastíflu þar til krans- æðaþræðing er gerð í lágmarki munum við nýta okkur fjarskipta- tækni til hins ýtrasta. Þegar sjúkrabíll er kallaður til vegna einstaklings með brjóstverk verð- ur tekið hjartalínurit strax í heimahúsi og það sent áfram til greiningar á LSH. Ef það sýnir óyggjandi merki um bráða krans- æðastíflu verður farið með sjúk- linginn beint á Hringbraut svo að tíminn fram að hjartaþræðingu lengist ekki að óþörfu. Þá hefur verið skerpt á verkferlum þannig að sem minnstar tafir verði við flutning á sjúklingum með bráða kransæðastíflu frá Bráðamót- tökunni í Fossvogi í hjartaþræð- ingu á Hringbraut. Eins og fyrr segir munum við efla ýmsa aðra þætti þjónustunnar við hjartasjúklinga. Þar ber hæst að það verða fleiri legurými opnuð á hjartadeildinni, dagdeild Hjarta- gáttar verður stækkuð og starf- semi þar aukin, göngudeildarþjón- usta stórefld og átak gert í því að stytta biðlista, ekki síst í brennsluaðgerðir vegna hjart- sláttartruflana. Legurýmum á hjartadeildinni verður fjölgað úr 28 í 34. Þetta mun væntanlega greiða fyrir því að veikustu hjartasjúklingarnir sem koma á Bráðamóttökuna komist sem fyrst í sérhæfða með- ferð. Jafnframt verður ráðist í verulegar endurbætur á húsnæði legudeildarinnar til að bæta að- stöðu fyrir sjúklinga og aðstand- endur. Fjölgun dagdeildarplássa mun auðvelda okkur að taka sjúklinga inn af biðlistum í ýmsar ferlirann- sóknir og inngrip. Til þeirra telj- ast meðal annars hjartaþræðingar, brennsluaðgerðir vegna gáttatifs og annarra hjartsláttartruflana og gangráðsísetningar. Það hefur verið verulega aukin ásókn í brennsluaðgerðir vegna gáttatifs og annarra hjartsláttartruflana undanfarin ár. Biðlistar í þessar aðgerðir hafa því lengst verulega og eru að okkar mati orðnir óhóf- lega langir. Fjölgun dagdeildar- plássa mun því nýtast okkur vel, í bland við aðrar breytingar, til að takast á við það stóra og mikil- væga verkefni að stytta biðlistana í brennsluaðgerðir. Þá mun aukið húsnæði dagdeildarinnar gefa okkur betra svigrúm til að sinna betur rannsóknum á kransæðum svo sem áreynsluprófum og áreynsluómun auk rafvendinga vegna hjartsláttartruflana. Þá hyggjumst við auka aðgengi að göngudeildarþjónstu og auka breiddina hvað varðar þverfagleg- ar göngudeildir innan hjartalækn- inga. Opnuð verður sérstök flýti- móttaka þar sem hugmyndin er að læknar Bráðamóttöku geti vísað sjúklingum til frekara mats hjartalæknis. Sömuleiðis eru áform um að heilsugæslan geti, þegar fram í sækir, vísað til okkar erindum sem væri meira viðeig- andi að leysa á göngudeild heldur en að vísa á bráðamóttöku. Þá höf- um við í hyggju að fjölga þverfag- legum göngudeildum sem henta mjög vel til að takast á við flókin langvinn hjartavandamál sem krefjast aðkomu margra starfs- tétta. Við höfum þegar afar góða reynslu af göngudeild með þessu sniði við eftirfylgd hjartabilaðra. Það verða því umtalverðar breytingar á þjónustunni við hjartasjúklinga á LSH í upphafi desember. Mikilvægt er að allir taki höndum saman um að bráða- þjónustan, sem nú flyst í Fossvog, verði áfram öflug og að góðum ár- angri í meðferð bráðrar krans- æðustíflu verði viðhaldið. Á sama tíma gefst tækifæri til að grípa til ýmissa aðgerða sem við teljum að geti bætt þjónustuna við þann stóra hóp sjúklinga sem til okkar leitar vegna hjartasjúkdóms. Eftir Karl Andersen og Davíð O. Arnar » Öll bráðaþjónusta við hjartveika flyst því