Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Loftslagsmarkmið OR
og dótturfélaga til ársins 2030
95% minni losun
með því að bora með
rafmagni í stað olíu.
90% minni losun
bílaflotans, m.a. með
fjölgun rafbíla.
70% minni losun
starfsfólks vegna ferða í
og úr vinnu.
90% minni losun
með minni matarsóun.
10% minni losun
vegna flugferða
starfsfólks á vegum
fyrirtækjanna.
70% minni losun
jarðhitaloft tegunda með
hagnýtingu þeirra.
100% endur heimt
votlendis á athafna
svæði OR.
20% minni losun við
framkvæmdir og viðhald
veitukerfa.
35% minni losun með
því að breyta jarðhitaloft
tegundum í grjót með
CarbFix og SulFix.
25% meiri binding
með landbótum.
90% minni losun
frá skrifstofum.
10% minni losun
með því að endurvinna
úrgang betur.
Framleiðsla
og farartæki
Samgöngur
Úrgangur
Binding
og nýting
Að skipta yfir í
raf bíl er ekki
ósvipað skiptum yfir í
hitaveitu úr olíukynd-
ingunni.
Járnblendinu á Grundartanga áður
en hann hóf störf í orkugeiranum,
fyrst hjá Landsvirkjun og síðan hjá
OR. „Það er talsverð losun gróður-
húsalofts frá stóriðjunni í landinu,
sérstaklega kísilverunum en líka
frá álvinnslunni. Þessi fyrirtæki
gætu hugsanlega nýtt sér CarbFix-
aðferðina til að draga úr losun hjá
sér. Sum iðjuverin eru afar vel í
sveitt sett til að nýta sér hana, með
góðan aðgang að vatni og basalt-
hrauni. Þetta er einhver ódýrasta
aðferð sem við þekkjum til kol-
efnisbindingar og það væri alveg
til fyrirmyndar ef hún nýttist til að
draga úr þeim hátt í fimm millj-
ónum tonna sem við Íslendingar
losum árlega af gróðurhúsalofti.“
Getum öll lagt hönd á plóg
Innreið rafbíla á Íslandi er hafin
fyrir alvöru. Allt frá því dóttur-
fyrirtæki OR, Orka náttúrunnar,
tók til starfa í ársbyrjun 2014,
hefur fyrirtækið verið leiðandi í
uppbyggingu innviða fyrir orku-
skipti í samgöngum. „Við viljum
draga úr losun gróðurhúsalofts frá
okkar eigin starfsemi en líka að
gera öðrum það kleift. Þar skipta
hlöðurnar okkar höfuðmáli,“ segir
Bjarni. Hann hefur sjálfur ekið
rafbíl undanfarin ár og í gegnum
störf sín í orkugeiranum komið að
mörgum þeirra frumkvöðlaverk-
efna í orkuskiptum í samgöngum
sem orkufyrirtækin hafa staðið að.
„Að skipta yfir í rafbíl er ekki
ósvipað skiptum yfir í hitaveitu
úr olíukyndingunni. Það er fjár-
festing í upphafi en til lengri tíma
sparar það okkur stórfé – bæði
sem einstaklingum og þjóðinni
í heild – fyrir utan hin jákvæðu
loftslagsáhrif. Ísland er einstaklega
hentugt fyrir rafbíla. Við vinnum
meira rafmagn á hvern íbúa en
nokkur önnur þjóð í veröldinni,
rafmagn er hreint og tiltölulega
ódýrt hér á landi, svalt loftslagið er
hentugt fyrir líftíma rafhlaðanna
og flestar bílferðir okkar eru mjög
stuttar. Allt hjálpast þetta að við að
gera Ísland að kjörlendi rafbílsins,“
segir Bjarni.
„Við höfum gefið út þá spá að
árið 2030 verði rafbílar hér á landi
orðnir 100.000 talsins. Við höfum
líka sett okkur áfanga að þessu
marki og ætlum að þeir verði orðnir
40.000 árið 2023. Við ráðum því
auðvitað ekki því það er almenn-
ingur sem kaupir bílana en ekki
við. Hins vegar viljum við leggja
okkar af mörkum til að greiða
fyrir orkuskiptunum. Þetta er
metnaðarfullt, en markmið okkar
í loftslagsmálum verða að vera það.
