Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Súlunes 24 - 210 Garðabær *Laust strax* 306 m2 einbýlishús með aukaíbúð og bílskúr sem hefur verið innréttaður sem íbúð við Súlunes 24 í Garðabæ (Arnarnes). Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. Stórt hellulagt bílaplan og timburverönd í suðvestur- átt. Húsið sem er í spænskum stíl er hannað af Vífli Magnússyni. V. 105 m. 95,8 m2, 3ja-4ra herbergja endaíbúð með sérinngangi á jarðhæð með afgirtum garði og sérmerktu bílastæði fyrir framan íbúð. Fallegt útsýni er frá íbúðinni. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og borðstofu (sem er svefnherbergi á teikningu, sem hægt er að breyta aftur í svefnherbergi). Góð staðsetning innst í botnlanga, mjög stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu. V. 42,9 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali S. 698 8555 Sigurður Gunnarsson Löggiltur fasteignasali S. 899 1987 Opið hús mánudaginn 3. desember frá kl. 17:00 til 17:30 Álfaborgir 27 - 112 Reykjavík Hringdu og bókaðu skoðun Þegar Ísland varð sjálfstætt, fullvalda ríki fyrsta desember 1918,eftir nær sjö alda erlend yfirráð og þjóðfrelsisbaráttu frá því ánítjándu öld, hafði þar með náðst stærsti áfanginn í þeirri bar-áttu, þó punkturinn væri svo settur yfir i-ið rúmum aldar- fjórðungi síðar, sautjánda júní 1944, sköpunarverkið kórónað við stofnun lýðveldis – já, reyndar með því að taka ofan kórónuna. Stöldrum við eitt nú í dag þegar 100 ára fullveldisgleðin stendur sem hæst: Þetta hefði aldrei orðið, eða allténd hefði það gerst með einhverjum allt öðrum hætti, ef við hefðum ekki átt okkur íslenska tungu. Hvers vegna héldum við tungunni gegnum allar þessar aldir? Hvers vegna fórum við ekki fljótlega upp úr þrettándu öld að tala einhverskonar norskdanska mállýsku? Sem auðvitað hefði verið ágætis tungumál út af fyrir sig, eins og öll tungumál eru reyndar á réttum stað á réttum tíma. Það hefði nátt- úrlega verið praktískt, engin nauðsyn hefði þá til dæmis verið að íslenska biblíuna við siðaskiptin, við hefðum getað brúkað þá dönsku rétt eins og Norðmenn og Færeyingar. Ótalmargt fleira hefði líka mátt samnýta. Á nú- tímamáli kallast slíkt sparnaður og hagræðing og þykir fínt. Heppileg hnattstaða átti auðvitað sinn þátt í varðveislu tungunnar en fyrst og fremst lifði hún af vegna bókmenntanna, vegna þess að á miðöld- um höfðu orðið til hér heimsbókmenntir á móðurmáli. Þar kviknaði sá neisti sem nægði til að halda lífi í skáldskapariðkan og ritmennsku gegnum allar þessar aldir og tungan gat þraukað. Guð varð að svissa úr latínu beint yfir í íslensku án þess að millilenda í dönsku. Niðurstaðan er þá þessi: Það er vegna skáldskapar og bókmennta sem Ísland er sjálfstætt. Vissulega eru þetta ekki ný tíðindi og kallast oft goð- sögn. Þetta er goðsögnin okkar um íslenska menningu, um tilurð íslenskr- ar menningar, enda tungumálið að sjálfsögðu hornsteinn íslenskrar menn- ingar. Yfirleitt er orðið goðsögn eða mýta haft sem fínna orð yfir lygi en okkar goðsögn er sérstök að því leyti að hún er sönn. Þess vegna er það hlutverk okkar sem nú erum á dögum að halda áfram að sanna þessa goðsögn, sjá til þess að hún breytist hvorki í lygi né hálflygi. Það gerum við með því að beita þessu máli, sem okkur var trúað fyrir, allt- af og alstaðar á öllum sviðum samfélagsins, iðka skáldskap og hlúa að bók- menntum og þar með menningu og öðlast á þann hátt dýpri skilning á því hver við erum og viljum vera. Þegar við fögnum aldarafmæli fullveldis erum við í raun að fagna ís- lenskri tungu, þó milliliðirnir séu nokkrir. Við skulum gera alla daga að dögum íslenskrar tungu og vona að hvað íslenskuna varðar munum við aldrei þurfa að taka undir þau orð Jónasar sem við þekkjum öll: Fyrrum átti ég falleg gull, nú er ég búinn að brjóta og týna. Fullveldismál Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Tungumál Biblíunnar Guð varð að svissa úr latínu beint yfir í íslensku án þess að millilenda í dönsku.