Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 36
Arion Banki legg-
ur ríka áherslu á
að starfa með
ábyrgum hætti
og í sátt við sam-
félag og um-
hverfi.
Samfélagsábyrgð fyrirtækja hefur þróast mikið á undanförnum árum og krafan um
gagnsæi er alltaf að verða meiri.
Arion banki var skráður á markað,
bæði hér heima og í Svíþjóð, á
síðasta ári og við finnum fyrir
því að alþjóðlegir fjárfestar hafa í
auknum mæli áhuga á ófjárhags
legum upplýsingum,“ segir Hlédís
Sigurðardóttir, verkefnastjóri sam
félagsábyrgðar hjá Arion banka.
Hún segir að áherslur bankans á
stafræna þjónustu og umhverfis
vernd eigi góða samleið þar sem
stafræn þjónusta dregur verulega
úr pappírsnotkun auk þess sem
viðskiptavinir hafi möguleika á
að sinna bankaviðskiptum sínum
þegar og þar sem þeim hentar án
ferðalaga í bankaútibú. Bankinn
hvetji einnig viðskiptavini sína
til að afpanta útprentuð yfirlit
og önnur skjöl sem hægt er að fá
rafrænt.
„Annað dæmi sem hefur
jákvæð áhrif út í samfélagið er að
eignastýring bankans hefur lokið
greiningu á þeim fyrirtækjum sem
eru skráð á markað hérlendis út
frá samfélagsábyrgð og ófjárhags
legum upplýsingum og átt mjög
gagnleg samtöl við fulltrúa fyrir
tækjanna. Með þessu ýtir bankinn
við frekari þróun og framgangi
samfélagsábyrgðar fyrirtækja hér á
landi sem mörg hver eru að standa
sig vel á meðan önnur eru að taka
fyrstu skrefin,“ segir Hlédís.
Bankinn leggur ríka áherslu á að
starfa með ábyrgum hætti og í sátt
við samfélag og umhverfi. Sam
félagsábyrgð fyrirtækja er víðtæk
og snýr í raun bæði inn á við, þ.e.
hvernig fyrirtæki standa að sínum
rekstri, t.d. koma fram við starfsfólk
sitt, hvernig stjórnarhættir eru og
hvað gert er til að draga úr beinum
neikvæðum umhverfisáhrifum, svo
dæmi séu nefnd.
„Svo snýr samfélagsábyrgð einnig
að þeim áhrifum sem fyrirtæki
hafa á samfélagið og umhverfið
með hegðun sinni, svo sem með
innkaupum, þeim vörum sem þau
bjóða og fjárfestingum og lánveit
ingum. Við hjá Arion banka leggjum
áherslu á báðar þessar hliðar eða
alla virðiskeðjuna, viljum vanda
til verka í allri okkar starfsemi,
taka upplýstar ákvarðanir og gera
stöðugt betur í dag en í gær. Þannig
er menningin innan bankans.“
Hlédís bendir á að jafnréttis
málin hafi verið tekin föstum
tökum innan bankans og nefnir að
Arion hafi verið fyrsti bankinn til
að hljóta Jafnlaunavottun VR árið
2015 og hlaut á haustmánuðum
2018 jafnlaunamerki velferðarráðu
neytisins. „Við lítum svo á að svona
stór vinnustaður eins og Arion
banki hafi hreinlega þá skyldu að
vera í fararbroddi þegar kemur að
jafnréttismálum og erum afar stolt
af okkar árangri. Síðustu ár höfum
við unnið markvisst í umhverfis
málum í rekstri bankans og ég held
að það sé óhætt að segja að það hafi
verið vitundarvakning meðal starfs
fólks um umhverfismál. Aðgerðir
sem hvetja starfsfólk til að nýta sér
umhverfisvænni fararmáta, draga
úr sóun, flokka meira, minnka
plastnotkun og þess háttar virðast
einnig skila sér heim til starfsfólks
og það er ánægjulegt.“
Mikilvægt að hafa jákvæð áhrif
Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nánari upplýsingar á sorpa.is SORPA | Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa.is
Ómetanleg auðæfi
Metanbifreiðar eru frábær kostur fyrir sveitarfélög,
fyrirtæki og heimili sem vilja draga úr sótspori sínu.
SORPA hefur framleitt metan sem ökutækjaeldsneyti úr ruslinu þínu frá árinu 2000.
Spöruð gróðurhúsaáhrif eru um 400.000 tonn af CO² frá því að verkefnið hófst.
Metan fékk Svansvottun árið 2016 og er eina umhverfisvottaða eldsneytið á Íslandi.
8 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-9
D
9
8
2
2
7
F
-9
C
5
C
2
2
7
F
-9
B
2
0
2
2
7
F
-9
9
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K