Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 31
Skilgreint hlutverk EFLU verkfræðistofu er að koma fram með lausnir sem stuðla
að framförum viðskiptavina og
efla samfélög. Fyrir vikið er sam-
félagsleg ábyrgð samofin tilgangi
fyrirtækisins og hefur þessi leiðar-
vísir verið fyrirtækinu dýrmætur
á vegferð þess á síðustu árum að
sögn Guðmundar Þorbjörnssonar,
framkvæmdastjóra EFLU. „EFLA
hlaut árið 2018 viðurkenningu frá
CreditInfo fyrir að vera framúr-
skarandi fyrirtæki í samfélagslegri
ábyrgð og var það mikil viður-
kenning fyrir okkur. Sérhvert
fyrirtæki þarf að svara því hvað
samfélagsleg ábyrgð þýðir fyrir
það, hvaða áherslur það velur, fyrir
hvað það vill standa og hvar það
getur lagt mest af mörkum. Spyrja
spurninga á borð við: „til hvers er
fyrirtækið til?“ og „hvers vegna
á fyrirtækið rétt á sér í samfélag-
inu?“.“
Loftslagsmálin í brennidepli
EFLA var brautryðjandi í sam-
félagslegri ábyrgð upp úr síðustu
aldamótum með innleiðingu eigin
innri stjórnkerfa í umhverfis-
stjórnun. Síðan þá hefur fyrir-
tækið unnið markvisst að ráðgjöf
í umhverfis- og loftslagsmálum,
t.d. við innleiðingu á umhverfis-
stjórnun hjá viðskiptavinum, í
tengslum við nýtingu á sjálf bærri
orku og í þróun umhverfisvænna
lausna á fjölmörgum sviðum bætti
Guðrún Jónsdóttir, hljóðverkfræð-
ingur M.Sc. við, en hún situr einnig
í stjórn EFLU. „Loftslagsmálin eru
nú mjög í brennidepli og öll fyrir-
tæki þurfa að vera þátttakendur í
framtíðarlausnum á því sviði. Nú
er svo komið að umhverfismál eru
tekin til skoðunar í öllum verkefn-
um EFLU. En fyrirtækið er einnig
að víkka sjóndeildarhringinn og
vill skoða samfélagslega ábyrgð í
víðari skilningi í öllum verkefnum,
þar sem auk umhverfismála er litið
til hagrænna, félagslegra og sið-
ferðilegra þátta. Þetta mun EFLA
gera í eigin starfsemi, en horfir
einnig til þess að vera viðskipta-
vinum til stuðnings í þeirra fram-
þróun eins og verið hefur raunin í
umhverfismálunum til þessa.“
Heilsteypt fyrirtæki
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem
veitir sérfræðiráðgjöf en rúmlega
400 starfsmenn starfa hjá fyrir-
tækinu hér á landi og erlendis.
Guðmundur segir samfélagslega
ábyrgð, að mati EFLU, ganga
í grunninn út á að starfrækja
heilsteypt fyrirtæki sem skilar
jákvæðum afrakstri til samfélags-
ins. „Fyrirtækið starfar um allt
samfélagið á fjölþættum sviðum
og hefur því mikil tækifæri til
að láta gott af sér leiða. Má þar
til viðbótar nefna að EFLA hefur
verið í forystu um þróun á vist-
vænum byggingum, útreikningi
á kolefnisspori mannvirkja og
framkvæmda, þá höfum við verið
með ráðgjöf í orkuskiptum og vist-
vænum samgöngum.“
Auðveldar forgangsröðun
Einnig má nefna að EFLA er
þátttakandi í Global Compact,
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
samfélagslega ábyrgð bætir Guð-
rún við. „Þar tökum við þátt til að
ná heildarmynd á okkar nálgun og
mátum okkur einnig við sautján
heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna um sjálf bæra þróun.
Auk þess erum við þátttakendur í
loftslagsmarkmiðum Parísarsátt-
málans, eitt af um 100 íslenskum
fyrirtækjum. Við höldum einnig
úti grænu bókhaldi og gefum út
árlega samfélagsskýrslu þar sem
markmiðum og árangri í starf-
seminni er lýst. Öll þessi umgjörð
er fyrirtækinu mikilvæg og auð-
veldar yfirsýn og forgangsröðun.“
Þau eru sammála um að ör
samfélagsþróun veki spurningar
um nýjar áherslur í samfélagslegri
ábyrgð. „Fram undan er ör tækni-
þróun og stafrænar umbreytingar
og verða siðferðisleg álitamál
fyrirferðameiri í þeirri þróun.
Nýjar kynslóðir setja líka ný
viðmið, sem fyrirtæki verða að
taka tillit til. Ungt starfsfólk í dag
horfir til samfélagslegrar ábyrgðar
fyrirtækja þegar verið er að velja
sér starfsvettvang. Ef fyrirtæki er
samfélagslega meðvitað gerir fólk
ráð fyrir að koma inn í heilbrigt
umhverfi þar sem tækifæri er
til að þróast og vaxa. Viðhorf til
vinnu og frítíma hefur breyst og
kröfur til starfsumhverfis aukist
um leið.“
Kröfurnar hafa aukist
Um leið hafa kröfur samfélagsins
stöðugt verið að aukast, upplýs-
ingaflæði gegnumlýsir samfélagið,
hraði breytinga er miklu meiri en
áður, og tækniþróun, sjálfvirkni
og gervigreind hafa sífellt meiri
áhrif. Þessari þróun fylgja mikil
tækifæri en einnig óvissa að þeirra
sögn. „Framtíðin er nær en áður. Í
slíku umhverfi er ekki alltaf hægt
að gera raunhæfar áætlanir til ein-
hvers tíma. Því má færa rök fyrir
því að vel skilgreindur tilgangur
fyrirtækis, gildi þess og menning
verði mikilvægustu þættir sam-
félagslegrar ábyrgðar fyrirtækja
framtíðarinnar og grundvöllur
ákvörðunartöku í viðskipta-
umhverfi á f leygiferð.“
Samfélagsleg ábyrgð er
samofin starfsemi EFLU
Vel skilgreindur
tilgangur fyrir
tækis, gildi þess
og menning
verða mikil
vægustu þættir
samfélags
legrar ábyrgðar
fyrirtækja fram
tíðarinnar og
grundvöllur
ákvörðunar
töku í viðskipta
umhverfi á
fleygiferð.
Snæfellsstofa á Skriðuklaustri hlaut vistvæna vottun fyrir fullbúna bygg-
ingu skv. BREEAM-vottunarkerfinu. EFLA sá um ráðgjöf verkefnisins.
Guðmundur Þorbjörnsson er framkvæmdastjóri EFLU og Guðrún Jónsdóttir er hljóðverkfræðingur og situr í stjórn EFLU. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI
KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 7 . M A R S 2 0 1 9 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
F
-C
A
0
8
2
2
7
F
-C
8
C
C
2
2
7
F
-C
7
9
0
2
2
7
F
-C
6
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K