Þegar við ræðum um sjálfstæði og fullveldi Ís-lands og þær hættur, sem að okkur kunnaað steðja hafa þær umræður yfirleitt snúiztum hernaðarógnir að utan og varnir við þeim. Á allra síðustu árum hafa þær umræður í vax- andi mæli beinzt að nýjum hættum vegna nýrrar samskiptatækni sem herjar á þjóðir um allan heim en það eru netárásir, sem snúast bæði um framleiðslu og dreifingu á fölskum upplýsingum en líka að net- árásum, sem eiga að lama innviði samfélaga, svo sem orkukerfi, fjarskiptakerfi og annað slíkt. Við höfum minna rætt um ógnir að innan, um at- burðarás, sem á sér rætur heima fyrir en getur stofn- að sjálfstæði þjóðar í hættu. Um slíkar hættur er fjallað um í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, Kaupthinking, sem út kom fyrir skömmu hjá bókaforlaginu Veröld. Það hafa komið út nokkrar bækur um hrunið en bók Þórðar Snæs er einstök vegna þeirra gagna og heimilda, sem höfundur hefur haft aðgang að. Hann birtir upplýsingar úr tölvupóstssamskiptum hátt- settra starfsmanna Kaupþings, endurrit af hleruðum símtölum þeirra í milli eftir hrun, endurrit af yfirheyrslum yfir nafngreindum sakborningum hjá sérstökum sak- sóknara auk annarra nýrra upplýs- inga. Niðurstaða greinarhöfundar af lestri þessarar bók- ar er sú, að þeir viðskiptahættir, sem þróuðust hér á fyrstu árum nýrrar aldar, án þess að gripið væri í taumana af hálfu opinberra aðila, hafi í raun stofnað sjálfstæði þjóðar okkar í hættu. Þar hafi verið á ferð ógn að innan og áleitin spurn- ing, hvort Alþingi hafi á einum áratug gripið til nauð- synlegra aðgerða með nýrri löggjöf til þess að koma í veg fyrir að leikurinn verði endurtekinn. Það er of margt sem bendir til að það hafi ekki verið gert og þá hljótum við að spyrja hvað valdi. Þórður Snær færir sterk rök að því í bók sinni, að töluverður hluti af láni Seðlabankans til Kaupþings, sem var ætlað til að bjarga bankanum, hafi farið í farveg, sem engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvert leiddi. Hvert fór hluti þessa láns? Hann staðfestir í raun og veru orð Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við Kastljós hinn 3. október sl., að það hafi farið „eitt- hvað annað“. Þær vísbendingar, sem fram koma í bókinni um þetta efni eru þess eðlis, að opinberir að- ilar hljóta að fylgja þeim eftir. Önnur spurning, sem vaknar við lestur þessarar bókar er sú, hvort það sé sjálfsagt mál að þeir, sem við sögu komu snúi aftur í fjármálageirann, sem er byrjað að gerast. Í Bandaríkjunum er til staðar lög- gjöf, sem hefur gert yfirvöldum þar í landi kleift að banna þeim, sem fundnir hafa verið sekir að hefja aft- ur störf á sama sviði sbr. Michael Milken, sem þekkt- ur var á Wall Street á níunda áratug síðustu aldar. Enn önnur spurning, sem vaknar við lestur bók- arinnar er um hlut almannatengla í þessum málum öllum. Á bls. 286 segir: „Í einni af húsleitum sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn hans á málefnum Kaupþings fannst skjal sem dagsett var snemma árs 2009... Í skjalinu var sett fram víðtæk áætlun um að hafa áhrif á umræðu um skjólstæðinga almannatengilsins. Á meðal þeirra leiða sem voru tíundaðar var sú að ota ákveðnum málum sem tengdust öðrum áberandi við- skipta- eða bankamönnum að fréttamönnum og beina þannig kastljósinu af skjólstæðingum almannatengils- ins... Auk þess voru þar tiltekin ýmis atriði, sem mætti nota til að gera embætti sérstaks saksóknara tortryggilegt.