Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 32
32 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Falleg og vel skipulögð 4ra-5 herbergja íbúð auk bílskúrs. Íbúðin skiptist í gang,
stofu, sjónvarpsstofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Sérgeymsla er á jarðhæð. Stutt til allra átta. Bókið skoðun, sjón er sögu ríkari.
Nánari upplýsingar veita: Halla, fasteignasali, halla@gimli.is, gsm: 659-4044
og Elín Rósa, aðstm.fasteignasala, elinrosa@gimli.is, gsm: 773-7126
Opið hús sunnudaginn 2. des. kl. 13:30-14:00
Opið Hús
s 570 4800
gimli@gimli.is
www.gimli.is
Básbryggja 7, Reykjavík V. 52,9 m.
Nánari upplýsingar: Halla, halla@gimli.is og Elín Rósa, elinrosa@gimli.is
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Dr.
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um trú
og streitu. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jóga-
kennari leiðir gong-slökun. Prestur er Hildur Eir
Bolladóttir. Klassíski kór Akureyrarkirkju
syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnu-
dagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón
hafa Sonja Kro og Jón Ágúst Eyjólfsson.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Leikhópurinn Lotta sýnir
kl. 11. Ævintýrapersónur úr ævintýraskóginum
koma og skemmta. Aðgangur ókeypis
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14, sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir og sr. Þór Hauksson prédikar.
Kór Árbæjarkirkju syngur. Guðmundur Haf-
steinsson leikur á trompet. Einsöngvari er
Sigrún Hjálmtýsdóttir – organisti er Kristina K.
Szklenár. Strætókórinn syngur. Kaffisala og
happdrætti Líknarsjóðsins. Hátíðarkaffi kven-
félagsins í safnaðarheimili kirkjunnar.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf sunnudag
kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni
og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi
annast samverustund sunnudagaskólans. Fé-
lagar úr Karlakórnum Esju leiða messusönginn
undir stjórn Kára Allanssonar. Orgelleikari er
Bjartur Logi Guðnason.
Að messu lokinni verður laufabrauð skorið og
steikt í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar á
vegum Safnaðarfélags Áskirkju. Heitt á könn-
unni.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur
undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prest-
ur er Arnór Bjarki Blomsterberg. Hressing og
samfélag á eftir.
BAKKAGERÐISKIRKJA | Aðventukvöld
fimmtudag kl. 20. Bakkasystur syngja að-
ventu- og jólalög, organisti Jón Ólafur Sigurðs-
son. Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur flytur
hugvekju um efnið Jól í gleði og sorg. Jólasaga,
almennur söngur og samfélag.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11, undirbúningur fyrir að-
ventuhátíð barnanna. Umsjón með stundinni
hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn.
Aðventuhátíð í Bessastaðakirkju kl. 17. Börn
úr tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlist
ásamt Álftaneskórnum og Garðálfunum. Sr.
Hans Guðberg og Margrét djákni leiða stund-
ina ásamt Kristjáni Hrannari organista.
BORGARNESKIRKJA | Messa sunnudag kl.
11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir alt-
ari. Hulda Bragadóttir organisti og kór Borgar-
neskirkju leiða sálmasönginn. Heiðrún Bjarna-
dóttir Back meðhjálpari verður með heitt á
könnunni og smákökur í anddyri kirkjunnar að
guðsþjónustu lokinni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Betlehemsfjárhús barnanna af-
hjúpað. Bæna- og lofgjörðarstund á ensku kl.
14. Prestur er Toshiki Toma. Aðventusamkoma
kl. 20. Steinunn Leifsdóttir, æskulýðsleiðtogi
og sóknarnefndarkona, flytur hugleiðingu. Kór
Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnús-
sonar organista flytur aðventu- og jólatónlist
Fermingarbörn flytja hugleiðingar. Heitt súkku-
laði og smákökur á eftir
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11.
Vígsludagur Bústaðakirkju og vöfflukaffi í safn-
aðarheimilinu eftir stundina. Aðventuhátíð kl.
