Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 29
Framhald á síðu 2 ➛ F I M MT U DAG U R 7 . M A R S 2 0 1 9 Samfélagsábyrgð fyrirtækja 100.000 rafbílar árið 2030 OR spáir því að rafbílar verði 100.000 árið 2030. Loftslagsmál eru ein mikilvægustu mál sam- félagsins, segir forstjóri OR. Samfélagsábyrgð án aðgerða í loftslagsmálum er óhugsandi. Orkuveita Reykjavíkur er meðal umsvifamestu fyrir-tækja landsins. Í gegnum dótturfélögin þrjú – Veitur, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykja- víkur – þjónar það nærri þremur af hverjum fjórum landsmönnum með einhverjum hætti. Það skiptir því talsverðu máli hvernig til tekst í starfseminni; hvernig fyrirtækin rækja hlutverk sitt gagnvart sam- félaginu og hvort þau standa undir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem eðlilegt er að sé lögð þeim á herðar. Bjarni Bjarnason hefur verið forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2011. Í upphafi blasti við honum að rétta fjárhag fyrir- tækisins af en það kom illa laskað undan hruninu. Aðgerðaáætlun í fjármálum OR – Planið – rann sitt skeið í árslok 2016. „Það var í raun erfitt að ræða samfélagslega ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur á þessum tíma. Reksturinn stóð ekki undir sér og við þurftum að leggja allt kapp á að koma fjárhagnum á heilbrigðari stað,“ segir Bjarni. „Það var ekki sársaukalaust en það tókst og síðustu misseri höfum við beint athyglinni í auknum mæli að öðrum málum sem við teljum að skipti miklu máli; þar vega loftslagsmál og jafnrétti kynjanna þungt,“ bætir Bjarni við. Gas í grjót Vísindafólk OR hefur síðasta ára- tuginn unnið að þróun byltingar- kenndrar aðferðar við að binda koltvíoxíð í jörðu. Hún felst í því að fanga gróðurhúsaloftið úr gufunni, sem nýtt er í orkuvinnslu Orku náttúrunnar í Hellisheiðar- virkjun, og blanda það affalls- vatni frá virkjuninni sem dælt er niður í jörðina. Niðurdælingin er hluti af eðlilegum sjálf bærni- kröfum sem gerðar eru til starf- semi jarðgufuvirkjana nú til dags – að vökvanum sem nýttur er í virkjuninni sé skilað aftur niður í jarðhitageyminn – en með þessari viðbót er gróðurhúsaloft- inu líka skilað þangað niður. Þar binst það berginu sem kristallar og verður þar um ókomna tíð án þess að valda gróðurhúsaáhrifum í andrúmsloftinu. Aðferðin hefur líka reynst frábærlega til að binda brennisteinsvetni úr gufunni sem nýtt er í virkjuninni. „CarbFix-aðferðin, sem við köllum stundum gas í grjót, markar tímamót í nýtingu háhitans og getur markað tímamót í iðnaði líka,“ fullyrðir Bjarni. Hann segir að nú getum við stefnt að sporlausri vinnslu jarðhitans. „Orkuvinnsla úr jarðhita skilur eftir sig lítið kol- efnisspor miðað við þær aðferðir sem algengastar eru í veröldinni, en nú getum við sett markið hærra en nokkru sinni. Sporlaus vinnsla háhitans er innan seilingar og við stefnum ótrauð að henni,“ segir Bjarni. Stóriðjan gæti hugsanlega nýtt sér aðferðina Bjarni hefur starfað víða í orku- vinnslu og orkufrekum iðnaði á Íslandi. Hann er jarðfræðingur og vann hjá Jarðborunum um hríð, síðan stýrði hann Kísiliðjunni og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur keyrt rafbíl síðustu fjögur ár. Hann setti fram metnaðarfull markmiðið um rafbílafjölda á opnum ársfundi OR 2018. MYND/STEFÁN Sporlaus vinnsla háhitans er innan seilingar og við stefnum ótrauð að henni. KYNNINGARBLAÐ 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -D D C 8 2 2 7 F -D C 8 C 2 2 7 F -D B 5 0 2 2 7 F -D A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.