Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 4
KJARAMÁL Verði stjórn Íslands- banka gert að lækka laun Birnu Ein- arsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomu- lag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við banka- stjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kallaði á dög- unum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu rík- isins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launa- þróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjara- stefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bank- anna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðal- fundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningar- samningi, líkt og var uppi á ten- ingnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsam- band bankastjóra gildi ráðningar- samningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnar- fresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mán- uðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt sölu- ferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum. mikael@frettabladid.is Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, verða ekki lækkuð einhliða án þess að segja upp ráðningarsamningi hennar. Fjármálaráðherra hefur kallað eftir endurskoðun launa ríkisbankastjór- anna. Stjórn bankans nýbúin að verja launahækkanir. Ólíklegt að vilji sé fyrir kjaraskerðingu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er ólíkleg til að samþykkja frekari lækkun launa sinna verði það krafa ríkisins, eiganda bankans. Þá þyrfti að koma til uppsagnar á ráðningarsamningi hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráð- herra. Ís-Band rekur fullkomið bifreiða- og þjónustuverkstæði, ásamt varahlutaþjónustu. Mikil lofthæð gerir okkur kleift að sinna húsbílum, atvinnubílum og stórum pallbílum. Tæknimenn okkar eru með áratuga reynslu af viðgerðum á flestum gerðum bifreiða og hafa hlotið sérþjálfun frá FCA (Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Jeep og RAM). STUTTUR BIÐTÍMI Tímapantanir í síma 534 4433 Erum á Smiðshöfða 5 ALLAR ALMENNAR BIFREIÐAVIÐGERÐIR OG SMURÞJÓNUSTA ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF - VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN - SMIÐSHÖFÐA 5 - 110 REYKJAVÍK SÍMI 534 4433 - THJONUSTA@ISBAND.IS - WWW.ISBAND.IS - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 SKIPULAGSMÁL „Ég veit ekki hvernig Miðbakkinn verður í framtíðinni, við leggjum áherslu á að þarna verði eitthvað fyrir fjölskyldur, eitt- hvað ókeypis. Ég sé þetta fyrir mér sem torg í biðstöðu næstu árin á meðan við erum að kynnast svæð- inu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaf lóa- hafna, í samtali við Fréttablaðið. Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykja- víkurborg fari í samstarf með Faxaf lóahöfnum um að endur- heimta Miðbakkann sem almanna- rými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttöku- húsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ segir Krist- ín Soffía. „Núna fer af stað dans milli hafnar, borgar og borgarbúa. Þetta er stórt svæði og við þurfum að sjá hvað virkar.“ Endurheimt Miðbakkans mun ekki hafa áhrif á kaup malasíska fasteignarisans Berjaya Land Ber- had á Geirsgötu 11. „Það er til skipu- lagslýsing fyrir svæðið frá 2017 sem gerir ráð fyrir mjög takmarkaðri uppbyggingu. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um þá fast- eign, í grunninn er það eina sem má gera að endurbyggja hús með flötu þaki.“ – ab Miðbakkinn verður opið almannarými Ég sé þetta fyrir mér sem torg í biðstöðu næstu árin á meðan við erum að kynnast svæðinu Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar STJÓRNSÝSLA Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdrag- anda húsleitar hjá fyrirtækinu Sam- herja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá emb- ætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta til- tekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðs- manns Alþingis með stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðla bankans í að upp lýsa starfs mann Ríkis út varpsins um fyrir hugaða hús leit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vit neskja yfir stjórnar bankans um þessi sam- skipti við Ríkis út varpið. Vísar umboðsmaður meðal ann- ars til bókarinnar Gjaldeyriseftir- litið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislög- gjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöll- un Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upp- lýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðs- manns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrr- greindri upplýsingagjöf. – aá Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 F -9 8 A 8 2 2 7 F -9 7 6 C 2 2 7 F -9 6 3 0 2 2 7 F -9 4 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.