20. Barnakórar, gospelkór og kirkjukór. Ræðu-
maður er Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Ein-
söngvarar eru Edda Austmann, Marteinn
Snævarr og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Tón-
list flytja Ómar Einarsson, Jón Rafnsson, Matt-
hías Stefánsson og Jónas Þórir. Ljósin
tendruð.
DIGRANESKIRKJA | Fjölskylduhátíð kl. 11,
prestur er Gunnar Sigurjónsson, organisti er
Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kór Digranes-
kirkju syngur. Samskot renna til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Veglegar veitingar í safnaðar-
sal.
DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landakoti
| Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl.
16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Hátíðarmessa í tilefni af 100
ára fullveldi Íslands kl. 11. Biskup Íslands,
Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar, sr. Sveinn
Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna
fyrir altari. Kári Þormar, dómorganisti, og Dóm-
kórinn syngur. Sunnudagaskólinn á kirkjuloft-
inu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Sænsk
messa kl. 14, sr. Guðrún Karls Helgudóttir
prédikar. Aðventukvöld kl. 20, Salvör Nordal er
ræðumaður kvöldsins, tónlist og samvera.
Kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Barna- og fjöl-
skyldumessa kl. 10.30. Barnakór kirkjunnar
syngur, stjórnandi er Torvald Gjerde. Kveikt á
fyrsta aðventukertinu og Rebbi og Mýsla
mæta.
FELLA- og Hólakirkja | Aðventukvöld kl. 20.
Ræðumaður er Ögmundur Jónasson fyrr-
verandi ráðherra. Tónlistardagskrá í höndum
kirkjukórs og organista. Einleikur á klarinett:
Grímur Helgason. Einsöngur: Inga Backman,
Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Jónsdóttir.
Súkkulaði og smákökur eftir stundina. Sunnu-
dagaskóli klukkan 11 í umsjá Mörtu, Ásgeirs
og séra Jóns Ómars, við ætlum að skreyta pip-
arkökur.
FRIÐRIKSKAPELLA | við Valsheimilið Hlíðar-
enda. Færeysk aðventu- og jólaguðsþjónusta
kl. 11. Prestur er Heri Joensen, sóknarprestur
í Þórshöfn.
GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Helga Björk Jónsdóttir djákni þjónar fyrir altari
ásamt konum úr Kvenfélagi Garðabæjar. Lauf-
ey Jóhannsdóttir flytur ávarp. Ljósastund kl.
15.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Helga
Björk Jónsdóttir djákni þjónar fyrir altari og Þór-
unn Erna Clausen flytur ávarp. Jóhanna Guð-
rún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson flytja
tónlist við stundina. Kveikt á kertum í minningu
látinna ástvina.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli
kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Gler-
árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Välja-
ots. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna
Kristrún þjóna.
Aðventukvöld kl. 20. Tónlist er í umsjón Barna-
og kirkjukórs Glerárkirkju undir stjórn Mar-
grétar Árnadóttur og Valmars Väljaots. Ræðu-
maður er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á
Akureyri.
GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson
ásamt Pétri Ragnhildarsyni leiðir stundina.
Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs spila.
Undirleikari er Stefán Birkisson.
Aðventuhátíð kl. 20. Prestar safnaðarins
þjóna. Barnakórinn, kirkjukórinn og Vox Populi
syngja og fermingarbörn taka þátt. Guðrún Eva
Mínervudóttir rithöfundur kemur og flytur hug-
leiðingu.
GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng |
Selmessa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason
þjónar. Nemendur úr Tónskóla Hörpunnar
koma og spila fyrir okkur. Vox Populi syngur og
undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María
Ágústsdóttir prédikar og þjónar ásamt messu-
hópi. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Félagar
úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Aðventu-
kvöld kl. 20. Ræðukona er Kolbrún Baldurs-
dóttir sálfræðingur borgar- og kirkjuþings-
fulltrúi. Börn úr Suzuki-tónlistarskólanum í
Reykjavík leika á fiðlu og fermingarhópurinn
flytur helgileik. Kirkjukórinn syngur og leiðir al-
mennan söng undir stjórn Ástu organista. Létt-
ar veitingar á eftir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Að-
ventuhátíð 2. desember kl. 14 í hátíðarsal
Grundar. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir
heimilisprestur. Halldór Blöndal flytur hugvekju
og Hrefna Björnsdóttir les jólasögu. Grundar-
kórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage
organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kveikt
verður á jólatrénu við Guðríðarkirkju 2. des. kl.
