Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 37
Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norður­ landanna. Á 30 ára starfstíma hefur Svanurinn haft áhrif á að fyrirtæki vinni markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum sínum. Í júní 2017 opnaðist síðan sá möguleiki fyrir fjárfesta að hafa óbein áhrif á fyrirtæki gegnum Svansvottaða fjárfestingar sjóði en þar er krafti fjármagns og eignarhalds beitt til að stýra fyrir­ tækjum í átt að sjálf bærari fram­ tíð. „Í dag eru mörg þúsund sjóðir starfræktir á norrænum markaði og því nú hægt að nota Svans­ vottunina sem vegvísi fyrir þá sem vilja fjárfesta á sjálf bærari hátt. Kröfur umhverfismerkisins fyrir vottaðar vörur og þjónustu eru strangar en jafnframt raunhæfar, þetta á sérstaklega vel við um fjár­ festingarsjóði og geta fjárfestar því verið öruggir með að Svans­ vottaðir sjóðir uppfylli strangar sjálf bærnikröfur,“ segir Sebastian Högnabba, sérfræðingur á skrifstofu norræna um hverfis­ merkisins Svansins í Svíþjóð. Aðspurður hvers vegna sjálf­ bær fjármál séu mikilvæg fyrir umhverfið segir hann að ólíkt öðrum framleiðsluvörum eða þjónustu sem getur hlotið Svans­ vottun séu sjóðir í grundvallar­ atriðum samansafn af verð­ bréfum sem í sjálfu sér hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. „Í tilfelli sjóða er því markmið Svansins að draga úr fjármagni sem fer í starfsemi sem er skaðleg umhverfi og samfélagi og beina frekar fjármagni til fyrirtækja sem standa sig vel með tilliti til umhverfismála. Til lengri tíma litið trúum við að þetta muni stýra fjármagni í sjálf bærari starf­ semi og hvetja atvinnulífið til að færa sig í auknum mæli í átt að sjálf bærri þróun.“ Nú þegar geta norrænir fjár­ festar fundið fjölbreytta blöndu af mismunandi sjóðum með vottun, bæði hlutabréfasjóði, fjárfestingarsjóði og blandaða sjóði sem stjórnað er af þekktum aðilum svo sem Handelsbanken, KLP, Nykredit og SEB. Pareto Global Corporate Bond er dæmi um Svansvottaðan sjóð sem er aðgengilegur íslenskum fjár­ festum. Sjóðinum er stjórnað af norska eignarstýringaraðilanum Pareto sem fjárfestir á alþjóða­ vettvangi í fyrirtækjaskulda­ bréfum í samræmi við kröfur Svansins.“ Sebastian segir Svansvott­ aða sjóði þurfa að uppfylla 25 skyldukröfur á nokkrum sviðum sjálf bærra fjárfestinga. Til dæmis útilokar sjóðurinn fjárfestingar til ósjálf bærs iðnaðar og fyrirtækja, svo sem vinnslu jarðefnaelds­ neytis, framleiðslu á vopnum og tóbaki. „Svansvottaðir sjóðir leggja áherslu á fjárfestingar til fyrirtækja með sterkan sjálf­ bærniprófíl og er rík áhersla á gegnsæi og miðlun upplýsinga um eignarhlut og umhverfisáherslur.“ Til viðbótar við skyldukröfur eru einnig settar stigakröfur, en til að fá Svansvottun þarf sjóðurinn að ná lágmarks stigafjölda. Mögu­ legt er að fá stig meðal annars með því að vera virkur eigandi og með því að fjárfesta í fyrirtækjum sem starfa á vettvangi endurnýjan­ legrar orku, mengunarvarna eða úrgangsmeðhöndlunar. Hann segir sívaxandi áhuga á sjálf bærum fjárfestingum á heimsvísu. Á sama tíma eru fjár­ festar í auknum mæli að kalla eftir óháðu mati á sjálf bærniáherslum virkra sjóða á markaði. „Norræna umhverfismerkið Svanurinn er áreiðanlegt merki sem yfir 84% af íslenskum neytendum þekkja, vottunin er einföld og skýr leið til að miðla því að Svansvottaðir sjóðir standist strangar kröfur um sjálf bærar fjárfestingar.“ Viðmiðin fyrir fjárfestingar­ sjóði voru sett á laggirnar í júní 2017 og hefur verið mikill áhugi á þeim allar götur síðan samkvæmt Sebastian. Fyrsti Svansvottaði sjóðurinn var kynntur í október sama ár og eru í dag samtals 23 sjóðir sem bera Svaninn. „Við erum vongóð og búumst við að sjá áframhaldandi aukningu á vott­ uðum sjóðum á komandi árum.“ Svansvottaðar fjárfestingar Norræna umhverfismerkið Svanurinn kynnti árið 2017 umhverfismerkta fjárfestingasjóði til að ýta undir sjálfbærar fjárfestingar. Nauðsynlegt að fjármálageirinn taki virkan þátt. Frá fyrstu leyfis- veitingu Svansvott- aðra sjóða árið 2017. Í tilfelli sjóða er því markmið Svansins að draga úr fjármagni sem fer í starfsemi sem er skaðleg umhverfi og samfélagi. Sebastian Högnabba KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 7 . M A R S 2 0 1 9 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA EKKI VELJA HVAÐ SEM ER FRÁ HVERJUM SEM ER svanurinn.is Veljum Svansmerkta þjónustu og vörur sem eru framleiddar í sátt við umhverfið. Það er það minnsta sem við getum gert. 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 F -9 D 9 8 2 2 7 F -9 C 5 C 2 2 7 F -9 B 2 0 2 2 7 F -9 9 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.