á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Hjartadeildin mun auðvitað styðja mjög vel við Bráða- móttökuna í þessu verk- efni og tryggja að að- gengi að margþættri þjónustu hjartalækn- inga verði áfram gott. Karl Andersen Karl er yfirlæknir Hjartagáttar og Davíð er yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala. Breytingar á þjónustu við hjartasjúklinga á Landspítala Davíð O. Arnar Á þessum hátíðar- degi fögnum við aldarafmæli fullveldis þjóðarinnar. Með sambandslögunum milli Íslands og Dan- merkur, sem gildi tóku 1. desember 1918, var það viður- kennt að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki og hefur dagur- inn því sérstöðu í sögu okkar. Ég vona að sem flestir gefi sér tækifæri til þess að taka þátt í viðburðum sem skipulagðir eru víða um land af þessu hátíð- lega tilefni. Tímamót gefa færi á að líta um öxl og svo vill til að um þessar mundir er ár liðið frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa. Þetta fyrsta ár hefur verið afar lærdóms- og viðburðaríkt en sem mennta- og menningarmála- ráðherra hef ég fengið að kynnast frábæru og fjölbreyttu starfi sem unnið er að á þeim vettvangi. Stórsókn í menntamálum Ríkisstjórnin hefur frá upphafi tekið það verkefni föstum tökum að stuðla að nauðsynlegri upp- byggingu samfélagslegra innviða. Í stjórnarsáttmálanum boðuðum við stórsókn í menntamálum og sam- þykkt fjármálaáætlun næstu ára ber þess skýr merki. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og leggur grunninn að áframhald- andi velsæld okkar. Við viljum að skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðis- samfélagi verði áfram undirstaða íslenska skólakerfisins og það geti mætt örum samfélagsbreytingum. Á því byggist samkeppnishæfni okkar til framtíðar. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 og þar setjum við í for- gang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferð- armálum. Mikilvægi kennara Brýnt verkefni okk- ar á sviði menntamála er að styrkja umgjörð í kringum kennara á öllum skólastigum og auka nýliðun í stétt þeirra. Mikilvægt er að stuðla að viður- kenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum því kennarar eru lykilfólk í mótun framtíðarinnar. Fjölþættar aðgerð- ir sem snúa að nýliðun kennara verða brátt kynntar en við höfum unnið að þeim í góðu samstarfi við skólasamfélagið. Eflum iðn-, starfs- og verknám Eitt forgangsmála okkar er að efla iðn-, starfs- og verknám. Í því felst að styrkja utanumhald með verk- og starfsþjálfun nemenda og auka aðgengi að náminu. Niðurfell- ing efnisgjalda var mikilvægt skref í þá átt. Þá er brýnt að kynna bet- ur þá fjölbreyttu náms- og starfs- kosti sem í boði eru. Sú vinna fer einkar vel af stað og sem dæmi fjölgaði innrituðum nemendum á verk- og starfsnámsbrautum fram- haldsskóla hlutfallslega um 33% milli ára á haustönn. Kostir verk- og starfsmenntunar eru ótvíræðir og mikil eftirspurn eftir fólki með slíka menntun á ýmsum sviðum at- vinnulífsins. Vinnum gegn brotthvarfi Annað stórt verkefni eru að- gerðir gegn brotthvarfi nemenda á framhaldsskólastigi. Aðgerðir á því sviði snúast meðal annars um auk- in framlög til framhaldsskólastigs- ins, betri kortlagningu á brott- hvarfsvandanum og bætta geðheil- brigðisþjónustu fyrir nemendur framhaldsskólanna. Niðurstöður útreikninga á árlegu nýnemabrott- hvarfi sýna að það hefur minnkað miðað við gögn síðustu þriggja