16. Jólasveinninn kemur í heimsókn og syngur
með okkur. Foreldrafélag Ingunnarskóla býður
upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safn-
aðarsal kirkjunnar.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | 100 ára full-
veldisafmæli. Fjölbreytt dagskrá 1. og 2. des-
ember. Allir velkomnir. Laugardagur kl. 13-15
Opnun sýningar. Íslensk þjóðlög. Fyrirlestrar
um Jóhannes Reykdal og íslenska þjóðbúning-
inn. Kvikmyndasýning. Hátíðarkaffi.
Sunnudagur 2. desember. Hátíðarmessa og
sunnudagaskóli kl. 11. Félagar í Annríki ganga
til kirkju í þjóðbúningum. Jón Sigurðsson, fyrrv.
skólastjóri og ráðherra, flytur ræðu. Kór-
söngur. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Kaffi-
veitingar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa og
barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sr. Birgir
Ásgeirsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr.
Karl Sigurbjörnsson þjóna fyrir altari. Messu-
þjónar aðstoða. Haldið upp á 70 ára afmæli
kapellunnar í kórkjallara Hallgrímskirkju. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn
Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar
Sólbergsson. Opnun sýningar Sigurborgar
Stefánsdóttur Aðrir sálmar að lokinni messu.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía kór
Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Ein-
arsdóttir. Prestur er Ása Laufey Sæmunds-
dóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Sunna
Dóra Möller. Kór Hjallakirkju syngur undir
stjórn Láru Bryndísar organista. Betlehems-
ljósið verður borið inn í kirkjuna í guðsþjónust-
unni. Sunnudagaskóli er á sama tíma í safn-
aðarheimilinu og það eru þau Markús og
Heiðbjört sem sjá um hann.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 13. Séra Sigurður Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjart-
ur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og
vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu
fólki.
HRAFNISTA Hafnarfirði | Aðventu-
guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum.
Organisti og kórstjóri er Böðvar Magnússon.
Hrafnistukórinn syngur. Meðhjálpari er Ingi-
björg Hinriksdóttir. Ritningarlestra les Edda
María Magnúsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal
prédikar og þjónar fyrir altari.
HRAFNISTA Reykjavík | Aðventuguðsþjón-
usta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli.
Ræðumaður dagsins er Atli Rúnar Halldórs-
son. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Fé-
lagar úr Kór Áskirkju syngja. Ritningarlestra les
Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal
þjónar fyrir altari.
HREPPHÓLAKIRKJA | Helgistund laugardag
kl. 15. Ljós tendruð á leiðum í kirkjugarði. Kaffi
á eftir í safnaðarheimili.
HRUNAKIRKJA | Helgistund kl. 14 laugar-
dag. Kveikt á ljósum í kirkjugarði.
Aðventukvöld sunnudag kl. 20.30. Ræðu-
maður er Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórn-
andi Karlakórs Hreppamanna. Kaffi á eftir í
safnaðarheimili.
ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð | Gautaborg.
Aðventuhátíð 2. desember kl. 14 í Västra Fröl-
undakirkju. Íslenski kórinn syngur. Orgel og
kórstjórn annast Lisa Fröberg. Einsöngur og
trompetleikur; Herbjörn Þórðarson og Erik
Mattisson. Barnakórinn syngur. Berglind Ragn-
arsdóttir og Guðbjörg Guðnadóttir syngja ein-
söng. Ingvar og Júlíus flytja tónlist. Hugleiðingu
flytur Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur.
Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi, Helga
Soffía flytur ávarp og svarar fyrirspurnum.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Aðventuguðsþjón-
usta kl. 15 (ath. breyttan messutíma). Kirkju-
kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Elísa-
betar Þórðardóttur organista. Einnig syngur
barnakór Stóru-Vogaskóla undir stjórn Alex-
öndru Chernyshovu. Prestur er Arnór Bjarki
Blomsterberg.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Ljósamessa kl. 11.
Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt messu-
þjónum og fermingarbörnum. Barna- og ung-
lingakórar kirkjunnar syngja. Eftir guðsþjón-
ustu er samfélag í Kirkjulundi og bjóða
sóknarnefnd og foreldrar fermingarbarna upp á
súpu og brauð. Aðventukvöld með Eldeyjar-
kórnum kl. 20.
Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar miðvikudag
kl. 12.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu Borg-
um (ekki í kirkjunni vegna framkvæmda). Ásta
Ágústsdóttir djákni leiðir stundina ásamt
sunnudagaskólakennurum. Börn úr Kárs-
nesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteins-
dóttur. Á eftir verður jólaball í safnaðarheim-
ilinu og mun rauðklæddur gestur meðal annars
koma í heimsókn.
KVENNAKIRKJAN | Aðventumessa kl. 20 í
stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng.
Heitt súkkulaði og vöfflur að lokinni messu.
LANGHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir
taka vel á móti börnum. Aðventuhátíð kl. 17.
Allir kórar kirkjunnar taka þátt og elstu börnin í
Krúttakórnum flytja Lúsíuleik. Prestur er Guð-
björg Jóhannesdóttir og organisti er Magnús
Ragnarsson. Sara Grímsdóttir les jólasögu.
Ath. ekki er hefðbundin guðsþjónusta kl. 11
þennan dag.
LAUGARNESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Eva Björk og Hjalti Jón þjóna, Arn-
gerður María leiðir tónlist ásamt ungu fólki úr
hverfinu. Sparifatasöfnun heldur áfram.
Messukaffi í safnaðarheimili. Aðventukvöld kl.
20. Eva Björk þjónar og fermingarbörn lesa
ritningartexta jólanna. Sævar Helgi flytur hug-
vekju. Skólahljómsveit Austurbæjar leikur
undir stjórn Ingibjargar Guðlaugsdóttur. Kór
Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar
Maríu og Elma Atladóttir syngur einsöng. Heitt
súkkulaði og smákökur á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventukrans-
inum, barn verður skírt og sungnir verða söngv-
ar aðventunnar. Kirkjukór Lágafellssóknar leið-
ir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðar-
sonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir
Linn leiðir helgihaldið og prédikar.
Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón hafa Berglind
og Þórður.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11 Barnaleikrit. Bernd Orgodnik sýnir leik-
sýninguna Pönnukakan hennar Grýlu á vegum
Brúðuheima. Opnun ljósmyndasýningar kl. 14.
Ljósmyndarinn Haraldur Guðjónsson hefur
myndað byggingarsögu og starf Lindakirkju frá
upphafi.
Guðsþjónusta kl. 20. Rokkkór Íslands syngur
undir stjórn Matthíasar Baldurssonar. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Hátíðarmessa og barnastarf kl.
11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhalls-
son. Prestar eru Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir og Skúli S. Ólafsson. Barnastarf í umsjá
Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Margrétar Hebu
Atladóttur og Ara Agnarssonar. Að lokinni
messu verður sýningin Gerður Helgadóttir
opnuð.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60.
Ræðumaður: sr. Ragnar Gunnarsson. Barna-
starf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu-
messa kl. 11. Umsjón hafa Jóhanna Ýr Jó-
hannsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir. Unglinga-
kórinn syngur, kórstjóri Eyrún Jónasdóttir.