“ Þessi kafli bókarinnar knýr enn á um að almanna- tenglum verði gert skylt að skrá hjá opinberum að- ilum fyrir hverja þeir eru að vinna. Slík skráningarskylda er til staðar bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þórður Snær gerir í bók sinni ítarlegri og nákvæmari grein en áður hefur komið fram fyrir ótrú- legum og ævintýralegum aðgerðum til þess að halda uppi verði hlutabréfa í Kaupþingi (svipað var gert bæði af hálfu Glitnis og Landsbankans). Um þær að- gerðir notar hann orðið svikamylla. En skylt er að taka fram, að það koma líka fram upplýsingar í bók- inni, sem benda til að sumir, sem með einhverjum hætti komu við sögu hafi ekki gert sér grein fyrir hvað var að gerast og það á kannski við um sam- félagið allt. Hverjir voru helztu fórnarlömb þessa ævintýris? Smátt og smátt er að koma betur og betur í ljós, að það voru almennir borgarar, sem höfðu það eitt til saka unnið að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið við misjafnlega erfiðar aðstæður. Og það er líka að koma betur og betur í ljós að af- leiðingarnar fyrir þetta fólk voru ekki bara eigna- missir og fjárhagsvandmál heldur líka í of mörgum tilvikum heilsubrestur. Það er kominn tími á að beina athyglinni að mál- efnum þessa fólks eins og Hagsmunasamtök heim- ilanna hafa gert ítrekaðar kröfur um en ekki verið hlustað á. Smáþjóðir geta misst sjálfstæði sitt vegna atburða á borð við hrunið. Við sjáum hvernig farið hefur verið með Grikki. Þeir hafa sætt svívirðilegri meðferð af hálfu þeirra, sem ráða ferðinni í Evrópu, sem sumir telja nánast glæpsamlega. Það er hægt að skilja að ríkisstjórnir og Alþingi hafi verið upptekin við endurreisn efnahagslífs þjóðarinnar og ekki getað sinnt öllu í einu. En nú eru breyttir og betri tímar að sögn landsfeðranna og þá er komið að því verkefni að ógnir að innan stofni ekki sjálfstæði þessarar þjóðar í hættu á ný. Ógnin að innan Um þær hættur er fjallað í Kaupthinking Þórðar Snæs Júlíussonar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í dag gefur Almenna bókafélagiðút ræðusafnið Til varnar vest- rænni menningu í tilefni 100 ára full- veldis. Þrjú þeirra skálda, sem eiga þar ræður, sóttu Menntaskólann í Reykjavík veturinn 1918-1919, stóðu í Bakarabrekkunni 1. desember 1918 og horfðu á, þegar ríkisfáninn íslenski var í fyrsta sinn dreginn að hún, en um leið dundi við 21 fall- byssuskot frá dönsku varðskipi í ytri höfninni til heiðurs hinu nýja ríki. Davíð Stefánsson minntist um- ræðna um sambandsmálið í baðstof- unni heima í Fagraskógi nokkrum mánuðum áður: „Hver átti að ráða hér ríkjum? Íslendingar sjálfir. Þeir höfðu helgað sér landið með blóði og sveita og þúsund ára erfðum. Um það voru allir sammála, og aldrei heyrði ég rödd þjóðarinnar í þessu máli skýrari en hjá bændunum í Fagraskógarbaðstofunni.“ Tómas Guðmundsson sá roskið fólk vikna: „Enn finnst mér sem ég hafi þarna, í fyrsta og síðasta sinn á ævinni, staðið frammi fyrir þjóð, sem komin var um langan veg út úr nótt og dauða, hafði þolað ofur- mannlegar raunir, en lifað af vegna þess, að hún hafði alla tíð varðveitt vonina um þennan dag í hjarta sínu.“ Guðmundur G. Hagalín hugsaði: „Hvort mundi ekki standa þarna á stjórnarráðsblettinum ósýnileg fylk- ing – ekki aðeins frækinna foringja, heldur og hins óbreytta liðs, vað- málsklæddra bænda og sjómanna í skinnstökkum, manna, sem þorað höfðu „Guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða,“ þá er gæfa þessarar þjóðar virtist „lút og lítilsigld“, þegar danskir höndl- arar voru hjér ærið dreissugir og dönsk stjórnarvöld eygðu ekki einu sinni í ljótum draumi þá stund, sem dönsk fallstykki dunuðu til heiðurs alíslenskum fána?“ Fullveldið markaði miklu frekar aldaskil en lýðveldisstofnunin 1944. Til varð nýtt ríki 1918 og öðlaðist viðurkenningu annarra ríkja, en lík- lega er ekki ofsagt, að 1944 væri að- eins skipt um embættisheiti þjóð- höfðingjans. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað hugsuðu þeir 1. desember 1918?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.