Minna dugar ekki.“
Höfum bylt orkumálum áður
Bjarni minnir líka á að uppbygging
hitaveitna á síðustu öld hafi verið
eitthvert heilladrýgsta spor sem
Íslendingar hafa stigið, bæði efna-
hagslega og umhverfislega. „Við
höfum gjarna horft á nýtingu jarð-
hitans til húshitunar sem framfara-
skref fyrir efnahag heimilanna.
Það er vissulega rétt. Ef við lítum til
nágrannalandanna þá þurfa fjöl-
skyldur á öðrum Norðurlöndum
að verja mun stærri hluta ráðstöf-
unartekna sinna til húshitunar
en hér á landi. Þegar við skoðum
stöðuna í dag – gróðurhúsaáhrifin
og efnahagsleg áhrifa þeirra – þá
er hugsanlegt að ábatinn af því að
draga úr losun gróðurhúsalofts
með hitaveitunum skipti meira
máli en orkureikningarnir þegar til
lengri tíma er litið,“ segir Bjarni.
„Það hefur verið reiknað út að
hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu
hafi sparað okkur 125 milljóna
tonna útblástur af koltvíoxíði frá
því að hún tók til starfa. Þetta er há
tala og til að setja hana í samhengi
þá nálgast árleg losun Íslands í
dag 5 milljónir tonna. Þar eru allir
bílar taldir með, allur iðnaður
bæði almennur og stóriðjan, land-
búnaður og fiskiskip. Hitaveitan
í Reykjavík ein og sér hefur því
sparað okkur ígildi allrar losunar
landsins í aldarfjórðung, 25 ár!“
bendir Bjarni á.
Ársskýrsla OR er skýrsla
um samfélagsábyrgð
Á næstu dögum kemur Ársskýrsla
Orkuveitu Reykjavíkur út fyrir árið
2018. Skýrsla OR er rafræn – kemur
bara út á netinu – og í henni er fylgt
alþjóðlegum leiðbeiningum um
gerð samfélagsskýrslna fyrirtækja.
„Við höfum fylgt alþjóðlegum
viðmiðum í gerð skýrslunnar um
árabil,“ segir Bjarni og bendir á
mikilvægi þess að fyrirtæki hand-
velji ekki atriði úr rekstri sínum
til að telja fram í slíkum skýrslum.
„Við fylgjum svokölluðum ESG-
viðmiðum, sem hafa verið þróuð
í samstarfi kauphalla og Sam-
einuðu þjóðanna og sýnum fram á
með hvaða hætti starfsemi OR og
dótturfyrirtækjanna allra styður
við heimsmarkmiðin um sjálfbæra
þróun,“ segir Bjarni. Að lokum
bendir hann á að Heimsmarkmiðin,
þar sem loftslagsmarkmiðin vega
mjög þungt, séu víðtækasti sáttmáli
sem mannkynið hefur komið sér
saman um. „Ætli fyrirtæki sér að
standa undir ábyrgð í samfélagi
þjóðanna þá finnst mér þau verða
að taka afstöðu til heimsmarkmið-
anna með einhverjum hætti,“ segir
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason tók við forstjórastarfinu hjá Orkuveitu Reykjavíkur á miklum umbrotatímum í sögu fyrirtækisins. MYND/STEFÁN
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
✿ Fjöldi hlaða Orku náttúrunnar og tengjanlegra rafbíla
2014–2018
50
40
30
20
0
❚ Fjöldi hlaða ON – hægri ás❚ Fjöldi tengjanlegra rafbíla – vinstri ás
10
jan.’14 júlí ’14 jan.’15 júlí ’15 jan.’16 júlí ’16 jan.’17 júlí ’17 jan.’18 júlí ’18 jan.’19
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-D
8
D
8
2
2
7
F
-D
7
9
C
2
2
7
F
-D
6
6
0
2
2
7
F
-D
5
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K