Aðventukvöld kl. 20. Kirkjukórinn, unglingakór-
inn og barnakórinn syngja, kórstjórar eru Ester
Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir. Ræðumaður
kvöldsins er Bjarni Harðarson, Guðbjörg Arnar-
dóttir leiðir stundina.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11,
kveikt á fyrsta aðventukertinu. Aðventuhátíð
kl. 20, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi
flytur hugleiðingu, Barnakór Seljakirkju syngur
jólalög, stjórnandi er Róasalind Gísladóttir, kór
kirkjunnar flytur jólasyrpu undir stjórn Tómasar
Guðna Eggertssonar og fermingarbörn lesa
jólasögu ljósastund við kertaljós í lokin og boð-
ið upp á heitt súkkulaði og smákökur
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu-
morgunn kl. 10. Gunnar Þór Bjarnason segir
frá bók sinni um fullveldið. Fullveldisguðsþjón-
usta kl. 11 sem er tileinkuð minningu sr. Har-
aldar Níelssonar, 150 ár eru liðin frá fæðingu
hans. Sunnudagaskóli á sama tíma. Fólk er
hvatt til að mæta í þjóðbúningum. Dr. Pétur
Pétursson prófessor prédikar. Sóknarprestur
þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.
Kaffiveitingar. Aðventukvöld kl. 20. Sr. Kristján
Björnsson vígslubiskup flytur hugleiðingu.
Kaffiveitingar.
SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Færeysk
guðsþjónusta verður 2. desember kl. 11 í Frið-
rikskapellu (við Hlíðarenda). Prestur er Heri Jo-
ensen í Vesturkirkjunni í Þórshöfn. Takið með
ykkur gesti. Eftir messu er jólaveisla Fær-
eyingafélagsins sem hefst kl. 13 í Sjómanna-
heimilinu Örkinni.
SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Sam-
eiginlegt aðventukvöld Sleðbrjóts- og Kirkju-
bæjarsóknar á Sleðbrjót kl. 20. Kór Kirkju-
bæjar- og Sleðbrjótssóknar syngur, organisti er
Jón Ólafur Sigurðsson. Margrét Dögg Guðgeirs-
dóttir Hjarðar flytur aðventuhugvekju. Atriði frá
Tónlistarskóla Norður-Héraðs, jólasaga og
samfélag.
STÓRA Núpskirkja | Aðventuhátíð í félags-
heimilinu Árnesi kl. 15. Fjölbreytt dagskrá.
Ræðumaður: Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð-
ingur. Kaffiveitingar á eftir.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa 14. Kirkjudagur
kvenfélagsins Gefnar. Söngsveitin Víkingar
syngur undir stjórn Jóhanns Smára Sævars-
sonar, kirkjukórinn syngur undir stjórn Keith
Reed, nemendur úr Tónlistarskóla Garðs verða
með innlegg. Basar kvenfélagsins í Kiwanis-
húsinu eftir messu.
VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Vídalínskirkju og Garðakórinn syngja
undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi og djús í
safnaðarheimili.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukert-
inu. Aðventuhátíð kl. 17. Fram koma Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningarmála-
ráðherra, flytur hugvekju, Erla Björg Káradóttir
syngur einsöng, Kór Víðistaðasóknar og Barna-
kór Víðistaðakirkju syngja undir stjórn Helgu
Þórdísar Guðmundsdóttur organista.
Fjáröflun kirkjukórs á eftir. Létt hlaðborð gegn
vægu gjaldi. Ath. Ekki er posi á staðnum.
ÞINGVALLAKIRKJA | Í tilefni af 100 ára af-
mæli fullveldisins verður hátíðarmessa í Þing-
vallakirkju laugardaginn 1. desember kl. 14.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Organisti er Daniel Ágúst Gautason.
Sönghópur undir hans stjórn leiðir almennan
söng og syngur þjóðsönginn.
ÞORLÁKSKIRKJA | Aðventustund kl. 16.
Lúðrasveit og Unglingakór Grunnskólans, Tón-
ar og Trix, Söngfélagið og Kirkjukórinn. Sjá aug-
lýsingu í Dagskránni. Ræðumaður Elliði Vignis-
son. Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís og
Guðmundur.
Orð dagsins: Innreið
Krists í Jerúsalem
(Matt. 21)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjur Illugastaðakirkja í Fnjóskadal.