ára og er það vel, sem og að nú hefur svokölluð „25 ára regla“ verið af- numin. Styrkara háskólastig Til að stuðla að hagvexti og um- hverfi þar sem nýsköpun blómstr- ar og verkvit þróast er mikilvægt að fjárfesta í háskólastiginu og hvetja til öflugs samstarfs þess við atvinnulífið. Heildarfjárframlög háskólastigsins nema tæpum 47 milljörðum kr. á næsta ári en að meðtöldum launa- og verðlags- breytingum er það hækkun um 2,2 milljarða kr. eða um 5% milli ára. Markmiðið með auknum fram- lögum til kennslu og rannsókna á háskólastigi er fyrst og fremst að auka gæði náms. Fjárfestingar okkar í menntakerfinu hafa aukist að undanförnu og hefur hlutfall háskólamenntaðra hér á landi vax- ið hratt. Það er ánægjulegt að at- vinnuleysi hjá háskólamenntuðum er mjög lítið hér á alþjóðlegan mælikvarða. Menningin Aðgengi að menningu er þýðing- armikill þáttur þess að lifa í fram- sæknu samfélagi, því skiptir máli að landsmenn allir geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Við fylgjum eftir þeirri vinnu sem unnin hefur verið í upp- byggingu menningarhúsa á lands- byggðinni og á þessu ári hafa verið tekin mikilvæg skref í upp- byggingu slíkra húsa, á Sauðár- króki og Egilsstöðum. Menningar- húsin hafa sannað mikilvægi sitt víða um land og þau hafa ótvíræð jákvæð margfeldisáhrif, bæði á bæi og nærsamfélög. Á síðustu ár- um hefur átt sér stað vitundar- vakning í verkefnum tengdum barnamenningu. Í tilefni af full- veldisafmælinu verður stofnaður barnamenningarsjóður með það markmið að styrkja börn til virkr- ar þátttöku í menningarlífi, list- sköpun, hönnun og nýsköpun. Jafnframt verður nýjum styrkja- flokki bætt við styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem sér- staklega verður ætlaður barna- og ungmennabókum. Framtíðin er á íslensku Íslensk stjórnvöld hafa kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu íslenskunnar. Aðgerðirnar snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að ís- lenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. Þeim til grundvallar er eindreginn vilji til að tryggja framgang tungumálsins, t.a.m. með stuðningi við bókaút- gáfu, einkarekna fjölmiðla, mál- tækni og menntun. Á næstunni mun ég leggja fram þingsályktun- artillögu um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi. Megin- inntak hennar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta meðal annars skólastarf, menningu, tækniþróun, nýsköpun, atvinnulíf og stjórn- sýslu. Verkin tala Sem ráðherra fagna ég áhuga á þróun mennta- og menningarmála og þakka þann ríka samvinnuvilja sem ég skynja á vettvangi minna starfa. Hvort tveggja er okkur mikilvægt til að ná þeim metn- aðarfullu markmiðum sem við höf- um sett okkur. Nú horfum við 100 ár aftur í tímann, fögnum tíma- mótum og hugsum jafnframt til framtíðar. Hún er full af spenn- andi verkefnum og tækifærum. Til hamingju með fullveldisdaginn. Menntun og menning til framtíðar Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Dögg Alfreðsdóttir »Nú horfum við 100 ár aftur í tímann, fögn- um tímamótum og hugs- um jafnframt til fram- tíðar. Hún er full af spennandi verkefnum og tækifærum. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra. Morgunblaðið/Eggert Æskan Geta skólakerfisins til að mæta örum samfélagsbreytingum er grundvöllur samkeppnishæfni til framtíðar, ritar menntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.